Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 60
Eurovisionfarinn Ari Ólafsson er
nú á mikilli kynningarferð um
Evrópu þar sem hann kemur víðs-
vegar fram á tónleikum, ásamt
öðrum keppendum, til þess að
kynna framlag okkar til keppn-
innar í ár. Í pistli á Facebooksíðu
fararstjóra íslenska hópsins, Felix
Bergssonar, kemur fram að yfir-
leitt sé um boðsferðir tónleika-
haldara að ræða. Þar kemur einn-
ig fram að Ísland hafi ekki alltaf
tekið þátt í slíkum kynningar-
ferðum en ferðin í ár er mun yfir-
gripsmeiri en áður hefur tíðkast.
Síðast liðna helgi söng Ari á tón-
leikum í London og á þriðjudags-
kvöld söng hann fyrir þúsundir
áhorfenda í ísraelsku borginni Tel
Aviv. Ari á svo eftir að syngja á
stórtónleikum í Amsterdam og
Madrid áður en heim er komið.
Aðstandendur lagsins virðast
ánægðir með viðbrögðin það sem
af er og finnur Ari fyrir miklum
meðbyr á samfélagsmiðlum. Höf-
undur lagsins, Þórun Erna Clau-
sen, fylgir Ara eftir en Siggi
Gunnars verður með þau á línunni
í þætti sínum í dag, frá 09 12, á
K100 og fær að heyra um ævintýr-
in úr ferðinni.
Ljósmynd/RÚV
Sprellað Ari og flytjandi danska lagsins, Jonas Rasmussen, bregða á leik.
Söng fyrir
þúsundir í Ísrael
Faðmlög Ari og Þórunn Erna.
Bríet Ísis Elfar er 19 ára söngkona og nemandi í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð sem steig sín fyrstu skref í útgáfu tónlistar á árinu, en hún hefur strax
vakið athygli fyrir hæfileika og metnaðarfullt popp.
Þóttist senda skilaboð
óvart og opnaði dyrnar
inn í tónlistarbransann
Myndband Bríet sendi frá sér metnaðarfullt myndband við fyrstu smáskífuna.
Sigurður Þorri Gunnarsson
siggi@mbl.is
„Þetta byrjaði á menningarnótt
í fyrra, ég var stödd í partýi og
þar kom stelpa upp að mér og
sagði, „oh my god veistu hver
Pálmi er?“ Hann er bestur í
heimi og er að gera geggjaða tón-
list og hefur
áhuga á þér,“
segir Bríet
spurð út í upp-
haf þess að hún
hóf samstarf við
upptökustjórann
Pálma Ragnar
Ásgeirsson sem
m.a. er þekktur
fyrir störf sín
með StopWait-
Go. „Ég fór þá að reyna að fiffa
þetta til. Ég ákvað að þykjast
senda honum óvart skilaboð á
Facebook og spurði hvort hann
vissi klukkan hvað flugeldasýn-
ingin væri og sendi svo „ó, afsak-
aðu, vitlaus Pálmi“ í kjölfarið,“
segir Bríet og þessi óvenjulega
áætlun hennar virtist svínvirka
því hún náði athygli Pálma. „Ég
sá hann svo stuttu síðar út í sal á
tónleikum sem ég var að syngja á
og hann kom talaði við mig eftir
tónleikana,“ segir Bríet sem hef-
ur undanfarin tvö ár haldið tón-
leika á Íslenska barnum á hverju
einasta miðvikudagskvöldi þar
sem hún syngur aðallega jazz.
Hafa þau nú starfað saman í um
hálft ár og bar samvinnan ávöxt í
lok mars þegar EP platan
„22.03.99“ kom út með fimm nýj-
um lögum. Bríet er nemandi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
en hún viðurkennir að fátt annað
en tónlistin komist að þessa dag-
ana og hafi námið því setið á hak-
anum.
Kærastinn innblástur
Bríet sendi frá sér fyrstu smá-
skífuna sína í janúar, lagið In
Too Deep, ásamt metnaðarfullu
myndbandi sem hún vann sjálf
ásamt ljósmyndaranum Önnu
Maggý. Næsta smáskífa heitir
Twin og varð kærasti Bríetar
innblástur hennar við gerð lags-
ins. „Fyrir nokkru síðan var ég
Prikinu og það stígur strákur á
skóinn minn, mjög myndarlegur
strákur sem er kærastinn minn í
dag. Nema þegar ég lít upp sé ég
að það er annar strákur eiginlega
alveg eins við hliðina á honum og
ég uppgötva að hann er tvíburi.
Þá var ég nýbúin að semja þetta
lag og ég ákvað að láta það heita
Twin,“ segir Bríet og það virðist
ekkert skorta á skondnar sögur í
kringum hana, hvort sem þær
eru um lævís skilaboð til þeirra
sem hana langar til að vinna með
eða af því hvernig ástin kviknar í
miðborginni. Hægt er að hlusta á
tónlist Bríetar á Spotify með því
að fletta upp BRÍET og undir því
nafni er einnig síða á Facebook.
Bríet
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Stærð 93 x 50 cm verð 47.000 kr.
Stærð 93 x 58 cm verð 67.000 kr.
Stærð 93 x 72 cm verð 77.000 kr.
Barhnettir á hjólum
Ítalskt handverk
Stærð hnattar: 40 cm
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Íslensku
þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Matur