Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 92
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 102. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Milljarðamæringur horfinn …
2. Laug til um krabbamein
3. Hélt að þetta væri grín
4. Dagur ósáttur við fréttina og …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Háskólakórinn heldur vortónleika
sína í Neskirkju í kvöld kl. 20. Kórinn
mun frumflytja hér á landi kórverkin
Haustnótt eftir Oliver Kentish og
verk eftir norska tónskáldið Jake
Runestad, Nyon Nyoun, þar sem
sungið er á spánnýju og gamansömu
tungumáli. Þá syngur kórinn einnig
íslensk þjóðlög, verk eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, Claudio Monteverdi og
Ungverjann Lajos Bárdos. Stjórnandi
kórsins er Gunnsteinn Ólafsson.
Háskólakórinn
syngur inn vorið
Morgunblaðið/Ófeigur
Systkinin Ið-
unn, Ingólfur,
Kristín og Stefán,
börn Öddu og
Steins í Tungu á
Seyðisfirði, bjóða
til kvöldvöku í
Hannesarholti í
kvöld kl. 20.
Systkinin hafa
sýslað margt um dagana og hafa m.a.
fengist við ritstjórn, þýðingar og
bókaskrif fyrir alla aldurshópa.
Kvöldvaka með börn-
um Öddu og Steins
Söngvarinn Jógvan Hansen mun
flytja helstu smelli Deans Martins og
Franks Sinatra á tónleikum annað
kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi ásamt
hljómsveit. Sveitina skipa
Sigurður Flosason, Agn-
ar Már Magnússon, Jó-
hann Hjörleifsson og
Gunnar Hrafnsson.
Sérstakur gestur
verður Friðrik Ómar
Hjörleifsson.
Jógvan syngur smelli
Martins og Sinatra
Á föstudag Vaxandi austlæg átt, 8-15 m/s síðdegis, hvassast með
suðvesturströndinni. Hiti 4 til 13 stig yfir daginn.
Á laugardag Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast með ströndinni
sunnan- og austantil. Talsverð rigning suðaustanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-10 víða um land. Áfram lítilsháttar
rigning vestantil fram á kvöld, annars úrkomulítið. Hiti 4 til 12 stig.
VEÐUR
Karlalið ÍBV í handbolta freist-
ar þess að skrá sig með stóru
letri á spjöld sögunnar áður
en sumarfrí tekur við í grein-
inni. Eyjamenn hafa þegar
landað deildar- og bikar-
meistaratitli en geta enn
bætt tveimur titlum við
safnið. Úrslitakeppni
Olís-deildarinnar hefst á
morgun og Morgunblaðið
fjallar ítarlega um einvígin
fjögur sem eru fram und-
an á næstu dögum. »4
Bæta Eyjamenn
við sig titlum?
Handknattleiksmaðurinn öflugi
Björgvin Þór Hólmgeirsson, sem hef-
ur verið frá keppni vegna bakmeiðsla
síðan í september, er kominn aftur af
stað með ÍR-ingum og útlit er fyrir að
hann spili með
þeim gegn ÍBV
í fyrsta leikn-
um í úrslita-
keppninni
um Íslands-
meist-
aratitilinn
annað
kvöld. »1
Björgvin er kominn af
stað með ÍR-ingum
Fram leikur til úrslita um Íslands-
meistaratitil kvenna í handknatt-
leik eftir að hafa sigrað ÍBV í þriðja
sinn í fjórum leikjum liðanna í
Vestmannaeyjum í gærkvöld,
27:24. Fram mætir því annaðhvort
Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu.
Með þessum úrslitum hefur Fram
slegið Eyjakonur út úr öllum mót-
um vetrarins. »3
Fram leikur til úrslita
um meistaratitilinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Það hefur aldrei verið jafn góður
árangur á Austurlandi, þetta var
harður riðill. Það er alltaf ótrúlega
mikill keppnishugur, krakkarnir eru
búin að æfa stíft, föndra hatta,
merkingar, fána og skilti og undir-
búa vikum saman. Stuðningsliðin
mæta og stemningin verður alveg
frábær,“ segir Andrés Guðmunds-
son, sem heldur Skólahreysti með
konu sinni, Láru Berglindi Helga-
dóttur, og segir alltaf jafn gaman að
koma á mótin, sjá krakkana
streyma inn og íþróttahúsin fyllast í
hvert sinn.
Undanúrslitum í Skólahreysti,
keppni 9. og 10. bekkinga í þrauta-
brautum, lauk í gær á Austurlandi
með landshlutakeppni í íþróttahús-
inu á Egilsstöðum.
Í lokaúrslit komast Holtaskóli,
Grunnskóli Húnaþings vestra, Súða-
víkurskóli, Laugalækjarskóli, Varm-
árskóli, Ölduselsskóli, Grunnskólinn
á Hellu, Varmahlíðarskóli, Brekku-
skóli og Grunnskóli Hornafjarðar
sem sigraði í gær. Heiðarskóli í
Reykjanesbæ og Lindaskóli í Kópa-
vogi komast áfram sem uppbótar-
skólar. Fram undan er nú úrslita-
keppnin, 2. maí nk. í Laugardals-
höll.
Byrjaði sem fullorðinsþraut
„Skólahreysti hefur verið haldin
síðan árið 2005 og styrkist með
hverju ári. Þetta byrjaði með að við
vorum með þrautabraut með
Bylgjulestinni hérna á árum áður,
útibraut sem var hugsuð fyrir full-
orðna, en hún fylltist alltaf af krökk-
um sem eiginlega yfirtóku hana
hvert sem við fórum. Þá kviknaði
hugmyndin að prófa að halda svona
keppni fyrir krakka. Síðan hefur
þetta þróast og stækkað með áhuga
krakkanna og haldist þannig.“
Keppnin er hugsuð fyrir krakka í
9. og 10. bekk grunnskóla, en litlir
skólar mega sækja krakka niður í 8.
bekk með undanþágu.
„Við viljum hafa 9. og 10. bekk því
það er mest krefjandi unglingaald-
urinn, þar sem margir krakkar eru
kannski að hætta í íþróttum.“
Andrés segir það mikla ákvörðun
fyrir krakkana að vera með, það sé
einnig áskorun fyrir ungar sálir að
keppa fyrir framan skólann sinn og
sjónvarpið.
„Enginn hefur þó hætt keppni í
öll þau 14 ár sem við höfum haldið
Skólahreysti,“ segir Andrés og bæt-
ir við: „Við erum afar stolt af því að
krakkarnir hafa öll klárað keppni,
jafnvel þeir sem hafa ekki náð að
gera nema eina armbeygju, því allir
eru að gera sitt besta og ætla að
hafa gaman af því í leiðinni.“
„Ótrúlega mikill keppnishugur“
Undanúrslitakeppni Skólahreysti á Austurlandi fór fram í íþróttahúsinu á Eg-
ilsstöðum Tólf skólar munu heyja úrslitakeppni í Laugardalshöll í byrjun maí
Ljósmynd/Brjánn Baldursson
Skólahreysti Lára Berglind Helgadóttir og Andrés Guðmundsson fagna með keppendum í gær og stuðningsliðin létu ekki sitt eftir liggja.
Ljósmynd/Brjánn Baldursson
Hvatning Sippað af krafti.