Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 2

Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Lögregluyfirvöld komu á miðviku- dag upp um eina umfangsmestu kannabisrækt á Íslandi til þessa. Að sögn Karls Steinars Valssonar yfir- lögregluþjóns lagði lögregla hald á fullkominn búnað til ræktunar og standa líkur til þess að ræktuninni hafi verið ætlað að standa lengi. Fjórir voru handteknir, einn Ís- lendingur og þrír Pólverjar. Þeir hafa ekki komið við sögu íslenskra lögregluyfirvalda áður. Einn hinna handteknu var handtekinn á vett- vangi, en hinir þrír á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Einn hinna þriggja var handtekinn við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði, en þar fundust 1,5 kílógrömm af kannabis- efnum, e-töflur og kókaín. Mönnunum hefur öllum verið sleppt, en ekki þótti ástæða til að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald enda stóðu rannsóknarhagsmunir ekki til þess. Ekki fengust upplýs- ingar um hvort mennirnir hefðu sakaferil í Póllandi. Samkvæmt samtölum við íbúa í Þykkvabæ fór lítið fyrir brotamönn- unum og komu aðgerðir lögreglu íbúum því mjög á óvart. Sjö milljónir ætlaðar tekjur Aðgerðin var samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, embættis ríkislög- reglustjóra, tollyfirvalda, pólsku lögreglunnar, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol. Alls var lagt hald á 322 kannabisplöntur og fullunnið kannabis í litlu magni. Einnig lagði lögregla hald á 16 kíló af frosnum kannabislaufum. „Þetta er með umfangsmeiri mál- um sem við höfum rannsakað. Bæði er það fjöldi plantna og umfangið að öðru leyti. Þarna var sérhæfður búnaður til að rækta og það var mikið í þetta lagt greinilega. Þetta var mjög vandað og greinilega ræktun sem hefur átt að standa svo- lítið lengi,“ segir Karl Steinar og bætir við að það hafi hún gert í þó nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir ná- kvæmlega hve lengi. „Svo lögðum við hald á sjö milljónir í reiðufé sem við teljum vera afrakstur af fram- leiðslunni,“ segir hann. Aðgerðin var hluti af rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Að sögn Karls Steinars eru teikn á lofti um breytingar í kannabisræktun hér á landi og hafa brotamenn náð mjög góðum tökum á ræktunaraðferðum. Flutt til Færeyja og Grænlands „Það eru ákveðnar vísbendingar um að hér á landi séu brotahópar að skipuleggja útflutning. Nú þegar þekkjum við útflutning til Færeyja og Grænlands, en við höfum ekki séð útflutning til annarra landa. Það hefur verið orðrómur um slíkt,“ seg- ir Karl Steinar en líklegast er að efnin eigi að fara til meginlands Evrópu. Lögregla telur að mennirnir hafi komið hingað til lands beinlínis í þeim tilgangi að rækta kannabis til útflutnings. Einhverjir þeirra hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma, en aðrir eru tiltölulega ný- komnir til Íslands. Komu upp um umfangsmikla kannabisrækt  322 plöntur og 7 milljónir í reiðufé  Ætlað til sölu á meginlandi Evrópu Plöntur Hald lagt á hundruð kanna- bisplantna og fullunnið kannabis. Peningar Reiðuféð sem fannst, sjö milljónir króna, er ætlaðar tekjur. Magnús Heimir Jónasson Arnar Þór Ingólfsson Fulltrúar á þingi Kennarasambands Íslands (KÍ) vísuðu í gær frá tillögu um að nýkjörinn formaður KÍ, Ragnar Þór Pétursson, tæki ekki við embætti og að formannskosningar yrðu haldnar að nýju. Þingfulltrúar klofnuðu í kosningunni og vildu 78 fulltrúar að tillagan yrði tekin fyrir og 96 að henni yrði vísað frá, sex fulltrúar tóku ekki afstöðu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, for- kona jafnréttisnefndar KÍ, sem lagði fram tillöguna um nýjar kosningar á þinginu í fyrradag, segist ekki vita til þess að niðurstaðan í gær muni mynda sátt innan KÍ. „Ég veit það ekki. Ég verð jafn ósátt með þessa niðurstöðu eftir sem áður. Við sem stóðum að þessu og hefðum kosið með þessari ályktun, og hefðum ekki kosið hann aftur í annarri umferð kosninga, verðum auðvitað jafn ósátt og áður, það breytist ekkert,“ segir Hanna. Tók við formannsembættinu Ragnar Þór Pétursson tók form- lega við formennsku þegar sjöunda þingi sambandsins lauk í gær. „Ég mun gera mitt ýtrasta til að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síð- asta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg, ég skil ykkur alveg, þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið viljið heyja og birtist