Morgunblaðið - 16.04.2018, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl 9,
leikfimi í KR kl 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leikfi-
mina. Rútan sækir fyrir leikfimina á Vesturgötu kl 10.10 og á Afla-
granda kl 10.15. Útskurður og myndlist kl. 13. í hreyfisalnum og
félagsvist kl. 13. í matsalnum. Jóga kl. 18. Hlökkum til að sjá ykkur.
Árskógar Smíðastofan er lokuð. Ganga um nágrennið kl. 11. Hand-
avinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13.
Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s:
535-2700.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.20. Opin handverk-
stofa kl.13. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun 8.30-12.30, Bókabíllinn á
svæðinu 10-10.30, Handaband vinnustofa í handverki með
textílhönnuðum – ókeypis þátttaka og öllum opin frá 10-12.30, Hand-
avinna 13-15, Bókband 13-17, Söngstund við píanóið 13.30-14:15, Kaf-
fiveitingar 14.30-15.30, Handavinnuhópur hittist í handverksstofu 15-
19. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg síminn er 411-9450
Furugerði 1 Vinnustofa opin frá 12-16. Sitjandi leikfimi og
öndunaræfingar kl. 11. Klukkan 13. er farið í göngu. Helgistund hefst
kl. 14.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30-16. Meðlæti með
síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjál. Kl.
7:.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjál. kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjál. kl.
9.50. Kvennaleikfimi Ásg. kl. 10.40. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Mánudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-
16.30. Leikfimi Helgu Ben 11.15-11.45. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl.9.10 Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun,
kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta.
Gullsmári Mánudagur Postuslínshópur kl 9. Jóga kl 9.30 Ganga kl 10.
Handavinna / Brigde kl 13. Jóga kl 18. Felagsvist kl 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 – 14. Bænastund kl. 9.30 – 10. Jóga kl. 10.10 –
11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá
Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur
kl. 11.30. Tálgun kl. 13, frjál spilamennska kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30, jóga kl. 16 hjá Ragnheiði.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-12, línudansnámskeið kl.10,
ganga kl.10, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir
kl.12.30, handavinnuhornið kl.13, félagsvist kl.13.15, síðdegiskaffi kl.
14:30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Korpúlfar ´Hugleiðsla og létt yoga kl.9, gönguhópar kl. 10 gengið frá
Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Félagsvist í Borgum kl.
13:00 í dag. Prjónað til góðs kl. 13. í Borgum. Tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13:00 og kóræfing Korpusystkina kl. 16:30 í dag.
Gleðilega afmælisviku Korpúlfar og gestir.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10. er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15
og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl.
14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30
og spiluð er félagsvist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði
kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl.9.og13. Leir
Skólabraut kl.9. Billjard Selinu kl.10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl.10.30. Jóga Skólabraut kl.10. Handavinna Skólabraut kl.10. Vatns-
leikfimi í sundlauginni kl.18.30. Á morgun þriðjudag 17. apríl býður
Varðan í félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 19.30. Að venju sjá konur-
nar um vinninga og glæsilegar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba kl. 10.30- undir stjórn Ta-
nyu. FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og GRÁI HE-
RINN boða til opins fundar með stjórnmálaflokkum, laugardaginn 5.
maí 2018, kl. 10.30. Fundarstaður; Ráðhúsið, Tjarnarsalur.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Vantar þig
rafvirkja?
Þú finnur allt á
FINNA.IS
✝ Haraldur I.Óskarsson
fæddist á Sauðár-
króki 5. október
1954. Hann lést á
heimili sínu 30.
mars 2018. For-
eldrar hans voru
Ester Gígja Guð-
mundsdóttir f. 19.
mars 1932, d. 1996,
og Óskar Vigfús
Markússon, f. 3.
maí 1925.
Systkini Haraldar sammæðra
eru: Kolbjörg M. Jóhannsdóttir,
Rögnvaldur Rúnar Dalmann Ár-
mannsson (látinn), Kristín Inga
1984, og Ólína Rebekka Eiríks-
dóttir, f. 12. september 1918, d.
2006. Guðbjörg á einn son,
Hjalta Jónsson f. 10. júlí 1973, og
gekk Haraldur honum í föður-
stað. Hjalti er í sambúð með
Maríu Helenu Svavarsdóttur, f.
24. júní 1982. Dætur Hjalta eru
a) Halldóra Hlíf Hjaltadóttir, f.
12. apríl 1995, móðir Sigríður
Stefanía Stefánsdóttir, og b)
Guðbjörg Inga Hjaltadóttir, f.
27. júní 1999, c) Júlí Hjaltadótt-
ir, f. 6. apríl 2005, móðir Freydís
Heiðarsdóttir. Börn Maríu eru
Halla Björg, f. 21. ágúst 2000, og
Viktor Svavar, f. 10. ágúst 2003.
