Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 25

Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Vorverkin Að ýmsu þarf að huga þegar gróður lifnar við, m.a. klippa greinar og snyrta. Eggert Frumvarpi um lækkun kosningaaldurs sem rætt var á Alþingi fyrir páska var frestað og því ljóst að ekki verður af þeirri breytingu fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Lækkun kosningaaldurs hefur verið talin af þeim sem vinna með réttindi barna liður í að virkja börn til lýð- ræðisþátttöku í samfélaginu og hefur því til stuðnings m.a. verið bent á stigvaxandi sjálfsákvörð- unarrétt barna og rétt þeirra til að láta skoðanir sínar í ljós, sbr. 12. gr. Barna- sáttmálans. Þó skoðanir meðal ungs fólks til málsins séu vafalaust nokkuð skiptar hafa mörg ungmennaráð og samtök ungs fólks lýst yfir stuðningi við lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Í almennri umræðu um lýðræðislega þátt- töku almennings hér á landi hefur oft verið bent á að hún sé helst til kosningamiðuð – þ.e. snúist fyrst og fremst um hversu hátt hlutfall nýtir kosningarétt- inn og mikilvægi þess að gera fólki kleift að kjósa um ýmis ágreiningsefni í samfélaginu. Minna fari aftur á móti fyrir áherslu á lýðræðislegt samráð og möguleikum á áhrifum á fyrri stigum ákvarðanatöku. Þetta er gott að hafa í huga í tengslum við lýðræðisþátttöku barna því þátt- taka þeirra snýst um fleiri þætti en lækkun kosningaaldurs. Í samtölum embættis umboðs- manns barna við ungmenni á undanförnum mánuðum hefur skýrt komið fram sú skoðun þeirra að verulega þurfi að auka fræðslu og menntun um lýðræði, stjórn- kerfi og stjórnmál í efri bekkjum grunnskól- ans og í framhaldsskólum. Svo virðist sem sú kennsla sé mismunandi eftir skólum og segjast sum ungmenni nánast enga kennslu hafa feng- ið á þessu sviði fyrir 16 eða jafnvel 18 ára ald- ur. Á næstu árum gefst því tækifæri til að gera gangskör í þessum efnum og efla til muna samfélagslega menntun barna og búa þau und- ir virka lýðræðislega þátttöku í samfélaginu. Slík fræðsla er nauðsynleg hver svo sem kosn- ingaaldurinn er. Auk fræðslu innan skólakerfisins eru ýmsar aðrar leiðir færar til þess að virkja börn til þátttöku í sínu nærsamfélagi og þá ekki aðeins þau sem eru 16 ára eða eldri heldur einnig yngri börn. Má þar einkum nefna starf ung- mennaráða hjá sveitarfélögum með þátttöku fjölbreytilegs hóps ungs fólks. Innan við helm- ingur sveitarfélaga á landinu hefur á að skipa ungmennaráðum en sum þeirra eru mjög virk í sínu nærumhverfi og hafa náð umtalsverðum áhrifum. Hér er um að ræða einstaklega mik- ilvæga leið fyrir ungt fólk að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og taka þátt í lýðræð- islegu samtali utan við flokksátök hefðbund- inna stjórnmála. Samkvæmt 11. gr. æskulýðslaga skulu sveit- arstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ung- mennaráð. Embætti umboðsmanns barna hvetur öll sveitarfélög í landinu til að setja á fót ungmennaráð á næstu misserum og telur raunar að skylda ætti sveitarfélög með lögum til að starfrækja ungmennaráð. Að sama skapi ættu sveitarstjórnir nú í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninganna í vor að leita sérstaklega eftir sjónarmiðum barna í þeirra nærsamfélagi og leita leiða til að ræða þau mál sem brenna á börnum við frambjóðendur hvers sveitarfé- lags. Það felast mikil verðmæti í sjónarmiðum barna og með því móti væri stuðlað að mik- ilvægri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi sem myndi vera til þess fallið að stuðla að barnvænum sveitarfélögum um land allt. Eftir Salvöru Nordal » Á næstu árum gefst tæki- færi til að efla til muna samfélagslega menntun barna og búa þau undir virka lýðræð- islega þátttöku í samfélaginu. Salvör Nordal Höfundur er umboðsmaður barna. salvorn@barn.is Lýðræðisþátttaka barna og lækkun kosningaaldurs Til grundvallar þeirri mennta- stefnu sem lögfest er á Íslandi er það mannréttindasjónarmið að allir fái jöfn tækifæri til náms. Frá árinu 2008 hefur menntalöggjöf á Íslandi miðað að því að stuðlað sé að þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóð- félagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Víðtækt samstarf hefur verið milli ríkis og sveitarfélaga og annarra hags- munaaðila skólasamfélagsins um þessa stefnu. Í framhaldi af viðamikilli úttekt á framkvæmd stefnunnar árið 2015 er nú komið að næstu skrefum er styðja munu við lang- tímaþróun menntastefnu á Íslandi. Breið samstaða Stofnaður var stýrihópur verkefnisins undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytis með þátttöku allra samstarfsaðila úttektarinnar og hefur hann unnið að sjö skilgreindum mark- miðum um áframhaldandi þróun menntastefn- unnar. Í stýrihópnum sitja fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðu- neytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Skólameistara- félags Íslands og Heimilis og skóla. Í gær var undirrituð endurnýjun samstarfsyfirlýsingar þessara aðila en auk þess bættust í hópinn; fulltrúi frá samgöngu- og sveitastjórnarráðu- neyti og fulltrúi frá Háskóla Íslands, fyrir hönd kennaramenntunarstofnana landsins. Þá var einnig opnaður nýr vefur fyrir þetta verkefni en á síðunni www.menntunfyriralla.is geta allir áhugasamir kynnt sér málið betur og fylgst með þróun þess. Styrkleikar íslenska menntakerfisins Meðal helstu styrkleika ís- lenska menntakerfisins sam- kvæmt fyrrgreindri úttekt er að það hvílir á sterkum grunni laga og stefnumótunar er varða rétt- indi nemenda. Mörg verkefni eru þó enn óunnin en besti árangurinn mun nást með góðri samvinnu. Vitað er að skólastjórnendur og starfsfólk skólanna telja margir að standa þurfi betur að framkvæmd stefnunnar og verja til hennar meira fé; tryggja faglegan stuðning og efla rannsóknarstarf. Það sjónarmið kennara að stefnunni fylgi meira vinnuálag og þeir hafi ekki fengið nægan undirbúning til að bregðast við álagi vegna fjölbreyttari nemendahópa er einn- ig þekkt og mikilvægt að brugðist sé við því. Við vitum að stuðningur við kennara skilar sér margfalt út í skólastarfið og mikilvægi stoð- þjónustunnar, ekki síst á fyrstu stigum skóla- göngunnar er ótvírætt. Það er mikil og jákvæð umræða um mennta- mál á Íslandi og það er vel. Núverandi ríkis- stjórn hefur sett menntamálin á oddinn og þær áherslur má til að mynda vel sjá í nýsamþykktri fjármálaáætlun. Öflugt skólastarf mun skila okkur farsæld til framtíðar. Gott samstarf, upp- lýstar ákvarðanir og þrek til að framkvæma og vinna sameiginlega að breytingum er leiðarljós okkar sem viljum þróa íslenska menntastefnu til framtíðar. Eftir Lilju Alfreðsdóttur »Núverandi ríkisstjórn hefur sett menntamálin á oddinn og þær áherslur má til að mynda vel sjá í nýsamþykktri fjármálaáætlun. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra. Menntun fyrir alla á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Oft hefur verið rætt um veika stöðu löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Menn hafa margsinnis gert áætlanir um að styrkja það, en jafnoft farið erindisleysu í þann leiðangur. Lík- lega er þannig komið nú að lög- gjafarvaldið hafi sjaldan eða aldrei verið veikara miðað við hina rík- isþættina tvo, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í jómfrúræðu minni á þinginu fyrir jólin ræddi ég einmitt þetta mikilvæga mál undir liðnum ný vinnubrögð á Alþingi. Tilefnið var að á mínum fyrsta nefnd- arfundi deginum áður kom ónefndur gestur úr einu ráðuneytinu og varð að orði að þeir hygð- ust leggja fram frumvarp eftir áramót um til- tekið mál. Þetta er e.t.v. ein birtingarmynd þess sem margir nefna sem einn af vanda löggjafarvalds- ins, þ.e. að framkvæmdavaldið gerist býsna frekt á garðanum og lýsir þeim veruleika að allflest laga- frumvörp, a.m.k. þau sem verða að lögum, eiga rót sína úr rang- hölum ráðuneytanna. Í það minnsta koma sérfræðingarnir hver á fætur öðrum hingað til þingsins og ræða lagafrumvörp sem hér eru til umræðu og sumir svo oft raunar að þetta hlýtur að vera þeirra helsta starf. Þannig eru flestir sammála um að allt of lítið er unnið á Alþingi að lagasmíðinni sjálfri, á sjálfu löggjafarþingi þjóðarinnar. Allt of fá mál koma beint frá nefndum þingsins og þá einkum mál sem útbúin eru í eða af nefndunum. Þingmannamál eða frumvörp frá einstökum þingmönnum eða hópum þeirra eru oft einu málin sem samin eru af kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar. Öll önnur frumvörp koma úr ráðuneytunum og stofnunum framkvæmdavaldsins. Hérna er ekki gert lítið úr ýmsum lagfæringum sem þing- ið gerir á frumvörpum, sem auðvitað eru heil- mikil og góð vinna. Ég er einungis að benda á að til að efla þingið er ein helsta leiðin að auka verulega við lagasmíðar innan veggja löggjaf- arsamkundunnar! Og hvað er til ráða? Ráða fleira fólk. Já, en það kostar! Hvers vegna færum við ekki bara svona helminginn af því fólki sem vinnur í ráðuneyt- unum við lagasmíð undir Alþingi? Það ætti ekki að kosta neitt. Í ráðuneytunum vinna um 700 manns samkvæmt starfsmannalistum á heima- síðum þeirra. Gerum ráð fyrir að 10-15% þessa fólks vinni við lagasmíðar, sem mér finnst alls ekki ósennilegt, þá er unnt að flytja 50 sérfræð- inga undir Alþingi fyrir ekkert fjármagn. Að sama skapi ætti vinna við þessi verkefni að minnka í ráðuneytunum. Þessi leið er í raun bara færsla í bókhaldinu og húsnæði má færa til milli þessara stofnana jafnframt. Raunhæft er að slíkur flutningur gæti tekið ár eða tvö. Á þinginu væru þessir nýju starfsmenn í nán- um tengslum við þingmenn, einstaka þingflokka eða hópa þingmanna og tækju hugmyndir þeirra og kæmu þeim í frumvarpsform. Þeir störfuðu með ákveðnum einstaklingum eða hóp- um þingmanna, en færðust á milli manna yfir ákveðin tímabil. Útfærslur eru hér margar á möguleikunum sem opnuðust við þessar breyt- ingar svo árangurinn yrði sem bestur. Er þetta kannski of einfalt? En eru einfaldar lausnir ekki oft bestu lausnirnar? Með þessu yrðu slegnar tvær flugur í einu höggi; Alþingi yrði stóreflt og lagasmíðarnar færðust í auknum mæli úr ráðuneytunum og næst kjörnum fulltrúum. Eftir Karl Gauta Hjaltason » Færum svona helminginn af því fólki sem vinnur í ráðuneytunum við lagasmíð undir Alþingi. Það ætti ekki að kosta neitt. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er alþingismaður. kgauti@althingi.is Lagasmíð á Alþingi – vantar smiði?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.