Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
OCEAN MIST
Modus Hár og Snyrtistofa
Smáralind | harvorur.is
REF Stockholm er 12 ára gamalt
Professional haircare merki
Ocean Mist er 100 % Vegan ,
sulfate, Paraben, glúten
og Cruelity free
Verð 2.560 kr.
Sjá nánar á harvorur.is
Mér finnst gaman að undirbúa og standa fyrir einhverjuskemmtilegu á afmælisdögum barnanna minna og annarra ífjölskyldunni en er lítið fyrir slíkt umstang þegar að sjálfri
mér kemur. Við munum þó sjálfsagt brydda upp á einhverju skemmti-
legu,“ segir María Einisdóttir, framvæmdastjóri geðsviðs Landspít-
alans, sem er 55 ára í dag.
María er Njarðvíkingur að uppruna en flutti að heiman og til
Reykjavíkur aðeins sextán ára. Jafnhliða menntaskólanámi hóf hún
störf á Kleppi og eftir stúdentspróf fór hún í hjúkrunarnám. Hún
bætti seinna við sig meistaragráðu í stjórnun og hefur stýrt geðsvið-
inu síðastliðin fjögur ár.
„Að vinna með fólki með geðraskanir höfðaði strax til mín og ég
vildi ekkert annað gera. Hér á geðsviði Landspítalans hef ég svo séð
margt, svo sem þegar fólk öðlast bata og bjartsýni. Yfirleitt eru sjúk-
lingarnir okkar ungt fólk, á þeim aldri þegar lífið sjálft er framundan.
Því skiptir miklu að koma til móts við unga fólkið og það gerum við
líka hér á Landspítalanum í starfi sem er í stöðugri þróun,“ segir
María sem utan vinnunnar kveðst hafa gaman af dansi og liggja í bók-
um. Fylgist til dæmis vel með fagurbókmenntum og helstu verkum ís-
lenskra höfunda.
„Fjölskyldan er mér allt,“ segir María sem er gift Tyrfingi Tyrf-
ingssyni leiðsögumanni. Þau eiga þrjú börn; Tyrfing, Eini og Svövu
sem á Heru Dröfn, yndi og eftirlæti ömmu sinnar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjúkrun Skiptir miklu að koma til móts við unga fólkið, segir María.
Þegar fólk öðlast
bata og bjartsýni
María Einisdóttir er 55 ára í dag
E
rla Björk Axelsdóttir
fæddist í Reykjavík
12.4. 1948 en eyddi
fyrstu árum sínum í
Kópavogi: „Á æskuár-
unum í Kópavoginum var mikið við að
vera. Þá söfnuðust krakkarnir saman
í leiki á kvöldin. Við stálumst út á sjó
og í fjörunni var gaman að fylgjast
með gömlu körlunum koma að með
aflann sinn. Á veturna var farið á
skíði í nærliggjandi brekkum og
stofnuð skíðafélög, farið á skátafundi
og samkomur í Alþýðuhúsinu.“
Erla lauk gagnfræðaprófi frá Rétt-
arholtsskóla 1965 og það ár fór hún
skiptinemi á vegum þjóðkirkjunnar
til Bandaríkjanna í eitt ár. Hún
stundaði nám við Myndlistarskólann í
Reykjavík og síðan listadeild Skid-
more-háskóla í Saratoga Springs í
New York.
Erla vann frá unga aldri við fjöl-
skyldufyrirtækið Nesti hf. en eftir að
hún kom heim frá Bandaríkjunum
hóf hún störf hjá upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna við Nesveg.
Með barnauppeldi og námi í mynd-
Erla Axels myndlistarmaður – 70 ára
Í skógarferð Erla og Guðfinnur með börnum, tengdabörnum og nokkrum barnabörnum í fallegu skógarrjóðri.
Kom í heiminn sem
afmælisgjöf föður síns
Myndlistarmaðurinn Hér er Erla Axels við eitt af verkum sínum.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.