Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 77
DÆGRADVÖL 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
TILBOÐS-
DAGAR
Vertu velkomin
í sjónmælingu
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að taka meira tillit til ann-
arra og þarft að varast að vaða yfir fólk,
þótt boðskapur þinn sé góður. Sýndu um-
burðarlyndi en haltu þínu striki.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að skapa ekki stærri
vandamál með framkomu þinni heldur en
þau sem þú ætlar að leysa. Rannsakaðu
málin vel áður en þú hefst handa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er hætt við að viðræður við
foreldra þína og aðra fjölskyldumeðlimi fari í
hringi. Allt slugs kemur í bakið á þér og þá
verður ekki létt að bjarga málunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vogun vinnur og vogun tapar en það
má minnka tapið með því að taka aldrei of
mikla áhættu. Nú virðist lag til þess að
hrinda í framkvæmd hugmyndum þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur svo margt á þinni könnu að
hætta er á því að hlutirnir fari úr bönd-
unum. Vertu raunsær og varastu að láta
óskhyggjuna taka öll völd.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig
svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lófana
og takir þér tak. Láttu engan hafa af þér
það sem þú hefur unnið þér inn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú væri ekki úr vegi að slökkva fróð-
leiksþorstann með því að skrá sig á nám-
skeið eða fara á bókasafnið. Hamingja er að
elska það sem þú gerir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stór hópur stuðningsmanna er
besta leiðin til þess að tryggja að þú missir
ekki móðinn. Mundu að hlutirnir gerast ekki
sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð frábært tækifæri til
þess að ýta undir starfsframa þinn og gott
mannorð í dag. Aðeins vel upplýstur maður
getur innt þau störf af hendi, sem þér eru
falin.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hver er sinnar gæfu smiður segir
máltækið og það á við þig sem aðra. Ef ein-
hverjar breytingar þarf að gera, þurfa þær
að vera í allra þágu. Láttu verkin tala.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þín að láta engan misnota
tilfinningar þínar hvort heldur um er að
ræða vini og vandamenn eða aðra aðila.
Láttu engan þrýsta þér til fljótfærni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú skaltu setjast niður og semja
áætlanir um framkvæmd þeirra hluta, sem
þú hefur hingað til aðeins látið þig dreyma
um. Láttu klukkuna hvetja þig áfram.
Mér hefur borist skemmtilegtbréf, sem tvímælalaust á er-
indi í Vísnahorn: „Þeir voru á Kan-
arí Guðni Ágústsson, fyrrv. land-
búnaðarráðherra, og Björn
Sigurðsson, bóndi í Úthlíð. Á mjög
fjölmennum „framsóknarfundi,“
þar fóru þeir mikinn ásamt Erni
Guðjónssyni sem kallar sig Stalín
vegna þess hversu mikill komm-
únisti hann er. Á fundinum álykt-
uðu þeir um landbúnaðarmál og í
ljós kom að allir fundarmenn vildu
að íslenskir bændur framleiddu all-
ar kjötvörur, allar mjólkurvörur og
allt grænmeti heima. Af þessu kom
mikil frétt í Mogganum og viðtal
við Guðna og skáldin ortu um at-
ganginn. Björn bóndi kvað þegar
hann sá að Mogginn setti þá Guðna
á forsíðuna uppi í hægrahorninu:
Á forsíðu Moggans í fyrsta sinn
fréttin öll með sanni
Guðni tyllti þar tánni um sinn
með trúuðum íhaldsmanni.
Pétur Pétursson læknir las frétt-
ina og sá atganginn í þessu ljósi:
Áður kaus sér hátt að hreykja,
hyggst nú refilstigu kanna,
því Guðni upp sig er að sleikja
við íhaldshornstaur Tungnamanna.
En séra Hjálmar sá atburðinn í
ljósi pákanna og upprisunnar:
Sárt er að sjá til frænda
í sífellu arðinum rænda.
En Guðni og Björn
eru byrjaðir í vörn
og upprisu íslenskra bænda.
Magnús Halldórsson bregst á
Boðnarmiði við pólitískum tíð-
indum, en „samkvæmt könnun er
borgarstjórnarmeirihlutinn fall-
inn“:
Þess víða menn finna jú vottinn
hve vondslega birtist oft Drottinn.
Ef reynist nú rétt
þessi ritaða frétt
að Dagur af stólnum sé dottinn.
