Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 ✝ SigurbjörnHlöðver Ólafs- son stýrimaður fæddist í Reykjavík 26. mars 1934. Hann lést á Landa- koti 4. apríl 2018. Sigurbjörn Hlöð- ver var sjöunda barn hjónanna Brandísar Árna- dóttur, f. á Kolla- búðum 4. ágúst 1900, d. 14. júlí 1973, og Ólafs Einars Bjarnleifssonar, síðar verkamanns í Reykjavík, f. á Sauðárkróki 28. maí 1899, d. 28. desember 1946. Brandís og Ólafur eignuðust tíu börn. Þau eru: 1) Kristín Ásta, f. 15. sept- ember 1922, d. 20. apríl 2006, húsmóðir í Reykjavík; 2) Sig- urður Erlends, f. 23. nóvember 1923, d. 2. mars 1998; 3) Þór- hallur, f. 13. nóvember 1926, d. 6. janúar 2015; 4) Jón, f. 14. febrúar 1929, d. 17. maí 1997; 5) Leifur, f. 29. janúar 1931, d. 6. janúar 2001, málari í Reykjavík; 6) Oddur, f. 29. ágúst 1932, d. 23. janúar 2009, verkamaður í Reykjavík; 7) Sigurbjörn Hlöð- ver, f. 26. mars 1934; 8) Ingi- björg Snjólaug, g. Dunn, f. 11. maí 1936, húsmóðir í Bandaríkj- unum; 9) Guðjón Þór, f. 2. júlí 26.3. 1976. b) Patrik Ingi, f. 5.4. 1981. Barnabörn Heiðars: Mika- el Tristan og Gabríel Ísak; 3) Oddur Finnbogi rafvirki og tón- listarmaður, f. 2. júlí 1965, maki Unnur Runólfsdóttir. Börn Odds og Guðrúnar Krist- insdóttur: a) Erla Dögg, f. 1. júní 1990. b) Kristinn Viðar, f. 8. janúar 1993, og c) Hlöðver Smári, f. 28. maí 1998. Sigur- björn átti eitt langalangafa- barn. Börn Sigurlaugar, sambýlis- konu Sigurbjörns, eru: Sig- urður Þorsteinsson, kennari, maki Sigurborg Sigurðardóttir, Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir geðlæknir, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögfræðingur, maki Pétur Már Ólafsson, og Ólafur Þór Þorsteinsson kenn- ari. Barnabörn hennar eru 10 og barnabarnabörn sex. Sigurbjörn ólst upp í Trölla- tungu á Ströndum hjá móður- systur sinni Ragnheiði Árna- dóttur og manni hennar, Daníel Ólafssyni. Hann hóf sjómennsku 15 ára gamall, stundaði nám í Stýrimannaskólanum og lauk þaðan prófi 1965. Árið 1978 lauk hann 3. stigi í farmanna- deild og færði sig yfir á frakt- skip og starfaði á þeim vett- vangi lengst af eða til ársins 1985. Eftir að hann lét af sjó- mennsku stundaði hann ýmis störf. Hann var virkur í starfi eldri borgara í Kópavogi. Útför Sigurbjörns fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 16. apríl 2018, klukkan 13. 1937, d. 4. nóvem- ber 1998, vél- smiður á Akranesi; 10) Arndís, g. Dunn, f. 16. ágúst 1939, húsmóðir í Bandaríkjunum. Sambýliskona Sigurbjörns til yfir tuttugu ára er Sigurlaug Sig- urðardóttir. Hinn 3. nóvem- ber 1956 kvæntist Sigurbjörn Hlöðver Fjólu Guðmundsdóttur húsmóður í Reykjavík. Þau skildu. Sigurbjörn og Fjóla eignuðust þrjú börn: 1) Ómar sjómaður, f. 19. mars 1955, maki Kenný Aðalheiður. Börn Ómars og Guðrúnar Elvan Frið- riksdóttur: a) Arnar Haukur, f. 21.9. 1976. b) Fjóla Sigurbjörg, f. 16.8. 1980. Börn Ómars og Kenný Aðalheiðar: c) Amy Ósk, f. 28.1. 1984. d) Hallbjörn Freyr, f. 5.2. 1986. e) Ómar Ingi, f. 6.9. 1988. f) Linda Rós, f. 16. 3. 