Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Skúli Halldórsson sh@mbl.is Gylfi Gunnarsson skipstjóri og hans menn á Þorleifi EA-88 eru nú í árlegu netaralli fyrir Haf- rannsóknastofnun úti fyrir Norð- urlandi, og voru í gærdag á Skjálfandaflóa. Með í för að venju er Tryggvi Sveinsson, rannsókna- maður frá Hafrannsóknastofnun, en í samtali við 200 mílur segir hann veiðina hafa gengið vel. „Þetta er ein skásta byrjun sem ég hef orðið vitni að frá upphafi,“ segir Tryggvi. „Við byrjuðum á annan í páskum í Húnafirði, síðan fórum við í Miðfjörð, svo Stein- grímsfjörð, þá Skagafjörð og loks í Eyjafjörð. Og nú erum við búnir að leggja á Skjálfanda, en við tök- um bara eina lögn á hverju svæði.“ 18,2 tonn fengust í Eyjafirði Dregið verður snemma í dag og keyrt áfram yfir í Öxarfjörð, til að leggja net að nýju. Það sem af er rallinu hefur mest veiðst í Eyjafirði, eða 18,2 tonn af þorski. Í Húnafirði fengust átján tonn, tæp sautján fengust í Miðfirði, tæp fimm í Steingríms- firði og alls 16,3 tonn í Skagafirði, að sögn Tryggva, sem bætir við að fiskurinn sé mjög góður. Hans hlutverk um borð er að standa fyrir mælingum á fisk- unum. Notið blíðviðris frá byrjun „Við tökum alltaf einn fisk frá úr hverju neti, til að kvarna hann og vigta, auk þess sem við vigtum lifrina og greinum kyn og kyn- þroska fisksins.“ Í bátnum eru átta trossur og eru tólf net í hverri trossu, svo að ljóst er að Tryggvi hefur nóg fyrir stafni. „Þetta eru þannig tólf fiskar í hverri trossu sem við tökum til mælinga, en auk þeirra tökum við 25 fiska úr hverju neti, lengd- armælum þá og greinum kynið og kynþroskann.“ Áhöfnin hefur notið blíðviðris allt frá því haldið var á sjó á ann- an í páskum. „Við ætluðum þó að byrja í Þist- ilfirði, en veðurspáin var fremur óhagstæð og þess vegna hófum við veiðarnar í Húnafirði. Yfirleitt byrjum við á öðrum hvorum end- anum.“ Góð veiði í netarallinu Netarall fyrir norðan land hefur sjaldan eða aldrei byrjað jafn vel, segir Tryggvi Sveinsson hjá Haf- rannsóknastofnun. Morgunblaðið/Þorgeir Að leggja netin Áhöfnin á Þorleifi EA-88 tekur árlega þátt í netaralli Hafrannsóknastofnunar. Vel hefur veiðst í ár. Blíðviðri Veðrið hefur ekki tafið fyrir veiðunum. Fram undan í netarallinu hjá þeim Tryggva og Gylfa er Öxarfjörður, Þistilfjörður og að lokum hafsvæðið í kring- um Grímsey. „Við leggjum trossurnar bara einu sinni í hvern fjörð eða flóa og svo drögum við og löndum í næstu höfn áður en haldið er á næsta svæði,“ segir Tryggvi, spurður hvernig veiðarnar gangi fyr- ir sig. „Þetta fyrirkomulag getur auðveldlega farið í taugarnar á mönnum, í svona mokfisk- iríi,“ bætir hann við og hlær. Þetta er ellefta árið í röð sem Tryggvi fylgir Gylfa í netarallið fyrir norðan. „Rallið er boðið út hverju sinni og Gylfi hefur einfald- lega verið lægstbjóðandi öll þessi ár.“ Lélegt verð á fiskmörkuðum Ávallt er landað í næstu höfn en samkvæmt reglum um netarallið þarf fiskurinn allur að fara beint á markað. „Verðið er alveg hrikalega lélegt á mörkuðunum eins og menn vita og því væri auðvit- að hagstæðara að mega vera í föstum viðskiptum. Það þarf að hugsa fyrir því í framtíðinni.“ „Getur farið í taugarnar“ Að loknu netarallinu hefst til- raunaverkefni um borð í Þor- leifi, þar sem spendýrafælur verða prófaðar á netum báts- ins, en fælurnar gefa frá sér hljóð sem spendýrin eiga að vilja forðast. Mun verkefnið fara fram í Húnafirði og taka viku, að sögn Tryggva. „Þá munum við reyna að finna út hvort þessar fælur virka á sjávarspendýr, svo sem litla hvali, hnísur og höfr- unga. Þá verðum við með fæl- ur á fjórum trossum en fjórar trossur fælulausar.“ Prófa spendýrafælur Þorskur í körum Öllum aflanum er landað í næstu höfn. Ljósmynd/Tryggvi Sveinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.