Morgunblaðið - 16.04.2018, Síða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Gul viðvörun Hrafnhildar Ingu Sigurðardót
Hreyfilist Listaverkin hreyfðu við gestum.
Gleði Sólveig, listakonan
Hrafnhildur Inga, Hjördís og
Gunnar Már voru sæl í sinni.
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
og minjasöfnin sem leggja hönd á
plóg með sýningum fyrir börn, og
með því að efna til listviðburða þar
sem börnin sjálf koma fram og
ráða ferðinni.“
Áhugasamir geta skoðað dag-
skrána á heimasíðunni Barna-
menningarhatid.is, eða lagt leið
sína í Ráðhús Reykjavíkur og í
Hörpu þar sem verða viðburðir og
sýningar sumardaginn fyrsta og
alla næstu helgi.
En af hverju að efna til menn-
ingarhátíðar sem stílar sérstaklega
inn á börn? Björg segir hátíðinni
meðal annars ætla að kynna börn-
unum menningu og listir. Hátíðin
á líka að stuðla að því að skapa
vettvang fyrir listafólk til að vinna
með og fyrir börn. Einnig er hún
tækifæri fyrir börnin til að koma
fram eða sýna verk sín við bestu
aðstæður: „Það er alveg öruggt að
fyrir þau börn sem taka t.d. þátt í
kórsöng á Eldborgarsviðinu með
300 öðrum börnum og við undirspil
hljómsveitar frá Tónskóla Sigur-
sveins verður upplifunin ógleym-
anleg og tilfinningin sem fylgir því
að koma fram í svona glæsilegu
rými gæti orðið kveikjan að fleiri
afrekum á menningasviðinu seinna
meir,“ segir Björg. „Sama má
segja um börnin sem hafa gert
teikningar eða málverk sem hengd
verða upp á listasöfnum borgar-
innar. Að koma t.d. á Kjarvalsstaði
með bekkjarfélögunum og leita
uppi eigin mynd inni í sýningarsal
kann að vera fyrsta skrefið fyrir
suma á listræna sviðinu.“
Barnamenning í boði allt árið
Það er ágætt að barnamenning
sé í sviðsljósinu eina viku á ári
hverju, en Björg bendir á að
menningarviðburðir fyrir börn séu
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Eftir opnunarviðburðinn, sem öll-
um nemendur í 4. bekk í Reykja-
vík er boðið á, höfum við lagt
könnun fyrir börnin. Hefur ekki
bara komið í ljós að um 95%
þeirra eru ánægð með viðburðinn,
heldur eru mörg þeirra að koma í
Hörpu, eða í Eldborgarsalinn, í
fyrsta sinn,“ segir Björg Jóns-
dóttir, verkefnastjóri viðburða hjá
skrifstofu Barnamenningarhátíðar
í Reykjavík. Björg fer, ásamt
Hörpu Rut Hilmarsdóttur, með
yfirumsjón með skipulagi hátíðar-
innar sem í ár verður haldin frá
17. til 22. apríl.
Barnamenningarhátíð í Reykja-
vík var fyrst haldin árið 2010, og
svo aftur árið 2012 en hefur verið
árlegur viðburður síðan þá. Dag-
skráin er mjög metnaðarfull, dreif-
ir hún úr sér um alla borg, og má
reikna með að tugir þúsunda
barna upplifi þennan stóra list-
viðburð.
Björg bendir á að á Barnamenn-
ingarhátíð í Reykjavík sé lögð
áhersla á að börnin séu ekki bara
áhorfendur, heldur líka þátttak-
endur í listinni. „Við höfum frá
upphafi fylgt þessu þrískipta
markmiði: að bjóða upp á menn-
ingu fyrir börn, og menningu sem
er flutt af börnum eða með börn-
um þar sem börnin starfa með at-
vinnulistafólki,“ útskýrir hún og
reiknast til að samtals séu vel á
annað hundrað viðburðir á dagskrá
í ár. „Leikskólar, grunnskólar, fé-
lagsmiðstöðvar og frístundaheimili
borgarinnar taka þátt, sem og
bókasöfnin, listasöfnin, leikhúsin
Börnin bæði njóta og taka þátt
Barnamenningarhátíð leggur undir
sig menningarstofnanir Reykjavíkur í
þessari viku Meðal hápunkta verður
kórsöngur 300 barna við undirspil
barnahljómsveitar í Eldborgarsalnum
Morgunblaðið/RAX
Veganesti Harpa Rut og Björg hafa yfirumsjón með hátíðinni. „Ég hef alveg fengið að heyra það sjálf hjá eigin
börnum að þau nenni ekki fyrir nokkra muni að fara með móður sinni á enn eitt safnið,“ segir Björg og ráðleggur
foreldrum að leyfa börnunum stundum að ráða ferðinni. Menningarlegt uppeldi getur verið línudans.
Morgunblaðið/Eggert
Tilhlökkun Krakkaskarinn syngur af innlifun á einum af stærstu viðburðum síðustu barnamenningarhátíðar.