Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
STURTUKLEFAR
Mælum, framleiðum,
útvegum festingar og
setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandipírati, var meðal gesta Bjartar
Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á
K100 í gærmorgun. Birgitta lýsti
áhyggjum af reynsluleysi þing-
manna og hún benti á að hún hefði,
eftir átta ára þingsetu, verið orðin
með reyndustu þingmönnum.
Það kemur dálítið áóvart að heyra
slíkar áhyggjur frá
fyrrverandi pírata, en
áhyggjurnar eru rétt-
mætar.
Þingreynsla á síð-ustu áratugum
hefur gjarnan verið
frá rúmum sex árum
upp í rúm sjö ár við
upphaf kjörtímabils.
Frá 2009 hafa verið
hröð skipti á þingi með þeim afleið-
ingum að meðalreynsla þingmanna
er nú rúm fjögur ár.
Þróunin síðustu ár hefur orðið tilþess að þingmenn höfðu áður
um 50%-75% meiri reynslu en í
seinni tíð.
Reynsluleysið er því augljóst enþó þarf að hafa í huga að það
er ekki bara reynslan sem máli
skiptir. Þeir sem nú sitja á þingi eru
uppteknari af ásökunum um röng
vinnubrögð en um ranga stefnu.
Umræður snúast mikið um um-búðir en lítið um innihald. Ef
til vill spilar reynsluleysið inn í
þetta, en getur ekki líka verið að
suma þingmenn skorti pólitískt er-
indi?
Þeir tala að minnsta kosti stund-um eins og þeir telji að Alþingi
eigi aðallega að vera þægilegur og
skilvirkur vinnustaður en ekki
stefnumarkandi löggjafarsamkoma.
Birgitta
Jónsdóttir
Reynsluleysi
eða stefnuleysi?
STAKSTEINAR
Björt
Ólafsdóttir
Veður víða um heim 15.4., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk -4 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 15 léttskýjað
Kaupmannahöfn 9 skúrir
Stokkhólmur 8 skýjað
Helsinki 10 skýjað
Lúxemborg 16 heiðskírt
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 11 rigning
Glasgow 13 skúrir
London 11 rigning
París 16 heiðskírt
Amsterdam 15 þoka
Hamborg 11 skýjað
Berlín 21 heiðskírt
Vín 21 heiðskírt
Moskva 15 heiðskírt
Algarve 16 skýjað
Madríd 15 súld
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 20 heiðskírt
Aþena 20 heiðskírt
Winnipeg -1 skýjað
Montreal -2 alskýjað
New York 5 þoka
Chicago 1 rigning
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:52 21:04
ÍSAFJÖRÐUR 5:48 21:18
SIGLUFJÖRÐUR 5:30 21:02
DJÚPIVOGUR 5:19 20:36
Hafrannsóknastofnun ráðleggur að
árlegar veiðar hrefnu árin 2018–2025
verði ekki meiri en 217 dýr á íslenska
landgrunnssvæðinu. Hrefnuveiðar
hafa undanfarin ár verið langt undir
ráðlögðum hámarksfjölda og flestar
hrefnur verið veiddar í Faxaflóa. Ár-
ið 2017 veiddust einungis 17 hrefnur,
þar af fjórar í utanverðum Skaga-
firði.
Síðasta ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar varðandi hrefnuveiðar var
veitt vorið 2016 og tók hún til áranna
2016-2018. Þar var mælt með árleg-
um veiðum á allt að 224 hrefnum. Í
skýrslu vísindanefndar NAMMCO
frá haustinu 2017, sem byggist á út-
tekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt
til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að
hámarki 217 dýrum á tímabilinu
2018-2025. Byggist ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar á þeirri vinnu, segir í
frétt á heimasíðu stofnunarinnar.
Óvissa með sumarið
Í frétt í Morgunblaðinu í síðasta
mánuði kom fram að óvissa ríkti um
hvort hrefnuveiðar yrðu stundaðar í
sumar af hálfu IP-útgerðar. Með því
að draga línu þvert yfir Faxaflóa
hefði svæði þar sem 82,3% af veidd-
um hrefnum fengust á síðustu 10 ár-
um verið lokað. Í fyrra voru tveir
bátar með leyfi til hrefnuveiða,
Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sýning Ferðafólk fylgist með líf-
legri hrefnu í Faxaflóa.
Lítil breyt-
ing á hrefnu-
kvótanum
Veiðar verið langt
undir ráðgjöfinni
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Samráðsvettvangur trú- og lífsskoð-
unarfélaga heldur ráðstefnu um um-
skurð drengja í Norræna húsinu á
morgun kl. 13. Í fréttatilkynningu
kemur fram að markmiðið með sam-
ráðsvettvanginum sé að stuðla að já-
kvæðum samskiptum, skilningi, um-
burðarlyndi og virðingu milli
trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks
með mismunandi trúarviðhorf hér á
landi og standa vörð um trúfrelsi og
önnur mannréttindi. Aðildarfélög
samráðsvettvangsins eru alls 18 og er
tilefnið lagafrumvarp um bann við
umskurði drengja.
„Samráðsvettvangur trúfélaga og
lífsskoðunarfélaga tekur hvorki af-
stöðu með frumvarpinu né á móti því,
enda eru skiptar skoðanir um það
innan hans, en hann vill engu að síður
veita þeim trúfélögum, sem frum-
varpið snertir mest, tækifæri til að
kynna sjónarmið sín um það, hlusta á
röksemdir þeirra sem standa að því
og ræða þær.“
Fjölmargir erlendir aðilar úr al-
þjóðlegum samtökum múslima og
gyðinga eru meðal frummælenda
ásamt fjölmörgum læknum. Þá munu
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og
meðflutningsmaður frumvarpsins á
Alþingi, og Salvör Nordal, umboðs-
maður barna, einnig taka til máls.
Fundað um umskurð drengja
Átján trúfélög standa að fundi Rætt um frumvarpið