Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Hér að neðan birtist brot úr VIII.
kafla bókarinnar.
Þar sem yðar auður er
Bandaríski sagnfræðingurinn
Barbara Handy-Marcello telur í
bók sinni Women of the Northern
Plains (2005) að frumbýlingarnir á
sléttum Norður-Ameríku hafi leitað
tvenns í hjónabandinu: að koma upp
nýrri kynslóð og festa sér öruggt
land sem gæti orðið fjölskyldunni
til framdráttar
um ókomin ár.
Það væri þess
vegna ekki rétt
að dæma lífsverk
Jóns Halldórs-
sonar eftir því
hvort hann
komst í álnir í
Ameríku. Hann
leitaði auðvitað
að betri afkomu þar en einkum
frelsis til að eignast fjölskyldu.
Baldvin L. Baldvinsson skrifaði í
blað sitt Heimskringlu, 22. ágúst
1912, um ferðalag Jóns Halldórs-
sonar og Sofíu, dóttur hans, um Ís-
lendingabyggðir eftir andlát Þór-
varar Sveinsdóttur (1849-1912),
konu Jóns. Þar segir m.a. um Jón
eftir að getið hefur verið að kona
hans sé látin: „Börn þeirra eru öll
fulltíða, og hafa notið bestu mennt-
unar. Land mikið hefir Jón og synir
hans þar syðra og búa við alls-
nægtir.“ Í æviminningu Jóns í
Winnipeg-blöðunum 1920 er lögð
áhersla á að hann hafi að lokum
komist í góð efni eftir þrautir og
erfiði nýbyggjaralífsins „þar eð
hann eignaðist meira en section
(480 ekrur) af landi með tilhjálp
barna sinna“. Jóni sjálfum var ekki
tamt að tala um efni sín en í bréfum
til Helgu systur sinnar og Bene-
dikts Jónssonar á Auðnum telur
hann að hann hafi komist betur af
en hann hefði getað gert á Íslandi.
Eftir erfiðleikana, sem voru í land-
búnaði í Nebraska á síðasta áratug
19. aldar, rofaði til um aldamótin.
Þá voru börn þeirra Þórvarar vaxin
úr grasi. Jón og fjölskylda flutti sig
því á trjáræktunarland, sem Jón
hafði tekið við Twin Lakes í Rock-
sýslu, og börnin tóku þar lönd einn-
ig. Auk þess var lögum breytt, þar
sem land á þessum slóðum var
einkum beitiland, og menn gátu
fengið eignarhald á stærra svæði.
Jón og börn hans höfðu því tekið
heimildir á 1.280 ekrum lands þegar
hann brá búi 1907. Þar höfðu þeir
Sveinn sonur hans nautgriparækt
og sumarið 1905 telst honum svo til
að þeir hafi 230 gripi og 16 hesta.
Land þeirra gat þó varla borið svo
mikla nautgriparækt, því að talið
var að milli 15 og 20 ekrur þyrfti til
að fóðra grip á þessu svæði, en þeir
hafa vafalaust beitt á almenninga.
Sveinn hélt búskapnum áfram í
nokkur ár, eftir að foreldrar hans
og yngri systkini fluttust til Lin-
coln, en varð að bregða búi sakir
veikinda konu sinnar. Sjálfur segist
Jón hafa flutt vegna skólagöngu
barna sinna en Hrólfur, yngsti son-
ur sinn, hafi haft sömu „háskóla-
veikina“ og Páll, bróðir hans.
Eins og Guðmundur Hálfdan-
arson hefur bent á var barnavinna
algeng hér á landi á 19. öld og liður
í uppeldi. Börnum var ekki síður
ætluð vinna á sléttum Bandaríkj-
anna.
Hins vegar jókst áhugi á að
mennta börn þegar leið á 19. öldina,
bæði hér á landi og í Bandaríkj-
unum, og íslensku vesturfararnir
fóru ekki varhluta af þeim áhuga.
Miklar umræður spruttu um skóla-
mál í vesturíslensku blöðunum, m.a.
í blaðinu Leifi sem gefið var út í
Winnipeg um skeið á 9. áratug 19.
aldar.
Jóni og Þórvöru var umhugað um
að mennta börn sín eftir því sem
efni og aðstæður leyfðu enda
minntist Jón sjálfur oft á hversu
mjög hann hefði langað til að læra
meira.
Afstaða Jóns til skóla var þó tví-
bent. Hann vill gefa börnum sínum
kost á námi en þegar þeirra er þörf
við búskapinn situr það fyrir. Samt
hefur hann vafalaust átt þátt í því
að skólahús var reist á jörð hans í
Selden og Sofía dóttir hans varð
kennari. En hann taldi samt að
landbúnaðarnám yrði einkum að
vera hagnýtt og ekki aðeins upp á
bókina. Sveinn sonur hans gekk í
verslunarskóla, Tómas lærði ljós-
myndum en Páll og Hrólfur fóru í
Nebraska-háskólann í Lincoln.
Börn hans munu hins vegar hafa
kostað nám sitt að mestu sjálf og
fengið að velja framtíð sína sjálf.
Bréf Jóns sýna að hann mat börn
sín mikils og taldi þau bestu eign
sína. Hann skrifar Benedikt Jóns-
syni 20. janúar 1910: „„Þar sem yð-
ar auður er, þar er yðar hjarta“
sannast á mér,“ þegar hann ræðir
um þau.
Íslenskukunnátta
Í sama bréfi nefnir Jón áhuga
barna sinna á Íslandsferð en líka
skort á íslenskukunnáttu:
[…] krakkarnir kunna ekki nema
illa og litla íslensku. Þau nálega
hættu að tala hana eftir að þau fóru
að ganga í skóla, og eftir að Sveinn
kom með americanska konu inn í
fjölskylduna var því alveg hætt.
