Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 14. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 98.34 98.8 98.57 Sterlingspund 140.53 141.21 140.87 Kanadadalur 78.27 78.73 78.5 Dönsk króna 16.282 16.378 16.33 Norsk króna 12.661 12.735 12.698 Sænsk króna 11.671 11.739 11.705 Svissn. franki 102.23 102.81 102.52 Japanskt jen 0.9133 0.9187 0.916 SDR 143.0 143.86 143.43 Evra 121.26 121.94 121.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.8431 Hrávöruverð Gull 1345.9 ($/únsa) Ál 2219.5 ($/tonn) LME Hráolía 72.09 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Meðalfjárfest- ing ferðaþjónustu- fyrirtækja á ár- unum 2015 til 2017 var 72 millj- arðar króna á ári sem er 3,5-falt meira en meðal- fjárfesting áranna 1990 til 2014 á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fjárfesting í flugvöllum, flugsamgöngum, hótel- og veitingarekstri, flutningaþjónustu, starfsemi ferðaskrifstofa og flutn- ingamiðlun nam 74 milljörðum á síð- asta ári, sem er eilítið minna en árið 2016 þegar fjárfestingin nam 80 milljörðum en nokkuð meira en árið 2015 þegar hún nam 63 milljörðum króna. Miklar fjárfestingar endurspegla þann mikla vöxt sem verið hefur í ís- lenskri ferðaþjónustu á síðustu árum en útflutningur ferðaþjónustunnar nam 19,6% af heildarútflutningi landsins árið 2009 en var kominn upp í 42% árið 2017. Fjárfesting í ferðaþjón- ustu langt yfir meðaltali Flug Mikið fjárfest í ferðaþjónustunni. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Páll Harðarson, forstjóri Kauphall- ar Íslands, segir að fyrirtæki á ís- lenskum hlutabréfamarkaði hafi lík- lega búið við minna aðhald að stjórnarháttum en fyrirtæki á ná- lægum mörkuðum vegna einsleits hóps fjárfesta og takmarkaðrar þátttöku erlendra fjárfesta. Þetta hafi einnig að líkindum seinkað því að straumar og stefnur á alþjóða- vettvangi hafi náð fótfestu meðal fyrirtækja og fjárfesta hérlendis. Hann segir að eftir því sem eign- arhaldið verði margbreytilegra verði, að öðru óbreyttu, ákallið sterkara eftir formlegri umgjörð um stjórnarhætti til að tryggja jafnræði hluthafa. Sérstaklega megi vænta þess að utanaðkomandi aðilar sem njóti ekki sambærilegs tengslanets á viðkomandi markaði og áhrifa- mestu innlendu fjárfestarnir, kalli eftir slíkri umgjörð. Eaton Vance vill nefndir Páll bendir á að bandaríska sjóða- stýringafyrirtækið Eaton Vance, sem hefur fjárfest nokkuð í íslensk- um fyrirtækjum, hafi í vor lagt fram tillögu um svokallaða tilnefningar- nefnd á aðalfundum fjögurra skráðra fyrirtækja þar sem sjóðir í stýringu fyrirtækisins eiga hags- muna að gæta. Þetta var gert, að sögn Páls, með vísan í að tilnefning- arnefndir væru meðal mikilvægustu stoða góðra stjórnarhátta. Tillagan hafi verið samþykkt í öllum tilvik- um. Tilnefndingarnefnd er að sögn Páls, oftast skipuð af hluthafafundi, og á að koma með tillögu að stjórn- armönnum fyrir aðalfund. Öðrum er þó eftir sem áður frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu. „Þessi nefnd tekur við tillögum frá hluthöfum, og á að stuðla að auknu gagnsæi við skipan stjórnar. Einnig á hún að tryggja að heild- stætt mat fari fram á þörfum fyr- irtækisins hvað varðar þekkingu og fjölbreytni í stjórnarháttum. Þetta hefur náð góðri fótfestu á sænska markaðnum, og ég á von á því að um helmingur fyrirtækja á íslenska að- almarkaðnum verði kominn með slíka nefnd fyrir aðalfund 2019,“ segir Páll í samtali við Morgunblað- ið, en hann á von á að nefndirnar gætu aukið traust meðal fjárfesta á markaði. Aðhald að stjórnar- háttum minna hér Morgunblaðið/Þórður Upplýsingar Lífeyrissjóðirnir mættu, að sögn Páls, stórauka upplýs- ingagjöf um samskipti við þau fyrirtæki sem þeir fjárfesta í. Stjórnarhættir » Sýn, Skeljungur og Origo eru með tilnefningarnefndir. » Hvetja þarf almenning til að fjárfesta í félögum í Kauphöll. » Miðað við nágrannalöndin væri hægt að þre- eða fjórfalda beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. »L ífeyrissjóðir birti upplýs- ingar um tengsl framkvæmda- stjórnar og stjórnar við þau félög sem fjárfest er í.  