Þröstur orti við heimkomu
Klettafjallaskáldsins sumarið 1917
„fáeinar stökur hálfkveðnar“ og er
þetta sú síðasta:
Það hafa ekki allir náð
út í sól og daginn. –
En lengi hefur þjóðin þráð
þig og vestanblæinn.
Benedikt Gröndal orti:
Heyrt hef ég í Helvíti sé hroðaglaumur,
þar sem fullir Gísli og Grímur
gaula saman Andrarímur.
Hér er gömul bæn:
Margt er það sem beygir brjóst,
brattan geng ég raunastig.
Kristur, sem á krossi dóst,
kenn þú nú í brjósti um mig.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur á Kanarí og Guðni
„EIN SPURNING. HVERS KONAR MANNESKJA
VEX ÚR GRASI MEÐ ÞANN ÆSKUDRAUM AÐ
VERÐA SÉRFRÆÐINGUR Í UNDIRSKRIFTUM?“
„EKKI GLEYMA, MANNI. EF ÞAÐ VÆRI EKKI
FYRIR OKKUR KALLA HÉRNA, VÆRIR ÞÚ AÐ
BORGA UMTALSVERT MEIRI TEKJUSKATT.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hún sendir þér
alla ást sína.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TÍMI TIL ÞESS AÐ
STARA Í TÓMIÐ
ODDI! ÞAÐ ER SVINDL EF ÞÚ ERT
AÐ HORFA Á EITTHVAÐ
ÉG VAR AÐ STOFNA SPARIREIKNING
FYRIR FRAMTÍÐ SONAR OKKAR! HÁSKÓLA-
SJÓÐ?
NEI, FRAMKVÆMDASJÓÐ FYRIR
KJALLARAÍBÚÐ!
Ólafur Þórðarson, fyrrverandi fyr-irliði Skagamanna, mun víst
hafa sett allt á hliðina í fyrradag með
ummælum sínum um að ekki mætti
lengur segja neitt, og að í raun væri
verið að „kellingavæða allt sam-
félagið“. Viðbrögðin við ummælum
Óla Þórðar voru kannski af fyrir-
sjáanlegri kantinum, þar sem „net-
heimar loguðu“ enn og aftur og
sönnuðu þar með óbeint þá staðhæf-
ingu Óla að ekki mætti segja neitt
lengur. Fullyrðir Víkverji að ef
venjuleg lögmál eðlisfræðinnar giltu
um netheima væru þeir líklega orðn-
ir að ösku fyrir löngu, þvílík er vand-
lætingin.
x x x
Víkverji viðurkennir að honum varekki neitt sérstaklega vel við
Óla á þeim tíma sem hann var knatt-
spyrnumaður, enda Skagamenn á
þeim tíma með langbesta knatt-
spyrnulið landsins, og urðu oftar en
ekki ofan á í viðureignum þeirra við
lið Víkverja. Engu að síður er erfitt
að bera ekki virðingu fyrir afrekum
Óla sem knattspyrnumanns. Markið
hans gegn Feyenoord á sínum tíma
getur enn glatt augun á YouTube, og
harðfylgni hans á vellinum átti ef-
laust einn stærsta þáttinn í því að
Skagamenn urðu Íslandsmeistarar
fimm ár í röð.
x x x
Ein uppáhaldsminning Víkverja afÓla tengist þó leik KR og ÍA árið
1995, þar sem KR-ingar náðu loks-
ins að sigra verðandi Íslandsmeist-
ara í heilmiklum baráttuleik, 3-2. Í
þeim leik ákvað Óli nefnilega að
grípa einn KR-inginn haustaki í bar-
áttu um boltann. Fyrir þá sem ekki
kunna knattspyrnulögin, þá er slíkt
athæfi vitaskuld bannað. Þegar
dómarinn flautaði hins vegar jós Óli
skömmunum yfir hann fyrir að vera
að dæma á eitthvert svona lítilræði.
x x x
Óla mun víst fátt um finnast þó aðeinhverjir besserwisserar á net-
inu séu honum ósammála. Alveg
óháð því hvaða afstöðu fólk hefur til
ummæla hans telur Víkverji það
nokkuð aðdáunarverðan eiginleika.
Sjálfur væri Víkverji líklega kominn
með hauspoka. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er góður, athvarf á degi neyð-
arinnar, hann annast þá sem leita
hælis hjá honum
(Nahúm 1.7)