Meðan þau voru ung héldu þau að
íslenskan hindraði þau frá að bera
enskuna rétt fram. Þetta var að
miklu leyti heimska en við gátum
ekki sannfært þau, og það nægði,
og nú iðrast þau þess alls saman,
síðan þau fengu meiri menntun. Nú
eru þau að reyna að tala íslensku
við og við en það er svo hlægilega
bjagað að það tekur öngum tárum.
En ef þau halda áfram eins og þau
byrja þá verða þau máske ekki
verri en kaupstaðafólk heima?
Þessi lýsing á þekkingu barna
Jóns á íslensku fær staðfestingu af
bréfunum, sem Þórvör ritaði börn-
um þeirra á árunum 1908-09 og
varðveist hafa. Þau eru öll á ensku.
En hvernig má það þá vera að
börn Jóns og Þórvarar hafi týnt
móðurmáli sínu svo fljótt og for-
eldrarnir hafi haft samskipti við
þau á ensku? Í bók sinni North Am-
erican Icelandic (2006) telur Birna
Arnbjörnsdóttir upp þrjár megin-
ástæður þess að íslenskan hafi
eyðst og horfið: 1) mikil nálæg við
enskuna; 2) minni not fyrir íslensk-
una, og 3) rof í félagslegum sam-
böndum. Í grein Jóns Halldórs-
sonar um landnám Íslendinga í
Nebraska, sem birtist í Almanaki
Ólafs S. Thorgeirssonar 1914, kem-
ur fram að Íslendingarnir í fylkinu
voru flestir í námunda við fjöl-
skyldu Jóns enda tengdir henni
fjölskyldu- og vinaböndum. En þeir
voru aldrei margir. Enskan varð
þess vegna aðalsamskiptamálið ut-
an heimilisins. Íslenskan var til
heimabrúks. Nú lásu Þórvör og Jón
mikið, m.a. blöð á íslensku, og
fylgdust bréfleiðis með ættingjum,
sem bjuggu í íslensku nýlendunum
eða heima á Fróni. Svo annt sem
þeim var um menntun barna sinna
má gera ráð fyrir að þau hafi kennt
þeim að lesa á íslensku. Þótt skóla-
hald hafi verið á ensku er varla við
því að búast að börnin hafi tekið
meðvitaða ákvörðun um að skipta
um tungumál fyrr en þau komu í
framhaldsskóla. Það var ekki fyrr
en eftir fyrra stríð að bandarísk
stjórnvöld fóru að rekast að ein-
hverju ráði í eintungustefnu þeirri
sem fylgt hefur verið æ síðan.
Börnin hafa hins vegar viljað kom-
ast áfram í bandarísku þjóðfélagi og
þar sem foreldrar þeirra kunnu
ensku hafa þau ekki séð ástæðu til
að halda málinu við þegar þau um-
gengust svo fáa Íslendinga.
Sjálfur var Jón Halldórsson orð-
inn 34 ára þegar hann fluttist til
Vesturheims. Þá hafði hann af
sjálfsdáðum lært að lesa dönsku,
hrafl í þýsku og eitthvað í ensku.
Vafalaust hefur það verið nokkurt
átak fyrir hann að læra ensku sér
að gagni eftir að hann kom vestur
en hann leit svo á að það væri nauð-
synlegt til að komast af og einangr-
ast ekki. Hann taldi þó konu sína
mun betri í ensku en sig og það fær
staðfestingu af bréfum sem þau
sendu börnum sínum á ensku. Þar
sem Jón hafði ekki rómantískar
skoðanir á Íslandi og íslensku hefur
það líklegast einkum verið af hag-
kvæmniástæðum fyrir þau Þórvöru
að hann hefði viljað að börnin héldu
í íslenskuna. Val hans að setjast að
fjarri löndum sínum varð í raun til
þess að börn hans skiptu um tungu-
mál. Sorg Jóns, eftir að kona hans
lést, var því jafnframt söknuður eft-
ir tungumálinu sem þau höfðu deilt.
Það hefur án efa ýtt undir að börn
hans sendu hann í margra mánaða
ferðalag á vit landa sinna í nýlend-
unum í Bandaríkjunum og Kanada
haustið 1912. Þau hafa skilið að
sorg hans sefaðist fyrr fengi hann
að hitta ættingja og kunningja frá
gamla landinu, deila minningum
með þeim og nota íslensku. Heim
kominn leitaði hann sálufélags við
þá með bréfaskriftum – þótt hann
þreyttist aldrei á að taka það fram
að það væsti ekki um hann í umsjá
barnanna.
Frelsi, menning, framför
Bókin Frelsi, menning, framför eftir Úlfar Bragason fjallar um allar þær heimildir sem Jón Halldórsson (1838-1919) lét
eftir sig: kvæði, greinar, dagbók, æviágrip, bréf og ljósmyndir og er auk þess reist á öðru sem tekist hefur að grafa upp
um lífshlaup hans. Jón fluttist frá Stóruvöllum í Bárðardal til Bandaríkjanna árið 1872 og var meðal fyrstu Íslendinganna
sem fluttust til fyrirheitna landsins. Hann nam land í Nebraska og bjó þar lengst en lést í Chicago.
Lífshlaup Jón Halldórsson og Þórvör Sveinsdóttir, brúðkaupsmynd. Tekin í
Bandaríkjunum, líklega í Firth í Nebraska árið 1875 eða 1876.
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum