Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
✝ Gróa StefaníaGunnþórsdóttir
fæddist 21. sept-
ember 1934 á
Hreimstöðum í
Hjaltastaðaþinghá.
Hún lést 3. apríl
2018 á hjúkrunar-
heimilinu Dyngju.
Foreldrar hennar
voru Gunnþór Þór-
arinsson, f. 16.7.
1896, d. 20.7. 1983,
og Vilborg Jósefína Kristjáns-
dóttir, f. 11.8. 1896, d. 13.4. 1969.
Þau eignuðust átta börn.
Gróa ólst upp á Hreimstöðum
og var yngst systkina.
Hún gekk í skóla í Hjaltastaða-
skólahverfi og tók fullnaðarpróf
vorið 1948. 1952-1953 réð hún sig
sem kaupakonu í Sigtún, Borgar-
firði eystra, hjá Þórði Jónssyni og
Sigrúnu Pálsdóttur. Þar kynntist
borg. Hún starfaði á Sauma-
stofunni Nálinni til nokkurra ára.
Einnig tók hún að sér daggæslu
barna heima í Sæbóli. Hún var í
Kvenfélaginu Einingu til margra
ára. Hún hafði mjög gaman af
músík, spilaði á gítar og söng.
Þau voru mjög samhent hjónin og
eitt af sameiginlegum áhuga-
málum þeirra var að ganga á
fjöll. Hún var mikil hannyrða-
kona, málaði myndir á dúka og
steina sér til gamans. Í október
2004 fluttu þau hjónin til Egils-
staða en voru öll sumur í Sæbóli
þar til Gróa veiktist.
Árið 2011 greindist hún með
alzheimer og annaðist Hannes
hana fyrstu tvö árin ásamt börn-
um og heimahjúkrun. Sumarið
2013 fór hún inn á alzheimer-
deildina á Seyðisfirði og var þar í
umönnun til ársins 2015 og flutt-
ist þá á hjúkrunarheimilið
Dyngju á Egilsstöðum þar sem
hún lést.
Útförin fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 14. apríl 2018,
kl. 14.
Jarðsett verður í Bakkagerðis-
kirkjugarði.
hún eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Hannesi Eyjólfssyni
frá Bjargi, f. 15. des-
ember 1927.
Hún var í Hús-
mæðraskólanum á
Laugum frá 1953-
1954. Haustið 1954
flytur hún á Borgar-
fjörð til Hannesar
sem þá bjó hjá
foreldrum sínum á
Bjargi. Þau giftu sig 2. apríl 1956.
Þau eignuðust fjögur börn: Ey-
þór, f. 28. júní 1955, Vilborgu, f.
16.8. 1958, Sigurð, f. 22.9. 1963,
og Önnu Sigurlaugu, f. 12.1. 1964.
Barnabörnin eru átta og
barnabarnabörnin tíu.
Gróa annaðist börn og bú þar
til börnin uxu úr grasi. Á þessum
árum tóku þau hjónin að sér hús-
vörslu í Félagsheimilinu Fjarðar-
Elsku yndislega mamma okk-
ar.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig en við vitum að hvíldin er þér
kærkomin eftir þessi erfiðu veik-
indi. Þú varst alveg einstök
mamma og vinur, alltaf í góðu
skapi og alltaf svo blíð og góð. Al-
veg sama hvað við vorum óþæg,
sem var nokkuð oft, gastu alltaf
róað okkur niður á rólegu nót-
unum.
Það var yndislegt að fá að njóta
þess að koma heim úr skóla eða
vinnu og fá heitar lummur, nýbak-
aðar kleinur eða eitthvert annað
góðgæti sem þú varst búin að búa
til. Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur.
Margar yndislegar minningar
streyma um hugann þegar við
horfum aftur. Fjallgöngur,
gönguferðar og ferðalög með litla
hvíta tjaldið, prímusinn og nest-
isboxið með alls konar kræsingum
sem þú varst búin að útbúa af mik-
illi natni. Oftar en ekki komum við
heim hlaðin af fallegum steinum
sem þú naust að hafa í kringum
þig. Þetta var yndislegur tími sem
við áttum saman.
Eftir að við fluttum að heiman
og eignuðumst okkar börn varstu
alltaf til staðar fyrir okkur og
ávallt tilbúin að koma til okkar
með litlum fyrirvara að passa
barnabörnin þegar á þurfti að
halda. Barnabörnin nutu þess að
að vera hjá þér.
Yndislegt var að koma til ykkar
með barnabörnin á sumrin og þau
fengu að njóta umhyggju þinnar
og ástúðar. Þú stjanaðir endalaust
við þau. Barnabörnin fengu að
njóta þess sama og við nutum.
Alltaf var farið með þau í smá
ferðalag í sveitinni með nýbakað-
ar kleinur og annað góðgæti í
nesti og sest á teppi í einhvern fal-
legan hvamminn.
