Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Eitthvað að
frétta? spurði ég.
„Nei ekkert að
frétta“, kannski eitt-
hvað sem ekki má
segja frá? „Nei, ekk-
ert þannig.“ Svona hófust símtöl
okkar Gests stundum – allt á létt-
um nótum. Sem betur fer voru
sjaldan áhöld okkar á milli um
menn eða málefni. Skoðanir okk-
ar voru samt oft á sinn veginn
hvorar, án alvarlegra afleiðinga.
Gesti fannst það bara betra að
menn væru ekki alveg sammála
um alla hluti.
Ég var á ferð með þáverandi
byggingarfulltrúa í Þingeyjar-
sýslum, Einari Friðrik Jóhannes-
syni, er ég hitti Gest Helgason í
fyrsta skipti á Fosshóli. Þá stóð
þar yfir undirbúningur að breyt-
ingum á húsakosti vegna væntan-
legrar ferðaþjónustu. Við Einar
þáðum kaffi og veitingar hjá þeim
Hólmfríði og fann ég strax að
þarna hafði ég hitt áhugavert
fólk.
Gestur var fremur hlédrægur í
hópi, hann tranaði sér ekki fram
en þetta háði honum samt ekki.
Hann var draumamaður, næstum
því draumóramaður á köflum, en
hann var líka staðfastur þegar að
framkvæmdum kom og gekk
óhikað til verka. Efni og gæði
voru afstæðir hlutir í hans huga,
sem menn áttu að ákveða sjálfir
hver voru. Hann var ríkur maður
að eigin sögn.
Vinnustaður hans, eins og ég
þekkti hann á seinni árum, var
eldhúsborðið á Landamótum og
síðar Fosshóli. Þarna var tölvan
og annar fylgibúnaður ásamt
ýmsum öðrum tækjum og ekki
má gleyma kaffinu. Ég kallaði
þetta kontórinn og hann var sátt-
ur við þá nafngift. Gestur var svo-
lítið sérvitur þegar matur var
annars vegar, snæddi einfaldan
Gestur Helgason
✝ Gestur Helga-son fæddist 14.
maí 1960. Hann lést
29. mars 2018.
Útför Gests fór
fram 11. apríl 2018.
mat án íburðar,
snerti aldrei lauk.
Kunnátta hans á
tölvu kom sér einkar
vel fyrir mig og oft
naut ég leiðsagnar
hjá Gesti ef eitthvað
bar út af í þeim
tækniflækjum.
Fróðleik af ýmsu
tagi sótti hann í lest-
ur, ekki síst á ver-
aldarvefnum. Hann
kunni skil á mörgum hlutum sem
þar og víðar var að finna.
Hann var laghentur og vel
skipulagður til verka, en fór sér
að engu óðslega. Í tvígang kom
hann að verkefnum fyrir mig og
síðast núna skömmu fyrir jól, við
standsetningu íbúðar.
Það er víða fagurt í Þingeyj-
arsýslum. Í næsta nágrenni Foss-
hóls er Goðafoss og gilið sem eru
meðal höfuðdjásna í náttúru Ís-
lands.
Hann hóf að byggja húsið á lóð-
inni Hálfkúlu, sunnan við Foss-
hól, á þeim stað sem honum þótti
einna vænst um. Útsýnið frábært
og niðurinn frá Skjálfandafljóti er
greinilegur. Þar gat hann ákveðið
form og fyrirkomulag húss og
umhverfis að mestu sjálfur. Húsið
var að sjálfsögðu ekki hefðbundið
en það átti að verða gott hús.
Grunnurinn er þegar kominn og
nú er von á byggingarefni frá Am-
eríku. Kúluhúsið varð ekki hans
hús í efnislegri mynd, en í huga
hans var það fullbyggt og það
mun rísa.
Þegar menn deyja svona ungir
eru margs konar verkefni og hug-
myndir sem ekki verða að veru-
leika og hægt væri að telja upp
ótalmargt sem Gest langaði til að
gera en átti ógert. Hluti
draumanna hverfur með honum.
