Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Það er dálítil karlaslagsíða áÖðlingamótinu sem nústendur yfir í húsakynnumTaflfélags Reykjavíkur og
eru samankomnir 37 karlkyns kepp-
endur og ein kona. Lenka Ptacni-
kova, stórmeistari kvenna, vann
þrjár fyrstu skákir sínar og nýtti sér
yfirseturétt í tveimur næstu umferð-
um því að hún er meðal þátttakenda
á Evrópumóti kvenna í Slóvakíu og
stendur sig þar vel. Margir á kepp-
endalistanum settu svip á Reykja-
víkurskákmótið á dögunum. Nokkrir
þurfa að aka dágóðan spöl til að
komast á skákstað og má þar nefna
Flóamennina Þórð Guðmundsson
lækni og Úlfhéðin Sigurmundsson
bónda. Þarna eru líka Lárus H.
Bjarnason, rektor MH, en stiga-
hæsti keppandinn er Kristján Guð-
mundsson, kennari við Kvennaskól-
ann og liðsstjóri íslenska ólympíu-
liðsins á árunum 1984-’92.
Upphafsmaður öðlingamótanna er
hinn kunni skákdómari Ólafur Ás-
grímsson sem ekki alls fyrir löngu
fagnaði 70 ára afmæli sínu og 40 ára
skákdómaraafmæli en ferill hans
sem slíkur hófst á Skákþingi
Reykjavíkur árið 1976 með frægu
deilu-, kæru- og áfrýjunarmáli sem
varðaði gallaða sovéska skákklukku.
Síðan þá hefur verið fremur kyrrt í
kringum Ólaf enda annálað prúð-
menni.
Teflt er einu sinni í viku og eftir
fjórar umferðir er staða efstu manna
þessi: 1.-3. Lenka Ptacnikova, Sig-
urbjörn Björnsson og Þorvarður
Ólafsson 3½ v. (af 4) 4.-7. Jóhann H.
Sigurðsson, Halldór Pálsson, Jó-
hann Ragnarsson og Haraldur Bald-
ursson 3 v.
Það er alltaf vel þegið þegar skák-
ir slíkra móta eru slegnar inn en
nokkur bið hefur orðið á því verklagi
hjá SÍ hvað varðar seinni hluta Ís-
landsmóts skákfélaga. Á því móti og
á Reykjavíkurskákmótinu voru
margir að tefla athyglisverðar skák-
ir, t.d. vann Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir hinn öfluga alþjóðlega
meistara Björgvin Jónsson og at-
hygli vakti Atli Freyr Kristjánsson
sem sneri aftur eftir nokkurra ára
hlé og á Reykjavíkurskákmótinu
hækkaði hann mest íslenskra skák-
manna sem voru yfir 2.000 elo-
stigum. Skákir hans urðu oft langar
og strangar og sennilega gat hann
þakkað útsjónarsemi í erfiðum stöð-
um gott gengi sbr. eftirfarandi
dæmi:
Reykjavíkurskákmótið 2018; 6.
umferð:
Opasiak – Atli Freyr Krist-
jánsson
Staðan er tvísýn og hvítur lék læ-
vísum leik. …
38. Dh4!
Með hugmyndinni 38. … Dxe6 39.
Dh6+ og 40. Hf8+.
38. … Hc1?!
Öruggara var 38. … Kh8!
39. Hxc1 Dxe6
Þvingað þar sem 39. … Bxc1 er
svarað með 40. Dd4+! og mát í
næsta leik.
40. Hc7+ Kg8 41. Dxh7+ Kf8
Svartur hefur varla látið sig
dreyma um að vinna þessa stöðu því
kóngurinn er ansi berskjaldaður.
42. Dh4 Dd5+ 43. Kg1 Bd4+ 44.
Kf1 Df3+ 45. Ke1 Bc3+ 46. Hxc3
Dxc3+ 47. Kd1 Dd3+ 48. Ke1 Ke7
Drottningarendataflið er líklega
jafntefli með bestu taflmennsku en
betri kóngsstaða svarts gefur þó
vinningsmöguleika.
