Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýliðun og gróska hefur einkennt starf Skóræktarfélags Reykjavíkur í tvennum skilningi síðustu misseri. Í fyrsta lagi voru fleiri plöntur gróð- ursettar á vegum félagsins í fyrra heldur en um langt árabil. Í öðru lagi hefur fjölgað verulega í félaginu og er þar að stórum hluta á ferð ungt fólk sem hefur áhuga á starfinu og að leggja félaginu lið, að sögn Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur SR. Heiðmörk er stærsta útivistar- svæðið á höfuðborgarsvæðinu og á hverju ári sækir yfir hálf milljón gesta þangað. SR fer með umsjón svæðisins, en landeigendur eru Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Garðabær. Í fyrra gróðursetti félagið 117 þúsund plöntur í Heiðmörk og er það mesta gróðursetning í áratug. 50-80 ára ungskógur Alls gróðursetti félagið 205 þús- und plöntur í fyrra og áætlar Helgi að það sé hátt í 10% af því sem var gróðursett í landinu öllu. Félagið sé því stórt í þessu starfi þar sem Skóg- ræktin, Landgræðslan, um 50 skóg- ræktarfélög og um 700 skógar- bændur komi að skógrækt. Mikið var gróðursett í Heiðmörk á árunum frá um 1950 og fram undir 1980. Að sögn Helga hafa trén spjar- að sig vel og þessi árin er vöxturinn svo kröftugur að Heiðmörkin tvö- faldar rúmmál sitt að sumri á fimm ára fresti og kolefnisbinding er því öflug. Tré geta orðið 3-600 ára, t.d. sitkagreni sem er áberandi í Heið- mörk, og því er rétt að flokka skóg- inn í Heiðmörk sem ungskóg, að sögn Helga. Auk Heiðmerkur er Skógræktar- félagið með starfsemi víðar, t.d. á tveimur jörðum í Esjuhlíðum, Mó- gilsá og Kollafirði. Félagið á Múla- staði í Flókadal sem er um 650 hekt- ara jörð og hefur umsjón með skógræktarsvæði á prestsetrinu Reynivöllum í Kjós. Í Mýrdalshreppi leigði SR jarð- irnar Fell, Álftagróf og Keldudal ár- ið 1989, en keypti þær fyrir skömmu. Alls er svæðið í Mýrdalnum um 1.000 hektarar og var landið nefnt Fellsmörk. Almenningi var boðið að fá eins hektara spildur á svæðinu til ræktunar. Gegn því að annast skóg- rækt á svæðinu og greiða leigu hafa landnemar rétt til byggingar sum- arbústaða á sínum skikum og eru nú um 15 bústaðir á svæðinu. Helgi segir að almenningur sé mjög hliðhollur skógrækt og bendir í því sambandi á niðurstöður skoð- anakönnunar sem Gallup gerði í síð- asta mánuði fyrir hagsmunaaðila í skógrækt. Í niðurstöðunum kemur fram að langflestir landsmenn eru mjög jákvæðir fyrir skógrækt og þeim fjölgar sem telja að auka beri skógrækt til að binda koltvísýring og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jákvæðastir mælast ungir Íslend- ingar, háskólamenntaðir og íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Finna fyrir jákvæðni „Við finnum fyrir þessari já- kvæðni í Skógræktarfélagi Reykja- víkur og ungt fólk er mjög móttæki- legt fyrir starfseminni,“ segir Helgi. „Síðari hluta árs 2015 byrjaði nýtt fólk að ganga í félagið svo um mun- aði. Á hálfu þriðja ári hefur fjölgað hjá okkur um 600 manns og fjöldinn farið úr um þúsund í um 1.600 fé- laga. Margir hafa komið til okkar í jóla- skóginn og á jólamarkaðinn og notað tækifærið til að ganga í félagið. Þetta er ekki endilega fólk sem ætl- ar út í skóg að gróðursetja heldur vill styðja það sem við erum að gera og er ánægt með það.