Ég á ljósmynd af tjörninni
næst Hálfkúlu, þar sem álftir eru
hefja sig til flugs. Þannig minnist
ég Gests. Hann flaug bara of
snemma.
Ég votta aðstandendum og vin-
um samúð á þessum krossgötum.
Benedikt Björnsson
Bjarman.
Í afa okkar áttum
við vin sem í hreinni
einlægni hafði
áhuga á því sem við
vorum að gera. Með
honum upplifðum við spennu-
þrungnar stundir á farsældarár-
um Manchester United og Alex
Ferguson. Við fengum að týnast
í áhuga hans á veiði og af íþrótta-
afrekum hans fylltumst við móði.
Í afa eigum við fyrirmynd sem
mun ljóma um ókomna tíð.
Elsku afi minn, það er erfitt
að kveðja þig. Ég sakna þín og
verð ævinlega þakklátur fyrir
stundirnar sem þú eyddir með
okkur. Ég vona að einn daginn
verði ég jafn góður afi og þú
varst mér.
Arnar Björn.
Elsku afi okkar, við munum
sakna þín sárt en erum ævinlega
þakklátir fyrir allar góðu minn-
ingarnar.
Seint munu gleymast árlegu
veiðiferðirnar með fjölskyldunni
í skíðaskálann á Skagaströnd.
Veiðin var misgóð en félagsskap-
urinn var alltaf frábær. Þú hafðir
alltaf gífurlegan áhuga á veiði og
gekkst ávallt manna mest í
kringum vötnin til að finna bestu
staðina, jafnvel þótt búið væri að
skipta um hnéliði. Þú varst alltaf
fyrstur að vatninu og yfirleitt
búinn að kasta út í áður en við
hinir vorum komnir á staðinn.
Mér (Alfreð) er sérstaklega
minnisstætt þegar ég var gutti
og við tveir sátum á góðum stað
við Geitakarlsvatn og veiddum
100 fiska á innan við klukku-
stund (voru alla vega 100 í minn-
ingunni). Þú kastaðir út og á
Helgi Ólafur
Björnsson
✝ Helgi ÓlafurBjörnsson
fæddist 10. nóv-
ember 1935. Hann
lést 2. apríl 2018.
Útför Helga fór
fram 11. apríl 2018.
nokkrum sekúndum
beit fiskur á, sem ég
fékk að draga inn.
Við virðumst hafa
hitt á góða torfu
þar. Ferðirnar í
gullhellinn voru
einnig minnisstæð-
ar, þar sem vasar
voru fylltir af glópa-
gulli áður en flæða
tók að inn í hellinn.
Bústaðaferðirnar
á Laugarvatn og Húsafell voru
ekki síðri. Þar var spilað, grillað,
farið í sund og síðast en ekki síst
spilaður fótbolti þar sem flest-
allir í fjölskyldunni tóku þátt. Þú
stóðst í markinu ár eftir ár fram
á áttræðisaldur, ekki margir sem
leika það eftir.
Þú varst dugnaðarforkur,
hjartahlýr, fyndinn, mikill
íþróttamaður og íþróttaáhuga-
maður og munt ávallt vera fyr-
irmynd okkar bræðra.
Takk fyrir allt, elsku afi Helgi,
við sjáumst síðar.
Þínir,
Alfreð Már og Elvar Þór.
Nú er afi minn fallinn frá,
Helgi Ólafur Björnsson. Afi
minn var mikill íþróttamaður og
það virðist hafa erfst til okkur
barnabarnanna, þar sem við
virðumst öll vera frekar mikið
íþróttafólk, það eru örugglega
einhver gen þarna sem hafa erfst
til okkar. Afi var mjög mikið í
kringum okkur og man maður
alltaf vel eftir því að hafa farið
ófáar helgar með Helga afa að
gefa öndunum brauð eða í sund í
Laugardalslauginni. Farið var í
árlega ferð á Laugarvatn þar
sem öll barnabörnin komu sam-
an í bústað og spilaður var hinn
árlegi fótboltaleikur. Svo var
einnig farið í þessa frægu veiði-
ferð á hverju sumri á heimaslóð-
ir Helga á Skagaströnd. Þær
ferðir voru alltaf hápunktur
sumarsins. Það má segja að afi
hafi alltaf verið límið sem þjapp-
aði hópnum saman. Blessuð sé
minning hans.
