Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir
fæddist á Geir-
mundarstöðum í
Sæmundarhlíð 16.
febrúar 1934. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Sauðárkróki
5. apríl 2018. For-
eldrar hennar voru
Anna Sveinsdóttir,
f. 23.12. 1904, d.
8.3. 1977, og Sigurður Kon-
ráðsson, f. 2.2. 1902, d. 25.9.
1986, búendur á Varmalandi í
Sæmundarhlíð frá 1935. Systk-
ini Ingibjargar eru: Sveinn, f.
13.3. 1938, d. 12.4. 1991, maki
Margrét Björk Andrésdóttir, f.
19.4. 1943; Sigurbjörg, f. 19.9.
1942, maki Magnús Jónasson,
f. 20.1. 1944.
Melén, f. 27.12. 1955, og Ólöf,
f. 8.4. 1959, sambýlismaður
Ágúst Kvaran, f. 19.8. 1952.
Synir Ásgríms eru: Steinar
Mar, f. 28.12. 1983, móðir Sig-
ríður Steinbjörnsdóttir, f.
25.12. 1960, og Þorsteinn
Kristófer, f. 24.10. 1985, móðir
Anne.
Ingibjörg var bóndi á
Varmalandi megnið af sinni
starfsævi, en fyrstu tíu árin
meðfram búskap stundaði hún
kennslu, fyrst í Vatnsdal, síðar
Lýtingsstaðahreppi og að lok-
um í Skefilsstaðahreppi. Hún
helgaði sig svo að fullu
bústörfum eftir það. Ingibjörg
var virk í Kvenfélagi Staðar-
hrepps og sóknarnefnd Reyni-
staðarkirkju. Eftir að hafa
brugðið búi 1998 starfaði Ingi-
björg í fimm ár á Dvalar-
heimili aldraðra á Sauðár-
króki.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Sauðárkrókskirkju í dag,
14. apríl 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 14. Jarðsett verður
á Reynistað.
Hinn 3. nóv-
ember 1959 gift-
ist Ingibjörg Þor-
steini E. Ásgríms-
syni, f. 23.9. 1936
á Ási í Vatnsdal,
d. 8.5. 1999. For-
eldrar Þorsteins
voru Ólöf Krist-
björg Sigur-
björnsdóttir, f.
13.1. 1910, d.
31.3. 1946, og Ás-
grímur Kristinsson, f. 29.12.
1911, d. 20.8. 1988, búendur á
Ásbrekku í Vatnsdal.
Ingibjörg og Þorsteinn hófu
búskap í félagi við foreldra
hennar árið 1958 og bjuggu á
Varmalandi til vorsins 1998, er
þau fluttust á Sauðárkrók.
Börn þeirra eru: Ásgrímur
Guðni, f. 8.3. 1958, maki Anne
Elsku Ebba amma er nú bú-
in að kveðja þetta jarðneska líf
og var það okkur bræðrum
mikill harmur að fá þær sorg-
arfréttir. Óneitanlega er erfitt
að sjá á eftir manneskju sem
hefur haft jafn mikil og mót-
andi áhrif á okkur og hún
hafði. Aftur á móti rifjast upp
allar góðu stundirnar, sérstak-
lega frá þeim tíma þegar við
vorum að alast upp í sveit hjá
henni og afa á sumrin þegar
við vorum yngri.
Það voru sannkölluð forrétt-
indi að fá nasaþef af gamla
tímanum í sveitinni, þótt auð-
vitað væri nútíminn einnig bú-
inn að banka þar á dyr. Þar
lærðum við réttu handtökin,
öðluðumst verksvit og var okk-
ur falin ábyrgð langt umfram
það sem flest fullorðið fólk er
tilbúið að fela unglingum. Við
lærðum að umgangast vélar og
bera virðingu fyrir bæði dýrum
og náttúru. Hún innrætti okk-
ur frá upphafi góða framkomu
við öll dýr og skipti velferð
þeirra hana miklu máli sem
bónda.
Amma var einnig hafsjór af
fróðleik um landafræði og var
óþreytandi við að segja manni
til um bæjarnöfn og örnefni
þegar keyrt var um sveitir
landsins. Einnig var henni ís-
lensk tunga mjög hugleikin og
lærðum við að meta málið og
meðhöndla, til að mynda í
mjaltatímum þar sem hún
þreyttist seint að hlýða okkur
yfir ljóð.
Þótt amma hafi alltaf horft
með hlýhug til gamla tímans
og þótt hrífan betri en vél-
arnar, þá sjáum við eftir á að
hyggja að hún var framar á
mörgum sviðum en sín kyn-
slóð. Þannig var henni mjög
annt um náttúruna og var alla
tíð á móti óþarfa og bruðli.
Passaði hún meðal annars að
henda sem minnstu af plasti,
enda talaði hún snemma um að
allt það sem ekki brotnar niður
myndi fylla höfin. Í dag er sú
vá jú orðin eitt af stærstu mál-
um samtímans. Minnisstætt er
okkur bræðrum þegar við vor-
um ítrekað sendir upp í fjall
eða meðfram girðingum til að
hreinsa rúlluplast af girðingum
eða tína upp annað rusl.
Nú þegar komið er að þess-
um tímamótum er manni sökn-
uður efst í huga, en ekki síður
þakklæti fyrir að hafa fengið
að njóta alls þessa tíma með
þér. Takk fyrir alla hlýjuna og
ástina sem þú veittir okkur.
Steinar Mar og Þorsteinn.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Ebba, var gift móðurbróður
mínum Þorsteini Erlings Ás-
grímssyni sem lést langt fyrir
aldur fram, aðeins 62ja ára
gamall. Ég var hjá þeim hjón-
um í fimm sumur á Varmalandi
í Sæmundarhlíð og tel mig búa
enn þann dag í dag að þeirri
ómetanlegu reynslu. Það er
ævintýri fyrir sjö ára stelpu
frá litlu heimili í Reykjavík að
upplifa svona stórt sveitaheim-
ili með þremur kynslóðum.
Börnin á Varmalandi, Lóa og
Grímsi, voru eins og systkinin
sem ég hafði alltaf óskað mér.
Lóa var eins og mín besta vin-
kona og Grímsi svo skemmti-
legur að það var erfitt að vera
alvarlegur í návist hans. Síðan
kom Þröstur, litli frændi, og
við vorum óaðskiljanleg og
brölluðum ýmislegt saman.
Doddi frændi var sá sem
heillaði alla með orðheppni
sinni og hlýju og börnin þyrpt-
ust að honum en Ebba virkaði
sú alvarlega. Hún var samt
heilmikill húmoristi inn við
beinið og átti hún það til að
koma manni á óvart með
skemmtilegum tilsvörum.
Ebba var mjög heimakær,
traust eins og klettur og raun-
betri manneskju var erfitt að
finna. Bæði voru þau samstiga
með að börnin á þeirra vegum
lærðu til verka og yrðu ágætis
manneskjur.
Mikill gestagangur var á
Varmalandi og sérstaklega
man ég eftir Sigurbjörgu, syst-
ur Ebbu, og Magnúsi sem voru
yfirleitt öll sín sumarfrí á
Varmalandi. Allt var þetta
mikið sómafólk sem hafði mikil
og góð áhrif á mig. Elsta kyn-
slóðin, Sigurður og Anna, bjó
yfir reynslu og sögum af horfn-
um heimi sem heillaði mig og
örvaði ímyndunaraflið. Auk
þess voru systkini í Sæmund-
arhlíðinni, Pálína Konráðsdótt-
ir á Skarðsá og Karl bróðir
hennar á Auðnum, sem bæði
voru einbúar sem bjuggu í
torfbæjum og það var eins og
að ganga inn í fyrri aldir að
koma í heimsókn til þeirra.
