Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Amma Helga.
Amma í Borgó.
Elsku amma. Ég
hef kviðið því að
kveðja þig síðan ég
var barn.
Takk fyrir verndina. Fyrir
vinskapinn. Fyrir öll orðin.
Vandlega valin. Alltaf blíð. Allt-
af virðuleg. Alltaf góð. Og úr-
ræðagóð. Til staðar. Fyrir lít-
inn hræddan strák. Lítinn
viðkvæman strák. Sem þurfti
bara knús og ísblóm. Takk fyrir
öll knúsin. Og aldrei styggð-
arorð. Aldrei vandamál. Bara
lausnir. Öll ísblómin. Takk fyrir
öll ísblómin. Fyrir appelsínurn-
ar með sykurmolanum inní.
Takk fyrir lesturinn. Fyrir
Dísu ljósálf og Dverginn Rauð-
grana. Fyrir Kristnihaldið.
Fyrir sögurnar. Takk.
Á Berugötunni. Við strönd-
ina svörtu. Með afa Jonna.
Griðastaðurinn minn. Minn eini.
Passandi upp á mig. Og hin við-
kvæmu blómin. Takk fyrir
ströndina. Takk fyrir afa. Takk
fyrir að gefa þér tíma. Takk.
Takk fyrir töfrana. Takk fyr-
ir jólin. Fyrir að töfra þau
fram. Heilögustu og ótrúleg-
ustu jólin. Takk fyrir að gefa
mér þau. Full af undrun og eft-
irvæntingu. Af helgileika. Með
alla sveinana. Alla pakkana.
Ástríður Helga
Jónasdóttir
✝ Ástríður HelgaJónasdóttir
fæddist 14. nóv-
ember 1930. Hún
lést 8. mars 2018.
Útför hennar fór
fram 7. apríl 2018.
Rétta matinn.
Gamla tréð. Réttu
lögin. Spiladósin og
plöturnar. Rétta
lýsingin. Gamla
skrautið. Kirkjan
og kortin. Og allir
aðrir í fyrsta sæti.
Börnin fremst. Allt
fyrir börnin. Alltaf
allt fyrir okkur
krakkana. Takk.
Ráð undir rifj-
um. Fyrir viðkvæm börn.
Óhaggandi amman með hlýj-
asta faðminn. Ilmandi af bláu
Nivea-kremi. Teppið á Berugöt-
unni. Kjallarinn spennandi.
Geymslan full af fjársjóði.
Fjara full af ævintýrum. Allt
mátti. Og ef ekki var það allt í
góðu. Elliðaey. Allt sem þar
gerðist. Alltaf vakandi. Alltaf
gefandi. Hugsandi um okkur
börnin. Samt tókum við varla
eftir þér. Samt varstu best af
öllum. Hlustandi. Hrósandi.
Hvetjandi. Takk.
Í nokkur ár af minni æsku
var ekki mikill friður í kringum
mig. Og þú vissir það. Og þú
gafst mér frið. Stað þar sem ég
fékk að vera barn. Get aldrei
þakkað þér nóg fyrir það. Það
er ekki hægt. En ég skal reyna
að gefa öðrum börnum það sem
þú gafst mér. Ég lofa.
Þannig að takk. Takk fyrir
friðinn. Takk fyrir eyjuna.
Takk fyrir ströndina. Takk fyr-
ir Berugötuna. Takk fyrir
strákana þína. Alla. Takk fyrir
æskuna. Og allt sem á eftir
kom. Takk fyrir hlýjuna og
friðinn. Takk. Takk. Takk. Allt-
af takk. Ég á ekki nógu mikið
þakklæti en ég reyni með því
að segja bara takk. Takk,
amma. Takk.
Bragi Páll Sigurðarson.
