Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Tallinn & Pétursborg sp ör eh f. Sumar 18 Í þessari glæsilegu ferð fléttast saman tveir einstaklega áhugaverðir áfangastaðir,Tallinn höfuðborg Eistlands og Pétursborg.Tallinn er ein best varðveitta miðaldaborg Norður- Evrópu og Pétursborg er án nokkurs efa ein helsta miðstöð menningar og lista, en margir telja borgina eina þá fallegustu í heimi og er miðbærinn allur á heimsminjaskrá UNESCO. 23. - 29. ágúst Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 214.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Til þessa hefur ekki verið krotað á þessa veggi, þetta er fyrsta krotið. Við höfum ekki fengið tilkynningu um hverj- ir þetta voru og enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér, en við þiggjum allar ábendingar,“ segir Jón Halldór Jónas- son, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, um veggja- krot á grjótgarðinn meðfram Miklubraut við Klambratún. Þar er nú búið að úða veggjakroti. Hann segir hreinsun á krotinu vera verk á framkvæmdastigi, og að ekki sé víst hvenær eða hvernig það verði gert en giskaði á háþrýsti- þvott. Brugðist sé skjótt við kroti hjá borginni með há- þrýstiþvotti, umhverfisvænum hreinsiefnum eða málað yf- ir krotið. Særandi og rasísk ummæli gangi fyrir, sérstaklega á skólabyggingum. „Umsjónaraðili mannvirkisins ber ábyrgð á hreinsun- inni og í þessu tilfelli eru það Reykjavíkurborg og Vega- gerðin,“ segir Jón Halldór, en Miklabraut er stofnbraut. Ekki sé fyrirséð hve mikið hreinsunin muni kosta, en samkvæmt vef borgarinnar var kostnaður hennar vegna veggjakrots tæpar 20 milljónir árið 2016. Spurður hvað hægt sé að gera til að bæta ástandið svarar Jón Halldór því að aldrei sé hægt að koma í veg fyr- ir óvitaskap. Um sé að ræða skemmdarverk og umræða í samfélaginu geti e.t.v. hjálpað en einnig vill Jón Halldór benda fólki á að hafa augun opin og nota ábendingavef Reykjavíkurborgar í tilfellum sem þessum. Skemmdarverk á grjótgarði  Hreinsa þarf hleðslu við Miklubraut með háþrýstiþvotti Morgunblaðið/Hari Veggjakrot á umdeildum vegg Einhver óprúttinn hefur ákveðið að valda spjöllum á grjótgarðinum við Miklubraut. Þeistareykjastöð er komin í full- an rekstur eftir að seinni véla- samstæða hennar var tekin í notkun. Afl stöðvarinnar er nú alls 90 MW. PCC kaupir hluta orkunnar. Þeistareykjastöð var gangsett í nóvember þegar fyrri véla- samstæðan var ræst og tengd við flutningskerfið. Framkvæmdir við annan áfanga hafa gengið vel og hefur vélasamstæðan verið í tilraunarekstri síðustu vikur. Framkvæmdum á Þeistareykja- svæðinu lýkur í haust. Gangsetning vélarinnar tryggir enn betur afhendingu rafmagns til viðskiptavina Landsvirkjunar á Norðausturlandi, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns sam- skiptasviðs, auk þess sem auð- veldara verður að mæta aukn- ingu í eftirspurn á Norð- austurlandi og annars staðar á landinu. Aflstöðin í fullan rekstur ÞEISTAREYKJAVIRKJUN Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byrjað verður að hita fyrri ofn kís- ilvers PCC á Bakka við Húsavík í dag eða næstu daga. Ef uppkeyrsl- an gengur að óskum skilar ofninn fyrstu afurðunum eftir um það bil tíu daga. „Þetta er gríðarlega stór áfangi í verkefni sem lengi hefur verið unnið að,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakki- Silicon hf. Fjöldi starfsmanna á vegum aðal- verktaka kísilversins, þýska fyrir- tækisins SMS Group, hefur unnið að byggingu verksmiðjunnar. Framkvæmdir hafa gengið vel að undanförnu og nú er komið að því að gangsetja fyrri ljósbogaofn þessa áfanga en ofninn ber heitið Birta. Ofn númer tvö sem tekinn verður í notkun í kjölfarið hefur fengið heit- ið Bogi. Í gær var unnið að öryggisúttekt á síðustu