Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Óli Björn Kárasonalþingismaður
vakti athygli á því í
umræðum á þingi í
gær að munurinn á
ráðstöfunartekjum
launþega, þ.e. því
sem launþegi heldur
eftir af launum sín-
um, og kostnaði at-
vinnurekenda við þann launþega,
hefur verið að aukast.
Benti hann sérstaklega á veru-lega hækkun mótframlags at-
vinnurekenda í lífeyrissjóð í þessu
sambandi, en háir skattar á tekjur
og tryggingagjald hafa sambærileg
áhrif.
Óli Björn sagði miklu skipta aðþingmenn stigju „skref í þá átt
að minnka þennan mun. Það er með-
al annars gert með því að lækka
álögur á launafólk, með því að
lækka tekjuskatt, með því að hækka
persónuafsláttinn og hafa hann stig-
lækkandi.“ Auk þess „með því að
lækka tryggingagjaldið.“
Þessi ábending Óla Björns á mik-inn rétt á sér. Afar óheppilegt
er þegar munurinn á ráðstöfunar-
tekjum launþega og kostnaði fyrir-
tækis af launþeganum, skattafleyg-
urinn svokallaði, er mikill.
Þegar þannig háttar til dregur úreftirspurn eftir starfsfólki, sem
þýðir með öðrum orðum að atvinnu-
tækifærum fækkar.
Þetta felur líka í sér að hækkunráðstöfunartekna verður minni
en ella, sem veldur almenningi erfið-
leikum og gerir kjaraviðræður að
auki erfiðari.
Óskandi væri að fleiri þingmennlegðust á sveif með skattgreið-
endum í störfum sínum á Alþingi.
Óli Björn Kárason
Skattafleygurinn
er að aukast
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.4., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 7 léttskýjað
Akureyri 10 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 14 heiðskírt
Kaupmannahöfn 14 heiðskírt
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 9 heiðskírt
Lúxemborg 14 léttskýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 9 súld
Glasgow 7 þoka
London 10 alskýjað
París 17 léttskýjað
Amsterdam 9 þoka
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 20 skúrir
Vín 21 heiðskírt
Moskva 8 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 13 skýjað
Barcelona 14 skýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 21 heiðskírt
Winnipeg -5 léttskýjað
Montreal 6 alskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:59 20:58
ÍSAFJÖRÐUR 5:55 21:12
SIGLUFJÖRÐUR 5:38 20:55
DJÚPIVOGUR 5:26 20:30
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkjabandalag
Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Styrkir eru veittir til:
• Öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms
í hvers konar listgreinum.
• Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með
þroskahömlun.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu ÖBÍ, obi.is. Einnig er hægt að nálgast
eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi
síðar en 28. maí. Allar nánari upplýsingar gefa
Kristín Margrét Bjarnadóttir, kristin@obi.is, eða
starfsmenn móttöku hjá ÖBÍ, mottaka@obi.is,
og í síma 530 6700.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
6
5
4
9
Námssjóður
Sigríðar Jónsdóttur
Styrkumsóknir 2018 „Ég er búinn að fá mest allt úrgeymslunni. Það var búið að setja þaðí gám, plastað og á brettum. Ég á eft-
ir að skoða þetta betur, en það er sót
og raki í þessu. Ég á svo enn eftir að
fá eitthvert dót í viðbót,“ segir Björg-
vin Halldórsson tónlistarmaður í
samtali við Morgunblaðið en hann var
meðal þeirra fjölmörgu sem áttu
muni í geymsluhúsnæðinu að Mið-
hrauni 4 í Garðabæ, sem brann til
kaldra kola í síðustu viku.
Það sem starfsmönnum Geymslna
ehf. tókst að bjarga úr hluta 1. hæðar
hússins hefur verið afhent eigendum,
að sögn Ómars Jóhannssonar, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Sigríður Beinteinsdóttir tónlistar-
maður segir að hún hafi líka fengið
það sem heillegast var í sinni
geymslu, en err vondauf þar sem það
virðist vera ónýtt. „Þetta er allt renn-
andi blautt og sótugt, ég held að það
sé bara ónýtt, en á eftir að gramsa
eitthvað betur í því.“
Á vefsíðu Geymslna segir að hús-
næðið sé nú lokað og verði þannig
áfram þar til búið er að koma því í
öruggt ástand. Til stendur að rífa
hluta af annarri og þriðju hæð.
„Reynt verður að haga niðurrifi
með þeim hætti að lágmarka mögu-
legt tjón á munum þrátt fyrir erfiðar
aðstæður. Nánara fyrirkomulag
vegna jarðhæðarinnar verður ákveð-
ið þegar húsið er öruggt og þá metið
samkvæmt ástandi þess,“ segir á vef
Geymslna. ernayr@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Miðhraun Brunarústunum hefur
verið lokað til að tryggja öryggi.
Munir af-
hentir úr
Miðhrauni
„Allt rennandi
blautt og sótugt“