Það var yndislegur sólskins-
dagur – við Dónald mætt til að
hitta verðandi tengdaforeldra
Unnar Mjallar okkar á Greni-
melnum. Það vildi svo til að við
komum öll að húsinu á sama
tíma – þarna stóðu þau – Helga
og Jón, foreldrar Einars Helga
– glæsihjón – há og tignarleg –
klæddu hvort annað einstaklega
vel. Stundin var elskuleg og
glaðvær og þannig voru okkar
samskipti upp frá því. Við nöfn-
urnar urðum vinkonur – það
var alltaf gott að hitta Helgu –
hún með sína léttu lund og fal-
lega bros veitti birtu á um-
hverfið. Hún sagði mér sögur af
því hvernig það var að fæðast í
eyju á Breiðafirði og alast upp
við gjörólíkar aðstæður Reykja-
víkurbarns. Hún elskaði eyjuna
sína, Elliðaey, og eftir að hún
fluttist í Brákarhlíð var eyjan
henni ofarlega í huga – hún
sýndi mér myndir og sagði frá.
Ekkert var Helgu þó eins kært
og maðurinn hennar, sem
kvaddi allt of fljótt og hún
saknaði – þau voru sálufélagar
og samstíga í lífi og leik. Fjórir
synir – ríkidæmið þeirra – um-
vöfðu foreldrana og eftir að
Helga varð ein fékk hún alla
þeirra ást – mikið um faðmlög,
mikil samvera barna og barna-
barna. Ég naut þess að vera í
kringum þau og sjá þessa nánd.
Samband Helgu og yngsta son-
arins Einars Helga, fyrrverandi
tengdasonar okkar, var alveg
sérstakt kærleikssamband. Ein-
ar hringdi í móður sína nánast
daglega hvar sem hann bjó –
heimsótti hana reglulega, með
Unni Mjöll, síðan einn eða með
börnin þrjú. Arnar Björn bjó
frá tveggja ára aldri í Dan-
mörku en Hekla Sóley og Berg-
dís hafa búið þar alla tíð. Öll
voru þau dásamlega hænd að
ömmu Helgu og hún stór hluti
af lífi þeirra eins og föðurfólkið
allt. Við Dónald stoppuðum oft í
fallega Borgarnesi til að heilsa
upp á Helgu á leið okkar norð-
ur. Nú á kveðjustund þakka ég
af alhug alla hennar hlýju og
vináttu. Veri okkar kæra vin-
kona Helga Jónasdóttir góðum
Guði falin.
Helga Mattína
Björnsdóttir, Dalvík.
Enn er komið að kveðjustund
og enn er ég niðurlútur, sé eftir
að hafa ekki ræktað betur vin-
áttuna við þá einstöku heiður-
skonu Helgu Jónasdóttur, sem í
dag er til moldar borin. Kynni
okkar hófust snemma á níunda
áratugi síðustu aldar, þá eru að
festa sitt ráð og stofna heimili
Jónas Hólm sonur Helgu og
Stefanía frá Ísafirði, á öðru leit-
inu, en Vilborg úr Dýrafirði og
undirritaður, á hinu, þau fyrst-
nefndu samstúdentar frá
Menntaskóla Akureyrar vorið
1970. Fljótlega kom að heim-
boðum og veisluhöldum hjá
þeim rausnarhjónum Stefaníu
og Jónasi enda velbúandi innan
um broddborgarana í vesturbæ
Reykjavíkur, þar voru ætíð í
öndvegi sæmdarhjónin úr
Borgarnesi frú Ástríður Helga
og Jón Eyjólfur fulltrúi, for-
eldrar Jónasar, samhent og ást-
ríkt par með einstaklega góða
nærveru. Rík er mér í minni
ferð á heimaslóðir frú Helgu í
Elliðaey á Breiðafirði, farkost-
urinn súðbyrðingurinn Kári,
aflaskip Jónasar í Elliðaey föð-
ur Helgu, þar var tekið til
hendi við lundaveiði, eggjatöku
og slátt, með orfi og ljá, göngu-
ferðir um eyjuna þar sem þær
systur lýstu uppvaxtarárunum,
gleði og sorgum eyjafólksins,
því sjórinn bæði gaf og tók,
varðeldur kveiktur um kvöldið í
Kýrhólsvík, skálað og sungið
fram á nótt – geta má hér þess
fágæta eiginleika Jóns Eyjólfs
að finna lag við ólíkustu ljóð, ef
einhver bangaði saman bögu
var Jonni óðara búinn að fella
hana að þekktu lagi, svo var
spilað og sungið. Árin liðu,
sviplegt fráfall Jóns Eyjólfs
markaði spor, lofsvert hvernig
Helga sigraðist á því mótlæti.
