Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Í vel heppnaðri ferð til Fær-eyja á dögunum, þar sem égfylgdist m.a. með afhendingu færeysku tónlistarverðlaunanna, náði ég og að hitta mann og annan og glæða þann áhuga og þá innsýn sem ég hef sankað að mér í gegn- um tíðina hvað færeyskt tónlistar- líf varðar. Einn af þeim sem ég hef haldið stöðugu sambandi við undanfarin fimmtán ár heitir Sól- arn Sólmunde, borinn og barn- fæddur í 1.000 manna þorpinu Götu, hvar G! tónlistarhátíðin fer fram og bærinn er aukinheldur heimabær Eivarar Pálsdóttur. Það var um og upp úr alda- mótunum síðustu að Færeyjar gengu í gegnum minniháttar tón- listarbyltingu og var Gata í brennidepli þeirra breytinga. Ekki hvað síst fyrir tilstilli hljómsveit- arinnar Clickhaze sem hafði á að skipa áðurnefndri Eivöru m.a. en sú sveit var boðberi nýrra hug- mynda hvað þróun og þroska fær- eyskrar tónlistar áhrærði. Í Götu var og að finna tónlistarsamtökin Grjót eða „Tónleikasamtakið Grót“ en til þeirra hafði verið stofnað árið 1998 í þeim tilgangi að ýta undir og styðja við fær- eyskt tónlistarlíf. Gata var eins og Keflavík sjöunda áratugarins, mik- il virkni og mikið af sveitum sem þar störfuðu og tónleikar voru haldnir reglulega í Losjunni, sam- komuhúsi í þorpinu. Grót er enn starfandi og er Sólarn þar formaður, sá eini af upprunalegu stofnendunum. Á Fésbókarsíðu samtakanna segir að Algjör Götustrákur Eldhugi Sólarn Sólmunde, ásamt syni sínum, í húsnæði Töting. Sólarn er borinn og barnfæddur í Götu. tilgangurinn með þeim sé þríþætt- ur, að 1) styðja við tónlistarlegt nærumhverfi, 2) að hvetja fólk til að sinna tónlist með einhverjum hætti og 3) að búa til vettvang þar sem þetta fólk getur hist og iðkað sína list. Losjan er ekki nýtt undir þetta lengur en hins vegar er búið að opna nýjan stað, Töting, og tók Sólarn mig í kynnisferð um stað- inn og sagði mér frá starfseminni. Sólarn sinnir Grót einvörðungu sem áhugamáli í dag og segist ekki hafa minnsta áhuga á að fjár- magnstengja sína aðkomu að starfinu, það myndi spilla tilgang- inum. Sólarn er niðri á jörðinni með þetta allt saman, á heilnæman hátt. Hann er nú fjölskyldumaður og segir að viðburðir séu kannski einu sinni til tvisvar í mánuði, enda hafi hann hreinlega ekki tíma í meira. Með honum í þessu eru kátir kappar og meyjar og Töting hinn vænlegasti staður. Bú- ið er að innrétta þessa gömlu ull- arverksmiðju með huggulegum sófasettum og stólum, fyrirtaks hljóðkerfi og sviði auk þess sem hægt er að hafa þar veitingasölu. Staðurinn er furðu stór reyndar og hæglega hægt að koma þar 300-400 manns fyrir. Hljómsveitir hafa þá líka aðgang að staðnum og geta æft þar. Sólarn var sæll og sáttur þegar hann sagði mér frá þessu öllu, hann og vinir hans voru á þeim buxunum að sigra heiminn fyrir fimmtán árum, eins og maður gerir á yngri árum, en í dag er það reynslan sem talar í bland við praktíkina. Eldurinn brennur hins vegar jafn glatt og fyrr, tónlistin á hjarta Sólarns nú sem áður og Götubúar og Fær- eyjar allar græða á slíkum hug- sjónamönnum. » Sólarn sinnir Gróteinvörðungu sem áhugamáli í dag og seg- ist ekki hafa minnsta áhuga á að fjármagns- tengja aðkomu sína að starfinu. Sólarn Sólmunde hefur lengi