Pálína bauð okkur börnunum
upp á kaffi og þótt drykkurinn
væri beiskur fann maður svo-
lítið til sín að vera settur í
sama flokk og þeir fullorðnu.
Það var mikið að gera á
stóru heimili og Ebba stóð þar
vaktina af mikilli röggsemi og
dugnaði ásamt Önnu móður
sinni, sem ég kallaði ömmu.
Mínar bestu stundir með Ebbu
voru í fjósinu kvölds og
morgna, þar sem Ebba kenndi
okkur ljóð og vísur sem við átt-
um að læra yfir daginn og
þylja upp á kvöldin. Á þessum
stundum var mikil kyrrð og
greinilegt að fjósið var griða-
staður Ebbu í erli hversdags-
ins. Við ræddum margt á þess-
um stundum og sérstaklega
um ljóð og kveðskap. Ebba
hafði verið barnakennari og
var hafsjór af fróðleik, enda
bæði vel lesin og eldklár. Það
var ekki ónýtt að koma úr
sveitinni á haustin og í Mela-
skólann og kunna alla ljóða-
bókina utanbókar. Þegar ég
hugsa til baka fyllist ég þakk-
læti fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að upplifa þessa tíma í
Skagafirðinum, þar sem sólin
skein alla daga, í það minnsta í
minningunni.
Ég votta Lóu og Grímsa og
aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur frá mér og
mömmu. Blessuð sé minning
Ingibjargar Sigurðardóttur.
Dóra Ósk Halldórsdóttir.
Ingibjörg
Sigurðardóttir
✝ Bjarni fæddistf. 16. júní 1926
á Stóru-Hvalsá í
Hrútafirði en
flutti á sjöunda ári
að Bræðrabrekku
í Bitrufirði. Hann
lést 7. apríl 2018.
Bjarni var næst-
elsta barn hjón-
anna Eysteins Ein-
arssonar, f. 12.4.
1904, d. 25.2.
1991, og Kristínar Lilju Jó-
hannesdóttur, f. 26.8. 1900, d.
21.5. 1988.
Systkini hans eru Jóhanna
Margrét, f. 1925, látin. Jón
Bragi, f. 1928, látinn. Krist-
jana, f. 1929, látin. Sveinn
Björgvin, f. 1931. Steinunn, f.
1933. Laufey, f. 1935. Einar
Lilja, f. 2004. Jón Eysteinn, f.
6.3. 1975, maki Andrea Marta
Vigfúsdóttir, f. 1.10. 1976.
Sonur Andreu er Illugi Þór, f.
1991, og fósturdóttir Jóns og
Andreu er Nína Guðlaug, f.
2006.
Bjarni útskrifaðist sem bú-
fræðingur frá Hvanneyri og
lagði síðan stund á ýmis störf,
s.s. vegavinnu og akstur
vöruflutningabíla. Bjarni tók
svo við búi á Bræðrabrekku
árið 1962 og bjó þar til ársins
2010. Samhliða bústörfunum
sat hann í hreppsnefnd
Óspakseyrarhrepps og var
um tíma hreppstjóri. Bjarni
og Agla fluttu til Reykjavíkur
2010 og bjuggu þar til hausts
2017. Eftir það dvöldu þau á
heilbrigðisstofnun Vestur-
lands, Hólmavík.
Úför Bjarna fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 14.
apríl 2018, klukkan 14.
Magnús, f. 1936.
Fanney, f. 1939.
Trausti, f. 1943,
látinn.
Hálfsystkini:
Jens Ólafur, f.
1945. Dofri, f.
1947. Gísli, f. 1949.
Hrafnhildur, f.
1949, látin. Hilm-
ar, f. 1951.
Eftirlifandi
eiginkona Bjarna
er Agla Ögmundsdóttir, f.
