Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 88. tölublað 106. árgangur
TRÉSKURÐAR-
MEISTARI Í
LUNDÚNUM KÓRSÖNGUR 300 BARNA
BOÐINN NÁMS-
STYRKUR Í BESTU
HÁSKÓLUM VESTRA
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 26 EFTIRSÓTT GRUNNNÁM 2SÍGILD IÐN 12
Nýsköp-
unarfyrirtækið
Kara Connect
lauk nýlega 180
milljóna króna
fjármögnunar-
lotu leiddri af
Crowberry Capi-
tal. Þorbjörg
Helga Vigfús-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri og
meðstofnandi Köru, segir fyrirtækið
hafa vaxið hratt á undanförnum
misserum. Kara var stofnað 2015 og
stefnir á að nýta féð til að sækja inn
á erlenda markaði. »14
Kara Connect fær
180 milljónir króna
til að hefja útrás
Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir
„Þessi framkoma er vægast sagt
dapurleg. Eru Hrafnistumenn bún-
ir að gleyma einkunnarorðum sín-
um, búum öldruðum áhyggjulaust
ævikvöld?“ spyr Inga Sæland, for-
maður Flokks fólksins, í pistli sín-
um í Morgunblaðinu í dag, þar sem
hún rekur mál íbúa í þjónustu-
íbúðum aldraðra í Boðaþingi 22-24.
Íbúum sem ekki undirrituðu sér-
stakan viðauka við leigusamning
var sagt upp leigunni og gert að
yfirgefa heimili sín í haust, m.a. ní-
ræðri konu, sjónlausri. »16
Segir framkomu
Hrafnistu dapurlega
Arnar Þór Ingólfsson
Jóhann Ólafsson
Utanríkismálanefnd Alþingis kom
saman í gærkvöldi til að ræða loft-
árásir Bandaríkjamanna, Breta og
Frakka í Sýrlandi aðfaranótt laugar-
dags og yfirlýstan stuðning Íslands
og annarra aðildarþjóða Atlantshafs-
bandalagsins við þær.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra segir að málið hafi ver-
ið rætt nokkuð vítt á fundinum, en
fundurinn fór fram að beiðni bæði
Guðlaugs sjálfs og Rósu Bjarkar
Brynjólfsdóttur, þingmanns VG og
varaformanns nefndarinnar, sem
vildi fá upplýsingar um fund Norður-
Atlantshafsráðsins, ákvörðunarvett-
vangs bandalagsins, á laugardag og
þá afstöðu sem fastafulltrúi Íslands,
Anna Jóhannsdóttir lýsti þar.
Rósa Björk sagði við mbl.is að
fundi loknum að hún myndi vilja að
utanríkismálanefnd Alþingis yrði
kölluð saman ef svipaðar aðstæður
kæmu upp aftur.
„Ég hefði viljað að það hefði verið
haldinn hér upplýsingafundur. Að því
sögðu þá veit ég að hlutirnir gerast
hratt og það er erfitt um vik, sérstak-
lega um helgi. En ég hefði viljað það,
já,“ sagði Rósa Björk, sem hefur lýst
því yfir að hún styðji ekki árásirnar,
eins og raunar fleiri þingmenn
Vinstri grænna, sem er eini stjórn-
málaflokkur landsins sem hefur það
sem yfirlýsta stefnu að ganga úr
NATO.
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, er á sömu skoðun og
Rósa Björk og vill meira samráð við
utanríkismálanefnd. Í samtali við
mbl.is kallaði hann loftárásir vestur-
veldanna ótímabærar og sagði að þær
hefðu í það minnsta mátt bíða þar til
upplýsingar fengjust frá þeim óháðu
aðilum sem rannsaka nú hverjir báru
ábyrgð á efnavopnaárásunum í
Douma 7. apríl síðastliðinn.
Skiptar skoðanir
„Það voru skiptar skoðanir um ein-
staka þætti en mér fannst fundurinn
vera prýðilegur og gott að halda
hann,“ segir Guðlaugur Þór í samtali
við Morgunblaðið. Hann segir yfirlýs-
ingu NATO hafa verið málamiðlun á
milli aðildarþjóða bandalagsins, sum-
ir hafi viljað ganga lengra og aðrir
viljað ganga styttra í því að lýsa yfir
stuðningi við aðgerðir þjóðanna
þriggja, sem beindust gegn skot-
mörkum tengdum ætlaðri efnavopna-
framleiðslu stjórnvalda í Sýrlandi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
formaður utanríkismálanefndar, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að sátt
sé innan nefndarinnar með þá afstöðu
sem Ísland lýsti innan Norður-Atl-
antshafsráðsins, en fastafulltrúinn
lagði áherslu á þá afstöðu Íslands að
reynt yrði að finna pólitíska lausn á
átökunum í Sýrlandi, áður en sam-
þykkt væri að leggja nafn Íslands við
yfirlýsingu Atlantshafsbandalagsins.
Kalla eftir meira samráði
Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í gærkvöldi til að ræða stuðning við
flugskeytaárásir vesturveldanna í Sýrlandi Yfirlýsing NATO málamiðlun
MLoftárásir í Sýrlandi »15-16
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sýrland Utanríkismálanefnd kom saman til fundar í Alþingishúsinu í gær-
kvöldi, til að ræða loftárásir í Sýrlandi og stuðning NATO við þær.
Nýrri Boeing-vél Icelandair, af gerðinni 737 MAX, var flogið
yfir Eyjafjörð og Akureyri á laugardag. Það var vel við hæfi
því forveri flugfélagsins var Flugfélag Akureyrar, stofnað
árið 1937. Með stuttu hringflugi yfir landið með gesti og fjöl-
miðlafólk tók Icelandair þessa nýju vél í notkun, sem fengið
hefur heitið Jökulsárlón. Hún er ein 16 véla sömu gerðar sem
Icelandair hefur fest kaup á. Nýju MAX-vélarnar verða not-
aðar í almennu áætlunarflugi til áfangastaða bæði í Evrópu
og Norður-Ameríku. Þær taka 160-178 farþega í sæti.
Flogið vængjum þöndum yfir höfuðstað Norðurlands
Morgunblaðið/Árni Sæberg