verið ein helsta eldsál Færeyja hvað viðkemur viðhaldi og framþróun tónlistar- menningar í eyjunum. Borghildur Ósk- arsdóttir mun á morgun, 15. apr- íl, ræða við gesti um innsetningu sína í Listasafni Árnesinga sem ber heitið „Þjórsá“. Í henni má sjá Þjórsá í öllu sínu veldi, frá hálendi til árósa, bæði sem eins konar innrammaða mynd á gólfi en líka sem vídeó þar sem flogið er yfir ána frá upptökunum við Hofsjökul og niður að sjó, skv. til- kynningu. „Á sýningunni er einnig þula um Þjórsá eftir Borghildi sem skoða má bæði sem sjónrænt myndverk og hlýða á í flutningi höfundar. Þá er þar líka tvöfalt vídeóverk þar sem Borghildur gerir gjörning í húsatótt við bakka Þjórsár, sem áður var æskuheimili ömmu hennar,“ segir þar. Borghildur veitir leiðsögn í L.Á. Borghildur Óskarsdóttir Aldís Arnardóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Líðandin – la durée á Kjar- valsstöðum, veitir leiðsögn um sýninguna á morgun kl. 14. Á sýningunni má sjá mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfsævi Jóhannesar Kjar- val. Titill sýningarinnar vísar í kenningar franska heimspekings- ins Henris Bergson og á sýning- unni er skoðað hvernig áhrif hug- mynda Bergsons birtast í myndmáli Kjarvals. Aldís segir frá Líð- andinni – la durée Aldís Arnardóttir Myndlistarmennirnir og vinirnir Örn Þorsteinsson, Ófeigur Björns- son og Magnús Tómasson opna samsýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag kl. 15. Þeir félagar hafa sýnt saman áður og oftar en einu sinni. Magnús og Ófeigur voru fyrst saman á sýn- ingu á áttunda áratugnum og allir þrír voru í hópnum sem rak Gall- erí Grjót við Skólavörðustíg 1983- 89 en þar var öflugt sýningarstarf og galleríið áberandi í miðbæjarlíf- inu, eins og segir í tilkynningu. Þeir hafa „einbeitt sér að listinni og tekið virkan þátt í sýningar- haldi og mynd- listarlífinu í landinu“, segir í tilkynningunni og að þeir hafi haldið upp merki höggmynda- listarinnar og sýnt í verki að hún eigi ekki síð- ur erindi til okkar núna en þegar þeir hófu störf fyrir nokkrum ára- tugum. Þrír vinir sýna saman í Listhúsi Ófeigs Ófeigur Björnsson Ungdeild Söngskólans í Reykja- vík setur upp Skilaboðaskjóðuna í konsertuppfærslu og sýnir í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 13 og 21. apríl kl. 16. Skilaboðaskjóðan er ævintýrasöngleikur byggður á samnefndri barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar sem kom út 1986 og naut mikilla vinsælda en söng- leikurinn var frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu árið 1993 og samdi Jó- hann G. Jóhannsson tónlistina í honum við texta Þorvalds. Í Skilaboðaskjóðunni segir af Putta og Möddumömmu sem eiga heima í Ævintýraskógi. Nátttröll rænir Putta og ætlar að breyta honum í tröllabrúðu en íbúar skógarins, dvergarnir, Mjallhvít og Rauðhetta, vilja bjarga hon- um. Skilaboðaskjóðan í konsertuppfærslu Morgunblaðið/Kristinn Höfundurinn Þorvaldur Þorsteins- son, höfundur Skilaboðaskjóðunnar. Rauðage rði 25 · 108 Rey kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali • Hillukælar • Tunnukælar • Kæli- & frystikistur • Afgreiðslukælar • Kæli- & frystiskápar • Hitaskápar ofl. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.