Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 42
Fornleifafræðingurinn Unnið á Bessastöðum á Álftanesi árið 1987. G uðmundur Ólafsson fæddist á Akureyri 14.4. 1948: „Ég ólst þar upp í góðu yfirlæti, hjá ömmu og afa, sem ör- verpið i hópi móðursystra minna, fram að stúdentsprófi frá MA, 1969. Móðir mín fór snemma til Vancou- ver í Kanada, þar sem hún settist að, en faðir minn fórst í flugslysi í Skerjafirði, með Glitfaxa 1951.“ Guðmundur lauk fil.kand-prófi frá Háskólanum í Uppsölum árið 1974, í fornleifafræði, listasögu, þjóðfræði og safnfræði. Hann vann þar svo m.a. við fornleifarannsóknir, kennslu og sýningargerð, þar til hann fékk stöðu safnvarðar við Þjóð- minjasafn Íslands árið 1979. Þar hef- ur hann starfað æ síðan sem forn- leifafræðingur, deildastjóri forn- leifadeildar, fagstjóri fornleifa og síðast fræðimaður. „Á menntaskólaárunum vann ég á sumrin m.a. við að leggja símalínur heim á bæi í Eyjafirði. Þegar ég gróf þar skurði, í gegnum gamla bæjar- hóla, vaknaði áhugi á forvitnilegum jarð- og mannvistarlögunum. Þá varð ekki aftur snúið. Ég þurfti að verða fornleifafræðingur til þess að fá skýringu á þessum fyrirbærum.“ Guðmundur lauk MA prófi í forn- leifafræði frá HÍ 2010. Hann hefur stjórnað fjölmörgum fornleifarann- sóknum á vegum Þjóðminjasafnsins. Þar má m.a. nefna rannsóknir á Bessastöðum á Álftanesi, Eiríks- stöðum í Haukadal, Grelutóftum á Hrafnseyri, Þingnesi við Elliðavatn, Esjubergi á Kjalarnesi, í Surtshelli og Víðgelmi. Einnig tók hann á ár- unum 1992-96 þátt í samnorrænni rannsókn á stórmerkum miðaldabæ á Grænlandi (Gården under sandet) og leit að minjum um búsetu víkinga á Baffin-eyju í Kanada. Hann vinnur nú m.a. að útgáfu bóka um rann- sóknir sínar á Bessastöðum og Går- den under sandet. Hann var fyrstur til að vekja athygli á nauðsyn skipu- legrar skráningu fornleifa á Íslandi og stóð fyrir og tók þátt í fyrstu skráningarverkefnunum í Mos- fellsbæ og víðar á árunum 1980-85. Guðmundur hefur skrifað rúm- lega 300 skýrslur, greinar og rit um Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur – 70 ára Kennslustund Guðmundur kennir Nils Kjartani, Freyju og Flóka að skera út laufabrauð að Akureyrskum sið. Hóf skipulega skrán- ingu íslenskra fornminja 42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Laugvetningar kunna að skemmta sér og því verður ekki undanþví komist að gera eitthvað á þessum tímamótum. Ég fæ aðláni skemmu á sveitabæ hér rétt utan við þorpið og þangað eigum við von á um 100 manns víða að,“ segir Smári Stefánsson sem er fertugur í dag. Smári er Akureyringur að uppruna en festi rætur á Laugarvatni þegar hann kom til náms við íþróttaskor Kennaraháskóla Íslands fyr- ir tuttugu árum. „Ég kenndi lengi ýmsar útivistargreinar við íþrótta- skólann hér. Þegar sú starfsemi sem síðast var á vegum Háskóla Ís- lands lagðist af var ekki annað í stöðunni en að skapa sér ný verkefni, sem hefur gengið vonum framar,“ segir Smári sem stendur að rekstri ferðaþjónustunnar Laugarvatn Adventure. Hann býður á þess vegum upp á ýmsar ævintýraferðir um hraun og upp á fjöll og njóta þær vin- sælda. Þá hefur hann gert Laugarvatnshella aðgengilega eins og þeir voru fyrir um öld þegar fólk bjó þar. Eru hellarnir nú orðnir vinsæll ferðamannastaður enda í þjóðbraut milli Laugarvatns og Þingvalla. „Útivera og alls konar sport því tengt er rauður þráður í tilveru fjölskyldunnar. Við erum mikið í ferðalögum og gerum margt skemmtilegt,“ segir Smári sem er kvæntur Hallberu Gunnarsdóttur frá Blönduósi. Þau eiga tvíburasynina Friðrik og Loga sem eru tæp- lega tíu ára og fyrir á Smári Valdísi Maríu sem er tvítug og er að ljúka námi frá Menntaskólanum á Akureyri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útivera Smári segir hafa gengið vonum framar að skapa verkefni. Hellismaðurinn á Laugarvatni Smári Stefánsson er fertugur í dag Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.