23.6. 1937. Bjarni og Agla
gengu í hjónaband 1960 og
eignuðust tvo syni. Þeir eru
Kristinn Þór, f. 23.2. 1969,
maki Linda Björk Ólafsdóttir,
f. 23.2. 1970. Börn Kristins og
Lindu eru Bjarni Þór, f. 1999,
Þórdís Agla, f. 2001, og Arndís
Það er margt sem fer í gegn-
um hugann þegar litið er yfir
farinn veg. Þrautseigja og elja
fólks eins og Bjarna skilaði okk-
ur yngri kynslóðunum bættum
lífskjörum og munaði sem við
tökum of oft sem sjálfsögðum
hlut. Með virðingu og þakklæti
kveðjum við ástkæran föður og
tengdaföður.
Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir
stóðu,
sem festu rætur í íslenskri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrautar með hnefa og
hnúum
og höfðu sér ungir það takmark
sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan,
en lítið er um þeirra ferðir spurt.
allir kusu þeir kjarnann,
en köstuðu hýðinu burt.
Þeir fræddu hver annan á förnum
vegi
um forna reynslu og liðna stund
og döfnuðu á hverjum degi
af drengskap og hetjulund.
Þeim fækkar óðum, sem fremstir
stóðu,
sem fögnuðu vori í grænni hlíð,
stríðustu straumvötnin óðu
og storkuðu regni og hríð,
lyftu þegjandi þyngstu tökum,
þorðu að berjast við lífskjör hörð. –
Þeir hnigu bognir í bökum
að brjósti þér, ættarjörð.
(Davíð Stefánsson)
Jón Eysteinn og Andrea.
Bjarni Eysteinsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LÁRA VALSTEINSDÓTTIR,
Lautasmára 3,
Kópavogi,
lést laugardaginn 7. apríl á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
18. apríl klukkan 15.
Ólöf Stefánsdóttir Jón Aðalsteinn Jóhannsson
Jóhannes Stefán Stefánsson
Sigurlaug J. Stefánsdóttir Karl Gauti Hjaltason
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRN EINARSSON
til heimilis að
Hraunbraut 8, Kópavogi,
lést á heimili sínu föstudaginn 6. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju,
þriðjudaginn 17. apríl klukkan 13.
Anna Magnea Valdimarsdóttir
Ásgerður Theodóra Björnsdóttir
Brynhildur Björnsdóttir
Valdimar Jón Björnsson
Ingibjörg Ebba Björnsdóttir
Sverrir Björnsson
tengdabörn, barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLÍNA JÓDÍS HANNESDÓTTIR,
sem lést 8. apríl, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju þriðjudaginn 17. apríl
klukkan 13.
Aðalbjörg Úlfarsdóttir Arnór Hannesson
Jóhanna Úlfarsdóttir Gísli Hafþór Jónsson
Jón Smári Úlfarsson Hjördís Hendriksdóttir
Þórdís Úlfarsdóttir Guðni Ingvar Guðnason
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
MAREL ANDRÉSSON,
Sandgerði,
lést í faðmi fjölskyldunnar 10. apríl.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í
Sandgerði miðvikudaginn 18. apríl
klukkan 14.
Þórður Ingi Marelsson Fríður María Halldórsdóttir
Kolbrún Marelsdóttir Ragnar Kristjánsson
Ólafía Marelsdóttir Magnús þórisson
og afabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNSSON
útgerðarmaður,
Suðurhlíð 38c,
sem lést fimmtudaginn 5. apríl, verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 20. apríl klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitir eða
minningarsjóð líknardeildar Landspítala.
Auðbjörg Ingimundardóttir
Anna Guðmundsdóttir Jörundur Gauksson
Ingi Jóhann Guðmundsson Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir
og barnabörn
Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra
MAGNÚSAR E. ÁRSÆLSSONAR,
Maríubaugi 41.
Linda Guðbjartsdóttir
Ársæll Magnússon Andrea B. Pétursdóttir
Björk Inga Magnúsdóttir
barnabörn og langafabarn