Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 BÚDAPEST 27. apríl í 4 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 í herbergi með morgunmat.Stökktu Frá kr. 59.995 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Keypti flugmiða fyrir flótta  Lítið vitað um ferðir strokufangans Sindra Þórs  Lögmaður hans var yfirheyrður Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Sindri Þór Stefánsson, strokufanginn sem strauk úr fangelsinu á Sogni klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags, keypti sjálfur flugmiða sinn til Sví- þjóðar örfáum klukkutímum áður en hann flúði fangelsið. Miðann keypti hann á nafni annars manns. Ekkert er vitað um ferðir Sindra frá því að flug- vél Icelandair lenti á Arlanda-flugvellinum í Sví- þjóð og segir Gunnar Schram, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, ekki víst hvort Sindri Þór hafi yfirgefið flugvöllinn eða hvort hann hafi flogið þaðan áfram. Sindri sat í gæsluvarðhaldi á Sogni grunaður um aðild að innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ í ársbyrjun en um er að ræða eitt stærsta þjófn- aðarmál Íslandssögunnar. Verðmæti tölvubúnað- arins hleypur á 200 milljónum króna en ekki hefur verið upplýst hvort frekari verðmæti séu á hörð- um diskum tölvubúnaðarins. Lögmaður Sindra Þórs yfirheyrður Að sögn Gunnars Schram er ekki vitað hvernig flóttanum var háttað frá því að Sindri Þór skreið út um glugga klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags þangað til hann kom akandi með leigubíl að Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, sem var silfraður skutbíll af tegundinni Skoda. Lögregla hafði ekki náð tali af leigubílstjóranum þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi og var því enn óupplýst hvar hann fór upp í bílinn. Gunnar segir lögreglu telja það nokkuð öruggt að Sindri Þór hafi notið liðsinnis við fangelsisflótt- ann utan veggja fangelsisins og voru tveir yfir- heyrðir í gær með réttarstöðu sakbornings í gær en sleppt að loknum yfirheyrslum. Annar mann- anna er Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Hann staðfestir að hann hafi verið boðaður til skýrslutöku til lögreglu vegna málsins en segist ekki vita til þess að hann hafi verið annar tveggja með réttarstöðu sakbornings. „Ég var boðaður í skýrslutöku út af þessu máli, en ég hef ekkert með það að gera að öðru leyti en að ég er verjandi mannsins og ber skyldur sem slíkur,“ segir Þor- gils í samtali við Morgunblaðið. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Ekki liggur fyrir hvort tengsl séu á milli Sindra Þórs og mannsins sem hann þóttist vera á flugmið- anum sem hann ferðaðist á til Svíþjóðar en lög- regla hefur ekki náð tali af viðkomandi. Þá er ekki víst hvort Sindri Þór hafi ferðast á skilríkjum við- komandi, en hann gat komist hjá því þar sem hann ferðaðist innan Schengen-svæðisins. Engum íslenskum fanga hefur tekist að strjúka án þess að komast aftur undir manna hendur. »42 Rúmur mánuður er í sveitarstjórn- arkosningarnar 26. maí. Áherslumál- in eru mismunandi eftir sveitarfélög- um og landshlutum og til að varpa ljósi á það munu blaðamenn og ljós- myndarar Morgunblaðsins og mbl.is fara um landið næstu þrjár vikurnar. Þar verður fjallað um sveitar- stjórnarkosningarnar frá ýmsum sjónarhornum, rætt við heimafólk á hverjum stað um hver „stóru málin“ eru á hverjum stað fyrir sig, hvað helst brennur á fólki og hvað setja þyrfti í forgang. Umfjöllunin hefst á Suðurnesjun- um í dag og síðan verður farið vítt og breitt um landið, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. »36-37 Hver verða stóru málin? SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 2018 Í MORGUNBLAÐINU Austurland/ Austfirðir LAUGARD. 5. MAÍ Suðurland LAUGARD. 21. APRÍL Suðurnes Í DAG, 19. APRÍL Vestfirðir FIMMTUD. 26. APRÍL Vesturland FIMMTUD. 3. MAÍ Norðurland vestra LAUGARD. 28. APRÍL Norðurland eystra FIMMTUD. 10. MAÍ Tuttugu ljós- mæður höfðu sagt upp störfum sínum á Land- spítalanum undir kvöld í fyrradag, samkvæmt upp- lýsingum spít- alans. Þann dag hafði ein uppsögn bæst við, eftir ár- angurslausan fund samninganefnda ljósmæðra og ríkisins. Ljósmæðurnar sem sagt hafa upp störfum eru í um 13 stöðugildum, flestar á kvenna- og barnasviði spít- alans. Á Landspítalanum eru um 150 ljósmæður í um það bil 100 stöðu- gildum. Ekki er vitað til þess að ljós- mæður hjá öðrum stofnunum hafi sagt störfum sínum lausum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for- maður kjaramálaráðs Ljósmæðra- félags Íslands, sagðist í gær ekki hafa yfirlit yfir hversu margar ljós- mæður hefðu sagt upp störfum. Vissi hún þó til þess að einhverjar væru með uppsagnarbréf tilbúin í tölvunni og áformuðu að senda þau ef ekkert nýtt gerðist í kjaradeil- unni. Þá segist hún heyra að ólga sé einnig að byggjast upp í öðrum stofnunum en Landspítalanum. Í því ljósi sagðist hún allt eins eiga von á fleiri uppsögnum á næstunni. helgi@mbl.is Tuttugu ljósmæður sagt upp Katrín Sif Sigurgeirsdóttir  Hætta aðeins á Landspítalanum Héraðsdómur Reykjavíkur fram- lengdi í gær gæsluvarðhald yfir Sig- urði Kristinssyni á grundvelli al- mannahagsmuna þangað til á morgun að kröfu lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Lögregla krafðist fyrst fjögurra vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi en héraðsdómur féllst ekki á það. Sigurður hefur verið í haldi lög- reglu frá því í janúar grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli en hann var handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra réðst í umfangs- miklar aðgerðir í tengslum við málið í janúar á þessu ári í húsnæði Skák- sambands Íslands í Faxafeni og á veitingahúsinu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ. Margeir Sveinsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sagði við mbl.is í gær að héraðssaksóknari hefði sent málið aftur til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari gagnaöflunar. Varðhald fram til morguns Það var glatt á hjalla í gærkvöldi á Akureyri þegar Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum voru settir. Um 860 keppendur úr 16 félögum, sem eru á aldrinum 4 til 15 ára, mæta til leiks á leikunum sem nú er haldnir í 43. sinn. Á þriðja þúsund manns eru á svæðinu vegna leikanna þar sem keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á brettum. Nægur snjór er enn í Hlíðarfjalli en skíðatíðinni nyrðra lýkur með þessum viðburði. Kátir skíðakrakkar komnir á mótið Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum voru settir á Akureyri í gærkvöldi Rannsókn stendur enn yfir á elds- upptökum brunans í Miðhrauni sem varð í byrjun mánaðarins. Rann- sóknin er í höndum tæknideildar lögreglu í samvinnu við Mannvirkja- stofnun og sérfræðing frá Slökkvi- liðinu á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryf- irlögregluþjóns standa vonir til að niðurstaða liggi fyrir á morgun. Ekkert sem komið hefur fram við rannsókn á eldsupptökunum bendir til þess að þau megi rekja til sak- næms hátternis. Vonast eftir niðurstöðunni á morgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.