Kristófer Gunnarsson.
Elsku afi Helgi, það sem ég
var heppinn að eiga afa eins og
þig. Þú sem hafðir alltaf tíma
fyrir mig og hafðir svo gaman af
því að gleðja okkur barnabörnin.
Á jólunum var mikil spenna að
opna pakkann frá afa Helga, en
mamma og pabbi þurftu oft að
leiðrétta okkur að pakkinn væri
líka frá ömmu. Aðalpakkinn var
yfirleitt veglegur, en afi gat líka
verið hrekkjóttur. Hann átti það
til að setja litla gjöf í stóran
kassa eða að pakka inn ómerki-
legri aukagjöf. Ein jólin opnaði
ég lítið og ómerkilegt kúluspil.
Ég átti erfitt með að leyna van-
þakklæti mínu og var gráti næst
þegar Arnar bróðir minn fékk
Manchester United-treyju.
Mamma var fljót að finna aðal-
pakkann sem hafði að sjálfsögðu
að geyma sams konar treyju. Þá
var hlegið dátt og hefur það orð-
ið ein eftirminnilegasta stundin
frá jólunum.
Hann gaf okkur líka annað
mun dýrmætara, hann var dug-
legur að gera eitthvað með okk-
ur. Fór með okkur í fjöruferðir,
kenndi okkur að veiða, fór með
okkur í sund og spilaði með okk-
ur fótbolta.
Takk fyrir að skipuleggja ár-
legar veiðiferðir á Skagaheiði. Í
þessum ferðum mynduðust
ómetanleg tengsl á milli okkar
frændsystkinanna og á milli kyn-
slóða. Margar af mínum
skemmtilegustu minningum
koma úr þessum ferðum. Eins og
þegar við mokveiddum, fórum í
dýnuslag uppi á svefnlofti og
renndum okkur á dýnunum nið-
ur brattan stigann.
Hörður Ingi.
Elskulegur afi minn er látinn
eftir erfið veikindi. Ég hef átt
góðar stundir með afa í gegnum
tíðina. Þegar ég var lítill fór ég
oft til ömmu og afa. Við byrjuð-
um alltaf á því að fara að gefa
öndunum brauð eða fara í fjör-
una og fórum svo út í bakarí, eft-
ir það fór hann alltaf með mig á
bókasafnið og við leigðum mynd
saman, fórum svo í Nóatún og
keyptum kjúkling.
Á sumrin fór ég oft með afa í
veiðiferðir á Laugarvatn eða
Þingvallavatn en vinsælustu
veiðiferðirnar voru á Skaga-
strönd, þá fór öll fjölskyldan
með. Við tíndum stundum orma
saman fyrir veiðina. Þegar ég
varð eldri byrjaði ég í frjálsum
íþróttum og var afi ánægður með
það og hefði draumur hans verið
uppfylltur ef ég hefði náð að feta
í fótspor hans en því miður hætti
ég í frjálsum þrátt fyrir allan
þann kraft sem ég hafði til þess
að geta náð langt.
Afi var lífsglaður og góður
maður sem gott var að vera í ná-
vistum við, ég á eftir að sakna
hans mikið.
Daníel R. Gunnarsson.
Elsku afi, mér finnst ótrúlegt
að hugsa til þess að þinn tími sé
nú kominn.
Þú varst ótrúlega mikill afi og
tókst hlutverk þitt alvarlega.