Alzheimer-sjúkdómurinn tók
þig frá okkur fyrir mörgum árum
en alltaf hélstu þinni léttu lund og
gafst okkur alltaf svo fallegt bros
sem yljaði okkur um hjartaræt-
urnar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við þökkum þér fyrir allar
yndislegu stundirnar og um-
hyggjuna sem þú sýndir okkur.
Við minnumst þín með ást og virð-
ingu.
Guð geymi þig, elsku mamma.
Þín
Eyþór, Vilborg, Sigurður
og Anna.
Elsku amma.
Það er sárt að hugsa til þess að
þú sért búin að kveðja. Þú varst
alltaf svo létt í lund, svo hress og
kát. Það var alltaf svo gaman að
vera hjá ykkur afa í Sæbóli. Þaðan
á ég margar yndislegar minning-
ar. Við fórum svo oft út á sand að
tína steina og leika okkur í fjör-
unni, fórum á Lödunni í lautarferð
inn að Þverá með nesti, oftast ný-
steiktar kleinur sem við höfðum
steikt saman og kleinukalla sem
þú leyfðir mér að búa til sem mér
fannst svo gaman að gera. Ég
mun sakna þess ótrúlega mikið að
vera hjá ykkur í rólegheitunum í
Sæbóli, með stillt á rás 1 eða
hlusta á harmonikkuspilið hjá afa,
það var eins og að tíminn stoppaði.
Sverrir Arnar og Ísabella voru
svo lánsöm að fá að kynnast þér
þó að við hefðum viljað hafa þig
lengur. Þeim þótti svo vænt um
þig, langömmu sína.
Elsku amma mín, takk fyrir all-
ar þessar yndislegu minningar,
fyrir þig er ég óendanlega þakk-
lát.
Minning þín er ljós í lífi okkar
Kveðja til ömmu
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín,
Sandra.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Í dag er til moldar borin heima
á Borgarfirði eystra Gróa á Sæ-
bóli, kona Hanna móðurbróður
míns, Hanna frænda eins og æv-
inlega er sagt. Gróa var einstök
perla sem ljúft er að minnast og
minningarnar vafðar hlýju, léttum
hlátri, lífsgleði og ljúfmennsku.
Hér á árum áður, þegar ég bjó
á Borgarfirði, átti ég mörg sporin
heim á Sæból í slagtogi við Boggu
frænku mína og vinkonu. Fram á
unglingsár var ég þar heimagang-
ur og margar voru næturnar fékk
ég að gista hjá frænkunni. Ekki er
því að neita að stundum þurfti að
sussa á pískrandi og flissandi
stelpurnar sem vildu gaspra fram
á nætur. Þó að oft væri glatt á
hjalla hjá okkur krökkunum og
mikið um að vera, man ég ekki til
þess að Gróa hafi hækkað róminn
eða skammað okkur, öllu tók hún
með einstakri þolinmæði og æðru-
leysi og blíðlegt var sussið sem lét
frænkurnar tvær hætta öllu flissi
og pískri á síðkvöldum og fara að
sofa í hausinn á sér.
Það var gott að koma í Sæból,
brölta upp stigann, sem mér í
æsku þótti ógnar langur en virtist
styttast eftir því sem árin liðu,
heyra Hanna spila á nikkuna, ljúfa
tóna líða um loftið og í eldhúsinu
var hægt að ganga að Gróu dill-
andi sér við tónlistina brosandi út
að eyrum. Gott var að skríða þar í
hlýjuna, fá heitt kakó og eitthvað
gott í gogginn eftir útiveru með
sleða í Eyrarbrattanum, skauta-
ferð á svelli eða ærsl og eltinga-
leiki á túninu á Bjargi. Ljúft var
viðmótið og gott var atlætið á Sæ-
bóli.
Eftir að fjölskyldan mín flutti
frá Borgarfirði, þegar ég var ung-
lingur, fækkaði samverustundun-
um m.a. vegna þess að enginn bíll
var á mínu heimili. Bílleysið varð
til þess að ferðum heim á Borg-
arfjörð fækkaði og þar með heim-
sóknum til frændfólksins. Hanni
og Gróa fluttu í Egilsstaði árið
2004 og nokkrum árum síðar
greindist Gróa með hinn illvíga
sjúkdóm Alzheimer. Það hallaði
smám saman undan fæti og sjúk-
dómurinn setti mark sitt á líf
hennar og fjölskyldunnar. En þó
að hún væri farin að gleyma og
týnast í tilverunni á köflum, faldi
hún það vel framan af með sínu
ljómandi brosi og ljúfu lund. En
augun, sem áður leiftruðu af lífi,
voru þó farin að tjá að ekki væri
allt sem skyldi, því að það var tóm-
leiki þeirra sem ljóstraði upp um
sjúkdóminn og sagði meira en
mörg orð. Ljúfu lundinni sinni
hélt hún, þó að sjúkdómurinn
rændi ýmsu og skildi eftir myrkur
og tóm.
