Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Enn er höggvið
skarð í barnahóp
Þórhalls og Mörtu
frá Laufási í Bakka-
dal í Arnarfirði, nú
þegar Kristbjörg, næstyngst
systkinanna, er látin. Þetta var
sérlega vel gerður níu barna hóp-
ur sem ólst upp þarna undir
„Hamrastáli“ gneypra fjalla Arn-
arfjarðar. Eftir lifa nú Sigurður,
Stefán og Guðmunda.
Kristbjörg, jafnt og þau öll,
naut dýrmætrar heimanfylgju úr
ljóða- og sagnaarfi þjóðar okkar
sem ræktaður var með miklum
ágætum á æskuheimili þeirra. Sú
þjóðlega ræktarsemi kom sér vel
í því starfi sem hún stundaði
lengst, við leiðsögn ferðamanna
um byggðir og hálendi Íslands og
við kennslu leiðsögumanna.
Kristbjörg var sérlega
skemmtileg og viðræðuhæf. Ætíð
var gaman að hitta hana við hin
ýmsu tækifæri sem gáfust, þó að
hin síðustu misseri væri mjög
dregið af heilsu hennar. Krist-
björg átti hin síðari ár í baráttu
við illvægan sjúkdóm sem reyndi
mjög á þrek hennar. Þá komu vel
fram hinir góðu eðliskostir henn-
ar í því mikla og óeigingjarna
starfi sem hún vann á vegum
krabbameinssjúkra.
Blessuð sé minning Krist-
bjargar Þórhallsdóttur.
Snær Karlsson.
Árið 1997 útskrifuðust Birn-
ungar úr Leiðsöguskólanum í
Kristbjörg
Þórhallsdóttir
✝ Kristbjörg Þór-hallsdóttir
fæddist 22. október
1938. Hún lést 28.
mars 2018.
Útför hennar fór
fram 11. apríl 2018.
Kópavogi. Yfir-
kennari okkar, stoð
og stytta í því námi,
var mann- og nem-
endavinurinn Krist-
björg.
Hún hlaut fljót-
lega titilinn „heið-
urs-Birna númer 1“,
enda kynntumst við
vel mannkostum
hennar, yfirvegun,
fróðleik um landið
og fundum gleði viðtakenda okk-
ar hvar sem við komum í skóla-
ferðalaginu um vorið.
Kristbjörg var ekki föst í
kreddum, vana eða venjum, hún
var lifandi leiðsegjandi og leið-
togi okkar í hópnum. Okkur er
minnisstætt úr skólaferðalaginu
þegar fyrir lá að við ættum að
taka upp hljóðnemann í rútunni
og tala um viðfangsefni sem við
áttum að draga úr hatti og til að
gera illt verra, flytja fróðleik
okkar til samnemenda í rútunni á
því tungumáli sem við hygðumst
nota í okkar leiðsagnarferðum í
framtíðinni.
Þarna voru nemendur sem
ætluðu að nota ítölsku, frönsku,
hollensku, þýsku og fleiri tungu-
mál sem aðeins örfáir í hópnum
skildu og því myndi fróðleikurinn
ekki ná til okkar alla.
Eins vorum við ekki hress með
að draga umræðuefni úr potti,
hver vill lenda í efni eins og
„smáþörungavinnsla á Íslandi“
eða „efnahagslegur ábati af ál-
framleiðslu?“
Þetta leit ekki vel út og við
sendum fulltrúa okkar fram í rút-
una til Kristbjargar með nýjar
uppástungur um þessi mál.
Eggin farin að kenna hæn-
unni.
En Kristbjörg skellti aldeilis
ekki skollaeyrum. Hún hlustaði á
rök okkar og að lokum var öllu
umbylt. Hver og einn gat talað
þegar hann fann löngunina brjót-
ast fram hjá sér. Viðfangsefnin
viðráðanleg og frásagnir af kunn-
ugleika og allt á íslensku, okkur
hinum til fróðleiks.