1995. Barnabörn Ómars: Ásgeir Þór, Perla Rún, Emelía Tara, Ástrós Líf, Jónína, Mikael Örn, Katla Ívarsdóttir og Krist- ján Freyr; 2) Heiðar sjómaður, f. 23. mars 1956, maki Rósa Björk Högnadóttir. Börn Heið- ars: a) Sigurbjörn Hlöðver, f. Tilveran er öðruvísi núna, hún er ekki söm eftir að þú kvaddir, elsku pabbi minn. Við vissum í hvað stefndi en það var aldrei rætt, við vissum bara að þessi stund færðist nær og nær. Ég er þér og mömmu afar þakklátur fyrir góða æsku. Við vorum öll sumur uppi í bústað við Þing- vallavatn, þó var ég þar meira með mömmu en þér því sjó- mennskan var vinnan þín og þú oft úti á sjó. Ég náði að ferðast helling með þér um heiminn og sumrin 1977 og ’78 gleymast seint, þegar ég fékk að koma með þér mömmu og Heiðari bróður að sigla um Karíbahaf. Túrinn hófst með því að við flugum til New York, þaðan til Boston og síðan til Halifax í Kanada, þar fórum við um borð í Berglindi, skipið fína sem þú og margir félagar þínir höfðu fest kaup á. Á Berg- lindi var siglt til staða eins og Bermúda, Barbados, Trínidad og Tóbagó, Montreal og Halifax, síð- an var þessi rúntur endurtekinn. Þessi tími var magnaður fyrir 11 ára gutta að sigla um í fagur- bláum sjó innan um höfrunga og flugfiska. Lífið í Hraunbænum var gott, þar var mikið af ungum barnafjölskyldum og hverfið ið- aði af lífi. Við fluttum í Árbæinn 1968, þá var ég rétt þriggja ára og í sama stigagangi númer 42 hafði Jón bróðir þinn og hans fjölskylda einnig keypt íbúð. Þar ólumst við bræður upp með frænkum okkar þeim Siggu, Auði og Hjördísi, það var mikill sam- gangur á milli og oft mikið fjör. Við bræður lærðum helling af þér, þú varst handlaginn, gast gert allt, smíðað, málað, múrað, bara nefndu það. Þú reddaðir því, þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og er ég þér ævinlega þakklátur. Krökkunum mínum Erlu Dögg, Didda og Hlöðver Smára fannst afi sinn skemmtilegur og ljúfur og alltaf svo flottur til fara. Elsku pabbi minn, góða ferð í sumarlandið, nú dansar þú brosandi með öllu fólk- inu þínu. Þín verður sárt saknað. Þinn sonur Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson. Sigurbjörn hennar mömmu varð fljótt hluti af fjölskyldunni eftir að þau hófu að rugla saman reytum fyrir rétt rúmlega tutt- ugu árum. Hann varð afi drengj- anna minna og var þeim mikil- væg fyrirmynd með hjartahlýju sinni, vinnusemi og yfirvegaðri lund. Við áttum margar stundir saman í Brussel þegar drengirnir voru litlir og hann og mamma komu og dvöldu hjá okkur Pétri um lengri eða skemmri tíma. Urðum eins og lítil fjölskylda. Lögðum stundum land undir fót, til Parísar, Amsterdam eða Köln- ar eða jafnvel Rómar um páska. Þá fann maður hvað hann var mikill heimsborgari, maðurinn sem hafði siglt um öll heimsins höf. Og naut þess út í ystu æsar að ferðast, alltaf glaður og ánægður, ómetanlegur ferða- félagi og okkar stoð og stytta. Akkerið í lífi okkar. Eins og þegar þau mamma komu ásamt sonum okkar, Óla og Sigga sem þá var sjö ára, að heimsækja okk- ur á sjúkrahúsið í Brussel þegar yngsti drengurinn, Þór, fæddist í mannskaðaroki. Sagði okkur oft frá því glettinn að ef hann hefði ekki haldið í höndina á Sigga hefði barnið fokið út í veður og vind í ofsaveðri við tíu hæða sjúkrahúsið. Sigurbjörn hafði reynt meira en mörg okkar, sem hefur án efa mótað afstöðu hans í mörgu. Fimmtán ára lenti hann í bráðum lífsháska er hann féll útbyrðis í myrkri og bjargaðist fyrir krafta- verk. Afdrif Suðurlandsins urðu honum mikið áfall enda missti hann marga fyrrverandi sam- starfsfélaga. Engu að síður fann maður að hafið og siglingar var hans líf og yndi. Það eru til dæm- is forréttindi að hafa farið með honum niður í vistarverurnar og heyrt hann lýsa þeim í skipi sem nú er til sýnis á safninu á Siglu- firði, en þær gjörþekkti hann frá fyrri tíð. Og mörg áform höfðum við um sjóstangveiði eða skemmtisiglingar. Við fáum aldrei fullþakkað fyr- ir allt það sem hann hefur fyrir okkur gert. Líklega var þó stærsta gjöf hans til okkar hvað hann tók okkur opnum örmum, varð strax þátttakandi í lífi