Forstjóri Kauphallar segir ástæðuna einsleitni fjárfesta Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511 2022 | dyrabaer.is Mikið úrval af flottum HUNDARÚMUM – fyrir dýrin þín Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Bú Karls Wernerssonar, sem var einn umsvifamesti fjárfestir landsins fyrir hrun, verður tekið til gjaldþrota- skipta á mánudaginn. Ástæða þess eru tvær kröfur á hendur honum, önnur frá þrotabúi Mile- stone og hin frá Tollstjóra, að því er Karl upplýsir Morgunblaðið um í tölvupósti. Stein- grímur bróðir hans var úrskurð- aður gjaldþrota á liðnu ári. Fram hefur komið í fjölmiðl- um að Lyf og heilsa sé ekki lengur í eigu Karls heldur á sonur hans nú fyrirtækið. „Þetta mál hefur hangið yfir mér síðastliðin 10 ár en um er að ræða við- skipti sem áttu sér stað fyrir 10 til 13 árum síðan og ágreiningur er aðal- lega um tæknileg formsatriði. Á næstu mánuðum kemur í ljós hver endanleg fjárhæð krafna í þrotabú mitt verður en væntingar mínar standa til þess að ég fái bú mitt afhent á ný til frjálsra umráða. Tíminn einn mun þó leiða það í ljós en þá verður þessu máli allavega lokið,“ segir Karl. Krafan frá þrotabúi Milestone, sem Karl fór fyrir í aðdraganda fjármála- hrunsins, er frá árinu 2005. Þrotabúið fékk dóm fyrir þeirri kröfu á Karl sem hefur verið áfrýjað og fer mál- flutningur í Hæstarétti fram nú í maí, að því er hann upplýsir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Karl og Steingrímur ásamt Guð- mundi Ólasyni, fyrrverandi forstjóra Milestone, hafi verið dæmdir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða auk vaxta og verðbóta fyrir að hafa látið fjárfestingafélagið fjármagna kaup bræðranna á hlutafé Ingunnar, syst- ur sinnar, í Milestone. Síðastliðið vor sögðu fjölmiðlar að skuldin næmi orð- ið tíu milljörðum króna. Áður höfðu þremenningarnir hlotið fangelsisdóm í tengslum við sömu viðskipti. Karl var dæmdur í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, Steingrímur í tveggja ára fangelsi og Guðmundur í þriggja ára fangelsi. Að sögn Karls er krafa Tollstjóra byggð á úrskurði yfirskattanefndar sem snýr aðallega að vöxtum og því hvort arðgreiðslur sem greiddar voru tekjuárin 2006 til 2008 eigi að flokka sem slíkar eða sem aðrar ótilgreindar tekjur. Hann segist hafa gefið um- ræddar tekjur upp og greitt af þeim fjármagnstekjuskatt á réttum tíma. Eins og fyrr segir var Karl um- svifamikill í viðskiptalífinu á árunum fyrir hrun. Eigið fé Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms, var 69,5 milljarðar króna í árslok 2007. Á meðal dótturfélaga Milestone voru tryggingafélögin Sjóvá og Moderna, bankarnir Askar Capital og Banque Invik auk eignastýringafélagsins In- vik Funds. Milestone átti þá 10% hlut í sænska fjárfestingabankanum Carnegie. Karl Wernesson verður gjaldþrota  Kröfur frá Milestone og Tollstjóra Karl Wernersson Sonurinn á Lyf og heilsu » Karl seldi syni sínum Lyf og heilsu á síðasta ári. » Eigið fé Milestone, fjárfest- ingafélags Karls, var 69,5 millj- arðar króna í árslok 2007. ● Ríkissjóður hef- ur keypt til baka eigin skuldabréf fyrir 27 milljarða króna af Seðla- bankanum. Upp- gjör viðskiptanna fór fram í gær. Keypt voru bréf í tveimur skulda- bréfaflokkum með gjalddaga á þessu og næsta ári. Eftir viðskiptin nema heildarskuldir ríkissjóðs um 866 millj- örðum króna, sem svarar til 32% af landsframleiðslu, að teknu tilliti til út- boðs á ríkisbréfum sem fram fór í gær. Ríkissjóður kaupir til baka eigin skuldabréf Kaup Ríkið dregur úr skuldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.