Morgunblaðið - 16.04.2018, Page 13

Morgunblaðið - 16.04.2018, Page 13
mánuðum ellegar fá sekt,“ segir Sigríður sem skar út andlitið auk fleiri hluta. Annað stórt verk- efni sem þau hafa nýlokið við er risastór ljósakróna fyrir Orleans House-galleríið í Twickenham. „Ljósakrónan var í rými sem var upprunalega hannað af James Gibbs árið 1720 en týndist fyrir mörg hundruð árum. Nýlega var ákveðið að end- urskapa rýmið í upprunalegri mynd, gamalt málverk var endurgert eftir myndum, innbúið var lagað, veggir málaðir og hlutir gylltir. Við teikn- uðum ljósakrónuna upp eftir einni svarthvítri mynd og settum hana saman úr svampi til að átta okkur á hlutföllum. Miðjan var svo rennd í 10 pörtum og allir 20 armarnir voru aður í þrívídd sem þau not- uðu svo til hlið- sjónar við út- skurðinn. „Kín- verski turninn (The Great Pagoda) í Kew Gardens var hannaður 1762 af William Chambers en talið er að einhver kon- ungurinn hafi selt drekana til að eiga fyrir spilaskuldum, þótt það sé ekki staðfest. Drekarnir voru því endur- skapaðir eftir ætimynd eftir hönnuðinn og málverki frá 1830.“ Slíkur útskurður er mann- og tímafrekur en í heildina verða drek- arnir 80; þeir átta stærstu skornir út en hinir minni prentaðir í þrívídd. „Við gerðum einn dreka af þess- um átta, vorum fjögur að gera hann en vegna tímaramma í samningnum urðum við að klára hann á þremur fyrst í tveimur helmingum til að fræsa raufar fyrir raf- magnið. Í heildina tók þetta okkur fjögur um fjóra til fimm mánuði; það þurfti að setja marg- ar umferðir af gifsi og pússa mjög vel áður en gyllingin hófst en ljósakrónan var vatnsgyllt, sem er mjög tímafrekt ferli.“ En skyldi Sigríð- ur eiga sér einhverja uppáhaldsmuni? „Verkefnin hafa verið ótrúlega mis- jöfn og þetta getur verið mjög erfitt ferli, svo manni líður voða vel þegar maður kemst á stað þar sem maður er sáttur. Apar sem við gerðum árið 2015 eru samt ofarlega á lista yfir uppáhaldsmuni. Þeir voru fyrir einkabókasafn viðskiptavinar í Bandaríkjunum, við hönnuðum þá eftir hans hugsjón og útkoman varð skondin en skemmtileg. Svo á líka útskriftarverkefnið mitt, ljósa- krónan mín, sinn sess. Hún var þrekvirki.“ Sigríður segir að til séu nokkrir munir eftir sig á heimilum fjölskyldu og vina á Íslandi og einnig hafi hún skorið út kross á leiði móður sinnar, sem er jarðsett í Selfosskirkjugarði. Hún sé alltaf opin fyrir spennandi verkefnum svo Íslendingum sé frjálst að hafa samband við hana með hugmyndir. eftirspurn eftir viðhaldi á munum. „London er sögufræg borg og í Bretlandi eru margar gamlar fal- legar byggingar, klúbbahús fé- lagasamtaka og kirkjur sem þurfa viðhald reglulega,“ útskýrir Sigríður sem starfar oft með listafólki og hönn- uðum en svo tekur hún líka þátt í stærri verkefnum sem þarfnast margra handa. Eins og að gylla heilt loft með hveitiknippum á St. James Market- svæðinu sem fékk alls- herjar yfirhalningu sem kostaði 450 milljónir punda. „Ég tók líka þátt í að búa til hásæti sem sótti fyrirmynd í Bayeux-refilinn í tilefni af 950 ára afmæli orrustunnar við Hastings, sem og húsgögn eins og kirkjubekki og reikningsborð.“ Aðalnýjungin felst í þrívíddarprentun Handverk stendur alltaf fyrir sínu og tréskurður er gömul iðn sem lítið hefur breyst í gegnum tíðina. „Þetta er frekar gamaldags, já. Þetta snýst um járn og við og vegna þess hve viður er fjölbreytilegur gengur lítið að nútímavæða verkfær- in. Aðalnýjungin felst í þrívídd- arprentun, við höfum notast við hana í nokkrum verkefnum.