Ég veit að þið, elsku frændfólk-
ið mitt, Hanni frændi, Eyþór,
Bogga, Anna og Siggi og fjöl-
skyldur, hafið farið í gegnum
mörg tímabil sorgar í veikindum
Gróu. Fyrst þegar hún greindist
með sjúkdóminn, síðan þegar
hann tók að ágerast og ræna hana
krafti og lífi og loks núna er hún
hefur fengið hvíldina. En ég veit
líka að þið búið að því ríkidæmi að
eiga í huga og hjarta fjársjóð dýr-
mætra minningar um líf einstakr-
ar konu, fjársjóð sem þið getið ylj-
að ykkur við um ókomin ár og
enginn mun geta rænt ykkur. „Því
enginn getur mokað mold minn-
ingarnar yfir.“
Blessuð sé minning Gróu á Sæ-
bóli.
Sigríður (Sigga) á Skriðubóli.
Ég kynntist Gróu sem barn að
aldri þegar hún var vinnukona
heima í Sigtúni. Ég minnist þessi
ekki að hún hafi skammað okkur
krakkana, þó að það hafi örugg-
lega verið tilefni til þess. Hún var
einstaklega ljúf og góð.
Þegar ég var unglingur og
hafði allt á hornum mér heima
sagði mamma „æ, góða farðu og
heimsæktu Gróu“. Það brást ekki
að ég kom til baka í góðu skapi.
Við Gróa rifjuðum þetta upp á
fullorðinsárum og höfðum gaman
af.
Hún kenndi okkur vinkonun-
um, Systu og Siggu í Odda, að
spila á gítar. Það var oft mjög
gaman hjá okkur og ég kann grip-
in sem hún kenndi okkur en erfitt
hefur verið að bæta fleirum við.
Gróa var yndisleg vinkona og
var gott að heimsækja hana heima
á Borgarfirði og síðar á Seyðis-
fjörð og í Egilsstaði.
Innilegar samúðarkveður til
fjölskyldunnar, ættingja og vina.
Minning hennar mun lifa.
Gættu þess vin yfir moldunum mínum,
að maðurinn ræður ei næturstað sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur,
Ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei
lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin,
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kæti þig líka, minn
samferðamaður.
(James McNulty)
Sigurlaug Þórðardóttir.
Gróa Stefanía
Gunnþórsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Matthildur Bjarnadóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÉTA JÓSEFSDÓTTIR,
Hólabraut 3, Blönduósi,
lést sunnudaginn 1. apríl á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands á Blönduósi.
Hjartans þakklæti færum við starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar
fyrir góða aðhlynningu.
Arís Njálsdóttir Sigurður Friðrik Davíðsson
Þórður Daði Njálsson Jane Christensen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN INGI RAGNARSSON
málarameistari,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 9. apríl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 20. apríl
klukkan 13.
Alda Sveinsdóttir
Ragnar Jónsson
Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir Per-Arne Svensson
Linda Dröfn Jónsdóttir Örn Steinar Arnarson
Stefanía Sunna, Sigrún Alda, Kristján Ingi,
Brynjar Freyr, Samúel Freyr, Tinna Björk og Eybjörg Lára
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR OLIVER KARVELSSON
frá Ísafirði/Þingeyri,
lést þriðjudaginn 10. apríl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 23. apríl klukkan 13.
Kritsana Jaitieng
Kristján Sigurður Sverrisson Nutcharee Pairueang
Jakob Arnar Sverrisson Sólveig A. Hilmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku yndislegi sonur okkar, barnabarn,
bróðir og frændi,
STEFÁN JÖRGEN ÁGÚSTSSON,
lést á heimili sínu sunnudaginn 8. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorgerður Nielsen Ágúst Böðvarsson
Ólafur Werner Nielsen Ragnheiður Stefánsdóttir
Ragna Hjördís Ágústsdóttir Guðjón Þór Sæmundsson
Ólafur Böðvar Ágústsson Ingibjörg Ólafsdóttir
Óskar Logi Ágústsson Isabelle Bailey
og systkinabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FJÓLA PÁLSDÓTTIR,
Heiðargerði 42,
lést á Landspítalanum að kvöldi
þriðjudagsins 10. apríl. Útförin fer fram frá
Grensáskirkju föstudaginn 20. apríl klukkan 13.
Pálmar Kristinsson Hallfríður Frímannsdóttir
Halldór Kristinsson
Gunnar S. Kristinsson Gréta Vigfúsdóttir
Sævar Kristinsson Ólöf Kristín Sívertsen
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn,
SNORRI DAN HALLGRÍMSSON
verkfræðingur,
10808 Bryant Place,
Oakton, Virginia,
lést föstudaginn 6. apríl.
Útför hans hefur farið fram.
Monique Monseu