49. Df4 Dd6 50. Dh4 De5+ 51.
Kd1 Ke6 52. Dg4+ Kd5 53. Dd7+
Dd6 54. Df7+ Ke4+ 55. Ke1 Dc6
56. De7+ Kf5 57. Kf2 Dc2+ 58. Kf3
Dd3+ 59. Kf2 Dd4+ 60. Kf3 Df4+
61. Ke2 De4+?!
Slakur leikur sem vinnur strax!
Betra var 61. … Dxh2+.
62. Dxe4+ Kxe4
63. h4??
Hann gat haldi jöfnu með 63.
Kd2! þó langsótt sé: 63. … a5 64.
Kc3 Kf5 65. Kd4 Kxg5 66. Kc5 b4
67. axb4 axb4 68. Kxb4 Kh4 69. Kc5
Kh3 70. Kd4 o.s.frv.
63. … Kf5
– og hvítur gafst upp, 64. Kf3 er
svarað með 64. … a5 o.s.frv.
Vinsælt öðlingamót
– Atli Freyr hækkaði mest
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/TR
Lenka Ptacnikova og Hrafn Lofts-
son áttust við í 3. umferð.
S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0
W W W. S I G N . I S
Hinn 3. apríl birtist
pistill frá félags- og
jafnréttismálaráð-
herra, Ásmundi Ein-
ari Daðasyni, í Morg-
unblaðinu og á
Pressunni undir heit-
inu Börnin þarfnast
breytinga! Þar segir
hann að snemmtæk
íhlutun sé aðstoð fyrir
börn snemma á lífs-
leið þeirra og að aðstoð sé veitt áð-
ur en vandi leiði af sér óaftur-
kræfar og skaðlegar afleiðingar.
Segir ráðherra enn fremur að end-
urskoða þurfi velferðarkerfið okkar
svo unnt sé að bregðast við vanda
barna með skilvirkum og viðeigandi
hætti. Það er svo að nýgengi örorku
hefur aukist hér á landi og vekur sú
þróun ugg um það sem koma skal.
Hópur ungra einstaklinga sem ekki
komast út á vinnumarkaðinn vegna
andlegra veikinda fer stækkandi.
Það er mikilvægt að staldra við og
skoða hvað veldur og hvað til
bragðs skal taka.
Breiðholtsmódelið
Árið 2007 tók Þjónustumiðstöð
Breiðholts upp nýtt vinnulag sem
miðaði að því að gripið yrði fyrr inn
í mál barna með fjölþættan vanda
en áður hafði verið gert. Fimm ár-
um síðar hafði fjölda barna úr
Breiðholti sem koma á göngudeild
BUGL minnkað um 56%. Við upp-
haf verkefnisins, sem sprottið er
upp af hugsjón starfsfólks Þjón-
ustumiðstöðvarinnar, enduðu um
41% tilfella sem komu inn á borð
þeirra í greiningarferli. Fimm árum
síðar var sú tala orðin 7%. Breið-
holtsmódelið hefur eitthvað breiðst
út og verið í stöðugri þróun síðan
árið 2007. Boðið er upp á margvís-
lega þjónustu og úrræði fyrir for-
eldra og börn sem og aðstoð inn í
skólana. Meirihluti mála kallar
frekar á fræðslu, ráðgjöf og þjón-
ustu þótt vissulega séu tilfelli sem
kalla á umfangsmeiri aðstoð og þörf
til að beita lyfjameðferðum eða
öðru slíku í samstarfi við viðeigandi
aðila.
Markmið Breiðholtsmódelsins
var og er að auka þjónustustig og
bæta lýðheilsu íbúanna ásamt því
að draga úr þörf á að senda börn í
greiningarferli sem getur verið
tímafrekt og kostnaðarsamt. Þá má
ná sambærilegum eða jafnvel betri
árangri með því að beina fjármagni
og tíma í önnur úrræði en sjálft
greiningarferlið. Breiðholtsmódelið
fékk takmarkað fjármagn frá borg-
aryfirvöldum og á meðan á þeirri
vinnu stóð að beita markvisst
snemmtækri íhlutun í hverfinu þá
lengdist biðlistinn eftir greiningu
hjá Þjónustumiðstöðinni margfalt á
við önnur hverfi borgarinnar. Lítill
skilningur var á því hjá borgaryfir-
völdum og aukinni þörf ekki mætt
með auknu fjármagni né mannskap.