Haraldur og Guðbjörg hófu bú-
skap árið 1979 og fluttust þá til
Akureyrar þar sem þau bjuggu
alla tíð, þau gengu í hjónaband
7. ágúst 1998.
Útför Haraldar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 16.
apríl 2018, klukkan 13.30.
Heiðdal Ármanns-
dóttir og Ingólfur
Ómar Ármannsson.
Systkini Haraldar
samfeðra eru Gísli
Óskarsson, Ólafur
Ingi Óskarsson og
Ásdís Óskarsdóttir.
Haraldur ólst
upp í Skagafirði hjá
móðurömmu sinni,
Jóhönnu Ingi-
björgu Björns-
dóttur.
Eiginkona Haraldar er Guð-
björg Hjaltadóttir, f. 5. maí
1952, foreldrar hennar voru
Hjalti Jónsson, f. 29. júlí 1909, d.
Elsku Halli afi.
Orð fá því ekki lýst hvað ég
sakna þín mikið. Það er svo
margt sem við áttum eftir að
gera saman. Það er svo margt
sem mig langar til að segja við
þig.
Ég á ófáar minningar um þig,
sem allar eru mér mjög kærar.
Enda var ég mikil afastelpa og
þótti fátt skemmtilegra en að fá
að fara í heimsókn til ömmu og
afa í Hafnarstræti. Við baukuð-
um mikið saman, ég og þú. Það
er ótrúlegt hvað þú nenntir að
fíflast með mér tímunum sam-
an. Þú kenndir mér líka margt.
Eitt af því sem þú kenndir mér
var að veiða. Þær voru ófáar
ferðirnar niður á bryggju. Þú
gafst þér alltaf góðan tíma í að
sína mér hvernig átti að gera
hlutina og ég var ekki gömul
þegar ég kunni sjálf að setja
öngulinn á, kasta út og blóðga
fiskinn. Þegar við vorum ekki
að veiða vorum við niðri í kjall-
ara að smíða. Þú varst alltaf
jafn hreykinn af því sem ég
smíðaði og hrósaðir mér hástöf-
um, jafnvel þó að verkið væri
aðeins spýtukubbur sem búið
var að negla nokkra nagla í.
Þegar ég varð svo aðeins eldri
fórum við að fara saman upp á
skotsvæði, þar sem ég fékk að
prófa byssurnar þínar. Ég man
hvað þú varst stoltur af þeim og
hafðir virkilega gaman af því að
sýna mér þær og leyfa mér að
prófa þær. Þessar ferðir voru
þó allt of fáar og aldrei varð
neitt úr því að fara saman á
gæsaveiðar eins og við höfðum
talað um.
Það fyrsta sem ég sé fyrir
mér þegar ég hugsa um þig er
góðlega brosið þitt sem spratt
alltaf fram þegar ég kom í heim-
sókn til þín. Þó að ég væri orðin
fullorðin fannst mér alltaf jafn
gaman að kíkja í heimsókn til
þín og ömmu. Þessar heimsóknir
urðu alltaf lengri en ég ætlaði
mér. Það var bara svo yndislega
gott að koma til ykkar. Þú hafðir
virkilega gaman af því að segja
sögur og sagðir þær margar af
mér og því sem ég tók upp á sem
barn. Þú sagðir mér líka margar
sögur af sjálfum þér og þeim
prakkarastrikum sem þú tókst
upp á þegar þú varst ungur. Ég
þreyttist aldrei á því að heyra
þessar sögur og hafði alltaf jafn
gaman af þeim, jafnvel þó að ég
hefði heyrt þær allar margoft
áður. Þú varst alltaf svo elsku-
legur við mig og okkur öll barna-
börnin. Alltaf var ég kvödd með
þéttu faðmlagi og fallegu brosi
og var beðin um að koma sem
oftast í heimsókn. Það var svo
gott að finna fyrir væntumþykju
þinni og hvað þú kunnir mikið að
meta heimsóknirnar mínar.
Mér þykir óendanlega vænt
um þig, elsku afi. Þín er sárt
saknað og þú átt alltaf stað í
hjarta mínu. Takk fyrir allt.
Mikið vildi ég af þér læra
að aldrei megi nokkurn særa.
Því þú ert algjört gæðaskinn
elsku besti afi minn.
Halldóra Hlíf Hjaltadóttir.
Nú kveð ég kæran vin og góð-
an afa, mann sem var alltaf ákaf-
lega gaman að heimsækja.