Það var ekki mikið mál fyrir
Kristbjörgu að skilja þessi rök og
hún af skörungsskap sínum og
yfirsýn kom því til leiðar að úr
ferðinni rættist heldur betur og
líklegast besta ferð margra okk-
ar um landið.
Þetta kenndi okkur líka að
hlutverk fararstjóra er að bregð-
ast við og leysa úr málum og með
þessu lagði Kristbjörg línuna fyr-
ir okkur til framtíðar.
Hún var alltaf hinn trausti
bakhjarl þegar leita þurfti ráða
með hópa í ferðum og aldrei var
komið að tómum kofunum hjá
fyrsta heiðursfélaga Birnunga,
en það er félagsskapur sem sat í
ferðamálanámi hjá skólastjóran-
um okkar Birnu Bjarnleifsdóttur
1996-7.
Fh. Birnunga,
Ólafur Magnús Schram.
Einstök kona er fallin frá.
Kona sem bar með sér reisn og
tign Arnarfjarðar, þar sem hún
leit fyrst dagsins ljós á Laufási í
Bakkadal – einum af Ketildölun-
um. Skáldið Stefán G. Stefánsson
taldi að við bærum með okkur
svipmót æskustöðvanna.
Við Bogga kynntumst ungar
að árum úti í Darmstadt þar sem
menn okkar stunduðu háskóla-
nám, en þau Óskar og Bogga
voru í þann mund að kveðja
Þýskaland í upphafi sjöunda ára-
tugarins. Þau eignuðust synina
Marías og Ragnar úti í Darm-
stadt. Það var ekki hægt á þeim
tíma að hringja mikið heim og
spyrja ráða eða segja fréttir, bréf
urðu að sjá um tengslin. Hin
unga eiginkona og móðir varð því
að standa sig í framandi um-
hverfi á erlendri grund, og það
gerði hún. En … samheldni Ís-
lendinga í Darmstadt var mikil
og ákveðin samhjálp myndaðist
og einnig varð til traust vinátta
sem enst hefur alla tíð síðan.
Kristbjörg átti mikinn þátt í því
með sinni léttu lund og gestrisni.
Kristbjörg gerist leiðsögu-
maður fyrir þýska ferðamenn
nokkrum árum eftir heimkom-
una frá Darmstadt. Þar naut sín
meðfæddur hæfileiki hennar til
að miðla og áhugi á að kynna land
og þjóð. Persónuleg útgeislun
heillaði einnig ferðalanga og veit
ég að margir komu aftur og aftur
til að fara í ferðir með leiðsögu-
manninum fallega og lífsglaða.
Hún var leiðsögumaður í meira
en þrjátíu ár og kenndi í Leið-
sögumannaskólanum í aldar-
fjórðung. Sumir segja hana móð-
ur leiðsögumanna á Íslandi, enda
var hún gerð að heiðursfélaga
þeirra. Hún var vel að því komin.
Hinir sterku vestfirsku eigin-
leikar Boggu sönnuðu sig þó
hvað best þegar hún aðeins fer-
tug greindist með krabbamein og
annað brjóstið var fjarlægt. Þeg-
ar hún lá á spítalanum var tekið
við hana viðtal, sem vakti mikla
athygli fyrir einlægni og hrein-
skilni varðandi umfjöllun um
sjúkdóminn, en ekki síst að einn-
ig þar gat hún látið hláturinn
sinn líflega hljóma. Á þeim árum
var helst hvíslað orðinu krabba-
mein. Kristbjörg gekk fljótlega
til liðs við nýstofnuð samtök
kvenna með krabbamein, sem
hét Samhjálp kvenna. Þær ruddu
braut og voru mjög öflugar í að
fræða konur og styrkja. Þær fóru
í viðtöl í mismunandi fjölmiðlum,
á fundi, í heimahús – ávallt til-
búnar að ræða málin og uppræta
fordóma. Kristbjörg var í for-
svari fyrir félagið í ein þrettán ár
en mun lengur í stjórn. Það er
erfitt að meta slíka vinnu sem
þessar konur lögðu á sig. Það var
og er ómetanlegt starf sem
Kristbjörg og fleiri hafa lagt af
mörkum í félaginu Samhjálp
kvenna.
