Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 56
Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Snæfríður er mikill ferðalangur og hefur ásamt fjölskyldu sinni ferðast um heim allan með því að nýta sér íbúðaskipti en Matar- vefnum lék forvitni á að vita hvort venja væri að skilja eftir mat og hvernig þetta væri yfir- leitt gert – svona matvælalega séð. „Ég skil yfirleitt eftir ávexti ,brauð og álegg en eins reyni ég að skilja eftir eitthvað þjóðlegt eins og skyr, malt, harðfisk, rabbab- arasultu, íslenskan bjór, rúgbrauð og súkku- laði. Sjálfri finnst mér alltaf skemmtilegast þegar eitthvað lókal góðgæti bíður okkar á þeim heimilum sem við fáum lánuð, eitthvað sem er í uppáhaldi hjá húsráðandanum sem verður síðan í uppáhaldi hjá okkur á ferða- laginu. Það er nefnilega oft þannig að oft prófar maður frekar mat sem einhver hefur mælt með, ég veit að margt af því sem ég hef smakkað af því það var skilið eftir handa okkur á erlendum heimilum hefði mér aldrei dottið í hug að smakka úti í búð eða panta á veitingastöðum.“ Átu kanínu og hákarl á Tenerife „Við höfum verið svo heppin að hafa oft getað hitt fólkið sem við erum að skipta við og jafnvel verið boðin í mat heim til þeirra eða farið með þeim út að borða. Það hefur verið virkilega skemmtileg upplifun því á þann hátt höfum við fengið góða innsýn í matarvenjur heimamanna. Við vorum t.d. boðin með á veitingastað með heimamönnum síðast þegar við vorum á Tenerife þar sem við smökkuðum kanínukjöt og hákarl. Þetta var á mjög litlum veitingastað þar sem eng- inn talaði ensku og engir diskar voru lagðir á borð heldur fengu allir bara skeiðar og gaffla og áttu að borða af fötunum sem maturinn var borinn fram á. Þetta var mjög skemmti- leg matarupplifun og maturinn góður.“ Snæfríður segir fólk vera misduglegt en sumir leggi mikið á sig til að taka sem best á móti gestum. Sumir baki og enn aðrir skilji eftir heimagerða rétti sem þarf þá aðeins að hita upp. Einnig fylgir yfirleitt með langur listi yfir góða veitingastaði eða verslanir þar sem góðgæti er að finna á góðu verði. Maður er því ekki bara að spara sér gistinguna held- ur einnig að fá ráð beint frá heimamönnum yfir frábærar upplifanir sem ekki finnast í neinum ferðamannahandbókum og það oftast á engu ferðamannaverði.“ Börnin viljug að prófa eitthvað nýtt „Við hjónin byrjuðum á því að nýta okkur íbúðaskipti einfaldlega til þess að eiga kost á því að geta ferðast en það segir sig sjálft að ef ekki þarf að greiða fyrir gistinguna þá skapast svigrúm fyrir fleiri og lengri ferðalög auk þess sem hægt er að eyða peningunum sem ekki þarf að eyða í gistingu í eitthvað annað skemmtilegt eins og t.d. fleiri ferðir á veitingastaði. Erlendis finnst dætrunum mjög gaman að fara út að borða en það er eins og börn séu líka viljugri að prófa eitthvað nýtt ef það er í boði á veitingastað heldur en heima, það er a.m.k. mín reynsla. Við erum heldur ekkert alltaf að segja þeim hvað þær eru að borða heldur látum þær bara smakka hlutina enda vitum við foreldrarnir heldur oft ekkert hvað við erum að panta á erlendu tungumáli.“ Stærsta máltíðin sú dýrasta „Við reynum að vera hagsýn á okkar ferða- lögum og borðum öll vel heima á morgnana áður en haldið er út í daginn. Ég smyr alltaf nesti fyrir daginn því farareyririnn er fljótur að fara ef alltaf er verið að kaupa eitthvað snakk hér og þar, og því er skynsamlegra fara af stað með eitthvað handa svöngum munnum í bakpokanum. Ég reyni að hafa stærstu máltíð dagsins alltaf þá dýrustu í stað þess að eyða öllum peningunum í ís og kaffihúsaheimsóknir.“ Mikil matarupplifun fólgin í íbúðaskiptum „Yfirleitt sammælist fólk um það að skilja einhvern mat eftir í ísskápnum áður en haldið er í ferðalagið, því það er fátt nota- legra eftir langt ferðalag en að koma inn á nýtt heimili og geta sest niður, hellt sér upp á kaffi og gefið öllum eitthvað snarl að borða í stað þess að byrja á því að hendast út í búð eftir einhverjum bita,“ segir Snæ- fríður Ingadóttir, höfundur bókarinnar Íbúðaskipti, sem kom út á dögunum. Ljósmynd/Snæfríður Ingadóttir Fræknir ferðalangar Snæfríður Ingadóttir ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Kristjánssyni, og dætrum þeirra þremur. Ostar Heimamenn þekkja sitt hnossgæti. Gæðastund Hér er setið til borðs með heimamönnum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 „Það er að ýmsu að huga þegar íbúða- skipti eru undirbúin, ísskápurinn þarf t.d. að vera hreinn og ekki svo yfirfullur að ekki sé pláss fyrir mat gestanna. Sjálf reyni ég alltaf að klára sem mest úr ís- skápnum áður en ég fer í ferðalag og fer með allt sem er opið og hálfklárað yfir í ísskápinn til mömmu sem býr í næstu götu. Það sem fer einna mest í taugarnar á mér varðandi íbúðaskipti er að taka við ísskápum sem eru fullir af hálfkláruðum krukkum sem enginn veit hvað eru gaml- ar.“ Snæfríður ráðleggur fólki að gefa skýr skilaboð til gesta sinna og tekur sem dæmi um fólkið sem skipti við Spánverja og sagði við þá að þeir mættu nota allt í eldhúsinu. Þegar Íslendingarnir komu heim höfðu Spánverjarnir drukkið allt vínið úr vínskápnum og Íslendingarnir voru í rusli. „Vín á Spáni kostar hins- vegar það sama og mjólk hjá okkur þann- ig að Spánverjunum fannst þetta ekkert tiltökumál, enda höfðu Íslendingarnir sagt að þeir gætu notað allt sem var í eld- húsinu og vínskápurinn var í eldhúsinu.“ Bókin Íbúðaskipti - minni kostnaður, meiri upplifun er byggð á námskeiðum sem Snæfríður hefur haldið um íbúða- skipti undanfarin þrjú ár. Þar er að finna ýmis góð ráð varðandi það sem helst þarf að hafa í huga þegar íbúðaskipti eru und- irbúin; hvaða netsíður skal velja, hvernig undirbúa skal heimilið, hvað þarf að hafa í huga varðandi bílaskipti og fleira í þeim dúr. Bókina er hægt að kaup á vefsíðunni www.lifiderferdalag.is Undirbúa sig vel Góðgæti Það kennir ýmissa grasa á mörkuðum erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.