Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 52

Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 52
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 104. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gapir eins og fiskur á myndum 2. Eiður Smári er ekki spilafíkill 3. Játaði á sig morð í Flórída 4. Ellý passar vel inn í líf mitt  Tónleikar í Tíbrár-röðinni fara fram á morgun kl. 16 í Salnum í Kópavogi. Á þeim verður flutt Sónata fyrir selló og píanó op. 6 í F-dúr eftir Richard Strauss og Strengjatríó op. 9 nr. 3 í c-moll eftir Ludwig van Beethoven. Flytjendur eru Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Páll Palomares fiðluleik- ari og Bjarni Frímann Bjarnason, pí- anó- og víóluleikari. Gestum verður boðið upp á kaffi og spjall við tónlist- armennina að loknum tónleikunum í forsal Salarins. Strauss og Beethoven á Tíbrártónleikum  Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands, hlaut á þriðjudaginn var Sutlive-verðlaun- in frá William & Mary-háskóla í Williamsburg í Virginíu í Banda- ríkjunum fyrir bestu bókina á sviði sögulegrar mannfræði 2017, The Man Who Stole Himself, sem Anna Yates þýddi á ensku. Hlaut Sutlive-verð- launin fyrir bók sína  Tríóið Bergljót og Spilapúkarnir mun halda tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Leifur Gunnarsson kontra- bassaleikari, Guðmundur Eiríksson píanóleikari og söngkonan Bergljót Arnalds. Bergljót gaf nýverið út disk með eigin lögum, Heart Beat, og mun tríóið flytja lög af honum í bland við önnur. Bergljót og Spilapúk- arnir í Skyrgerðinni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allvíða rigning en styttir upp norðaustantil þegar líður á daginn. Hiti 5 til 13 stig að deginum, hlýjast inn til landsins. Á sunnudag Austlæg átt, 3-8 og víða bjartviðri en skýjað og dálítil rigning SA-til. Hvessir við suðurströndina þegar líður á daginn. Hiti víða 5 til 10 stig. Á mánudag Austan 10-18 m/s en hvassara með suðurströndinni. Talsverð rigning sunn- an og suðaustanlands, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast vestanlands. Deilda- og bikarmeistararnir í ÍBV eru komnir í 1:0-forystu í undanúrslita- einvígi sínu gegn ÍR á Íslandsmóti karla í handknattleik eftir 22:18-sigur í Vestmannaeyjum í gær. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu á morgun en vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin. ÍR þarf því að vinna þann leik til að knýja fram oddaleik í Vestmannaeyjum. »3 Eyjamenn byrjuðu betur gegn Breiðhyltingum Tindastóll leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik á þessu keppnistímabili. Liðið sló ÍR út úr undanúrslit- unum, 3:1, með sigri í fjórða leik liðanna á Sauðárkróki í gær, 90:87, eftir mikla spennu. Skagfirðingar eiga möguleika á því að vinna tvöfalt í vetur því liðið er nú þegar orðið bikarmeistari eftir sigur á KR í janúar. »3 Skagfirðingar leika til úrslita Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfuknattleik hefst í dag eftir langa og stranga deildakeppni þar sem gæfa og gengi kom og fór – oft vegna meiðsla lykilmanna. Í ár var óvenju- mikið um meiðsl bestu leikmanna lið- anna, sem enn á ný gefur til kynna að leikirnir í deilda- keppninni séu of margir. Sú staða mun hinsvegar ekki breytast þar. Gunnar Val- geirsson, NBA- sérfræð- ingur blaðsins, fer yfir stöðu mála. »4 Of margir leikir í NBA-deildinni Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir að hafa verið á togurum hér- lendis í meira en áratug söðlaði Aríel Pétursson um í lok júlí í fyrra og hóf nám í skóla danska sjóhersins fyrir verðandi sjóliðsforingja, tæplega þrí- tugur að aldri. Hrefna Marín Sigurð- ardóttir, kona hans, stundar meist- aranám fyrir dönskukennara og börnin, Esja Marín og Jökull Orri, eru í leikskóla í Kaupmannahöfn. Aríel lauk á sínum tíma prófi frá Stýrimannaskólanum og nýtist það nám og reynslan af togurunum vel í danska skólanum þó svo að viðfangs- efnið sé ólíkt. Hann segir að tvennt hafi meðal annars hjálpað sér í skól- anum með foringjaefnunum: „Það er ákveðin áskorun að vera annars staðar frá, tala ekki tungu- málið jafn vel og innfæddir og þekkja ekki öll blæbrigði tungumáls og menningar sem hinir gera. Þá er gott að geta gert betur á öðrum sviðum eins og að vera góð skytta eins og ég er, sem er fyndið því ég hef engan áhuga á að skjóta. Svo get ég spilað á fiðlu og hef gert það við morgunsöng. Þetta tvennt hefur brúað bil á milli mín og annarra nemenda.