Strax ung að árum varð hún
stoð og stytta í litlu samfélagi Ís-
lendinga á erlendri grund. Við
samferðafólk hennar eigum
henni mikið að þakka fyrir óeig-
ingjarnt starf á mörgum sviðum.
Hún hefði ekki getað þetta nema
að eiga traustan og góðan eig-
inmann, Óskar Maríusson, sem
studdi hana og hún hann.
Fyrrverandi Darmstadt-búar
senda sonum þeirra og afkom-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur. Minning Kristbjargar
Þórhallsdóttur mun lifa.
Sigrún Magnúsdóttir.
Kristbjörgu kynntist ég í kjöl-
far brjóstnáms vegna krabba-
meins árið 1989. Mér var boðinn
stuðningur frá Samhjálp kvenna,
en sjálfboðaliðar heimsóttu kon-
ur sem þess óskuðu í kjölfar að-
gerðar. Þessar heimsóknir voru
bæði í praktískum tilgangi og
ekki síður til andlegs stuðnings.
Auk heimsókna til kvenna sem
höfðu farið í aðgerð vegna
brjóstakrabbameins voru kvöld-
fundir, opið hús mánaðarlega yfir
veturinn. Kristbjörg stýrði þess-
um fundum af röggsemi. Hún
valdi sjálfboðaliða í heimsóknar-
þjónustuna, stóð fyrir námskeið-
um fyrir þá og fékk með sér önd-
vegisfólk, lækna, sálfræðinga og
félagsráðgjafa. Kristbjörg hafði
kynnst sjálfboðastarfinu á Norð-
urlöndunum og í Bandaríkjun-
um, en ungir krabbameinslækn-
ar, þá nýkomnir til landsins, þeir
Þórarinn Sveinsson og Sigurður
Björnsson, voru mjög hlynntir
þessu sjálfboðastarfi og studdu
Samhjálp kvenna af alhug, enda
höfðu þeir sjálfir kynnst þessu
starfi sem felst í því að glæða von
hjá konum sem höfðu fengið
brjóstakrabbamein.
Á fundum sem Kristbjörg
stjórnaði og fékk til sín góða fyr-
irlesara var ávallt hægt að fá
andlega hressingu auk frábærra
góðgerða. Ég hreifst af styrk og
sterkri útgeislun sem stafaði frá
henni. Einnig var hressandi að
hitta konur í sömu stöðu og mað-
ur var í sjálfur. Þarna var bland-
að saman gamni og alvöru, konur
deildu reynslu sinni og veittu ráð.
Frumkvæði sjálfboðahópsins var
mikið, m.a. voru haldnar ógleym-
anlegar tískusýningar sem konur
innan hópsins héldu á fatnaði
sem hentaði konum sem misst
höfðu brjóst.
Síðar tók ég þátt í sjálfboða-
starfinu og kynntist öðrum góð-
um eiginleikum Kristbjargar,
ekki síst hve vel henni tókst að
halda nafni Íslands á lofti í nor-
rænu samstarfi. Hún stjórnaði
ráðstefnum norrænna stuðnings-
hópa hér á landi, fékk fyrirlesara
og geislaði sjálf þegar hún hélt
ræður á sinni skandinavísku sem
allir norrænir þátttakendur
skildu. Það var unun að vinna
með henni. Menntun Kristbjarg-
ar, reynsla og persónuleg tengsl
sem leiðsögumaður nýttust afar
vel þegar kom að því að útvega
hótelgistingu, rútur og annað
sem þurfti fyrir erlenda ráð-
stefnugesti. Alltaf gat hún fengið
betri fyrirgreiðslu en aðrir. Allir
vildu allt fyrir hana gera.
