Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 INNBYGGÐUM GUFUGLEYPI SPANHELLUBORÐMEÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is LOSNAÐU VIÐ HÁFINN Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni. ÞÝSK VERÐLAUNAHÖNNUN Sjámyndbönd á friform.is 5 ára ábyrgð á öllum raftækjum FRÁBÆR NÝJUNG ENGINN HÁFUR EKKERTVESEN OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Styrmir Gunnarsson skrifar: „Þeirsem enn berjast fyrir aðild Ís- lands að Evrópusambandinu – og þeir eru aðallega í Samfylkingu og Viðreisn – tala eins og engin vanda- mál séu uppi innan Evrópusam- bandsins. Emmanúel Macron, forseti Frakklands, er ann- arrar skoðunar og ætla mætti að hann vissi eitthvað um málið.    Í ræðu á Evrópu-þinginu í Strass- borg í gærmorgun líkti Macron ástand- inu innan ESB við „evrópskt borg- arastríð“ og kvaðst hafa áhyggjur af því að Evrópa væri að færast frá lýðræði til „aukinnar valdboðsstefnu“. Þetta eru stór orð en alltof mikið til í þeim.    Skrifstofuveldið í Brussel telur siggeta gefið aðildarríkjum fyrir- mæli um hitt og þetta og sækir þó ekki umboð sitt til kjósenda í Evrópu heldur er um að ræða ráðna skrif- stofumenn.“    Þetta eru góðar ábendingar hjáStyrmi, en það er eins og fyrri daginn að stjórnlyndir leiðtogar laga tungumál í hendi sinni.    Macron forseti segist bardaga-maður „lýðræðisins“ gegn valdboðsstefnunni.    Lausn hans er sú að færa valdiðfrá lýðræðislega kjörnum fulltrúum ESB-ríkja yfir til búrók- ratanna!    Það er vegna þess að hann telurað þeim geti hann og kanslari Þýskalands stýrt og það tryggi lýð- ræðið í ESB nægjanlega vel! Styrmir Gunnarsson Lýðræði að ofan STAKSTEINAR Emmanuel Macron Veður víða um heim 18.4., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 14 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 16 skýjað Glasgow 16 skýjað London 22 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 21 heiðskírt Moskva 7 rigning Algarve 22 heiðskírt Madríd 23 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 4 skúrir New York 7 skýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:41 21:13 ÍSAFJÖRÐUR 5:36 21:29 SIGLUFJÖRÐUR 5:18 21:12 DJÚPIVOGUR 5:08 20:45 Íslandsmótið í brids, sveitakeppni, hefst í dag en þar keppa 12 sveitir til úrslita. Flestar eru sveitirnar af höf- uðborgarsvæðinu en ein er frá Norðurlandi og ein frá Suðurlandi. Spilamennskan hefst klukkan 10 en spilað er í sal Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6, í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með stöðunni í leikjunum á vef Bridgesambands Íslands, bridge.is, og með spila- mennsku í völdum leikjum í hverri umfer á vefnum bridgebase.com. Sveitirnar 12 spila einfalda um- ferð sem lýkur síðdegis á laug- ardag. Fjórar efstu sveitirnar spila síðan til úrslita um Íslandsmeist- aratitilinn á sunnudag. Núverandi Íslandsmeistari er sveit Jóns Baldurssonar sem í ár keppir undir nafni Hótels Hamars. Íslandsmótið í brids hefst í dag  Tólf bridssveitir keppa til úrslita Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spilamennska Bestu bridsspilarar landsins reyna með sér á Íslandsmótinu. Hátíð Jóns Sig- urðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, sumardag- inn fyrsta. Fjöl- menn sendinefnd frá Alþingi verð- ur á hátíðinni, alls 10 manns. Verðlaun Jóns Sigurðssonar for- seta verða afhent af því tilefni, en þau voru fyrst veitt árið 2008. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hug- sjónum. Þingforseti veiti verðlaunin. Þau hlýtur hverju sinni einstakl- ingur sem hefur unnið verk er tengj- ast hugsjónum og störfum Jóns Sig- urðssonar. Þátttakendur Alþingis á hátíðinni verða eftirtaldir alþingismenn: Bryndís Haraldsdóttir, Guðjón S. Brjánsson, Inga Sæland, Stein- grímur J. Sigfússon þingforseti, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir. Og eftirtaldir starfs- menn Alþingis: Helgi Bernódusson, Jörundur Kristjánsson, Karl Magn- ús Kristjánsson og Vigdís Jóns- dóttir. Jón Sigurðsson Fjölmenni á hátíð í Jónshúsi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.