í þessum, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór við þingfulltrúa að kosn- ingu lokinni. Spennuþrungin stund á þingi Það var þungt yfir þingfulltrúum þegar Mjöll Matthíasdóttir þingfor- seti las upp áskorunina á verðandi formann á þinginu. Í fyrstu átti ekki að opna fyrir umræður um tillöguna en þingfulltrúinn Jón Ingi Gíslason tók þá til máls og sagði að það væri á skjön við reglur um fundarsköp. Hann benti á að efnislegar tillögur sem þessar ættu að vera teknar til umræðu og óskaði eftir því að kosið yrði með nafnakalli. „Það eru 10 þús- und fulltrúar hérna úti sem verða að fá upplýsingar um það hvernig fulltrúar þeirra greiða atkvæði, því tillagan er beinlínis árás á okkar fé- lagsmenn um allt land,“ sagði Jón og hlaut lófaklapp úr sal fyrir. Í kjölfarið var ákveðið að opna fyr- ir umræður og tjáði fjöldi þingfull- trúa sig um tillöguna. Fundarhald- inu var streymt í beinni útsendingu á netinu og fylgdust rúmlega 200 manns með umræðunum þegar mest lét. „Ég held ég hafi aldrei orðið vitni að annarri eins aðför að einum manni. Það er eins og það sé búið að ákveða hver niðurstaðan verður. Þetta þing er ekki þverskurður KÍ,“ sagði Ásta Lóa Þórsdóttir. „Þetta á að vera baráttumál allra kennara, ekki síst karlmanna í kennslu, því það er slæmt ef við setj- um það fordæmi að það sé hægt að bera okkur sökum, og þótt ítarleg og viðamikil leit sé gerð þar sem ekki finnst fótur fyrir ásökunum, að það geti hrakið okkur úr starfi samt sem áður,“ sagði Hjördís Albertsdóttir. Þingfulltrúar merktir á þinginu Þorgerður L. Diðriksdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara, sagði það ljóst að þetta mál hefði klofið þingfulltrúa í tvo hópa. „Bara það að koma inn á þessa þingsam- komu og að sitja við tiltekið borð, það merkir mann. Það merkir mann því ef þið horfið hér yfir, þegar búið að greiða atkvæði, þá er það ótrúlega merkilegt hvað atkvæðin ganga á borðum, auðvitað einn og einn sem greiðir atkvæði í algjöru ósamræmi við borðið,“ sagði Þorgerður. Þegar leit út fyrir að umræðum væri lokið og ekki voru fleiri þing- fulltrúar á mælendaskrá gekk Silja Kristjánsdóttir að sviðinu og hélt síðustu ræðuna, þar sem hún sagði tillöguna um nýjar kosningar vera verðlausa. „Tillagan er verðlaus, hún hefur ekkert gildi nema gildishlaðin hugsanleg skilaboð til hópsins. Hún er til þess eins fallin að sundra þess- um hópi sem hér situr og fé- lagsmönnum heima. Ég legg til að þessu máli verði vísað frá,“ sagði Silja. Þingfulltrúar kusu og sem fyrr segir var málinu vísað frá. Skipting meðal borða sýndi sig þegar um helmingur þingfulltrúa fagnaði með lófaklappi að kosningum loknum. Morgunblaðið/Valli KÍ Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir tóku við embættum fomanns og varaformanns KÍ í gær. Klofið kennaraþing vísaði tillögunni frá  Kennarar kusu um hvort kjósa ætti formann að nýju 25 grunnnemar í upplýsinga- og fjöl- miðlagreinum við Upplýsingatækni- skóla Tækniskólans heimsóttu í gær Landsprent, prentsmiðju Morgun- blaðsins, og kynntu sér starfsemina. Sófus Guðjónsson, prentari og kennari við skólann (t.v. á mynd- inni), leiddi hópinn og Gylfi Geir Guðjónsson, starfsmaður Lands- prents, lýsti ferlinu. Prentvélin er af gerðinni Commander og er frá þýska fyrirtækinu Koenig & Bauer. Nemarnir voru sérstaklega hrifnir af því hve nákvæm prentvélin er þrátt fyrir stærð sína. Í grunnnám- inu kynnast nemarnir fjórum grein- um; prentun, bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun. Eftir tvö ár sérhæfa þeir sig svo í einhverju fag- anna fjögurra. Smáatriðin heilluðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannbjörg varð undan ströndum bæjarins Mehamn í norðurhluta Noregs í gærkvöldi. Engu mátti muna að Íslendingur á báti drukkn- aði en hann flaut í björgunarhring í gallabuxum þegar honum var bjargað úr sjónum. Sigurður Hjaltested var við veið- ar á bátnum Nero og hringdi í fé- laga sinn, Kjartan Jóhannsson, þeg- ar hann tók eftir því að báturinn var farinn að taka inn á sig vatn. Kjartan hringdi beint eftir aðstoð björgunarskips á svæðinu en það var komið á vettvang 20 mínútum síðar. „Báturinn sökk fimm mínútum eftir að Sigurður hringdi í mig en það var annar fiskibátur á svæðinu sem veiddi hann upp úr sjónum,“ sagði Kjartan m.a. við mbl.is í gær- kvöldi. johann@mbl.is Íslendingi bjargað úr sjávarháska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.