Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 17

Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 Vorverkin Fjölmargir nýttu tækifærið um helgina og þrifu ökutækin sín. Árni Sæberg Ísland er sérstætt og gott land til eld- fjallarannsókna og eld- fjallafræðslu. Þess vegna eru jarðvísindi meðal þeirra vís- indagreina sem hæst ber innan lands og ut- an. Norræna eld- fjallasetrið (NE) hefur starfað hér á landi í rúm 40 ár, getið sér gott orð í margvís- legum og gagnlegum rannsóknum, eflt norræna samvinnu og sjálfs- mynd, og menntað rúmlega 150 unga vísindamenn. NE kristallar mikilvæga sérþekkingu í eld- fjallafræðum til gagns fyrir okkur og aðrar þjóðir. Fyrir skömmu ákvað Norræna ráðherranefndin að leggja stofnun- ina, sem þegar nýtur 70-80 mkr. ár- legs stuðnings íslenska ríkisins, nið- ur á árabilinu 2020-2023, og um leið NIAS (Asíurannsóknastofnun), NORDITA (kjarneðlisfræðistofn- un), Nifs (hafréttarstofnun) sem starfa í hinum Norður- landaríkjunum. Föstu norrænu fjár- magni (23 millj. Dkr/ ár) til stofnananna fjögurra, sem allar fá háa einkunn Eftirlits- stofnunar Norður- landaráðs, átti að beina til samkeppnissjóðsins NordForsk. Árlegt framlag til hans nemur um 100 millj. Dkr. Fá rök sáust samt fyrir því að beina öllu rann- sóknafé í einn sam- keppnissjóð. Fljótlega tók að bera á mótmæl- um gegn þessari ákvörðun. Hér var nýbúið að auka framlag á fjárlögum 2018 til NE, auk hærra framlags frá HÍ, til að viðhalda rekstri a.m.k í eitt ár. Ég beitti mér þá fyrir því, í samvinnu við þingmenn í Íslands- deild Norðurlandaráðs, að hún ynni að því að fá hnekkt ákvörðun ráð- herranefndarinnar sem hafði verð lögð fyrir ráðið til skoðunar og at- kvæðagreiðslu. Fékk góðan íslensk- an ráðgjafa, þaulkunnugan norrænu samstarfi, í lið með okkur. Fulltrúar íslensku flokkanna í þremur flokka- hópum á þemaþingi ráðsins á Akur- eyri nú nýverið unnu af kappi að því að fullmóta tillögu um frestun á niðurlagningu stofnanna og endur- skoðun helstu málshliða. Ágæt sam- staða varð til innan og á milli hóp- anna. Svo fór að ekki var mælt fyrir tillögu ráðherranefndarinnar og hún einfaldlega dregin til baka. Þar með hafa stofnanirnar komist í skjól um hríð. Endurskoðun og greiningar taka nú við. Þá verður að sjá til þess að farsælar rann- sóknastofnanir og stór, norrænn rannsóknasjóður geti starfað hlið við hlið, líkt og í aðildarlöndunum. Eftir Ara Trausti Guðmundsson » Svo fór að ekki var mælt fyrir tillögu ráðherranefndarinnar um að leggja Norræna eldfjallasetrið niður og hún einfaldlega dregin til baka. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. Frumkvæði og árangur í norrænni samvinnu „Alls staðar þar sem þolmörk voru rann- sökuð var þolmörkum náð. Þónokkur friðlýst svæði og náttúruvætti eru á válista Umhverf- isstofnunar yfir svæði í hættu vegna álags ferðamanna. … Á sumrin þegar aðsóknin er mest virðist stór hluti ferðamanna vera kominn yfir þolmörk sín hvað fjöl- menni á svæðunum varðar. … Svo virðist sem álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferða- mannastöðum. … Geysir og Skóga- foss (eru) orðin það illa leikin að svæðin eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi.“ Þetta eru nokkrar tilvitnanir í nýútkomna skýrslu ferðamálaráðherra til Al- þingis um þolmörk ferðamennsku hérlendis, en beiðni um hana var lögð fram af Vinstri grænum fyrir tveimur árum. Það segir sitt um veltinginn í stjórnmálum hérlendis hversu löng bið var eftir svari. Skýrslan sem er 171 síða með viðaukum er annars fróðlegt plagg sem auðvelda ætti mat á stöðu mála sem tengjast ferðaþjón- ustunni og hún undirstrikar hversu brýnt er að grípa til mótvægis- aðgerða. Vöxturinn virðist ætla að halda áfram Ör fjölgun ferðamanna sem Ísland sækja heim er lyginni lík og á sér vart hliðstæðu. Fjöldi brottfara erlendra ferðmanna nam 2,2 milljónum á síð- asta ári og aukningin hefur numið um 