Samstarf okkar Kristbjargar
varði á annan áratug, en vinátta
okkar entist alla tíð. Ég á henni
mikið að þakka, að vera góð vin-
kona og veita mér innsýn í fjöl-
skyldulíf sitt. Óskar, hennar góði
maki, átti stóran þátt í því hve
miklum tíma Kristbjörg gat varið
í sjálfboðastarfið. Það starf sner-
ist ekki eingöngu um að styrkja
konur, heldur einnig að taka þátt
í opinberri umfjöllun um brjósta-
krabbamein því umræðan um
þetta efni var takmörkuð, m.a.
vegna þess ótta sem því fylgdi.
Kristbjörgu og öðrum frum-
kvöðlum í hópnum tókst að létta
konum lífið með samningum við
TR með því að fá ókeypis gervi-
brjóst og niðurgreiðslu á hjálp-
arbúnaði tengdum brjóstnámi.
Viðmót hennar og hlýja var ekki
síður mikilvæg og verður starf
hennar á þessum vettvangi seint
fullþakkað.
Sonum Kristbjargar og fjöl-
skyldum þeirra votta ég innilega
samúð.
Guðrún Sigurjónsdóttir.
Elsku afi. Þó svo
að við höfum ekki
alltaf talað saman
á hverjum degi veit
ég að hugur þinn og hjarta hef-
ur fylgt mér.
Í Stangarholtinu þar sem þið
bjugguð brostir þú þínu blí-
ðasta er ég kom inn um dyrnar,
lítil stúlka með ljóst hár og
tíkó, lyftir mér upp og gafst
mér nebbaknús. Ég var svo
hátt uppi að ég gat næstum
snert loftið og sá yfir ljósa-
krónuna í borðstofunni.
Ég man hve oft ég sat í
fanginu á þér og hvernig við
Sveinn Freyr bróðir máttum
alltaf fá kexköku úr eldhús-
skúffunni hjá ömmu.
Bókasafnið þitt var töfra-
staður. Þekkingin, sögurnar,
myndirnar og öll þessi fallegu
orð sem búa í hverri bók fyrir
sig.
Mér varð því snemma ljóst
mikilvægi þess að mennta mig,
að fá tækifæri til að prufa,
skoða og fræðast um allt hið
mögulega sem og hið ómögu-
lega. Að fá tækifæri til að lesa
þyngri og þyngri bækur, skilja
og læra.
Ykkar stuðningur gerði mér
það kleift að fá tækifæri til að
komast í háskólanám og minn-
Óskar
Hallgrímsson
✝ Óskar Hall-grímsson
fæddist 25. októ-
ber 1922. Hann
lést 30. mars 2018.
Útför Óskars fór
fram 11. apríl
2018.
ist ég þess hve
mikilvægt þér þótti
að ég myndi snúa
heim frá Englandi
með þekkinguna
sem ég hafði öðlast
úti í hinum stóra
heimi.
Þú hafðir trú á
mikilvægi mennt-
unar og þekkingar
fyrir þjóðina, jafnt
fyrir konur og
karla.
Á milli okkar þurfti sjaldnast
orð og ég veit að þú munt
fylgja hjarta mínu áfram á
þeirri vegferð þinni sem nú er
framundan.
Elsku afi.
Ég veit að þú ert farinn sátt-
ur. Þú hefur alltaf verið tenging
mín til að skilja hver ég væri og
hvaðan ég kom. Því sumt er
mjög líkt á milli okkar.
Ég passa upp á þekkinguna,
tungumálið og held áfram að
vera ákveðin, sterk kona.
P.S. Ég lofa að lita ekki
rauðleita hárið.
Þín
Anna Lind.
Óhætt er að fullyrða að með
Óskari Hallgrímssyni sé geng-
inn einn áhrifamesti maður í
innleiðingu þess skipulags inn-
an verkalýðshreyfingarinnar
sem við þekkjum í dag.
