Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 83
MENNING 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Fíkn er oft sýnd með afar villandi
hætti í skáldskap,“ svarar Duncan
Macmillan, höfundur Fólks, staða
og hluta, þegar hann er spurður
að því hvers vegna hann hafi
ákveðið að skrifa leikrit um þetta
efni, áfengis- og lyfjafíkn. „Það er
að hluta til vegna þess að frásagn-
arformið krefst ákveðins endis og
því deyja fíklar oft í skáldskap eða
ná á endanum óraunsæjum, til-
finningalegum málalyktum. Það er
áskorun á degi hverjum að lifa í
bata. Ein af áskorununum sem ég
tókst á við, þegar ég var að skrifa
þetta leikrit, var að búa til heil-
steypt verk hvað uppbyggingu
varðar og fullnægjandi án þess að
vera ónákvæmur eða ónærgætinn í
garð þeirra sem glíma við svo al-
gengt og alvarlegt vandamál,“ seg-
ir Macmillan. Á hverri sýningu
megi búast við gestum sem þekki
umfjöllunarefnið af eigin raun og
fyrir vikið sé það vandmeðfarið og
hann hafi þurft að gæta þess að
vera ekki of tilfinningasamur eða
fara með ósannindi.
Fíkn er ekki brandari
„Glímunni við fíkn og að ná bata
á að sýna virðingu og hana á ekki
að smætta niður í harmræna klisju
eða brandara, eins og oft vill
verða,“ segir Macmillan og að eftir
því sem leið á skrifin hafi hann
þokast frá málefnum tengdum fíkn
og yfir í tilvistarlegri spurningar á
borð við hvernig fólk fari að því að
þrauka þegar lífið reynist óskap-
lega erfitt. „Hvaða aðferðum beit-
um við til að gera lífið bærilegra
og gera þær aðferðir okkur gott?
Hvort sem fólk hefur beina
reynslu af fíkn eða ekki vona ég
að allir sjái sjálfa sig í þeirri til-
vistarlegu kreppu sem aðal-
persónan lifir og hrærist í,“ segir
Macmillan og á þar við leikkonuna
Emmu.
Málefni sem vekja ugg
– Í Andaðu, leikriti sem þú
skrifaðir og sýnt hefur verið á Ís-
landi, kannar þú foreldra-
hlutverkið og í öðru, einleiknum
Every Brilliant Thing, tekur þú
fyrir sjálfsvígshugsanir. Þú virðist
glíma við samfélagsleg vandamál í
verkum þínum og hinar stóru
spurningar?
„Ég býst við því! Margar spurn-
ingar brenna á mér en ég hef eng-
in raunveruleg svör. Að skrifa
leikrit er mín leið til að varpa ljósi
á þær eins vel og mér er mögu-
legt, að glíma við málefni sem
vefjast fyrir mér og valda mér
hugarangri – hugarangri sem ég
held að margir finni fyrir á okkar
tímum. Með því að draga það fram
í dagsljósið og spyrja þessara
spurninga vonast ég til þess að
sefa ótta og einmanaleika annarra
og vona að þeim takist jafnvel að
finna einhver svör,“ svarar Mac-
millan.
Vildi að leikritið stæðist
Bechdel-prófið
– Hin síðustu ár hefur verið all-
nokkur umræða um skort á bita-
stæðum hlutverkum fyrir leik-
konur yfir fertugu, bæði á leiksviði
og á hvíta tjaldinu. Varstu með
það í huga þegar þú ákvaðst að
aðalpersóna verksins ætti að vera
leikkona komin yfir fertugt?
„Já, ég tók þá meðvituðu
ákvörðun að hafa aðalpersónu
verksins konu en líka að aðal-
markmið hennar og hindrun væri
ekki kynbundin. Fíkn fer ekki í
manngreinarálit, hún hrjáir fólk á
öllum aldri, af öllum kynþáttum og
er óháð þjóðfélagsstöðu eða efna-
hag, kynhneigð og kyni.
Ég vildi líka að leikritið stæðist
Bechdel-prófið og að lokaupp-
gjörið yrði milli móður og dóttur,“
svarar Macmillan og bætir við að
ástæðan hafi líka að hluta til verið
sú að hann þekki margar frábærar
leikkonur sem fái ekki nógu
áhugaverð hlutverk. „Og ég er líka
orðinn svo leiður á því að hvítir
miðstéttarmenn séu helstu hold-
gervingar menningar okkar og
þetta segi ég þrátt fyrir að vera
sjálfur hvítur miðstéttarkarl-
maður.“
Varð heillaður af leikritun
Macmillan er að lokum spurður
að því af hverju hann hafi valið sér
leikritun sem listform. Hann svar-
ar því til að þegar hann hafi verið
í námi hafi lesið leikrit eftir Caryl
Churchill, Wallace Shawn, Robert
Holman, Sam Shepard og fleiri
leikskáld og heillast af þeim.
„Ég leit til þessara höfunda og
verka þeirra og hugsaði með mér
að þetta væri það sem mig langaði
mest til að gera,“ segir Macmillan
að lokum.
„Fíkn fer ekki í manngreinarálit“
„Glímunni við fíkn og að ná bata á að sýna virðingu og hana á ekki að smætta niður í harmræna
klisju eða brandara,“ segir Duncan Macmillan og að margar spurningar brenni á honum
Ljósmynd/Jonathan Keenan
Leikhúsmaður Macmillan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi fyrir leikrit
sín og hlaut Fólk, staðir og hlutir tvenn Olivier-verðlaun árið 2016. Hann
hefur líka leikstýrt leikritum í London og New York starfað hjá BBC.
VÍKURVAGNAR EHF.
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík -
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Hjólastandar á bíla og í bílskúrinn.
Hver standur er fyrir 2-3 hjól.
Vönduð evrópsk framleiðsla.
Dráttabeisli á allar gerðir bíla ásamt ásetningu.
Fastar kúlur, smellukúlur og prófílbeisli.
Ásetning á staðnum. nnanmál
YFIR 30 ÁRA REYNSLA Í AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPAVINI
- MIKIL ÞEKKINGOGVÖNDUÐVINNUBRÖGÐ - farangursbox á allar gerðir bíla.Stærðir 360 - 500 lítra
Vönduð evrópsk framleiðsla.