Það voru ófáar stundirnar sem
þú eyddir með okkur barnabörn-
unum, hvort sem það voru ísbílt-
úrar, sundferðir eða veiðiferð-
irnar ógleymanlegu. Þú gafst
þér tíma með okkur af einlægri
gleði og ánægju og það var mjög
gott að vera í kringum þig, elsku
afi.
Ég man sérstaklega eftir því
þegar þú komst að horfa á mig
feta mín fyrstu spor á frjáls-
íþróttavellinum, þar sem ástríða
þín fyrir íþróttinni kviknaði.
Hvað þú varst stoltur að barna-
barnið reyndi að feta í fótspor
þín. Ég hef alltaf litið mikið upp
til þín og sagt oft frá afrekum
þínum af miklu stolti. Elsku afi,
ég vona að þú sért kominn á
betri stað þar sem þú færð aftur
að njóta þín af krafti og hitta
þína elskulega eiginkonu aftur.
Þín verður sárt saknað.
Elsku afi, guð mun þig geyma.
Yfir okkur muntu sveima.
En eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Ásta Kristín Gunnarsdóttir.
Pálmi Ragnars-
son er látinn eftir
sex ára baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Efst í minningunni
er æðruleysi hans,
léttleiki og glaðlyndi, sem hjálp-
uðu honum að takast á við lífið
við þær erfiðu aðstæður sem
veikindin sköpuðu honum. Skipst
hafa á skin og skúrir og í síðasta
élinu var hann allur. Pálmi stóð
ekki einn í þessari baráttu. Við
hlið hans stóð eins og klettur
Ása, kona hans, og fjölskylda.
Góð kynni fjölskyldnanna á
Ingveldarstöðum og í Garðakoti
ná aftur um sjötíu ár til þess þeg-
ar Ragnar og Oddný, foreldrar
Pálma, settust að í Garðakoti ár-
ið 1948 með tvo syni, Egil Ingva
og Björn. Við bættust dóttirin
Pála og synirnir Árni og Pálmi.
Hluti af endurminningum okkar,
Ingveldarstaðafólksins, eru verk
Ragnars á Ingveldarstöðum. Oft
sló hann túnið fyrir pabba með
sláttuvél og einnig vann hann við
fjárhús og hlöðu sem reist voru
árið 1956. Hann kom þá alltaf
ríðandi í hlað á morgnana. Sam-
band fjölskyldnanna hélt áfram
með nýrri kynslóð, því tveir
bræður Pálma bjuggu á Ingveld-
arstöðum, fyrst Björn og síðar
Árni. Eftir það tók Garðakots-
fólkið að sér að hafa lyklaumsjón
Pálmi Ragnarsson
✝ Pálmi Ragn-arsson fæddist
24. maí 1957. Hann
lést 22. mars 2018.
Útför Pálma fór
fram 7. apríl 2018.
með Ingveldarstöð-
um. Ef gleymdist
lykill við norðurferð
einhvers úr fjöl-
skyldunni, eða þeg-
ar starfsmenn
stofnana eða verk-
taka þurftu að fá að-
gang að húsinu, var
leitað í Garðakot.
Og þegar við stóð-
um í framkvæmdum
á Ingveldarstöðum
gátum við alltaf leitað til Pálma
um verkfæri og búnað sem okkur
vanhagaði um. Fyrir þetta skal
nú þakkað. Miklar breytingar
hafa orðið á síðustu áratugum
hverjir hafa setið jarðirnar í
Hjaltadal. Garðakot er eina jörð-
in í utanverðum Hjaltadal að
vestan þar sem enn býr sama
fjölskylda og á búskaparárum
okkar á Ingveldarstöðum.