Óskar nam rafvirkjun á
styrjaldarárunum og varð for-
maður félags nema í rafiðnum
og fyrsti formaður Iðnnema-
sambandsins. Það skapaðist
mikil samstaða meðal iðnnema
þegar Thor Thors keyrði í
gegnum Alþingi lög þar sem
iðnnemum var bannað að vera í
verkalýðsfélagi. Ætlun Thors
með þessu var að tryggja fyr-
irtækjum starfsmenn sem nýtt-
ust til þess að brjóta á bak aft-
ur verkfallshótanir
iðnaðarmanna. Iðnnemar bentu
á að þeir væru fremur launa-
menn en námsmenn og kröfð-
ust stjórnarskrárvarinna lýð-
réttinda.
Að loknu sveinsprófi varð
hann félagsmaður Félags ís-
lenskra rafvirkja og er kjörinn
formaður félagsins 1949. Félag-
ið varð undir stjórn hans í far-
arbroddi í mörgum málum.
Óskar kynnti sér vel skipulag
norrænu stéttarfélaganna og
varð ljóst að við stæðum langt
að baki þeim í samfélagslegum
réttindum. Honum tókst að
koma á laggirnar milliþinga-
nefnd um skipulagsmál ASÍ
sem stóð að innleiðingu nýs
skipulags í verkalýðshreyfing-
unni og lét ekki þar staðar
numið og hóf undirbúning að
stofnum Rafiðnaðarsambands
Íslands.
Árin eftir seinni heimsstyrj-
öldina fram til 1970 eru miklir
umbrotatímar í íslensku sam-
félagi og fullyrða má að þáver-
andi forysta verkalýðshreyfing-
arinnar hafi lagt grundvöll að
því velferðarkerfi sem við
þekkjum. Þetta kostaði átök
með miklum fórnum af hálfu
verkafólks. Verðbólga og vísi-
tölutengingar urðu til þess að
samningum var endurtekið sagt
upp, en samt ávannst á þessum
tíma mikið í réttindabaráttu
launamanna. Lagður var
grundvöllur að betri veikinda-
rétti með sjúkrasjóðum. Það
náðust fram lög um atvinnu-
leysistryggingar eftir áratuga
blóðuga baráttu. Í framhaldi af
því eru lífeyrissjóðirnir stofn-
aðir. Allt þetta næst fram í bar-
áttu verkalýðshreyfingarinnar í
kjarasamningum og var bein af-
leiðing þess að stjórnmálamenn
höfðu ávallt vikið sér undan því
að setja hér á landi samskonar
almannatryggingakerfi og var
annars staðar á Norðurlöndun-
um.
Í tíð Óskars vann FÍR braut-
ryðjandastarf við uppbyggingu
símenntunar félagsmanna og
félagafjöldi fimmfaldast á hans
tíma. Óskar var starfsmaður
FÍR en tók 1958 við stöðu
framkvæmdastjóra ASÍ og varð
síðar framkvæmdastjóri Iðn-
fræðsluráðs. Óskar var kjörinn
fyrsti formaður RSÍ á stofn-
þingi sambandsins 1970. Rúmu
ári síðar varð hann annar
bankastjóra Alþýðubankans, en
hann sneri sér síðar að öðrum
störfum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og er ráðinn til fé-
lagsmálaráðuneytisins árið 1977
og sinnti þar málefnum sem
sneru að vinnumarkaðinum.
Ég starfaði með beinum og
óbeinum hætti með Óskari allt
frá stofnun RSÍ og naut ráð-
legginga hans. Hann hafði gott
lag á að koma skoðunum sínum
á framfæri, ekki síst hafði hann
ávallt mjög gott stöðumat og
yfirsýn.
Rafiðnaðarmenn þakka mikil
og óeigingjörn störf Óskars og
senda fjölskyldu hans hugheilar
samúðaróskir.
Guðmundur Gunnarsson,
fyrrv. formaður Rafiðn-
aðarsambands Íslands.
