Morgunblaðið - 16.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 16.04.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 ALICANTE Netverð á mann frá kr. 19.900 báðar leiðir m/sköttum. Taska og handfarangur innifalið.Flugsæti Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 19.900 fram og tilbaka í apríl Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Persónuverndarfulltrúi hefur verið óþekkt starfsheiti hérlendis, en það mun breytast á næstunni vegna inn- leiðingar á nýrri reglugerð Evrópu- sambandsins um persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf kemur til framkvæmda í Evrópu 25. maí og þá verður öllum stofnunum og sveitar- félögum skylt að tilnefna slíkan full- trúa, auk fyrirtækja sem hafa um- fangsmikla, viðkvæma eða viðvarandi vinnslu á persónuupplýs- ingum eða eftirlit með einstaklingum að meginstarfsemi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, segir í samtali við Morgunblaðið að mögulegt verði fyr- ir stofnanir og sveitarfélög að sam- nýta persónuverndarfulltrúa. Þó þurfi að tryggja að starfsmaðurinn komist yfir öll þau verkefni sem hon- um er ætlað að sinna. Hafnar- fjarðarbær auglýsti um helgina eftir starfsmanni í 100% stöðu persónu- verndarfulltrúa. „Allt stjórnarráðið ætlar að byrja á að samnýta einn persónuverndar- fulltrúa. Það verður umfangsmikið verkefni að sinna öllum ráðuneytum landsins sem persónuverndarfulltrúi og það má gefa sér að væntanlega þurfi að bæta við, ef það er ákveðið að samnýta of mikið, af því að við- komandi þarf að geta valdið verkefn- inu,“ segir Helga. Sjálfstæðir í störfum sínum Að sögn Helgu eiga persónu- verndarfulltrúar að vera undir efsta lagi í skipuriti hvers vinnustað- ar og algjörlega sjálfstæðir í sín- um störfum. Þeir eiga að vera sér- fróðir á sínu sviði og tengiliðir vinnustaða við Persónuvernd, auk þess sem þeir eiga að sjá um að uppfræða starfsfólk um þær reglur sem gilda um persónuvernd. Helga telur líklegt að lögfræðingar sæki í störf persónuverndarfulltrúa, þar sem krafan er sú að persónu- verndarfulltrúar hafi sérþekkingu á persónuverndarlöggjöfinni. Lögfræðigráða verði hins vegar ekki skilyrði, heldur geti stofnanir og fyrirtæki ákveðið hvaða menntun henti þeirra starfsemi best. Helga segist ekki geta sagt til um hversu mörg stöðugildi persónu- verndarfulltrúa verði til hérlendis vegna hinnar nýju löggjafar, þar sem Persónuvernd hafi ekki haft mannskap til að skoða það og að ekki liggi fyrir hversu mörg einkafyrir- tæki hérlendis hafi vinnslu á per- sónuupplýsingum að meginstarf- semi. Það hefur hins vegar verið metið í ríkjum Evrópusambandsins. „Bara þessi þáttur í nýju löggjöfinni kallar á um 77.000 ný störf í Evr- ópu,“ segir Helga og þá eru EES- ríkin Ísland, Noregur og Liechten- stein ekki talin með, en þeim er skylt að taka reglugerðina upp þar sem vernd persónuupplýsinga er hluti af EES-samningnum. Óljóst hve mörg stöðugildi þarf  Stofnunum, sveitarfélögum og vissum fyrirtækjum gert skylt að tilnefna persónuverndarfulltrúa vegna nýrrar löggjafar  77.000 stöðugildi verða til innan ESB  Stjórnarráðið ætlar að samnýta einn Helga Þórisdóttir Evrópska persónuverndar- löggjöfin var samþykkt 27. apríl 2016 af forseta Evrópuþingsins og -ráðsins og kemur til fram- kvæmda 25. maí næstkomandi. Nýja löggjöfin felur í sér fleiri og strangari skuldbindingar en áður og munu brot á henni geta haft miklar efnahagslegar af- leiðingar fyrir þá sem vinna með persónuupplýsingar. Breytingar fram undan PERSÓNUVERND Alexander Gunnar Kristjánsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir „Þetta er það sem gera þarf,“ segir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, um kosningalof- orðin sjö sem flokkurinn kynnti á fundi í Iðnó um helgina. Hann kveður flokkinn óhræddan við að kalla þetta loforð, en meðal lof- orðanna er að fasteignaskattar á eldri borgara, 70 ára og eldri, verði lagðir niður komist flokkurinn til valda í borginni. Á fundinum sagði Eyþór gjöld eldri borgara hafa hækkað upp úr öllu valdi og að breytinga væri þörf. Eldri borgarar, auk öryrkja, geta þegar fengið tekjutengdan afslátt af fasteignasköttum en ef af breyting- unum yrði, sem kynntar voru á fund- inum, væru 70 ára og eldri undan- skildir fasteignaskatti óháð tekjum. „Við viljum minnka þessa neikvæðu