Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 10
citroen.is
Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300
lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem
gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með
Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit
snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið
er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt
augnablik.
KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3
C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ
2.090.000KR.
C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR.
Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél •
Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi •
Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti •
Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
CITROËN
ÞÆGINDI
CITROËN C3
Hlaðinn lofi og búnaði
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
borgarstjóra um að fallist verði á
þá ósk Knattspyrnufélagsins Vík-
ings að gervigras verði lagt á að-
alvöll félagins í Fossvogi í stað
endurnýjunar á eldri grasvöllum.
Íþrótta- og tómstundaráði og
skrifstofu eigna og atvinnuþróun-
ar borgarinnar var jafnframt fal-
ið að undirbúa tillögu um breyt-
ingu á fjárfestingaáætlun til
samræmis við þessi áform.
Samkvæmt samkomulagi Vík-
ings og Reykjavíkurborgar átti
að endurgera og lagfæra grasæf-
ingasvæði félagsins fyrir tæpar
70 milljónir nú í vor. Fram kem-
ur í bréfi Björns Einarssonar,
formanns Víkings, til borgar-
stjóra að það sé skýr ósk félags-
ins að þessi fjárveiting verði not-
uð upp í kostnað við að setja
fullkomið gervigras á aðalvöll fé-
lagsins haustið 2018 með tilheyr-
andi lýsingu, hitalögnum, vökv-
unarbúnaði og girðingum
kringum völlinn. Þetta sé niður-
staða félagsins eftir ítarlega
skoðun og samtal undanfarnar
vikur.
„Við teljum að Víkingur sé að
taka skref inn í framtíðina með
þessari ákvörðun,“ segir Har-
aldur V. Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins. Grasvöll-
urinn nýtist takmarkað til æfinga
en með gervigrasvelli og góðri
flóðlýsingu muni völlurinn nýtast
allt árið. Einnig sé litið til þess
að keppnistímabilið sé að lengjast
frá vori fram á haust og það
skipti einnig máli. Kostnaður við
allar framkvæmdir á svæðinu er
áætlaður á þriðja hundrað millj-
ónir króna.
„Við Víkingar erum mjög þakk-
látir Degi B. Eggertssyni borg-
arstjóra og borgaryfirvöldum fyr-
ir að taka svona vel í erindi
okkar,“ segir Haraldur.
Af úrvalsdeildarliðum Reykja-
víkur er Valur nú þegar kominn
með gervigrasvöll. Gervigras
verður lagt á Fylkisvöllinn á
þessu ári en KR og Fjölnir leika
kappleiki á náttúrulegu grasi.
Gervigras á Víkingsvöll
Hægt verður að
nota völlinn til æf-
inga allt árið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fossvogur Víkingar hafa leikið kappleiki í Víkinni á náttúrulegu grasi.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samþykkt var á vel sóttum stofn-
fundi nýs bæjarmálafélags í Vest-
mannaeyjum í fyrrakvöld að bjóða
fram lista í sveitarstjórnarkosningun-
um 26. maí næstkomandi. Félagið
heitir Fyrir Heimaey.
Leó Snær Sveinsson var kjörinn
formaður félagsins og önnur í stjórn
voru kosin Kristín Hartmannsdóttir,
Kristín Ósk Óskarsdóttir, Rannveig
Ísfjörð og Leifur Gunnarsson.
Heimaey mun nú setja saman fram-
boðslista og stefnt er að því að hann
verði kynntur sunnudaginn 22. apríl
nk.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Vestmannaeyjum ákvað á fundi sín-
um á miðvikudagskvöld, að tillögu El-
liða Vignissonar, bæjarstjóra og odd-
vita flokksins í Eyjum, að Elliði
mundi ekki skipa fyrsta sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins í komandi bæj-
arstjórnarkosningum, líkt og hann
hefur gert í síðustu þrennum kosn-
ingum. Elliði verður nú í fimmta sæti
listans. Hildur Sólveig Sigurðardótt-
ir, forseti bæjarstjórnar, skipar
fyrsta sætið á lista flokksins og
Helga Kristín Kolbeins og Eyþór
Harðarson koma ný inn í efstu sæti
listans, en Páll Marvin Jónsson, for-
maður bæjarráðs skipar nú áttunda
sætið.
Elliði sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að hann hefði gert þessa
tillögu á fundi fulltrúaráðsins, vegna
þess að hann teldi að þau sjónarmið
sjálfstæðismanna í Eyjum, utan bæj-
arfulltrúahópsins, um að hætta væri
á lýðræðishalla, þegar sami maðurinn
væri í fyrsta sæti listans, væri með
langmestu reynsluna og bæjarstjóri
að auki, ættu við ákveðin rök að
styðjast og hann hefði því viljað
bregðast við slíkri gagnrýni með því
að færa sjálfan sig niður í 5. sæti á
listanum og á þetta hefði verið fallist,
bæði af félögum hans í bæjarstjórn, í
nefndum bæjarins og loks í fulltrúa-
ráðinu, þótt hann hefði verið hvattur
eindregið til þess að skipa áfram
fyrsta sæti listans.
Aðspurður hvort hann liti þannig á
að 5. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í
Eyjum væri baráttusæti sagði Elliði:
„Nei, þvert á móti. Við lítum svo á, að
5. sætið sé sæti fyrsta varabæjarfull-
trúa, þannig að það sem við erum að
tryggja með þessu, er að bæjarstjór-
inn, í þessu tilviki ég, á þá afl mitt
undir umboði annarra.“
Hátt í 200 manns hafa skorað á Ír-
isi Róbertsdóttur að leiða framboðs-
lista hins nýja félags. Hún sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
hún væri afskaplega þakklát fyrir
það traust og þá hvatningu sem henni
hefði verið sýnd. Hún ætlaði sér einn
til tvo daga til að hugsa málið.
„Þetta var mjög skemmtilegur
stofnfundur og hann vel sóttur. Ég
held að á milli 110 og 120 manns hafi
sótt fundinn,“ sagði Íris.
Fram hefur komið að Íris á sæti í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Í 4.
gr. skipulagsreglna flokksins segir:
„Flokksbundnum sjálfstæðismönnum
er með öllu óheimilt að sitja á fram-
boðslistum annarra framboða sem
bjóða fram gegn framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins. Sitji flokksbundinn
einstaklingur á öðrum framboðslista
skal hann fjarlægður úr flokksskrá.“
Fyrr í vikunni spurði Morgunblað-
ið Írisi hvað hún hygðist gera varð-
andi miðstjórnarsetu sína, ef hún
tæki sæti á nýja framboðslistanum,
og svaraði hún því til að ef það yrði,
myndi hún ekki brjóta skipulagsregl-
ur flokksins.
eyjar.net/TMS
Heimaey Stofnfundur bæjarmálafélagsins Heimaeyjar í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld var vel sóttur.
Íris íhugar áskoranir
í einn til tvo daga
Elliði lagði til að hann skipaði 5. sæti listans í Eyjum