Blessuð Stefanía mín, komdu
inn, áttu kaffi?, jáhá ég á sko
kaffi og samtímis gekkstu glaður
inn í eldhús. Svona byrjuðu oft
heimsóknir mínar til ykkar
hjóna, síðan var setið, spjallað og
áður en maður vissi af voru liðnir
jafnvel einhverjir klukkutímar.
Þú hafðir þann einstaka hæfi-
leika að þú fannst oft á þér
hvernig fólkinu þínu leið og tókst
nærri þér ef einhverjum leið illa,
suma hluti þurfti ekki að segja
þér því þú vissir það og jafnvel
áður en maður vissi það sjálfur.
Nærvera þín var einstök og oft
var gott að tala við þig um ýmsa
hluti sem margur annar hafði
ekki skilning á, húmorinn og
gleðin var svo skammt undan. Þú
hafðir einstaklega gaman af að
segja sögur af skondnum atrið-
um og atburðum sem gerðust og
mikið var hlegið um leið.
Barnabörnum þínum unnir þú
vel og sinntir af mikilli ástúð.
Hafðir þau með í verkefnum þín-
um, fórst með þau í veiðiferðir og
ferðalög og gafst þér góðan tíma
með þeim. Síðan voru sagðar
sögur af þeim og augljóst að þú
hafðir skemmt þér vel og notið
þessara stunda. Greiðvikinn og
góður afi sem hafði hlýja nær-
veru.
Þetta eru góðar minningar
sem ylja manni um hjartarætur á
kveðjustundu en á sama tíma
finnur maður fyrir þakklæti að
hafa upplifað og notið þessara
stunda með þér.
Nú kveðjum við þig að sinni
því kallið þitt er komið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Guð blessi þig og minningu
þína með þökk fyrir samveruna,
kæri vinur.
Stefanía og fjölskylda.
Virðing og traust er það sem
einkennir góða vináttu, milli mín
og Halla ríkti alltaf þessi sanna
vinátta sem innihélt gagnkvæma
virðingu og traust.
Halli var einstaklega barngóð-
ur og sýndi börnum virðingu,
hann gaf sig að börnum og sýndi
því áhuga sem þau höfðu að
segja. Ég minnist þess frá því að
ég var sjálf barn hvað mér fannst
gaman hversu mikinn tíma Halli
gaf sér til að spjalla við okkur
krakkana og fannst allt svo
skemmtilegt og merkilegt sem
við höfðum að segja. Ósjaldan
þegar við hittumst rifjaði hann
upp sögur frá því að ég var lítil
stelpa í sveitinni og hvað hann
hafði gaman af því sem ég var að
segja og gera þá.
Halli var ekki mikið fyrir að
fara á mannamót en var traustur
og sannur vinur vina sinna og leið
best í fámennum hópi góðra vina
eða fjölskyldu. Halli var góður afi
og naut sín vel í því hlutverki, í
hvert skipti sem við hittumst tal-
aði hann um afastelpurnar sínar
með glampa í augum og stolt í
hjarta.
Halli hafði sinn skugga að
bera en þrátt fyrir það náði hans
hlýja hjartalag, virðing og vænt-
umþykja alltaf í gegn. Hann var
ófeiminn við að segja mér og láta
mig finna það hversu mikið hann
kunni að meta vináttu okkar og
hversu vænt honum þótti um mig
og fjölskyldu mína. Hann lagði
upp með að hafa gaman af lífinu
og taka því létt sem að höndum
bar.
Vísur, ljóð og fallegur söngur
voru á meðal áhugamála hans,
ósjaldan fór hann með vísur fyrir
mig og reyndi mikið að fá mig til
að æfa mig í að syngja og yrkja,
en eitthvað hefur nú farið lítið
fyrir því hjá mér þó að ég hafi
vissulega gaman af hvoru
tveggja. Ein af fyrstu minning-
um mínum af vináttu okkar Halla
var þegar ég var lítil stelpa í
sveitinni og Halli kom í heim-
sókn, þá höfðum við það fyrir sið
að sækja Skólaljóðin og syngja
saman kvæði sem ég læt fylgja
með hér í lokin.
Erla, góða Erla,
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð
því kveldsett löngu er.
Úti þeysa álfar
um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn
hið bleika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla,
nú ertu þæg og góð.
Æskan geymir elda
og ævintýraþrótt.
Tekur mig með töfrum
hin tunglskinsbjarta nótt.
Ertu sofnuð, Erla?
Þú andar létt og rótt.
Hart er mannsins hjarta
að hugsa mest um sig.
Kvöldið er svo koldimmt
ég kenni’ í brjósti’ um mig.
Dýrlega þig dreymi
og Drottinn blessi þig.
(Stefán frá Hvítadal)
Kæri vinur, takk fyrir trausta
og góða vináttu alla tíð.
Þyrey Hlífarsdóttir.
Haraldur I.
Óskarsson