Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
York að heimsækja Columbia-
háskólann. Kemur hann þaðan heim
á miðvikudag en stoppið verður
stutt því daginn eftir liggur leiðin
aftur til Bandaríkjanna til að skoða
tækniháskólann MIT í Cambridge
og síðan Harvard í sömu borg.
Spurður hvaða námsgrein verður
fyrir valinu segir Bjarni líklegast að
það verði taugalíffræði eða líffræði-
leg verkfræði.
„Ég hef haft mestan áhuga á
raungreinum og þá helst líffræðinni.
Draumastarfið hefur ekki verið
ákveðið, ég mun finna út úr því í
náminu en á fyrsta ári í þessum há-
skólum er hægt að prófa mismun-
andi leiðir.“
þegar ég kláraði fyrsta árið í Versló.
Mér hefur gengið mjög vel í námi
og stefnan var bara sett á að reyna
við þessa háskóla. Ég gerði mér
samt vel grein fyrir að þetta gæti
aldrei gengið upp. Sem betur fer
varð það ekki raunin,“ segir Bjarni
sem hefur dúxað á nánast hverri
önn í Versló, með meðaleinkunn frá
9,6 til 9,8. Hann útskrifast sem
stúdent í vor frá eðlisfræðibraut en
skyldi markmiðið vera að ná 10 í
meðaleinkunn?
„Þegar meðaleinkunn er orðin
þetta há getur verið erfitt að fara
hærra, en við sjáum til,“ svarar
Bjarni. einbeittur.
Hann fór um helgina til New
Bjarni Ármann segist vera Vesturbæingur í húð og hár. Útskrifaðist úr
Hagaskóla og var þar áður í Grandaskóla. Foreldrar hans eru Atli Vagns-
son, fasteignasali atvinnuhúsnæðis, og Guðrún Árnadóttir iðjuþjálfi. Tví-
burasystir Bjarna er Laufey Halla, sem er að klára stúdentinn í Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Bjarni segir að sér hafi alltaf gengið vel í skóla og jafnframt verið á
fullu í íþróttum og félagsstarfi. Lengst af stundaði hann körfubolta en á
seinni árum hefur hann mest verið í frjálsum íþróttum, náð þar mjög
góðum árangri í hlaupum og hlotið nokkra Íslandsmeistaratitla.
„Ef maður ætlar sér að ná langt í námi er nauðsynlegt að gera eitthvað
annað líka. Ég hef einnig reynt að leggja eitthvað af mörkum til félags-
lífsins, líkt og hérna í Versló. Þetta kallar allt á skipulagningu og aga en
það er líka lykillinn að því að ganga vel í námi.“
Á fullu í íþróttum og félagsstarfi
VESTURBÆINGUR Í HÚÐ OG HÁR
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.si
„Harvard hefur verið draumaskóli
minn en þegar ég skoðaði náms-
framboðið í MIT og Columbia heill-
uðu þeir skólar mig líka,“ segir
Bjarni Ármann Atlason, tvítugur
nemandi á síðasta ári sínu í Versl-
unarskóla Íslands. Hann er í þeirri
öfundsverðu stöðu að geta valið á
milli þriggja af sex bestu háskólum
Bandaríkjanna fyrir næsta haust.
Bjarni komst inn í grunnnám og
fékk jákvætt svar um styrki frá
Harvard, MIT og Columbia og er
þessa dagana að gera upp hug sinn
með því að heimsækja skólana
vestanhafs. Þarf hann að svara þeim
fyrir 1. maí. „Ég hallast mest að
Harvard en ég fer í allar þessar
heimsóknir með opnum huga.“
Bjarni segir aldrei hafa verið erf-
iðara en nú að komast inn í grunn-
nám í þessum skólum. Þannig hafi
aðeins 4,6% af um 40 þúsund um-
sækjendum komist inn í grunn-
námið við Harvard. Einnig er orðið
torsóttara að komast í MIT og Col-
umbia og hlutfallið svipað yfir þá
umsækjendur sem ná inn.
Hefur dúxað á hverri önn
Bjarni fékk ekki aðeins vilyrði um
inngöngu í Columbia heldur er hann
meðal 30 einstaklinga úr hópi ríf-
lega 40 þúsund umsækjenda sem
býðst staða sem „John Jay Scholar“
við skólann.
„Ég fór að hugsa um þetta strax
Morgunblaðið/Valli
Námsmaður Bjarni Ármann Atlason er í óskastöðu, getur valið á milli þriggja mjög virtra háskóla vestanhafs.
Getur valið á milli
bestu háskólanna
Bjarni Ármann fékk boð frá Harvard, MIT og Columbia
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ragnar Þór Pétursson, formaður
Kennarasambands Íslands, býst ekki
við því að átökin sem settu svip sinn á
kennaraþingið í síðustu viku muni
halda áfram í störfum félagsins.