“ Vanvirða við kónginn Hann segist hafa gaman af að leika á fiðlu og harmonikku og yfirmenn- irnir hafi tekið því vel þegar hann bauðst til að leika á fiðluna. „Mér fannst hópurinn ekki standa sig vel þegar við stilltum okkur upp í raðir við morgunsöng í grunnnáminu í herþjálfuninni síðasta haust til að syngja annan þjóðsöng Dana [,,Kong Christian stod ved højen Mast“]. Kórinn hljómaði illa svo þetta var eig- inlega vanvirða við kóng Christian. Ég tók upp á því að taka fiðluna með mér til að athuga hvort hægt væri að leiða hópinn í aðeins betri söng með undirleik. Það hefur virkað og verið skemmtilegt,“ segir Aríel. Margt hefur drifið á daga Aríels frá því í fyrrasumar, en á fyrsta nám- skeiðinu var farið í gegnum undir- stöðuatriði eins og að ganga í takt og heilsa að hermannasið, hvernig menn lifa af í óbyggðum, skjóta úr byssu og helstu viðbrögð í skyndihjálp. Með vélbyssu við öxl Síðan leiddi eitt af öðru. Sigling á skólaskipum þar sem m.a. var ein- göngu siglt eftir radar með dregið fyrir brúarglugga, þó svo að siglt væri um þröngar rennur í nokkurri umferð. Þá tóku skip strandgæsl- unnar við og þar fékk Aríel að reyna sig sem æðsti yfirmaður um borð. Nýlega lauk hann síðan námskeiði á freigátunni Niels Juel, sem er eitt af þremur stærstu herskipum Dana. Hvert þeirra kostar heldur meira en ein Harpa, að sögn Aríels. Þar fékk hann að sigla sem vakthafandi foringi og stjórna skipinu og samhæfingu við önnur NATO-skip í flotaæfingum undan ströndum Noregs. Fleiri NATO-námskeið, bókleg og verkleg, hafa verið á námskránni. Í heildina hefur námið verið fjölbreytt. „Eina vikuna var klassísk heræf- ing, eins og maður sér í bíómyndum, þar sem menn hlaupa um í skóginum með vélbyssu hangandi við öxlina. Þar var meðal annars æft hvort menn geta varist skotárás á sama tíma og þeir sinna særðum félaga, en þeir „særðu“ voru sjálfboðaliðar úr heima- varnarliðinu,“ segir Aríel. Lífeyrissjóðir og búningar Hann er ekki lengur við æfingar í skóginum heldur orðinn lautinant í bóklegu stjórnunarnámi í akademíu sjóhersins í Kaupmannahöfn. Þar er áhersla meðal annars lögð á að nýta fyrri reynslu og þekkingu nemenda til að móta góða leiðtoga sem geta tekist á við hvaða verkefni sem er í starfsumhverfi sjóhersins. Aríel fór sem skiptinemi til Rúss- lands að loknu námi í grunnskóla, fór fyrst á togara 2006 milli vetra í Menntaskólanum í Reykjavík og skipti yfir í Stýrimannaskólann haustið 2007. Næstu ár var hann á togurum, fór í nokkra túra á varð- skipum, starfaði í rúm tvö ár hjá Ice- land Seafood áður en leiðin lá um borð í frystitogarann Vigra þar sem Aríel var 2. stýrimaður í þrjú ár. En hver er munurinn á umræðu- efnum um borð í íslenskum togara og meðal foringjaefna í Danmörku? „Meðalaldurinn er miklu hærri á togurum á Íslandi sem leiðir af sér að menn tala helst um lífeyrissjóði og sjúkdóma. Í foringjaskólanum er talsvert yngra fólk, bæði karlar og konur. Oft er rætt um hvenær menn fari í frí og hvaða öltegund verður fyrir valinu í næstu höfn. Svo er vin- sælt að ræða hvernig einkennisbún- ingurinn muni breytast á næsta ári.“ Fiðluleikur fyrir foringjaefni Spurður hvort hann ætli að finna sér starf í framtíðinni sem tengist sjóðlisforingjanáminu segir hann að það sé alveg klárt mál. „Það eru ýmsir möguleikar á þessu sviði og þetta er spenn- andi vettvangur,“ segir Aríel. Þess má geta að Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Guð- jón Ármann Eyjólfsson, fyrrver- andi skólastjóri Stýrimannaskól- ans, stunduðu báðir sjóliðs- foringjanám í Danmörku. FRAMHALD Á ÞESSU SVIÐI Spennandi vettvangur Í fullum skrúða Sjóðliðsforingjaefnið Aríel Pétursson í Kaupmannahöfn.  Af íslenskum tog- ara í sjóliðsforingja- nám í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.