byggingunum en að þeim koma slökkvilið, Vinnueftirlitið, byggingafulltrúi og fleiri. Hafsteinn sagði í gær að ef jákvæð niðurstaða yrði af því myndi hitun Birtu hefj- ast klukkan 10 í dag, fimmtudag. Síðdegis í gær var ekki ljóst hvort það tækist. Það gæti því dregist til morguns eða næstu daga. Jafn- framt var í gær verið að prófa síð- asta kerfið, innmötunarkerfi hrá- efna að ofninum. Lykt innan lóðar Byrjað verður á því að setja straum á ofninn í stuttan tíma. Tím- inn verður smám saman lengdur og straumur aukinn. Tilgangurinn er að baka fóðringu ofnsins. Eftir tvo til þrjá daga, þegar fóðringin er fullbökuð, verða hráefni sett inn og eiginleg framleiðsla hefst um það bil viku síðar þegar fyrstu afurð- irnar skila sér úr ofninum. PCC hefur lagt áherslu á að upp- lýsa Húsvíkinga og aðra nágranna kísilversins um stöðu mála og að þeir verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna uppkeyrslu ofns- ins. Hafsteinn segir að einhver lykt verði af ofninum á meðan verið er að baka fóðringuna en hann á ekki von á að hún berist út fyrir lóð fyr- irtækisins. Það er þó eitthvað háð veðri og vindátt. Það hjálpar að reykhreinsivirki verksmiðjunnar verður tekið í notkun strax en áður var búið að tilkynna að ekki væri hægt að nota það við uppkeyrslu ofnsins. Reykhreinsivirkið mun draga úr áhrifum á umhverfið. Seinustu handtökin drjúg Áætlanir gerðu ráð fyrir að kísil- verið yrði gangsett undir lok síðasta árs. Framkvæmdir við virkjun og háspennulínur miðuðust við það. Framkvæmdum við verksmiðjuna seinkaði hins vegar nokkuð. Haf- steinn segir að nokkrar ástæður séu fyrir því. Í fyrsta lagi hafi orðið taf- ir í upphafi vegna þess að jarð- vinnan á lóðinni á Bakka hafi tekið meiri tíma en áætlað var og ekki hafi tekist að vinna þá seinkun upp. Þá hafi fyrirtækið tekið þá stefnu að setja verksmiðjuna ekki í gang fyrr en allt væri tilbúið og menn öruggir um að gangsetning gengi vel. Þá hafi síðustu handtökin verið drjúg og tekið sinn tíma. Þýski verktakinn, SMS Group, sér um að byggja verksmiðjuna og útvega allan tæknibúnað. Hafsteinn segir að enn séu ýmis handtök eftir en starfsfólki muni fækkað mikið á næstunni. Þó verði menn frá fram- leiðandanum á staðnum þar til loka- afhending fer fram, væntanlega ein- hvern tímann í sumar. Afurðirnar uppseldar Allar afurðir verksmiðjunnar hafa verið seldar fyrirfram, með langtíma sölusamningum. Kísillinn er seldur til þriggja stórra kaup- enda í Evrópu og mun fara til ál- vera og í efnaiðnað. Hafsteinn segir að gerð séu verðmæti úr öllum aukaafurðum þannig að engu verði fargað, nema lífrænum úrgangi. Í dag verður síðasti samningurinn undirritaður en hann er um sölu á kísilrykinu sem til fellur við fram- leiðsluna. Kísilrykið er meðal ann- ars notað í steypu. Allar afurðirnar eru fluttar út. Byrjað að hita upp fyrri ofninn  Framleiðsla hefst í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík næstu daga  Gangsetning tafðist um 3-4 mánuði  Ekki búist við óþægindum fyrir nágranna  Allar afurðir verksmiðjunnar seldar fyrirfram Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hráefni Verksmiðjan hefur safnað upp birgðum af hráefnum sem landað er í Húsavíkurhöfn. Við framleiðsluna er notað kvars og kolefni, meðal annars kol og trjákurl. Tréð er flutt inn frá Finnlandi og bútað niður í verksmiðjunni. Kísilver PCC » Í fyrsta áfanga kísilvers PCC á Bakka mun framleiðslan fara fram í tveimur ljósbogaofnum. Afurðirnar eru 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. » Hvor ofn notar 24 MW afl raforku. Heildaraflþörf verk- smiðjunnar er 52 MW sem tvö- faldast þegar verksmiðjan verður fullbyggð. Raforkan kemur frá Þeistareykjastöð Landsvirkjunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.