Fólk úr fjölskyldu minni hefur
átt þess kost að fara í göngur í
Elliðanum í Kolbeinsdal með
Pálma á hverju ári frá því eftir
síðustu aldamót og eigum við
þaðan ógleymanlegar endur-
minningar. Gangnastjórinn
Pálmi stjórnaði mönnum sínum
með talstöð úr bifreið sinni niðri
á grundum og benti þeim á kind-
ur sem hann kom auga á með
góða kíkinum sínum lengst uppi í
klettum. Hann sendi gangna-
mennina, sem ekki gátu séð kind-
urnar, stundum Arnald son
minn, sem var efstur, og Jakob
Smára son sinn, sem var næst-
efstur, eða þá aðra vaska
gangnamenn, í veg fyrir kindurn-
ar. Pálmi hafði þá reglu í heiðri
að stofna ekki gangnamönnum
sínum í hættu. Hann bannaði
þeim stundum að ná í kindur sem
höfðu komið sér í sjálfheldu, því
að þar gat verið hætta á að bæði
menn og kind færu sér að voða.
Kindin kemur sér sjálf úr vand-
ræðunum þegar hún róast, sagði
gangnastjórinn. Pálmi gaf ekkert
eftir og hlífði sér ekki þegar hann
var að hlaupa í veg fyrir kindur.
Hann sagði eitt sinn við mig –
það var eftir að hann veiktist – að
hann ætti orðið erfiðara með að
hlaupa eftir kindum en áður fyrr.
Ég hafði alls ekki tekið eftir því,
mér fannst hann ekki standa full-
frískum yngri mönnum að baki.
Pálmi er farinn frá okkur en
minningar um góðan dreng og
skemmtilegan mann verða áfram
í hugskoti okkar. Við Ingveldar-
staðafólkið sendum öllum að-
standendum Pálma okkar hlýj-
ustu samúðarkveðjur.
Gylfi Ísaksson.
Ef ég mætti yrkja,
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænagjörð.
Vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans.
Blómgar akurbreiður
blessun skaparans.
(Bjarni Ásgeirsson)
Þegar sólargeislarnir baða
hvítkollótta Hnúkana rauðum
bjarma og hábrún Hólabyrðunn-
ar er sem í ljósum logum breytist
Hjaltadalurinn í töfraveröld.
Stundum er kyrrðin slík að
glögglega heyrist kvakið í
snemmkomna álftaparinu sem
jafnan flýgur lágt fram eftir ánni
og stöku tófa heyrist gagga ein-
hvers staðar í fjallshlíð. Þá er
veturinn að lina tökin og varmi
kominn í stóra steininn sunnan
við Garðakotsbæinn. Verm-
isteinn. Í þessari náttúru lifði og
bjó Pálmi Ragnarsson allt sitt líf
og var samofinn henni. Á einu
slíku síðdegi skömmu fyrir
páskana mátti Pálmi Ragnarsson
sleppa takinu á lífinu. Kannski
voru þessi hljóð vorboðanna
kveðjukall til samferðamanns?
Og sannlega megum við ná-
grannar hans og samsveitungar
þakka fyrir að hafa haft hann
sem samferðamann. Hann lét sig
umhverfið varða í víðum skilningi
og leitaðist við að greiða götu
þeirra sem til hans leituðu. Við
mig og mína var hann einstak-
lega hjálpsamur og greiðvikinn
með afbrigðum og verður seint
fullþakkað. Það var jafnan frísk-
andi að vera í félagsskap Pálma.
Hann var iðulega glettinn og
glaðvær og hláturinn tröllslegur.
Snarpur atorkumaður, þéttur
undir hönd, mikill að burðum og
vílaði ekkert fyrir sér. Afbragðs-
bóndi sem byggði upp afurðabú
ásamt fjölskyldu sinni af útsjón-
arsemi og dugnaði. Fjölskyldu-
maður, góður pabbi og afi, nær-
gætinn en þó ekki skaplaus,
stríðinn og einstaklega
skemmtinn á mannamótum. Eft-
irminnilegir eru kappsfullir leikir
í Hólaskógi á 17. júní. Þá var
stundum betra að vera ekki fyrir.
Vinmargur og gestrisinn enda
var jafnan mannmargt við eld-
húsborðið í Garðakoti, fólk kom
og fór og kom svo aftur.
