Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Nú fer að styttast í að íbúar fái að kjósa um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs. Ekki hefur verið birt hvaða nöfn koma til greina en á fjórða hundrað tillögur komu fram er auglýst var eftir hugmyndum að nafni. Menn hafa verið að gantast með alls konar nöfn. Sú kvöð er á nafni hins nyja sveitarfélags að í nafninu má ekki vera Sand- eða Garður. Það er þó sama hvaða nafn verður valið, áfram verður notast við nöfnin Sandgerði og Garður. Þetta mun allt skýrast á næstu vikum.    Nú er svo komið að mikill skortur er á íbúðarhúsnæði í Sand- gerði fyrir ungt fólk og erlent verka- fólk sem starfar í fiskvinnslu og við þjónustu á flugstöðvarsvæðinu. Til að reyna að anna eftirspurn er nú víða verið að standsetja íbúðir. Má þar nefna fyrrverandi verslun og veit- ingastað. Og fyrir nokkrum mán- uðum var fyrrverandi banka og póst- húsi breytt í gistiheimili. Nú eru í byggingu 24 íbúðir og úthlutað hefur verið 25 lóðum, ýmist fyrir raðhús eða einbýlishús. Hafin er hönnun á nýju hverfi ofan og sunnan við íþróttasvæðið. Þar verða lóðir fyrir 400 íbúðir og er áætlað að fyrsti hluti þessa hverfis verði tilbúinn í haust.    Til að leysa brýnasta vandann fyrir einstaklinga og fjölskyldur ákvað bæjarstjórn að kaupa sex gámahúseiningar sem settar hafa verið upp. Flutt hefur verið inn í öll húsin sem eru vönduð og hlýleg. Hús- in eru í umsjá félagsþjónustu bæj- arins og er áætlað að viðkomandi íbúi búi þarna í þrjú ár eða þar til viðkom- andi kemst í stærra húsnæði. Hún hefur ekki farið framhjá Suðurnesjamönnum hin geysilega bílaumferð sérstaklega í og við Flug- stöðina á Miðnesheiði. Þar eru öll bílastæði full og hefur verið gripið til þess ráðs að leggja bílum á ólíkleg- ustu stöðum. Sumstaðar eru bílar í hektaravís víða um bæjarfélögin á Suðurnesjum. Er orðið mjög aðkall- andi að fjölga stæðum, enda ferða- mönnum alltaf að fjölga.    Á næstu vikum hefjast fram- kvæmdir við að reka niður nýtt stál- þil við suðurgarð. Þar er fyrsta stál- þilið sem var rekið niður fyrir um 45 árum og er orðið mjög illa farið, stálið í nýja þilið kom til Sandgerðis á síð- asta ári. Fjórir buðu í þessa fram- kvæmd. Eitt af því sem þarf að gera er að steypa nýja þekju. Kostnaðar- áætlun er um 122 milljónir en lægsta tilboð í verkið er 105 milljónir. Áætl- að er að verkið klárist á hausti kom- anda. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sameinuð Það eru aðeins fimm kílómetrar milli Sandgerðis og Garðs en þessi tvö bæjarfélög hafa nú sameinast. Nýtt bæjarfélag verður til 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hann var notaður hér í þrjú ár. Ég hefði viljað notað hann meira en þeg- ar eitthvað gott verður til vilja fleiri komast með puttana í það. Við vorum heldur treg til að láta hann en það varð úr,“ segir Axel Jóhannesson, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um hrútinn Vála sem Ráðgjafarmið- stöð landbúnaðarins (RML) valdi sem mesta kynbótahrút ársins. Félagsbúið á Gunnarsstöðum er ræktandi Vála en að búinu standa systkinin Axel og Sigríður Jóhannes- börn og makar þeirra, Valgerður Friðriksdóttir og Júlíus Þröstur Sig- urbjartsson. Faðir þeirra, Jóhannes Sigfússon, er heldur ekki langt undan með sínar ær og hesta. Tilkynnt var um val á besta kyn- bótahrútnum á aðalfundi Landssam- taka sauðfjárbænda og einnig um val á besta lambaföðurnum. Síðarnefndu viðurkenninguna fengu ræktendur Barkar frá Efri-Fitjum í Fitjárdal, hjónin Gunnar Þorgeirsson og Gréta Brimrún Karlsdóttir. Börkur er tal- inn einn af mestu kostagripum stöðv- anna til framræktunar á helstu úr- valseiginleikum. Hafði augastað á Vála Váli var fæddur árið 2010. Hann var fyrst notaður í þrjú ár á Gunn- arsstöðum