Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 58
Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æski- legra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gest- gjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fín- asta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við“ þá er ágætt að hafa ör- stutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum. Hvenær er eigin- lega í lagi að nota puttana? Ætiþistlar Stundum eru ætiþislar hafðir í forrétt. Þá er best að halda um endann (stilkinn) og taka eitt og eitt blað af og dýfa því í sósuna sem er borin með og síð- an í munninn. Svona eins og þegar við dýf- um snakki í ídýfu. Aspas Fátt er betra en ferskur aspas, vin- sælast er að bera hann fram með Holland- aisesósu. Ólíkt því sem margir halda er í fínu lagi að halda á aspasinum með fingr- unum - en auðvitað má líka nota hnífapör- in. Þá er haldið um þykkari endann og aspasinum dýft í sósuna. Ávextir Heilir ferskir ávextir eru gjarnan snæddir með því að halda á þeim með fingrunum. Einnig eru tannstönglar stund- um ef ávextirnir eru bornir fram niður- skornir. Ef búið er að sjóða, steikja eða baka ávextina er þægilegra að nota viðeig- andi áhöld. Beikon Ef á disknum er borið fram stökkt beikon í heilum sneiðum eða minni bitum og okkur langar til að grípa það með putt- unum þá er það hið besta mál. Ef beikonið er hins vegar farið að linast upp er snyrti- legra að nota hnífapörin. Ostur Í ákveðnum tilfellum borðum við ostinn með höndunum. Það getur verið ágætt að skera sér flís, setja á diskinn sinn og þaðan má borða hann með höndunum. Eða þá ef búið er að skera niður í sneiðar og ekki eru tannstönglar. Franskar kartöflur Kannski eru franskar kartöflur dæmigerðasta fæðan sem við borðum með höndunum án þess að hugsa mikið um það. Ágætt er að hafa í huga að ef við deilum sósunni með öðrum þá bítum við ekki kartöflu og dýfum síðan í sósuna. Tökum þá frekar aðeins af sósunni á okkar disk og dýfum í hana. Fingrafæði Það er eins og nafnið bendir til ætlast til að borða það með fingrunum. Oftast eru þetta litlir munnbitar bornir fram á bakka. Á hlaðborði er kjörið að taka sér servéttu í hönd eða fyrirdisk og raða á hann bitunum og fara síðan frá borðinu og leyfa öðrum að komast að. Kjúklingur Einhvern tíma var sagt að í lagi væri að halda um fuglabein og naga af þeim svo fuglinn flygi ekki í burt frá okk- ur. Í útilegu höldum við um kjúklingalegg- ina og nögum af öllum lífs og sálar kröft- um. Þetta gerum við helst ekki á veitinga- húsum en í góðu lagi í heimahúsum. Maískólfar Það er nú varla hægt að eiga við maískólfa nema nota hendurnar. Stundum er pinnum eða öðru stungið í hvorn endann og síðan nagað af. Hvort sem það er gert eða maísinn skorinn af þá verður að notast við puttana. Maís á það til að festast milli tannanna og því eru allir þakklátir að vita af tannstönglum einhvers- staðar nálægt. Pitsa Sumu fólki finnst óviðeigandi að nota hnífapör til að borða pitsu þegar búið er að skera hana í passlega stórar sneiðar. Ef fólk hangir í sjónvarpssófanum og borðar pitsuna þar er besta mál að nota bara guðsgafflana. Hins vegar ef lagt er fallega á borð og pitsan borin á borðið heil, þá notum við hnífapörin. Rækjur Ópillaðaðar rækjur eru dæmigerð- ur stemningsmatur. Það er þá sem við setjum servíettuna í hálsmálið og notum puttana. Allir við borðið nota puttana og henda skelinni í þar til gerða skál á borð- inu. Gott er að byra á því að brjóta skelina milli þumalfingurs og vísifingurs og taka hana af en skilja halann eftir. Halda um halann og dýfa í sósuna sem er með. Það er gott að hafa gaffal og jafnvel hníf líka svona ef fólk þarf eða vill. Sushi Hver hefur ekki lent í vandræðum með prjónana þegar kemur að sushiinu? Það getur verið snúið að ná tökum á þeim en æfingin skapar meistarann. Þangað til getum við bjargað okkur með hnífapörum eða fingrunum. Matur sem má borða með fingrunum Morgunblaðið/Hanna Mannasiðameistari Albert Eiríksson veit bet- ur en flestir hvernig ber að haga sér. 58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Þessi útgáfa er dálítið villt. Ekki fór mikið fyrir formlegum mælingum á myntudropum og amarettó heldur treyst á hyggjuvitið og bragðlaukana. Í raun má nota hvað sem er til að bragðbæta og það hefði verið alveg nóg að nota bara amarettó. Fersk berin gera svo ótrúlega mikið fyrir pavlóvuna þannig að ekki sleppa þeim! Pavlova með myntu og amarettorjóma 5 eggjahvítur 5 dl púðursykur 500 ml rjómi nokkrir dropar af myntudropum lögg af amaretto Aðferð: 1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. 2. Stífþeytið þar til topparnir halda sér og sprautið á bökunarplötu (eða setjið á með tveimur matskeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta rjómanum á eftir bakstur. 3. Bakið við 110°C í rúma klukkustund og leyfið marengsinum síðan að kólna í ofninum í að minnsta kosti klukkutíma áður en rjóminn er settur á. 4. Setjið myntudropa og amaretto út í rjómann og smakkið til. Bragðið á alls ekki að vera mjög sterkt. Stífþeytið rjómann og sprautið á hverja pavlou. 5. Skreytið með hindberjum og myntulaufum. Eins settum við smá slettu af karamellusósu, sem vildi svo skemmtilega til að var inni í ísskáp, yfir. Pavlova með myntu og amarettorjóma Það er fátt lekkerara en litlar pavlóvur sem bornar eru fram sem eftirréttur. Þær fara vel á diski og eru svo dásamlega bragðgóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.