Ég kynntist Óskari Hall-
grímssyni fyrst vorið 1975 þeg-
ar ég var ráðinn framkvæmda-
stjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða, SAL, en Óskar sat
í framkvæmdastjórn sam-
bandsins allt frá stofnun þess
1973 til haustmánaðar 1987.
Fulltrúar launafólks í fram-
kvæmdastjórninni voru, auk
Óskars, verkalýðsleiðtogarnir
Eðvarð Sigurðsson og Bene-
dikt Davíðsson. Ég var strax
var við að vinátta og traust
ríkti meðal þessara forystu-
manna, þrátt fyrir þau hörðu
átök sem voru í stjórnmálunum
á þessum árum.
Á næsta ári eru liðin hálf öld
frá því að fulltrúar launafólks
og atvinnurekenda undirrituðu
samkomulag um stofnun lífeyr-
issjóða fyrir almennt verkafólk.
Á þetta er minnst til að vekja
athygli á þeirri sögulegu stað-
reynd því að Óskar Hallgríms-
son var í fararbroddi félaga
sinna við gerð kjarasamnings-
ins um stofnun lífeyrissjóð-
anna.
Það var ánægjulegt að starfa
með Óskari. Hann var ekki
þannig gerðar maður að hafa
sig mikið í frammi á fundum að
nauðsynjalausu , en þegar hann
tók til máls var eftir því tekið.
Auk þess að vera borgar-
fulltrúi um átta ára skeið fyrir
Alþýðuflokkinn hlóðust á Óskar
mörg trúnaðarstörf, bæði á
sviði stjórnmála en ekki síður
meðal samherja hans í verka-
lýðshreyfingunni.
Um tíma var varla sú nefnd
eða stjórn sett á laggirnar inn-
an verkalýðsfélaganna að Ósk-
ar væri ekki beðinn um að taka
að sér verkefnið. Mér er auð-
vitað nærtækast að minnast
Óskars Hallgrímssonar sem
forystumanns að stofnun al-
mennu lífeyrissjóðanna.
Daginn eftir kjarasamn-
ingana í maí 1969, var eftirfar-
andi haft orðrétt eftir Óskari:
„Með þessum samningum náð-
ust fram atriði sem ég tel að
muni hafa stórkostleg áhrif í ís-
lensku þjóðfélagi, og á ég þar
við lífeyrissjóðinn. Nú í dag er
það að sjálfsögðu kaupgjaldið
sem skiptir mestu fyrir hinn al-
menna launþega, en þegar frá
líður býst ég við að ákvæðinu
um lífeyrissjóðina verði ekki
minna virði en þegar Atvinnu-
leysistryggingasjóðurinn náðist
fram á sínum tíma“.
Ég sendi aðstandendum hug-
heilar samúðarkveðjur um leið
og ég þakka Óskari Hallgríms-
syni fyrir hans mikilvægu for-
ystustörf fyrir almennu lífeyr-
issjóðina í landinu.
Hrafn Magnússon.
Nú er fallinn frá mikill
verkalýðsleiðtogi og áhrifamað-
ur innan Rafiðnaðarsambands-
ins og verkalýðshreyfingarinn-
ar. Óskar var leiðandi í
verkalýðsmálum á árum áður
og hugmyndasmiður í tengslum
við stofnun RSÍ á sínum tíma.
Ég var svo heppinn að fá að
hitta Óskar eftir að ég tók við
sem formaður á sínum tíma þó
nokkuð hafi verið frá því að
hann hafði verið í beinum
tengslum við rekstur sam-
bandsins. Mjög eftirminnileg er
heimsókn Óskars inn á skrif-
stofu RSÍ þegar hann varð ní-
ræður en af því tilefni buðum
við honum í heimsókn. Það var
ánægjuleg samverustund og
skipti okkur miklu.
Það er með miklu þakklæti í
huga sem við minnumst Óskars
og sendum fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur og þakk-
ir fyrir hans óeigingjarna starf
í gegnum tíðina fyrir samtök
rafiðnaðarmanna.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðar-
sambands Íslands.