Vil ég að leiðarlokum þakka
fyrir viðkynni og vináttu þess-
arar fallegu og góðu eyjakonu.
Blessuð veri minning Ástríðar
Helgu Jónasdóttur úr Elliðey.
Gísli Óskarsson.
Ég var aðeins 15 ára, hún 48
ára þegar við kynntumst. Ég
var eina tengdadóttirin á þeim
tíma og naut þess í botn. Hún
naut þess að stjana við mig, ég
var prinsessan á heimilinu
ásamt þremur sonum hennar
sem enn bjuggu heima og eig-
inmanni. Þannig voru fyrstu
kynni mín af elskulegri vænt-
anlegri tengdamóður minni,
Helgu, árið 1978.
Hún var engri lík, hún hafði
einstaka nærveru, var aldrei að
flýta sér og gaf sér alltaf tíma
til að ræða við fólk, hún var
kletturinn. Við náðum strax
saman eins og við værum
mæðgur og okkar samband var
mjög sérstakt alla tíð þó svo að
við sonur hennar hefðum skilið.
Við gátum talað saman heilu
dagana, hún sagði mér frá lífinu
í Elliðaey þar sem hún ólst upp
og mundi hvert smáatriði mjög
nákvæmlega. Mínar rætur lágu
á Hellisand og hún kannaðist
við mitt fólk sem var ekki
verra. Hennar minningar voru
fallegar og góðar. Reyndar var
eitt sem hún hafði heitið sér
sem ungri stúlku, en það var að
giftast aldrei sjómanni. Pabbi
hennar réri á litlum báti á
Breiðafirði og hún beið oft milli
vonar og ótta eftir því að hann
kæmi að landi og þá ákvað hún
þetta.
Hún fór ung stúlka á Hús-
mæðraskólann að Varmalandi
og kynntist honum Jonna sín-
um sem var uppalinn eins langt
frá sjó og hægt var nánast, eða
innst í Lundarreykjadalnum.
Jonni var glæsimenni og afar
skemmtilegur og settust þau að
í Borgarnesi og örlög Helgu
voru ráðin og bjuggu þau þar
alla tíð og áttu mjög farsælt
hjónaband. Eftir að ég eign-
aðist Braga Pál þá tók hún við
að dekra hann, en betri ömmu
var ekki hægt að hugsa sér,
með eindæmum barngóð, enda
vann hún alla tíð á leikskól-
anum í Borgarnesi. Bragi Páll
naut góðs af því að hafa ömmu
á leikskólanum og ósjaldan fékk
hann að fara með henni þangað.
Alltaf átti hann skjól hjá ömmu
og afa í Borgarnesi, fór ósjald-
an með rútunni í Nesið og fékk
að njóta þess að vera bæði á
Berugötunni og á Jaðri þar sem
þau áttu sinn sælureit upp með
Gufánni. Eftir að Jonni dó,
brast eitthvað í Helgu sem var
bara eðlilegt, þau voru eitt,
„Helga og Jonni“.
Nú eru þau sameinuð á ný, fá
sér sína skemmtilegu bíltúra,
stundum yfir brúna, stundum
uppí sveit, borða kótelettur í
raspi og ísblóm og hann leggur
kapal á skemlinum, hann les
fyrir hana, hún stússar í eld-
húsinu, allt eins og það var.
Jóna Dís Bragadóttir.
Elsku amma okk-
ar.
Við vitum ekki al-
veg hvernig við eig-
um að byrja enda aldrei þurft að
skrifa minnigargrein áður. Við
viljum bara þakka þér fyrir allt.