en kom til notkunar á sæð- ingastöð sumarið 2013 eftir að hafa sýnt góðan árangur sem lambafaðir. Hann er undan kynbótahrútnum Stála. Axel segir að Eyjólfur Bjarna- son ráðunautur hafi verið að leita að hrút undan Stála fyrir sæðingastöðv- arnar og haft augastað á Vála vegna ætternis hans að öðru leyti. RML rökstyður valið á Vála sem mesta alhliða kynbótahrútnum með því að segja afkvæmi hans hafi komið vel út í kjötmati, auk góðs þroska þeirra og hóflegrar fitusöfnunar. Kostir hans sem ærföður eru taldir ótvíræðir. Hefði viljað nota hrútinn meira  Hrútarnir Váli frá Gunnarsstöðum og Börkur frá Efri-Fitjum verðlaunaðir Börkur Hann er einn af mestu kostagripum sæðingastöðvanna. Ljósmynd/RML Váli Hróður hans sem ærföður hef- ur vaxið stöðugt síðustu árin. JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 L-listi óháðra í Rangárþingi eystra hefur verið kynntur og verður Christiane L. Bahner, lögmaður og sveitarstjórnarfulltrúi, í efsta sæti hans. Þetta er í annað sinn sem framboðið býður fram í sveitarfé- laginu, en það náði inn einum full- trúa í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Í 2. sæti listans er Arnar Gauti Markússon, leiðsögumaður. Anna Runólfsdóttir, bóndi og verkfræð- ingur er í 3. sæti og Guðmundur Ólafsson, lífrænn bóndi, í því 4. L-listi kynntur í Rangárþingi eystra Miðflokkurinn og óháðir í Mosfellsbæ bjóða fram í sveit- arstjórnarkosning- unum þann 26. maí næstkomandi. Sveinn Óskar Sig- urðsson, MSc í fjár- málum fyrirtækja, mun leiða listann. Í tilkynningu frá framboðinu seg- ir að markmið þess sé að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfé- lagsins og efla þar þjónustu. Sveinn Óskar leiðir X-M í Mosfellsbæ Alþýðufylkingin hefur kynnt efstu fimm sætin á lista sínum fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Flokkurinn býður fram undir lista- bókstafnum R. Þorvaldur Þorvaldsson trésmið- ur mun leiða listann. Í öðru sæti er Tamila Gámez Garcell kennari og þriðja sætið skipar Vésteinn Val- garðsson stuðningsfulltrúi. Í fjórða sæti er Claudia Overesch skrifstofumaður og það fimmta skipar Gunnar Freyr Rúnarsson sjúkraliði. Efstu fimm sæti R- listans í Reykjavík Sveinn Óskar Sigurðsson Þrátt fyrir að sauðfjárbúið á Gunn- arsstöðum sé tiltölulega stórt og féð gott og afurðasamt þurfa allir bændurnir sem að því standa að vinna utan heimilis, eins og staðan er í sauðfjárræktinni nú. „Það er borin von að geta framfleytt fjöl- skyldunni með þessu og borgað niður lánin,“ segir Axel Jóhannes- son. Tvær fjölskyldur standa að búinu en þar eru 1.270 fjár á fóðrum í vet- ur. Þau keyptu sig inn í búið fyrir rúmum fimm árum og eru enn að kljást við lánin. Lækkun á afurðaverði til bænda síðasta haust kom illa við bændur. Axel segir að stuðningur ríkisins um áramót hafi hjálpað en hann bendir á að vandinn sé ekki leystur til frambúðar. Verslunin sé enn að keyra verðið niður og orðrómur sé á sveimi um að sláturleyfishafar muni lækka verðið enn frekar til bænda á hausti komanda. Bændurnir á Gunnarsstöðum búa svo vel að stutt er í næsta þéttbýli, Þórshöfn, þar sem mikla vinnu er að hafa. Sum vinna þar fulla vinnu en önnur stunda íhlaupavinnu. Því fylgir mikið álag, til viðbótar bú- rekstrinum. „Við höldum sjó en munum ekki gera það endalaust. Það er tilgangslaust að slíta sér út fyrir þetta ef maður sér ekki fyrir horn með reksturinn,“ segir Axel. Hann segist verða var við að margir bændur séu að hinkra við og meta stöðuna. „Það er í fyrsta skipti núna sem maður heyrir bændur tala í alvöru um að hætta búskap og það ansi víða. Það mun hafa slæm áhrif á sveitirnar ef margir láta verða af því,“ segir Axel. Margir tala um að hætta VANDAMÁL Í SAUÐFJÁRRÆKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.