“ Þá tækni nýtti tréskurðarfólkið hjá Sands & Randall nýlega þegar það tók að sér stórt verkefni fyrir Kew Gardens en þá var dreki prent- Dreki Sigríður og samstarfsmenn nýttu sér þrívíddartæknina … … þegar þau endursköpuðu dreka eftir málverki frá 1830. ridursig@hotmail.com www.sandsandrandall.com DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 Mikið úrval af snögum og snagabrettum Snagabretti frá kr. 930 Snagar frá kr. 265 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Ný vefvers lun brynja.i s „Óhætt er að segja að um þessar mundir sé plokkæði á Íslandi,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins á föstudaginn. Plokkæðið snýst um að fólk tíni upp rusl sem á vegi þess verður þegar það gengur eða skokk- ar um allar koppagrundir. Eins og við er að búast eru heimtur jafnan miklar í plasti, enda hefur notkun þess aukist jafnt og þétt. Trúlega eru margir þó farnir að hugsa sig um tvisvar og afþakka t.d. plast- poka í búðum. En víða leynist plastið og oft uggir fólk ekki að sér. Ef flaska er úr plasti blasir það við, þótt öðru máli gegni um margt annað eins og bent er á í bókinni Betra líf án plasts, sem kom út hjá Bókafélaginu í fyrra: Tyggigúmmí Viltu tyggja plast? Nær allt tyggigúmmí er eingöngu gert úr plasti segir í bókinni, en jafnframt er bent á að stutt sé síðan farið var að framleiða tyggigúmmi sem í grunninn er náttúruleg trjákvoða án gerviefna. Kassastrimlar Kassakvittanir eru samkvæmt bókinni oft húðaðar með BPA-efnum. Þeir sem ekki þurfa á kvittun að halda ættu að afþakka þær ellegar geyma þar sem börn ná ekki til og flokka að lokum með öðrum pappír. Barnabækur Pappír í smábarna- bókum er oft blandaður plasti og oft eru litríkar glansfilmur límdar á bækurnar og önnur varasöm efni notuð. Húðaðar pönnur Sterk, hitaþolin efni eru í auknum mæli notuð í potta og pönnur. Mörg þeirra inni- halda plast sem eyðist á skömmum tíma og blandast þá út í matinn. Pottar og pönnur með varnarlagi úr ekta keramiki eru betri kostur. Niðursuðudósir Niðursuðudósir eru oft húðaðar að innan með plasti því snerting við málm getur haft áhrif á bragðið. Þótt plastið breyti ekki bragðinu þá seytla úr því mýkiefni sem eru mun hættulegri en keimur af málmi. Umhverfið Plastið og plokkæðið Barnamenningarhátíðin á Akureyri hófst í dag og stendur til 22. apríl. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að hátíðin þar í bæ verði sú fyrsta af mörgum eru hvattir til að mæta á opinn fund um barnamenningu í Hömrum, Hofi kl. 17.-19. í dag, mánu- daginn 16. apríl. Þar verður rætt um mikilvægi barnamenningar og leiðir til að efla hana – eins og er mark- miðið með hátíðinni. Börnin fá tæki- færi til að njóta lista og menningar og um leið að fegra bæjarlífið. Barnamenning snýst um börn sem skapa, njóta, sýna og túlka og því er hátíð hlaðin spennandi viðburðum þar sem gleði og innlifun eru í fyrir- rúmi. Sumir vilja mæta á dansæfingu með akureyrskum íþróttahetjum, aðrir vilja búa til myndasögur eða skrímslagrímur á Minjasafninu. Enn aðrir vilja yrkja klippiljóð á Amts- bókasafninu og mæta á ljóðasnapp í Davíðshúsi, setja upp sýndarveru- leikagleraugu, glíma við skákþrautir, mæta á djammsession í Rósenborg eða hlusta á strengjasveit Tónlistar- skólans. Af mörgu er að taka og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar er fjallað um hátíðina á Facebook: Barnamenningarhátíð á Akureyri. Barnamenningarhátíð á Akureyri 16.-22. apríl Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hátíð í bæ Á barnamenningarhátíðinni á Akureyri eru fjölbreyttir viðburðir í boði fyrir börn og unglinga og alla sem vilja gleðjast með unga fólkinu. Börnin skapa, njóta, sýna og túlka og fegra um leið bæjarlífið Ljósakróna Útskriftarverkefni Sig- ríðar úr listaháskól- anum í London.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.