Þakka þér fyrir að prjóna lopa-
peysurnar á okkur sem við not-
uðum svo mikið að allavega ein
varð götótt, og takk fyrir að laga
hana. Takk fyrir að handmála
jólakönnur og grautadisk handa
okkur en þetta munum við alltaf
eiga. Takk fyrir að gefa okkur
stellið sem þú málaðir þegar
pabbi var ungur og við notum á
jólunum, þú verður alltaf með
okkur þegar það er notað. Takk
fyrir að gefa okkur alltaf glass-
úrtertu þegar við komum í heim-
sókn því núna hugsum við alltaf
til þín þegar við fáum okkur
glassúrtertu. Takk fyrir að mála
allar myndirnar sem eru um allt
hús því þá hugsum við til þín þeg-
ar við horfum á þær. Takk fyrir
allan kvöldlesturinn þegar við
vorum yngri og að gefa okkur all-
ar Mola bækurnar, sem þú last
fyrir pabba líka þegar hann var
lítill. Við munum sakna þín og
það verður skrýtið að geta ekki
heimsótt þig. Takk fyrir allt.
Ágúst Bjarni,
Óliver Már og
Heiðdís Björk.
Listagyðjan var Iðunni
Ágústsdóttur í blóð borin og ligg-
ur eftir hana fjöldi málverka sem
og postulín sem hún málaði á. Ég
var tæpra 19 ára þegar ég kynnt-
ist Iðunni. Heimilislífið var öðru-
Iðunn Ágústsdóttir
✝ Iðunn Ágústs-dóttir fæddist
6. desember 1939.
Hún lést 27. mars
2018.
Útför Iðunnar
fór fram 11. apríl
2018.
vísi en ég átti að
venjast, Iðunn las
dönsk blöð, talaði
við fólk sem aðeins
hún sá, málara-
trönur í stofunni og
rósir ræktaðar í
garðinum við litla
húsið hennar á eyr-
inni. Og þó, alin upp
af listmálara og
áhugamanni um
blómarækt var
munurinn ef til vill ekki svo mik-
ill, þegar litið er til baka. Í huga
mér er þetta litla hús sá staður
þar sem hún undi sér best. Eftir
að ég og barnsfaðir minn slitum
samvistum sá ég minna af Ið-
unni. Afmælisboð og stöku hitt-
ingur á förnum vegi. Alltaf þótti
mér vænt um Iðunni og ekki varð
sú væntumþykja minni er hún
tók son minn undir sinn vernd-
arvæng. Það hefur ekki verið
auðvelt að fá 17 ára ungling inn á
heimilið en þau létu það ganga.
Eins og hún sagði, hann hefur
sitt og ég mitt, ég fæ núna tæki-
færi til að umgangast hann og
kynnast. Í þrjú ár bjuggu þau
saman. Veittu hvort öðru stuðn-
ing, þó svo að veikindin tækju
smám saman yfir hjá Iðunni, þá
var stuðningurinn til staðar, þó
svo að drengnum hafi stundum
þótt nóg um þau verkefni sem
hann þurfti að takast á við.
Far í friði, Iðunn mín, nú taka
englarnir þínir á móti þér, litla
húsið þitt, rósirnar og olíulitirn-
ir.
Líkt og höndin stráir blómum,
getur hver og einn
stráð kærleikshugsunum
og bænum um frið,
vítt um kring.
(IÁ)
Ég þakka þér samfylgdina og
umhyggja þín fyrir drengnum
mínum er mér ómetanleg. Far í
friði og guðsblessun.
Sonja Dröfn Helgadóttir.
✝ Guðný MaríaGunnarsdóttir
fæddist 23. júlí
1940. Hún lést á Víf-
ilsstöðum 1. mars
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðveig
Hinriksdóttir frá
Neðri-Miðvík í Að-
alvík, f. 13. maí
1909, d. 11.4. 2002,
og Gunnar Vil-
hjálmsson frá Meiri-Tungu í
Holtahreppi, f. 13. júlí 1909, d.
19. maí 1988.
Systkini hennar eru: Gunn-
laugur, f. 1936, látinn, Erna, f.
1938, látin, og Vigdís Unnur, f.
1943.
