Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 11

Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þrátt fyrir mörg börn á biðlista eftir leikskólaplássi nú þá er ekki óvissa um hvenær þau komast að,“ segir Skúli Helgason, borg- arfulltrúi Sam- fylkingarinnar í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að 1.310 börn sem nú séu á leikskól- unum muni hætta í ágúst og fara í grunnskóla. Þá muni 1.155 börn af biðlistanum fædd á árunum 2013- 2016, ásamt öllum börnum fæddum í janúar og febrúar 2017, komast inn á leikskólana. „Það er búið að ákveða og tryggja fjármagn fyrir ný leik- skólarými handa um 125 börnum hjá borginni í haust og líkur eru á rúmlega 90 nýjum rýmum að auki í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar,“ segir Skúli og að þá megi reikna með að einungis 150- 160 börn verði ekki komin með leikskólarými. Hann segir að sum börn á listanum gætu verið tvítalin því ýmsir hafi sótt um bæði hjá borginni og hjá sjálfstætt starfandi leikskólum í von um pláss. Grunnskólinn tekur við í haust  Biðlisti leikskóla borgarinnar ýktur Morgunblaðið/Hari Leikskóli Vegasalt á Mánagarði. Skúli Helgason GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu bakstursins, við hreinsum fötin Við erum sérfræðingar í erfiðum blettum VINSÆLU PRISTU BUXURNAR FRÁ MATINIQUE ERU KOMNAR AFTUR! 12.995,-VERÐ gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 Fis létt i r dúnjakkar frá 19.900,- Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is MID SEASON S A L E 40% afsláttur af völdum vörum! Opið í dag kl. 11-16 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 30% afsláttur af völdum vörum 30% Stjórn Faxaflóahafnar sf. tók í gær fyrir erindi Nýs Landspítala þar sem óskað er eftir mati Faxaflóahafna á möguleikanum á að taka á móti efni til landfyllinga vegna framkvæmda við nýjan spítala á árunum 2018 til 2020. Um 200.000 m3 af efni er að ræða og reiknað með að um 80% efnisins verði nýtanleg til landfyllinga. Í niðurstöðu Faxaflóahafna kemur fram að hægt væri að nýta hluta land- fyllingarinnar sem aðkomu að ylströnd og móta mun stærri ylströnd með meiri útivistarmöguleika en hægt er á svæði við Skarfaklett. „Samþykki Reykjavíkurborgar og ákvörðun um málsmeðferð er forsenda þess að unnt sé að fara í nauðsynlegar skipulagsaðgerðir í þessu efni og sú vinna þyrfti að ganga snurðulaust fyrir sig til þess að framkvæmdin komi að gagni í tengslum við verkefni NLSH,“ segir m.a. í niðurstöðu Faxaflóahafna. Nýr Landspítali Faxaflóahafnir íhuga að nota efni til landfyllingar. Jarðefnið gæti nýst til landfyllingar Mesta samkeppnin er á milli þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram í 2. og 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Rangárþingi ytra í dag. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri býð- ur sig einn fram í forystusætið. Prófkjörið fer fram í dag, kl. 10 til 18, í Miðjunni á Hellu. Sjálfstæðismenn hafa meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra, fjóra fulltrúa af sjö. Tveir þeirra gefa ekki kost á sér áfram. Sjö sækjast eftir að komast í efstu sætin, á eftir sveitarstjór- anum. Meðal þeirra er Haraldur Ei- ríksson, formaður byggðaráðs. Björk Grétarsdóttir og Heimir Hafsteinsson sækjast eftir stuðn- ingi í 2. sætið og Hrafnhildur Val- garðsdóttir og Sævar Jónsson sækj- ast eftir því sæti eða næstu fyrir neðan. Hugrún Pétursdóttir og Hjalti Tómasson nefna 3. sætið og næstu sæti. Sindri Snær Bjarnason sækist eftir stuðningi í 4.-5. sæti og Ína Karen Markúsdóttir og Helga Fjóla Guðnadóttir nefna 5. sætið. helgi@mbl.is Keppt um 2.-4. sætið í prófkjöri Skólarútan í Fjalla- byggð fer kl. 7.40 Ríkey Sigurbjörnsdsdóttir, deildar- stjóri fræðslu-, frístunda- og menn- ingarmála hjá Fjallabyggð, hefur óskað eftir því að eftirfarandi verði birt vegna fréttar í blaðinu í fyrra- dag um íbúakosningu um skóla- akstur: „Haft var eftir íbúa í frétt- inni að foreldrar séu farnir að mæta of seint í vinnu þar sem skólarúta fari af stað kl. 8.30. Þetta er ekki rétt. Skólarúta fer með eldri nem- endur frá Siglufirði kl. 7.40 til Ólafs- fjarðar þar sem skólastarf hefst kl. 8.10 og skólarúta fer frá Ólafsfirði með yngri nemendur kl. 8.05. Þar að auki er boðið upp á gæslu í skólahúsinu á Siglufirði frá kl. 8.00 þar til skólastarf yngri barna hefst kl. 8.30. Það er því rangt sem haft er eftir Sigríði Vigdísi [Vigfúsdóttur] hvað þetta varðar.“ ATHUGASEMD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.