Baráttan fyrir lífinu var erfið
síðustu misserin og hægt fjaraði
undan. Þá einkenndu þolgæði og
æðruleysi þetta ljúfa hraust-
menni. Sannlega á það einnig við
um Ásu og fjölskylduna alla sem
stóð samhent á erfiðri þrauta-
göngu.
Nú kvakar engin lóa lengur,
nú liggur allt í værum blund.
Hinn bjarti sveinn frá bænum gengur;
hann beið þín, sæla friðarstund.
Hann lætur blæinn baða vanga
og beinir öruggt sporið sitt;
hann þarf ei hræddum hug að ganga,
þú heiða nótt, um ríki þitt.
(Þorsteinn Erlingsson)
Ég kveð minn góða samferða-
mann og vin með söknuði um leið
og ég votta fjölskyldu og ættingj-
um samúð.
Ólafur I. Sigurgeirsson.
Í dag kveð ég félaga minn og
vin, Pálma bónda á Garðakoti í
Hjaltadal. Pálma kynntist ég fyr-
ir allmörgum árum. Ég var í
sveit í Skagafirðinum og heyrði
margt um Pálma í Garðakoti í þá
daga. Leiðir okkar lágu svo sam-
an um og upp úr 1998. Hann var
þá búin að vera sölumaður á al-
mennum rekstrarvörum til
bænda í nokkur ár ásamt að
sinna búi sínu. Ég var með rekst-
ur á samskonar vörum þegar
leiðir okkar lágu saman og hófum
við nánara samstarf. Við fórum
nokkrar söluferðir saman um
Skagafjörð og Eyjafjörð. Það var
eitt að vera í söluferð og annað að
koma við á bæjum, það þótti
Pálma ekki leiðinlegt, heyra sög-
ur og ekki síður að segja sögur
sem hann var kannski aðeins bú-
inn að krydda með glensi og
sprelli.
Eina ferð fórum við saman til
útlanda á landbúnaðarsýningu og
var sú ferð oft rifjuð upp, því
taskan hans Pálma skilaði sér
ekki og varð að kaupa allt nýtt til
að hafa í ferðina. Sú innkaupa-
ferð er ógleymanleg, oft rifuð
upp og mikið hlegið. Að heimili
Pálma og eftirlifandi eiginkonu
hans, Ásu í Garðakoti, dvaldist
ég oft á ferðum mínum um fjörð-
inn, hvort sem var í vinnu eða í
fríi. Heimili þeirra stóð mér alltaf
opið og þar var gott að koma. Á
haustin er það fastur liður hjá
mér að koma til þeirra hjóna í
drottningu stóðréttanna, Lauf-
skálarétt. Það voru forréttindi að
koma í Garðakot, fá hest að láni
og að taka þátt með heimamönn-
um yfir réttardaginn og svo í
kjötsúpunni um kvöldið í Garða-
koti, þar var oft hressilega tekið
á söng og sagðar sögur frameftir
kvöldi. Pálmi átti kannski fáa
hesta á skagfirska vísu en góðir
og flottir voru þeir.
Pálmi og Ása ráku stórt og
myndarlegt kúabú sem sonur
þeirra, Jakob, og tengdadóttir,
Rina, hafa nú tekið við og ég er
ávallt velkominn í Garðakot.
Pálmi hafði barist við krabba-
mein í nokkur ár og var alveg
með það á hreinu að hann ætlaði
að hafa betur, var léttlyndur og
jákvæður og lét ekkert á sig fá.
Eitt var á hreinu, að hann ætlaði
berjast til sigurs. En þessi fjandi
hafði betur. Pálmi var vinmarg-
ur, skemmtilegur, hlýr, traustur
og góður vinur. Elsku Ása mín,
ég votta þér og fjölskyldu mína
dýpstu samúð.
Það eru þung spor sem ég stíg
í dag við að kveðja Pálma. Þín
verður sárt saknað, elsku vinur,
en minning um okkar vináttu og
samverustundir lifa.
Þinn vinur,
Stefán Ingi Óskarsson.