okkar og lét sér annt um okkur. Það er ekki sjálfsagður hlutur enda á maður ekkert tilkall til þess. En þannig var hann, óeigingjarn í elsku sinni til okkar, krafðist aldrei neins, æðrulaus og alltaf til staðar. Ragnheiður Elfa. Í dag verður Sigurbjörn stjúpi minn lagður til hinstu hvíldar. Ég var rúmlega tvítugur þegar móð- ir mín og hann rugluðu saman reytum fyrir rúmum tveimur áratugum. Ég minnist Sigur- björns með þakklæti og hlýhug fyrir þann tíma sem hann deildi með fjölskyldu minni og hversu vel hann hefur reynst mér í gegn- um árin. Hann var gull af manni, hlýr og léttur í lund og skipti aldrei skapi. Hann var hörkutól af gamla skólanum sem vildi allt- af hafa eitthvað að sýsla enda var hann laghentur og hafði einstakt verksvit. Hann hafði jákvæða sýn á lífið og hallaði aldrei á nokkurn mann. Mamma og Sigurbjörn voru samhent og félagslynd og tóku öflugan þátt í félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi eftir að þau fóru á eftirlaun. Stjúpi minn var listrænn og virkur í ýmissi handavinnu og útskurði hjá fé- laginu. Hann var samkvæmis- maður og hafði gaman af manna- mótum og skemmtilegu fólki. Sigurbjörn var einstaklega for- dómalaus og hafði gaman af fólki sama hvar það stóð á litrófi mannlífsins. Lífsgleðin var hon- um meðfædd, sem sýndi sig þeg- ar hann barðist hetjulega við krabbamein síðustu tvö ár ævi sinnar án þess að nokkru sinni mætti greina uppgjöf. Ég þakka forsjóninni fyrir þá gleði að hafa kynnst Sigurbirni. Móður minni, Ómari, Heiðari, Oddi og fjöl- skyldum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ólafur Þór Þorsteinsson. Mig langar að minnast Sigur- björns vinar míns með örfáum orðum. Ég kynntist honum og Sigurlaugu árið 2004 þegar Íþróttafélagið Glóð var stofnað. Þau voru bæði stofnfélagar eins og ég. Sigurbjörn var mjög virk- ur einstaklingur. Hann tók þátt í starfi Glóðar af miklum áhuga og krafti. Hann lagði stund á hring- dansa, línudans, ringó og nú síð- ari ár botsía. Var í íþrótta- og fræðslunefnd á vegum félagins og í stjórn þess um tíma. Hann var ákaflega greiðvikinn og hef ég notið þess í ríkum mæli. Hann stundaði útskurð í tré og eru margir fagrir gripir til eftir hann, sem nú prýða heimili hans og ást- vina hans. Einnig vann hann tölu- vert í gler. Það er leitun að eins greiðviknum manni og honum. Hann var alltaf boðin og búin til að hjálpa til ef þurfti t.d. að flytja borð í félagmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi, einnig var hann mjög liðtækur í eldhúsinu. Hann kunni á uppþvottavélina og sá oft um uppvaskið og frágang á húsinu, þegar eitthvað var um að vera hjá Glóð. Hann hefur sótt flest landsmót UMFÍ 50+ og tekið þátt í botsía á vegum FEBK. Það eru nokkur ár síðan hann hætti í ringói og dansi, en hann var góður ringóspilari og bjargaði okkur félögum sínum t.d. á landsmótum UMFÍ 50+ með því að hlaupa í skarðið ef það vantaði mann í lið. Árið 2016 á að- alfundi UMSK var hann sæmdur starfsmerki UMSK. Hann var mikið snyrtimenni og báru störf hans merki þess. Að leiðarlokum þakkar Íþróttafélagið Glóð fyrir sam- ferðina og vináttuna. Ég votta Sigurlaugu, börnum hans og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um góð- an mann. Sigríður Bjarnadóttir. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú varst einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ég kynntist Sigurbirni fyrir rúmlega tuttugu árum, þegar Sigurlaug vinkona mín kom með hann í heimsókn á Álfhólsveg. Þá fann ég og vissi að Sigur- björn var góður og traustur mað- ur, hann var ákaflega hjálpsamur og komu þau stundum í sumarbú- staðinn okkar hjóna. Stundum var gripið í verk, t.d. málað í kringum glugga eða skroppið í berjamó, það voru góðir tímar sem við áttum saman. Sigurbirni var margt til lista lagt, hann gerð fallega hluti úr gleri, t.d. lampa og myndir sem prýða, það er ómetanlegt að eiga slíkan hlut. Elsku Sigurbjörn, ég kveð þig og þakka þér allt gott í gegnum árin. Megir þú eiga góða heimkomu. Elsku Dillý vinkona mín og fjölskylda, ég sendi ykkur sam- úðarkveðjur, guð veri með ykkur öllum. Ég bið guð að gæta mín góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Rannveig Lovísa Leifsdóttir. Í síðasta samtali okkar Sigur- björns spurði ég hvort hann hefði aldrei siglt yfir Kyrrahafið. Nei, hann hafði lengst farið til Pa- nama. Við ræddum um skurðinn fræga, íslenskan hafnsögumann sem þar starfaði á sínum tíma, hann rifjaði upp hvað siglingin í gegn hafði tekið langan tíma en það leyndi sér samt ekki að hann var þrotinn að kröftum. Sigurbjörn var hættur á sjón- um þegar hann kom inn í líf okk- ar. Mér fannst eins og hann hefði siglt um öll heimsins höf. Hann rifjaði gjarnan upp sögur úr Kar- íbahafinu, af Suðurlandinu eða sagði frá því þegar honum var naumlega bjargað úr sjónum um borð í bát í aftakaveðri af því að hann var í svo stórri úlpu sem hægt var að krækja í. Frumburður okkar Ragnheið- ar var á öðru ári þegar Sigurlaug tengdamóðir mín og Sigurbjörn fóru að rugla saman reytum sínum. Hann varð umsvifalaust afi sona okkar eins og þeir gerast bestir. Ef þurfti að sitja yfir barni með eyrnabólgu og foreldr- arnir áttu erfitt með að fara úr vinnu var Bjössi afi mættur. Ef strákur var læstur úti á Digra- nesheiðinni henti hann öllu frá sér og brunaði af stað til að bjarga málum. Kærleikur hans í garð drengjanna var næstum áþreifanlegur. Meira að segja heimiliskötturinn átti í honum hvert bein. Strákarnir – og við hjónin – nutum þess sérstaklega að vera í löngum samvistum við þau Sigur- laugu þegar við bjuggum úti í Brussel. Þau dvöldu gjarnan hjá okkur í nokkrar vikur í senn og voru það sannkallaðir dýrðar- dagar. Og ekki var að sjá að þau væru komin um og yfir sjötugt: keyrðu strákana í skólann að morgni og sóttu þá síðdegis um langan veg, tóku rispu í garðinum og kölluðu sig „vinnufólkið“ og kímdu. Enda vorum við öfunduð í nýlendunni af þessum góðu gestum. Stundum brugðu þau sér í bæ- inn í metró, spókuðu sig á Grand Place eða þar sem þeim datt í hug að lyfta sér upp þann daginn, millilentu svo kannski á litlum veitingastað á heimleiðinni sem var miðja vegu milli brautar- stöðvarinnar og Evróputorgsins eftir góðan dag í borginni. Sigurbirni féll helst aldrei verk úr hendi. Það var eins og hann þyrfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni – ekki síst til að gleðja aðra. Á Siglufirði linnti hann ekki látum fyrr en hann var búinn að gera gamla útihurð á Norðurgötu 9 að mikilli bæjarprýði; einn dag- inn birtist hann á Digranesheiði með kirkju sem hann hafði sett saman til að skreyta með á að- ventunni, ungum drengjum til ómældrar gleði. Allt var þetta gert án þess að hafa um það mörg orð. Sigurbjörn tók veikindum sín- um af æðruleysi. Hann hélt sínu striki allt til hinstu stundar; sá um kaffið á spilakvöldum eldri borgara í Kópavogi, átti eftir að ljúka við að skera út skilti á sum- arbústað, dreymdi um að minnsta kosti eina ferð í viðbót í sólina með Sigurlaugu sinni ... En enginn má sköpum renna. Það er mikil gæfa að hafa fengið að þekkja Sigurbjörn í