hvata gagnvart eldri borgurum og gefa þeim meiri möguleika á að búa heima hjá sér,“ segir Eyþór, en að nánari útfærsla bíði framkvæmdar. Kosningaloforð sem einnig voru kynnt á fundinum voru bygging 2.000 nýrra íbúða að jafnaði á ári á kjör- tímabilinu, stytting ferðatíma til og frá vinnu um 20% og að öll börn fengju leikskólapláss við 18 mánaða aldur með auknu sjálfstæði leikskól- anna og hækkun lægstu launa til að draga úr manneklu. Þá var svifryksmengun í borginni gerð að umræðuefni og sagði Eyþór að þrífa þyrfti borgina oftar, og að með þeim aðgerðum og fleirum, svo sem stuðningi við rafbílavæðingu og aukinni endurvinnslu, gæti Reykja- vík orðið með grænustu borgum Evrópu. Þá er því lofað að stjórnkerfi borgarinnar verði einfaldað og að af- greiðslutími í kerfinu verði styttur um helming. Aðspurður segir Eyþór flokkinn vera búinn að reikna dæmið og raun- ar telji þau þetta vera kosningaloforð sem borgi sig sjálf. „Bygging 2.000 íbúða á ári mun auka tekjur borgar- innar til langs tíma með því að fjölga útsvarsgreiðendum,“ nefnir Eyþór m.a., og að fjárfestingar í samgöngu- kerfinu séu ein arðbærasta fjárfest- ing sem hægt sé að fara í. Þá segir hann kostnað við dvalarheimili háan og að því sé það ekki bara réttlætis- mál að létta byrði eldri borgara, held- ur hagkvæmt fyrir kerfið í heild. „Kosningaloforð sem borga sig sjálf“ Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, efstu frambjóðendur listans, ræða við fundargesti í Iðnó.  Sjálfstæðisflokkurinn í borginni vill leggja niður fasteigna- skatta eldri borgara  Verði grænasta borg Evrópu 2018  2.000 íbúðir verði byggðar í Reykjavík að jafnaði á ári á kjör- tímabilinu 2018-2022.  Ferðatími til og frá vinnu styttist um 20%.  Fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri.  Öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur.  Svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk.  Reykjavík verði grænasta borg í Evrópu.  Afgreiðslutími í kerfinu verði styttur um helming. Loforðin sjö í borginni ÁHERSLUR KYNNTAR Morgunblaðið/Eggert Heilræði Línurnar lagðar. Áætlað er að lagafrumvarp um stofnun þjóðar- sjóðs verði lagt fram á næsta þingi og gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki til starfa árið 2020. Bjarni Benedikts- son fjármála- ráðherra kynnti hugmyndina um sjóðinn á ársfundi Landsvirkjunar fyrir tveimur árum og sagði þá að í sjóðinn færu meðal annars arðgreiðslur frá fyrirtækinu. Talaði Bjarni um að innan 2-3 ára kæmu árlega á bilinu 10-20 millj- arðar í arðgreiðslur frá Lands- virkjun. Orkusala Landsvirkjunar var árið 2017 sú mesta frá upphafi og var hagnaður félagsins 11,2 millj- arðar. Hlutverk þjóðarsjóðsins er tvíþætt, bæði sem vörn við þjóðhags- legum áföllum og að fjármagna verkefni ríkisins. „Samkvæmt fyrir- liggjandi tillögum er gert ráð fyrir að sjóðurinn varðveiti og ávaxti tekjur af auknum arðgreiðslum frá orkuvinnslufyrirtækjum í eigu ríkis- ins og gegni því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhags- legri ágjöf í tengslum við meiri hátt- ar ófyrirséð áföll á þjóðarhag,“ segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. um þjóðarsjóðinn. thorsteinn@mbl.is Frumvarp um þjóðarsjóð á næsta þingi Bjarni Beneditksson Ágúst Sigurðs- son, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hreppti fyrsta sætið í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Rangárþingi ytra með 82,2% atkvæða. Ágúst hlaut 208 at- kvæði í 1. sætið en kjörsókn í prófkjörinu var 57%. Prófkjörið var opið öllum flokks- bundnum sjálfstæðismönnum, 16 ára og eldri. Björk Grétarsdóttir fyrirtækjaráðgjafi er í öðru sæti listans en hún hlaut 66,4% atkvæða, eða 168 atkvæði í 1 til 2. sæti. Í þriðja sæti hafnaði Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri og for- maður byggðarráðs, með 41,5% at- kvæða. Hjalti Tómasson, starfs- maður þjónustumiðstöðvar, endaði í fjórða sæti með 49,4% atkvæða. Prófkjörið fór fram á laugardag- inn í Miðjunni á Hellu en utankjör- fundaratkvæðagreiðsla fór fram á skrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Sjálfstæðismenn hafa meirihluta í Rangárþingi ytra, fjóra fulltrúa af sjö. Alls buðu 11 manns sig fram í prófkjörinu. mhj@mbl.is Ágúst efstur í prófkjöri í Rangárþingi ytra Ágúst Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.