“ Mörg verkefni eru framundan, en þó svo að sumardagurinn fyrsti sé í dag er sumarstarfið ekki komið í gang og aðeins þrír fastir starfs- menn í höfuðstöðvum félagsins í gamla Elliðavatnsbænum plús einn verkefnaráðinn og einn starfsnemi. Verulega fjölgar í hópnum í sumar og þar munar mest um öflugan hóp frá Landsvirkjun. Fyrirtækið hefur í um 20 ár lagt starfi Skógræktar- félagsins lið. „Án þessa stuðnings held ég að við gætum ekki sinnt nauðsynlegum verkefnum við stíga og gróðursetn- ingu,“ segir Helgi. Stígakerfið 50 kílómetrar Undanfarið hefur SR rætt við landeigendur um endurnýjun á skilt- um í Heiðmörk, sem eru alls hátt í 250 talsins enda er svæðið stórt. Helgi bendir á að flatarmál Heið- merkur sé nánast jafn stórt og allt byggðasvæði Reykjavíkur og stíga- kerfið sé nálægt 50 kílómetrum að lengd. Búið er að kostnaðargreina verk- efnið og áætlar Verkfræðistofan Efla að endurnýjun allra skiltanna kosti um 21 milljón. Tillögur og hugmyndir hafa verið lagðar fyrir eigendur að Heiðmörk og vonast Helgi til að hægt verði að skipta hluta skiltanna út í ár og ljúka verk- efninu á næsta ári. Hann segir að mörg skiltanna séu einfaldlega orð- in gömul, en tjón hafi verið unnið á öðrum. Þannig hafi verið ekið utan í stærri skilti næst vegum, en einnig kastað í þau grjóti og jafnvel skotið á þau. „Sum skiltanna eru orðin svo lé- leg að við starfsmennirnir erum farnir að villast,“ segir Helgi. Kimmo Virtanen hefur hannað nýju skiltin, en hann er verkefna- ráðinn finnskur hönnuður hjá félag- inu. Helgi segir að hann gangi í öll störf; hanni skiltin, kynni þau á fundum með eigendum, smíði þau og „svo tekur hann skóflu og haka, gengur út í skóg og klárar málið,“ segir Helgi. Á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir fjórum vikum lét Þröstur Ólafsson af formennsku í félaginu. Hann hafði setið í stjórn félagsins í 14 ár, þar af 11 sem for- maður. Ný stjórn hefur ekki skipt með sér verkum. Nýliðun og gróska í Heiðmörk  Mesta gróðursetning Skógræktarfélags Reykjavíkur í áratug  Fjölgaði um 600 manns í félaginu á 30 mánuðum  Þörf á að endurnýja upplýsingaskilti í Heiðmörk  Kostnaður um 21 milljón króna Morgunblaðið/RAX Skiltagerð Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, og Kimmo Virtanen þúsundþjalasmiður með planka sem notaður verður til að bera eitt af 250 skiltum í Heiðmörk, en þörf er komin á endurnýjun þeirra. Vænn hluti skiltanna verður unninn úr efnivið úr skóginum í Heiðmörk. Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk nýverið tvo styrki úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Báðir lúta þeir að verkefnum í Esjuhlíðum, en félagið er með jarð- irnar Mógilsá og Kollafjörð á leigu frá ríkinu. 9,1 milljón verður varið til að bæta aðgengi ferðamanna og við- bragðsaðila að nýjum skipulögð- um útivistarsvæðum á austurhluta Esjuhlíða í Kollafirði. Aðkoman verður lagfærð og byggður nýr án- ingarstaður/bílastæði. Rúmlega sjö milljóna styrkur fer í endurbætur á göngustígum í Esjuhlíðum. Um er að ræða efstu hluta stígsins sem liggur vestan og austan við Mógilsá upp að Steini. Einkum er það kafli fyrir of- an sem þarfnast lagfæringar en þar eru skriður og klappir þar sem austur- og vesturstígurinn tengj- ast. Styrkir fara í endurbætur MEÐ ESJUHLÍÐAR Á LEIGU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.