meira en tvo áratugi, þennan hægláta mann sem vildi umfram allt gera líf annarra betra – og gerði það svo sannarlega. Pétur Már Ólafsson. Í dag kveð ég með nokkrum orðum Sigurbjörn H. Ólafsson, góðan vin og félaga, sem ég kynntist í Gjábakka í Kópavogi fyrir nokkrum árum. Það eru örugglega fleiri en ég sem eiga eftir að sakna hans. Hann var einstaklega bóngóður og hjálpsamur, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd þar sem þess þurfti. Og á svona stað eins og Gjábakki er, þar sem flestir eru á efri árum, er ýmislegt sem þarf að hjálpast að við. Hvort sem það var að hella upp á kaffi á skemmtunum, laga uppþvottavél, koma míkrófóni í gang, svo að eitthvað heyrist í honum, eða bara styðja við eldri konu sem treysti sér ekki yfir á heilsugæsl- una vegna svellbunkanna. Oft var hann nefndur þegar eitthvað var að fara úrskeiðis. „Sigurbjörn er að koma, hann getur örugglega bjargað þessu,“ heyrðist oft og tíðum, og hann taldi það ekki eft- ir sér. Hann var einnig mjög laghent- ur og skar út ýmsa fallega hluti í gler og tré. Hann smíðaði mjög fallega muni úr silfri, og þar sem hann gat vel tekið gríni sagði ég einu sinni við hann að þetta gengi ekki, Sigurlaug færi að verða hokin af því að rogast með allt þetta silfur. Hann hló bara að mér og smíðaði þeim mun meira. Sigurlaug og hann voru bæði í skemmtinefnd og þau eru ótalin sporin sem þau lögðu á sig til þess að gera allt sem best. Það var metnaður hjá þeim að gera eins vel og unnt var. Hann stjórn- aði bingóinu í mörg ár, bæði hér í Gjábakka og í hinum félagsmið- stöðvunum hér í bænum. Hann var líka í botsíaliði og starfaði þar af áhuga eins og öllu sem hann kom að. Löng og ströng veikindi fóru illa með hann en hann hélt áfram að koma meðan stætt var. Einu sinni sagði við mig trúað- ur maður að hann skildi ekkert í því hvers vegna menn vildu safna að sér hlutum sem þeir færu aldrei með í lengstu ferðina, því það eina sem við fengjum að taka með okkur væri það sem við gæf- um af sjálfum okkur, en ekki þessa heims verðmæti. Ég get því vel ímyndað mér að Sigur- björn hafi töluverð áunnin verð- mæti með sér. Það má segja um hann, eins og sagt var um þá sem töldust gæfumenn, „að hann var drengur góður“. Ég sendi Sigurlaugu og allri fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Ég þakka Sigur- birni allar góðar stundir og bið þess að blessun Guðs muni fylgja honum alla tíð. Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir. Kveðja frá félagi Eldri borg- ara í Kópavogi. Mikill heiðursmaður er kvaddur. Sigurbjörn H. Ólafsson tók að sér formennsku í skemmtinefnd Félags eldri borgara í Kópavogi í ársbyrjun 2007. Það var mikill happafengur fyrir félagið að fá þennan dugnaðarfork til að stýra þessari mikilvægustu nefnd fé- lagsins. Auk þess að vera formað- ur skemmtinefndar tók Sigur- björn að sér, fyrir réttum 10 árum að stýra og hafa umsjón með bingóspilinu, en bingó er spilað hálfsmánaðarlega í öllum þremur félagsmiðstöðvum eldri borgara hér í Kópavogi. Þessi ljúfi og skemmtilegi maður gerði svo sannarlega sitt til að rétta andrúmsloftið væri ávallt til stað- ar. Félagið þakkar þessum höfð- ingja samfylgdina og sendir fjöl- skyldu hans hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Félags eldri borg- ara í Kópavogi, Baldur Þór Baldvinsson formaður. Sigurbjörn H. Ólafsson HINSTA KVEÐJA Björt var ásýnd, hög var hönd hjálpin ætíð þín okkar vísu vinarbönd verma sporin mín. Hvíl í friði. Sigurður og Sigurborg. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.