Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 78

Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 78
varð hennar fyrsti yfirlesari og hafi í raun verið eina manneskan sem hvatti hana til skrifa. „Sem danshöfundur hefur Mel- korka líka haft áhrif á skrif mín fyrir leikhús. Mér finnst danslistin og það sem ungir danshöfundar eru að gera, bæði á Íslandi og erlendis, og dansinn hafa komið með mikilvægt framlag inn í sviðslistasenuna á síð- asta áratug. Danshöfundar eru að mörgu leyti frjálsari frá bæði hand- riti og hefð. Þau eru ekki með klass- íkina á bakinu ef svo má segja. Þau skauta óhrædd á milli listgreina og innlima þær í sína listsköpun, eins og Melkorka hefur verið að gera í sínum verkum. Mér finnst ég sjá skýran þráð frá útskriftarverkefn- inu þínu í P.A.R.T.S. í Brussel 2010 í gegnum síðari sviðslistaverkin þín þar sem þú ert ávallt á mörkum danslistar og tónlistar – og jafnvel með tvisti af persónusköpun,“ segir Auður. Endursemja á ólíkum stigum „Dansari í dag er ekki bara dans- ari. Dansarar mæta ekki bara í danstíma í námi sínu, heldur líka í söngtíma, leiklistartíma, rytmatíma auk þess að læra ýsmar greinar sem tengjast samfélaginu svo sem stjórnmálafræði, heimspeki og mannfræði. Það er verið að búa til performer í víðum skilningi úr við- komandi, án þess að reynt sé að skil- greina það sem danslist eða leiklist. Danslistin á sér hins vegar engan samastað á Íslandi, því við eigum ekkert danshús eins og er á hinum löndunum á Norðurlöndum, þannig að við höfum þurft að fá inni í leik- húsum og hjá öðrum listgreinum. Þannig erum við orðin nokkurs kon- ar enfant terrible listsenunnar. Við erum sambland af mörgu,“ segir Melkorka. „Í Vakúm eru söngvararnir, Auð- unn [Lúthersson] í Auður, og Gunn- ar [Ragnarsson] í Grísalappalísu orðnir að dönsurum og dansarar á borð við Ásgeir Helga [Magnússon] og Elísu Lind [Finnbogadóttur] orð- in að söngvurum. Þú ert þannig búin að vinna með mörk þessara list- greina innan hópsins,“ segir Auður. Aðspurð segist Melkorka hafa gengið með hugmyndina að Vakúm í maganum í nokkurn tíma, en tvö ár eru síðan hún sótti fyrst um styrk vegna verksins. „Eftir starfið í hljómsveitinni Milkywhale þar sem ég hef unnið með samband tónlistar og danslistar langaði mig að skapa hópsöngverk – mig langaði í raun að gera kóreógraferaða poppóperu og ræddi þá hugmynd við mömmu og úr varð Vakúm,“ segir Melkorka. „Ég hugsa oft hvað ég er ofboðs- lega lánsöm að vera bara rithöf- undur og þurfa einungis blýant og blað í minni listsköpun. Það er svo langur aðdragandi að sviðsverkum, þau eru dýr í uppsetningu og þurfa húsnæði bæði til æfinga og sýninga. Það þarf því að sækja um styrki,“ segir Auður. „Mér finnst leikstjórar og dans- höfundar vera miðlar. Við erum samskiptatæki milli allra listrænu stjórnendanna og performeranna. Ég byrja á því að vinna með texta- höfundi og miðla því síðan til Árna Rúnars [Hlöðverssonar] sem semur tónlistina og við búum til höfundar- verk saman og svo miðla ég því til performeranna ásamt mínum eigin hugmyndum og út úr því vinnum við hugmyndir sem síðan er miðlað til ljósamanna, hljóðhönnuða og svo framvegis,“ segir Melkorka. „Þann- ig að þú ert í raun að endursemja verkið á ólíkum stigum,“ segir Auð- ur. Húmor og fegurð leiðarstef Spurð um titilinn Vakúm segir Melkorka hann vísa í nokkrar áttir. „Í upphafi var ekkert. Það finnst mér vera einstaklega áhugaverður upphafspunktur. Og hvert förum við svo?“ spyr Melkorka. „Vakúm er bæði tilvistarlegt tóm og efnislegt „Við erum að uppgötva nýjan heim“  Danspoppóperan Vakúm verður frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30 Listafólk Mæðgurnar Auður Ava og Melkorka Sigríður. Í bakgrunni eru Ásgeir Helgi Magnússon, Auðunn Lúthersson, Elísa Lind Finnbogadóttir og Gunnar Ragnarsson. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er búin að vera með í nokkrum af hennar sviðsverkum og því var kominn tími til að snúa þessu við og að mamma kæmi inn í mín verk,“ segir Melkorka Sigríður Magnús- dóttir danshöfundur um samstarf þeirra Auðar Övu Ólafsdóttur rit- höfundar, en afrakstur vinnu þeirra verður frumsýndur í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30 og nefnist Vakúm. „Þetta er fimmta sviðslistaverkið sem við vinnum saman, en í fyrsta sinn sem við förum saman í viðtal,“ segir Auður þar sem við sitjum sam- an í anddyri Tjarnarbíóis örfáum dögum fyrir frumsýningu. Melkorka samdi sviðshreyfingar fyrir þau þrjú leikrit Auðar sem ratað hafa á svið, Svartur hundur prestsins sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2011, Svanir skilja ekki sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu 2014 og Ekki hætta að anda, sem leikhópurinn Háaloftið sýndi í Borgarleikhúsinu 2015. Auður samdi textann fyrir Milkywhale sem Melkorka frumsýndi á Reykjavík Dance Festival 2015 og núna Vakúm. „Mér finnst við ekki vera mæðgur þegar við erum að vinna í listinni – þá erum við vinnufélagar. Það er ekki ósvipað og þegar Frakkar skrifa bréf, þeir eiga það til að þéra í fyrri hluta bréfsins ef það er vinnu- tengt og þúa í seinni hluta ef það er persónulegt. Við Melkorka erum þannig, þérumst í vinnunni,“ segir Auður og rifjar upp að Melkorka hafi aðeins verið tíu ára þegar hún 78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Straumflugur í vorveiðina frá Atlantic Flies Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is Vorblót er yfirskrift danshátíðar sem hefst í Tjarnarbíói í kvöld með frumsýningunni á Vakúm og stend- ur til sunnudags. „Hátíðin Vorblót einkennist af fjölbreytni þar sem mörkin milli dans, leiklistar og tón- listar eru rofin. Það er sjaldan sem okkur gefst tækifæri til að upplifa margt af því áhugaverðasta úr ís- lenskri danssenu á einu bretti, en nú er lag,“ segir á vef Tjarnarbíós. Tvær sýningar verða sýndar á morgun, föstudag, annars vegar Wikihow to start a punkband kl. 18 og Ég býð mig fram kl. 21. Wiki- how to start a punkband var upp- haflega frumsýnt í ágúst í fyrra. Um er að ræða verk þar sem dans- arinn og danshöfundurinn Gígja Jónsdóttir stofnar pönkhljómsveit í samvinnu við áhorfendur út frá leiðbeiningum af vefsíðunni wiki- how.com. Sú vefsíða er „staðurinn þar sem draumar verða að veru- leika – þar á hver sem er að geta lært hvað sem er. Á einu kvöldi munum við meika það,“ segir í kynningartexta um verkið. Þar kemur fram að verkið sé á sama tíma „fögnuður sem og gagnrýni á hinni svokölluðu DIY (e. do it your- self) menningu“ netsins. Gígja út- skrifaðist af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Hún stundar nú mastersnám í myndlist við San Francisco Art Institute. Rússíbanareið Unnar Ég býð mig fram var frumsýnt í október á síðasta ári. Í verkinu flytur Unnur Elísabet Gunnars- dóttir 13 þriggja mínútna verk eft- ir 13 listamenn úr ólíkum áttum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegn- um tíðina með listsköpun sinni. Unnur sendi listamönnunum bréf og falaðist eftir því að þeir semdu fyrir hana örverk og tóku allir vel í bón hennar. Höfundarnir eru í staf- rófsröð: Aðalheiður Halldórsdóttir, Arnór Dan Arnarson, Barði Jóhannsson, Bergur Ebbi Bene- diktsson, Daði Freyr Pétursson, Hannes Þór Egilsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Margrét Bjarna- dóttir, Ólöf Nordal, Saga Sigurðar- dóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. „Ég býð mig fram snýst um að Mörk listgreina rofin á danshátíð  Vorblót hefst í Tjarnarbíói í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.