Guðný bjó fyrstu árin á Njáls-
götu, síðan á Hjallaveginum í
Reykjavík en árið 1949 flutti fjöl-
skyldan að Bólstað í
Austur-Landeyjum.
Guðný var tví-
gift, gekk ung í
hjónaband með
Valdimar Jóhanns-
syni, eignuðust þau
fjögur börn. Hrönn,
f. 21. apríl 1960, d.
23. apríl sama ár.
Gunnar, f. 29. maí
1961, d. 3. jan. 2014.
Jóhann, f. 29. júlí
1962. Soffía, f. 14. júlí 1965.
Þau bjuggu allan sinn búskap í
Reykjavík en slitu samvistum.
Seinni maður Guðnýjar var
Sverrir Júlíusson, en hann lifir
konu sína. Bjuggu þau allan sinn
búskap í Hafnarfirði í húsinu
sínu Hagakoti.
Útför Guðnýjar fór fram 9.
mars 2018.
Elsku Guðný mín. Þá ert þú
komin í sumarlandið góða, vona
svo innilega að allt fari að róast
hjá þér.
Líf þitt var ekki alltaf dans á
rósum. Þú varst hörkutól allt líf-
ið. Bæði dugleg og heiðarleg
kona. Þú sagðir þína meiningu
hreint út og tókst ávallt afleiðing-
unum.
Guðný beið ekki til morguns
með það sem hún gat klárað í
dag. Við systurnar vorum ekki
alltaf sammála en leystum slík
mál. Við vorum góðar vinkonur.
Guðný var mjög ráðagóð og víð-
lesin. Guðný var nokkuð skaprík
kona en sanngjörn að sama skapi.
Elsku systir, megi Guð vaka
yfir þér. Kveðja,
Vigdís Unnur
Gunnarsdóttir.
Guðný María
Gunnarsdóttir
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Í dag er til moldar borinn minn
kæri stjúpfaðir, Sigurjón Hall-
grímsson. Hann var alger öðling-
ur, alltaf jákvæður og vildi allt
fyrir alla gera. Þegar ég kom
vestur í heimsókn vildi hann allt-
af keyra mann hvert sem maður
þurfti að fara. Hann tók það ekki
í mál að ég myndi labba.
Þegar ég bjó á Ísafirði í eitt ár
fékk ég vinnu í rækjuverksmiðj-
unni við að pilla rækjur. Ég kunni
auðvitað ekkert til verka. Þá fór
Sigurjón Ebeneser
Hallgrímsson
✝ SigurjónEbeneser Hall-
grímsson fæddist 8.
nóvember 1926.
Hann lést 22. mars
2018.
Útför Sigurjóns
fór fram 6. apríl
2018.
Nonni bara niður í
verksmiðju og kom
heim með rækju,
hitaði í potti og
kenndi mér hand-
tökin.
Þegar hann varð
áttræður buðu hann
og mamma okkur
systkinunum öllum
og mökum til Barce-
lona í vikuferð. Það
var mjög skemmti-
leg og ógleymanleg ferð. Oft voru
skoðaðar myndir og rifjaðar upp
minningar úr þessari ferð.
Hann Nonni var sjómaður af
lífi og sál. Stoltur sigldi hann á
Dynjandanum sínum á veiðar í
mörg ár.
Það var gæfuspor hennar
mömmu að hitta hann Nonna. Ég
er óendanlega þakklát fyrir það
hvað hann hugsaði vel um hana í
veikindum hennar undir það síð-
asta og núna í dag verður hann
lagður til hinstu hvílu við hliðina
á henni.
Ég kveð Nonna með þakklæti
fyrir allt og allt. Blessuð sé minn-
ing hans.
Guðbjörg.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Varmalandi,
Öldustíg 1, Sauðárkróki,
lést fimmtudaginn 5. apríl á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. apríl
klukkan 14.
Ásgrímur Þorsteinsson Anne Melén
Ólöf Þorsteinsdóttir Ágúst Kvaran
Steinar Mar Ásgrímsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Ástkær frænka okkar,
ALDÍS BJÖRNSDÓTTIR,
Vötnum, Ölfusi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
26. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Systkinabörn og fjölskyldur