„Það eru auðvitað átök í verkalýðs-
hreyfingu og kjör mitt kemur dálítið
eins og skrattinn úr sauðarleggnum
inn í félagið okkar og það er alveg
eðlilegt að svoleiðis átök birtist á
þingunum. Svona virkar bara lýðræð-
ið, það er tekist á og svo þegar búið er
að takast á taka menn höndum saman
og fást við þau
verkefni sem bíða
þeirra. Það mun
ekki standa á mér
að vinna með fólk-
inu sem við höfum
verið kosin til að
vinna með og ég
reikna ekki með
að það verði öðru-
vísi með aðra,“
segir Ragnar, sem
tók formlega við embættinu á föstu-
daginn en hefur störf í dag. Ragnar
sagði starfi sínu lausu sem kennari í
Norðlingaskóla eftir kjörið.
„Ég hlakka bara til og ég reikna
ekki með öðru en að eiga gott sam-
starf við starfsfólk Kennarasam-
bandsins. Ég er búinn að vera þar í
starfsþjálfun í margar vikur og búið
er að setja mig inn í verkefni svið-
anna. Við Þórður [Hjaltested] eigum
mjög gott samstarf og ég reikna með
að það muni gilda líka um aðra starfs-
menn. Við munum bara nálgast þetta
af fagmennsku og virðingu fyrir emb-
ættunum sem við höfum verið kosin
í.“ Spurður hvort einhverjir þeirra
sem vildu að hann endurnýjaði kjör
sitt á þinginu hafi haft samband við
hann um helgina segir hann svo ekki
vera. „Það var margt fólk sem kom til
mín eftir þingið sem hafði verið með
alls konar afstöðu í málinu en það hef-
ur ekki verið farið í neitt uppgjör. Við
bara tölum saman og ég reikna með
að við náum farsælli lendingu.“
mhj@mbl.is
Tilbúinn að vinna með öllum
Nýr formaður KÍ til starfa í dag „Það eru auðvitað átök í verkalýðshreyfingu“
Ragnar Þór
Pétursson
Íris Róberts-
dóttir mun leiða
framboðslista í
Vestmanna-
eyjum fyrir
komandi
sveitarstjórnar-
kosningar undir
merkjum nýs
bæjarmála-
félags, Fyrir
Heimaey. Þetta staðfestir Íris á Fa-
cebook-síðu sinni í gærkvöldi en
eins og kom fram í Morgunblaðinu
sl. laugardag hafði fjöldi fólks skor-
að á Írisi að gefa kost á sér í efsta
sætið.
Íris tekur efsta sæt-
ið hjá Fyrir Heimaey
Íris Róbertsdóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Þetta var mikill hamingjudagur að
öllu leyti,“ segir María Jónsdóttir,
sem fagnaði 100 ára afmæli sínu í
gær, sunnudaginn 15. apríl.
María er búsett á dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og þar var
haldin mikil veisla henni til heiðurs.
„Veislan var gríðarlega stór, það
komu um hundrað manns. Ég kalla
það bara heilmikinn fjölda svona úti
á landi,“ segir María.
Hún var húsfreyja á Kirkjulæk í
Fljótshlíð frá 1947 til 1984. Börn
hennar og Ólafs Steinssonar, sem dó
haustið 1993, voru sjö og eru sex
þeirra á lífi. Eru þau á aldrinum 55
til 69 ára.
Sungu og kváðu stemmur
María var sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu af Ólafi
Ragnari Grímssyni, fyrrverandi for-
seta Íslands, árið 2009 fyrir framlag
til varðveislu þjóðlegrar kvæða-
menningar, en sem barn ferðaðist
hún um landið og kvað stemmur með
föður sínum. Hún hefur kennt af-
komendum sínum stemmurnar og
fæst enn til að kveða annað slagið.
„Þetta var ógleymanlegt. Við fór-
um að kveða og syngja stemmur.
Það er nú ekki á hverjum degi sem
maður gerir það en ég er búin að
kenna krökkunum mínum það.“
Aðspurð segist María ekki hafa
átt von á að ná svo háum aldri.
– En ertu með lykil að langlífi?
„Afi minn varð 102 ára og frænka
mín 101 árs svo það er kannski hægt
að segja að þetta sé ættgengt,“ segir
María, en þrjú af systkinum hennar
náðu 90 ára aldri. Er eitt þeirra á lífi,
92 ára að aldri.
Lárus Erlendsson, afi Maríu í
föðurætt, varð 102 ára og barnabarn
hans, Ingibjörg Hjálmarsdóttir,
varð 101 árs. Axel Jóhannesson, sem
orðinn er 102 ára, og María eru fjór-
menningar. Þess má jafnframt geta
að langafi hennar var skáldið Bólu-
Hjálmar.
Maríu er margt til lista lagt, en
fyrir nokkrum árum var sett upp
sýning í Sögusetrinu á Hvolsvelli
með handverki hennar í gegnum
tíðina.
Hægt að segja
langlífið ættgengt
María Jónsdóttir fagnaði 100 ára af-
mæli sínu í gær 100 gestir í veislunni
Afmæli María Jónsdóttir hélt upp á
100 ára afmælið í gær.