Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 80

Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 80
AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bjartur og vorlegur söngur fram- andi fugla og frábærlega útfærður og heillandi flautuleikur einkenndu tónleika Bjarkar og hljóðfæraleik- ara hennar í Háskólabíói á mánu- dagskvöldið var, frá upphafi til enda. Meðan gestir gengu í salinn barst lágvær kliður fuglsradda um loftið, smáhækkandi þar til tónleik- arnir hófust. Og þeim lauk rúmri klukkustundu síðar með flautuleik- urunum sjö og Björk einum á svið- inu þar sem þær fluttu eftir hjart- anlegt uppklapp gesta, sem fylltu salinn, gullfallega útgáfu „The Anchor Song / Akkeris“, elsta lags- ins sem hljómaði á tónleikunum, af Debut frá 1993. Björk söng það með íslenska textanum – „hér vill ég vera / hér á ég heima“ – og þakkaði að því loknu fallega fyrir sig. Og var á móti þakkað á heima- velli fyrir góða kvöldstund með flautum og fuglasöng, góða og gef- andi upplifun. Bræðingur listforma Með hverri plötu og tónleika- ferð sem Björk setur saman, með þeim fjölda listrænu samstarfs- manna sem hún kallar til liðs við sig, fetar hún sífellt persónulegri leið. Og leið sem er hennar einnar. Tónleikunum tvennum sem hún hélt í Háskólabíói í vikunni lýsti hún sem einskonar generalprufu fyrir mikla tónleikaferð um heims- byggðina næstu misseri eða árin, með hléum, til að fylgja nýju plöt- unni Utopia eftir. Og á þeirri plötu, sem er miklu bjartari en sú á und- an, skilnaðarplatan Vulnicura, eru engar málamiðlanir, frekar en í síðustu verkum listakonunnar. Og tónleikagestir upplifðu heldur eng- ar málamiðlanir (þótt Björk sagði afsakandi undir lokin þegar hún ávarpaði gesti að það væri verið að fínstilla sýninguna), og heldur alls ekki neitt sem kalla mætti hefð- bundna tónleika. Þess á móti eru tónleikar Bjarkar sannkallaðir Ge- samtkunstwerk, bræðingur list- forma, mótaður á afar persónu- legan hátt af Björk og hennar fólki – vandlega mótuð upplifun tónlist- ar og sjónlista; sviðshreyfinga, búninga, sviðsmyndar og mynd- banda þar sem að þessu sinni var markvisst og á tilfinningaríkan hátt vísað til náttúru og frjómagns. Grímur og flautudans Hin lífræna sviðsmynd tón- leikaferðarinnar er hönnuð af Heimi Sverrissyni. Fyrir miðju er upphækkað hringsvið og eftir að Björk hafði birst rauðklædd í upp- hafi fyrsta lagsins, „Arisen“, með hálfgerða fiðrildavængi og eina af einkennisgrímum James Merry, sem hafa prýtt hana á undan- förnum árum, og tiplað á þykk- botna skóm um tröppur leikmynd- arinnar þar sem hún söng, tók sviðið að snúast og flautuleikar- arnir sjö birtust. Þær voru einnig með grímur, rétt eins og Katie Buckley hörpuleikari sem sat fremst til hægri en karlarnir tveir sem skipa hljómsveit Bjarkar, Manu Delago ásláttarleikari og Bergur Þórisson, sem stýrir raftón- listarþættinum og blæs auk þess í básúnu, voru hvor í sínu horni leik- myndarinnar efst, grímulausir. Þær kalla sig viiba, flautu- septettinn, skipaður sjö af fremstu flautuleikurum þjóðarinnar. Og hér takast þær heldur betur á við nýstárlegt verkefni og leystu það listavel, eins og gestir í Háskólabíói sáu og heyrðu; búnar að læra út- setningar utanbókar og hreyfðu sig um í takt, með sveigjum, snún- ingum og tilfærslum í sviðsmynd- inni, eftir hreyfingum sem hinn fjölhæfi danshöfundur Margrét Bjarnadóttir hefur samið fyrir þær. Muggur og Björk mætast Utopia er viðfangsefni tón- leikanna og hljómuðu tíu af lög- unum fjórtán á plötunni. Björk er því lítið að hleypa gömlum „slög- urum“ út í salinn; fyrir utan „Akk- eri“ söng hún frábærlega „Notget“ af Vulnicura og líka „Thunderbolt“ af Biophilia og „Pleasure is All Mine“ af Medúlla. Gestir voru minntir á það að Háskólabíó er ekki hannað sem tónlistarhús og því miður varð ásláttur hins slynga Delago, sem hefur blómstrað í verkum Bjarkar á undanförnum árum, stundum sem óræðar drunur en í rólegri lögunum var hljómur- inn hreinni og þá nutu harpan og flauturnar sín afskaplega vel. Í samtali við Björk á dögunum sagði hún að vídeóverk ættu eftir að bætast seinna við upplifun gesta á tónleikaferðinni en engu að síður var varpað upp fallegum og áhuga- verðum skjáverkum í langflestum laganna – til að mynda úr þeim tónlistarmyndböndum sem gerð hafa verið við lögin – og skiptu miklu máli fyrir heildarútkomuna. Þá gladdi óneitanlega að sjá hina meistaralegu klippimynd ljúflings- ins Muggs „Sjöundi dagur í Para- dís“, frá 1920, lifa á skjánum við lagið „Tabula Rasa“ – það var fal- legt. Og þar fetar Guð sig inn í lit- ríka paradís til dýranna sem hann hefur skapað, öruggum skrefum, og fylgja honum englar; rétt eins og flautuleikararnir fylgdu skapar- anum Björk niðri á litríku og skrautlegu sviðinu, hægt, örugg- lega – og einstaklega fallega í eft- irminnilegri sýningu. Flautur og fuglasöngur í paradís Ljósmynd/Santiago Felipe Litadýrð Flautuseptettinn viiba lék listavel með Björk í öllum lögunum. Hreyfingarnar um sviðið voru vel útfærðar og mikilvægur þáttur upplifunarinnar. Ljósmynd/Santiago Felipe Grímuklædd Björk flutti flest lögin af Utopia og nokkur af eldri plötum. »…þar fetar Guð siginn í litríka paradís til dýranna sem hann hefur skapað, öruggum skrefum, og fylgja hon- um englar; rétt eins og flautuleikararnir fylgdu skaparanum Björk niðri á litríku og skrautlegu sviðinu. 80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.