25% árlega síðustu sjö ár og fimm- faldast síðan 2010. Við þetta bætast komur farþega með skemmti- ferðaskipum, sem kallast dags- ferðamenn, en fjöldi þeirra hefur vax- ið um 11% milli ára að meðaltali á sama tímabili. Annar mælikvarði er fjölgun gistinátta sem vaxið hefur úr 3 milljónum árið 2010 í 8,8 milljónir á síðasta ári. Vantar þó stórum á að töl- ur um það efni skili sér í opinberar skýrslur þar eð upplýsingar um gist- ingu samkvæmt vefsíð- um, Airbnb o.fl., vantar að stórum hluta í hag- tölur og skattgreiðslur til hins opinbera að sama skapi. Í skýrsl- unni er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti í aðstreymi ferðmanna til landsins og umfram það sem spáð er á heimsvísu, þótt ef til vill hægi á fjölgun frá því sem nú er. Unnið er að því að auka afkastagetu Keflavíkurflugvallar og flugfélögum sem þangað fljúga fer stöðugt fjölg- andi. Nú eru uppi áform bæði hjá Ice- landair og WOW Air um að hefja beint flug til og frá Asíu. Með fyrir- vara um óvissu í framreikningum þurfa viðbrögð af hálfu stjórnvalda að taka mið af þessum horfum. Auðlindin náttúra í bráðri hættu Ekki er um það deilt að íslensk náttúra er aðalaðdráttaraflið sem lað- ar hingað erlenda ferðamenn. Með fjölgun þeirra vex álagið og er löngu komið á hættustig þar sem aðsóknin er mest. Lengi hefur andvaraleysi og vanræksla einkennt viðbrögð stjórn- valda og umráðaaðila lands á fjölsótt- um ferðamannastöðum nánast um allt land. Alltof seint hefur verið hug- að að skipulagi til móttöku og nauð- þurfta ferðamanna. Þetta á einnig við um friðlýst svæði í opinberri umsjá. Afleiðingin blasir við og á ekki að þurfa miklar rannsóknir til að sprett verði úr spori til úrbóta. Með fjölgun vetrargesta stigmagnast vandinn þar eð á þeim árstíma er náttúra landsins viðkvæmari gagnvart átroðningi, göngustígar vaðast út og grasflatir, hólar og hæðir troðast í svað. Við- urkennt er af skýrsluhöfundum að óhjákvæmilegt verði að taka upp tak- markanir á aðgengi ferðamanna, en til þess þarf samræmingu á reglum og skipulag þar sem margir koma við sögu. Um 70 þúsund ferðamenn eru sagðir dveljast hérlendis dag hvern yfir sumarmánuðina og örtröðin sem þessu fylgir á eftirsóttum stöðum spillir orðspori landsins fyrir utan það að Íslendingar halda sig frá helstu náttúruperlum hér heima fyrir og leita í auknum mæli til útlanda í staðinn. Ferðaþjónustan á að standa undir afleiddum kostnaði Við súpum nú seyðið af langvar- andi vanstjórn og reiðuleysi á sviði ferðamála, ekki síst varðandi brýna tekjuöflun til að lágmarka áhrif af ferðmannastraumnum á náttúrulegt umhverfi og bæta fyrir álag á vega- kerfi landsins. Ferðaþjónustan á jafnframt drjúgan þátt í losun gróðurhúslofts sem veldur hlýnun lofthjúpsins og súrnun sjávar. Talið er samkvæmt skýrslu ferðamála- ráðherra að rekja megi 5% af losun gróðurhúslofttegunda til ferða- tengdrar starfsemi, einkum frá sam- göngum. Ekki vantar fögur orð af stjórnvalda hálfu um sjálfbærni- markmið á sviði ferðaþjónustu, en það er útfærslan sem hefur brugðist. Þannig hefur ferðaþjónustan greitt lægri virðisaukaskatt en aðrar at- vinnugreinar án þess frambærileg rök séu fyrir slíku í blómstrandi at- vinnugrein. Árið 2015 var gefinn út svonefndur Vegvísir í ferðaþjónustu í samvinnu stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar og skyldi hann gilda til ársins 2020. Sett var á fót svonefnd Stjórnstöð ferðamála, sem í eiga sæti ekki færri en fimm ráð- herrar, þannig að ekki vantaði silki- húfurnar. Einnig OECD hefur komið að því að meta stöðu og horfur í ferðaþjónusta hérlendis. Niðurstaðan var ekki óvænt: Áframhaldandi fjölg- un ferðamanna hérlendis er ekki sjálfbær og gæta þarf að verndun sjálfs aðdráttaraflins, náttúrunnar og samfélagsins. Vituð þér enn – eða hvað? Eftir Hjörleif Guttormsson » Viðurkennt er af skýrsluhöfundum að óhjákvæmilegt sé að taka upp takmarkanir á aðgengi ferðamanna en til þess þarf samræm- ingu á reglum og skipu- lag. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Fjöldi erlendra ferðamanna er vaxandi ógnun við náttúru landsins og samfélag Í febrúar síðast- liðnum var haldið mál- þing um hugverkarétt í jarðvarmageiranum. Tilgangur málþingsins var að vekja fyrirtæki í jarðvarma og orkuiðn- aði til umhugsunar um mikilvægi þekkingar, hugvits og verndunar hugverka fyrir sam- keppnishæfni iðnaðar- ins. Þar kom fram að Íslendingar eiga engin einkaleyfi á aðferðum til að nýta jarðvarma og ekkert slíkt einka- leyfi er í vinnslu. Aftur á móti eru er- lendir aðilar duglegir við að leggja fram slíkar umsóknir. Þessar fréttir komu mér mjög á óvart og hafa valdið mér áhyggjum. Á Íslandi hefur byggst upp mikil þekk- ing á nýtingu jarðvarma og hefur þeirri þekkingu verið miðlað víða. Hér er til að mynda rekinn jarð- hitaskóli Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi fyrirtækja hefur flutt út bæði tækni og þekkingu sem tengjast nýtingu jarðvarma og því sætir það furðu að ekkert þeirra hafi enn ekki séð tæki- færi í því að vernda þær aðferðir með einkaleyfi. Í kjölfar þessara frétta lagði ég fram fyrirspurn til ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála en hún var í þremur liðum:  Hefur ráðherra áhyggjur af þeirri þróun að Íslendingar eigi engin einkaleyfi á sviði jarðvarmavinnslu á meðan erlendir aðilar hafa skráð tölu- vert af slíkum einkaleyfum hér á landi?  Hefur ríkisstjórnin eða ráðherra það markmið að fjölga íslenskum einkaleyfum til að auka enn frekar samkeppnishæfni landsins?  Hvaða aðferðum beitir hið opin- bera til að hvetja til þess að íslenskir vísindamenn og hugverkamenn verndi hugverk sín með því að sækja um einkaleyfi? Heildstæð nýsköpunarstefna Í svörum ráðherra kom fram að gríðarleg aukning hafi verið í fjölda einkaleyfa á sviði jarðvarmavinnslu í heiminum á síðustu árum. Íslend- ingar hafa af einhverjum ástæðum ekki verið þátttakendur í því ferli og það er mjög miður, að mínu mati. Ráðherra sagði afdráttarlaust að það væri markmið að fjölga einkaleyfum enda legg- ur ríkisstjórnin mikla áherslu á nýsköpun í stjórnarsáttmála sínum. Það kom einnig fram í máli ráðherra að til standi að móta heild- stæða nýsköpunar- stefnu fyrir Ísland í nánu samstarfi við at- vinnulífið og vísinda- samfélagið en undir- búningur þeirrar vinnu er hafinn. Í þeirri vinnu verði sérstaklega horft til fjölgunar íslenskra einkaleyfa til að auka enn frekar á samkeppnishæfni landsins. Hið opinbera hefur ýmis verkfæri til að styðja við fjölgun íslenskra einka- leyfa en það verður að skoða og út- færa nánar í þeirri vinnu sem fram undan er við gerð nýsköpunarstefnu. Ég fagna þessum áformum og tel slíka stefnumörkun mikilvæga til að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs til framtíðar. Umræða um skort á því að íslensk- ir aðilar sæki um einkaleyfi er ekki ný af nálinni og bent hefur verið á það í erlendum úttektum um rannsókna- og nýsköpunarumhverfi á Íslandi að hér sé um veikan hlekk að ræða. Að mörgu leyti stöndum við mjög vel að okkar nýsköpunarumhverfi og kom- um við almennt nokkuð vel út úr al- þjóðlegum samanburði. En það er alltaf hægt að gera betur og fjöldi ís- lenskra einkaleyfa er, og hefur verið, veikur hlekkur í okkar nýsköpunar- keðju. Rannsóknir sýna að einkaleyfi hvetja til nýsköpunar og að það er samhengi milli fjölda einkaleyfa og fjárfestinga í rannsóknar- og þróun- arstarfi. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt at- vinnulíf og nauðsynlegt að efla þekk- ingu á mikilvægi einkaleyfa. Einkaleyfi og nýsköpunarvirkni Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir » Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf og nauðsyn- legt að efla þekkingu á mikilvægi einkaleyfa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. bryndish@althingi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.