Mikilvægt er að staldra við þann
árangur sem náðist í Breiðholtinu
og styrkja enn frekar það starf með
hvaða leiðum sem yfirvöldum eru
færar. Viðurkenna þarf það sem vel
er gert og halda því hátt á lofti.
Þjónustumiðstöð Breiðholts
stendur sig vel á fleiri sviðum er
varðar lýðheilsu. Frá árinu 2009
hefur, í samráði og samstarfi við
hverfisskólana, og nú Heilsugæsl-
una, verið skimað fyrir kvíða og
þunglyndi meðal allra 9. bekkinga í
hverfinu. Í kjölfarið er veitt ráðgjöf
og boðið upp á nám-
skeið í Hugrænni at-
ferlismeðferð (HAM)
fyrir unglinga sem
greinast á áhættusviði í
prófuninni. Þá er Þjón-
ustumiðstöðin einnig í
samstarfi við Fjöl-
brautaskólann í Breið-
holti og nemendum þar
boðið upp á HAM-
námskeið þeim að
kostnaðarlausu. Geta
nemendur jafnframt
fengið einingar fyrir
setu á slíku námskeiði.
HAM, eða hugræn atferlismeðferð
er gagnreynd aðferð og ber fag-
aðilum að beita henni sem fyrsta
úrræði í meðferð við kvíða og fyrstu
eða vægari stigum þunglyndis. Það
er því vissulega til mikils að vinna
að það vinnulag sem Breiðholts-
módelið er fái að lifa og nái festu
sem víðast.
Aukinn stuðningur
við foreldra
Mikilvægt er að sveit og ríki setj-
ist niður og geri með sér sáttmála
um hvernig vinna á að málum
barna í leik- og grunnskólum með
fjölþættan vanda og um leið sam-
ræma vinnulag og ferla á hverjum
stað. Breiðholtsmódelið í bland við
nýjar hugmyndir í málaflokknum er
góður staður til að byrja á. Aukin
skilvirkni og betri þjónusta er
markmiðið og viljum við til dæmis
færa fulltrúa Barnaverndar Reykja-
víkur inn á hverja þjónustumiðstöð
svo gagnsæi, samfella og þverfag-
legt samstarf eigi sér stað í kring-
um hvert barn og fjölskyldu. Leggj-
um við til að það verði reynt t.d. í
Breiðholti til að byrja með.
Ríkari áherslu þarf að leggja á að
ná betur til foreldra þeirra barna
sem þurfa aðstoð og efla þá í hlut-
verkum sínum. Vandi barna er
vandi foreldra og fjölskyldna og því
mikilvægt að ná góðu samstarfi
milli heimilis og allra þeirra fag-
aðila sem að hverju barni koma.
Aukin foreldrafræðsla og sértæk
námskeið sniðin að þörfum foreldra
til að efla og læra svo þau geti
mætt þörfum barna sinna er ein
leiðin. Til að hvetja foreldra enn
frekar til að þiggja aðstoð og stuðn-
ing sérfræðinga þjónustumiðstöðv-
anna og þannig sinna sínu ábyrgð-
arhlutverki sem best má til dæmis
skoða það að bjóða þeim foreldrum
sem það gera afslátt af leikskóla-
gjöldum eða frístund yfir ákveðið
tímabil. Slíkt væri útfærsluatriði.
Foreldrum er skylt að sinna börn-
um sínum og bera þeir ábyrgð á
velferð þeirra. Er það svo yfirvalda
á hverjum stað að gera foreldrum
kleift að sinna sínu hlutverki vel og
veita þann stuðning og þá aðstoð
sem þarf hverju sinni.
Snemmtæk íhlutun
er velferðar- og
jafnréttismál
Eftir Hjördísi
Guðnýju Guð-
mundsdóttur
Hjördís Guðný
Guðmundsdóttir
» Fulltrúar Barna-
verndar Reykjavík-
ur verði staðsettir á
þjónustumiðstöðvum til
að efla þverfaglegt sam-
starf, samfellu og
gagnsæi í málaflokkn-
um.
Höfundur er grunnskólakennari og
að ljúka meistaranámi í mannauðs-
stjórnun við HÍ. Hún skipar 4. sæti á
lista Framsóknarflokksins til borgar-
stjórnarkosninganna í vor.
hjordisgudny@mannaudur.org
Allt um sjávarútveg