Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 flugvelli hefur fjölgað um hátt í 4.500 undanfarin fimm ár, að sögn Berg- lindar. Þeim fjölgaði um 1.700 á síðasta ári og í ár er búist við að fjölgunin verði um 1.300. Þarna er eingöngu átt við bein störf, en ekki afleidd störf sem Berglind segir erfitt að henda reiður á. „Þessi fjölgun starfa samsvarar því að heil stóriðja bætist við á hverju einasta ári og þessu er spáð allt fram til ársins 2040. Náttúruleg fjölgun fólks, sem kemur út á vinnumarkað á Suðurnesj- unum á hverju ári, er 400 manns. Ekki er allt það fólk að fara að vinna í flug- stöðinni þannig að við höfum þurft að fá fólk frá öðrum löndum,“ segir Berg- lind. „Íbúasamsetningin hér er orðin allt önnur en annars staðar á landinu, hér eru um 20% íbúa af erlendu bergi brotin.“ Berglind segir að huga þurfi vel að þjónustu við þennan hóp, ekki síst í skólakerfinu þar sem koma þurfi til móts við þarfir barna sem tali litla sem enga íslensku. „Það er mikilvægt að þetta fólk verði íbúar hér og taki þátt í samfélaginu.“ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsvert önnur staða er uppi í sveit- arfélögunum á Suðurnesjunum nú, en þegar íbúar þar kusu síðast til sveitarstjórna fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur atvinnutækifærum fjölgað mikið og sömuleiðis hefur fólksfjölgun verið þar fordæmalaus. Þessu fylgja aukin verkefni sveitar- félaganna á svæðinu, en ekki síður fjölmörg tækifæri. Í viðtölum við nokkra íbúa svæðisins kemur fram að þeir telja að þessari breyttu stöðu mála fylgi mörg gríðarstór og brýn verkefni sem setja þurfi á oddinn í komandi sveitarstjórnarkosningum, þó kosningaáherslurnar séu vissu- lega nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 16,17% frá 2010-2017 sem er hlut- fallslega miklu meira en annars stað- ar á landinu, t.d. fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 8,44% á sama tímabili. „Fólksfjölgunin og það sem henni fylgir verður án efa stærsta áskorunin sem mun mæta nýjum meirihlutum eftir kosningarnar í sveitarfélögunum á Suðurnesjum,“ segir Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum. „Þegar þessi uppsveifla hófst var 14,7% atvinnu- leysi á svæðinu, núna er það í kring- um landsmeðaltal sem er 2,3%.“ Þessi uppgangur hefur, að henn- ar sögn, haft gríðarmikil áhrif á fjár- hag sveitarfélaganna, sem nú eru með færri á félagslegu framfæri og útsvarstekjur þeirra hafa einnig hækkað töluvert. Ljóst sé að opin- berri þjónustu á svæðinu hafi ekki tekist að halda í við fólksfjölgunina og það sama megi segja um framboð á húsnæði. Heil stóriðja á ári Berglind segir að byggingar íbúða séu fyrirhugaðar víða á Suð- urnesjunum og nefnir þar Voga, þar sem til stendur að byggja 600 nýjar íbúðir sem er 150% aukning frá þeim fjölda íbúða sem eru þar fyrir. „Hluti þessara nýju Suðurnesja- búa er fólk sem flytur af höfuðborg- arsvæðinu vegna hás húsnæðisverðs þar og skorts á húsnæði. Margir selja íbúðirnar sínar á höfuðborgarsvæð- inu og fá hér sérbýli fyrir svipaða upphæð,“ segir Berglind. Beinum störfum á Keflavíkur- Ekkert húsnæði að fá „Samgöngumál, húsnæðismál og heilbrigðismál. Þetta er það sem mér finnst skipta mestu máli í komandi kosningum,“ segir Jóhann Páll Krist- björnsson hönnuður sem býr og starfar í Reykjanesbæ. „Fjölfarnasti vegur landsins, Reykjanesbraut, liggur í gegnum sveitarfélagið mitt, honum er ekki sinnt og hefur senni- lega ekki verið í verra ásigkomulagi síðan hann var malarvegur. Það er bæjarstjórnarinnar að þrýsta á ríkis- valdið að halda honum við og gera hann öruggan. Það sama gildir um Grindavíkurafleggjarann sem er sannkölluð dauðagildra.“ Jóhann segir að á þeim áratug sem hann hefur verið búsettur í bæn- um hafi verið dregið verulega úr heil- brigðisþjónustu, deildum Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja hafi verið lokað og nú þurfi bæjarbúar að sækja þjónustu í meiri mæli til Reykjavíkur en áður. „Svo er yfirleitt um þriggja vikna bið eftir tíma hjá heimilislækni. Það er allt of langur tími og ekki fólki bjóðandi. Á sama tíma hefur íbúum á svæðinu fjölgað og gert er ráð fyrir að sú fjölgun haldi áfram. Það sjá það allir að þjónustan hefur engan veginn aukist í takt við það,“ segir Jóhann. Hann segist þekkja dæmi um fólk sem hafi hug á að setjast að á Suðurnesjunum en ekki fengið hús- næði. „Það er gríðarlega erfitt að fá húsnæði hérna, hvort sem það er leiguhúsnæði eða til kaups. Þarna gætu leigufélög, sem hugsanlega gætu verið á vegum sveitarfélaganna á einhvern hátt, komið að málum.“ Umhverfismálin mikilvæg Umhverfis-, menningar- og skólamál eru stærstu kosningamálin á svæðinu, að mati Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur, myndhöggvara og bæjarlistamanns Grindavíkur. „Nú- tímastjórnmál snúast um að hugsa út fyrir eigið svæði, á heimsmæli- kvarða, og það á líka við um sveitar- stjórnarpólitíkina. Margir hér á svæðinu brenna fyrir umhverfis- Samgöngur, umhverfismál og aldraðir  Verkefnum sveitarfélaganna á Suð- urnesjum fjölgar í takt við íbúafjölgun Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Suðurnes Íbúum fjölgaði um rúm 16% á sjö árum. Þessi þróun kallar á aukin verkefni sveitarfélaganna á svæðinu. SUÐURNES VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Krakkarnir á leikskólanum Sól- borg í Sandgerði voru að ljúka við að borða hádegismatinn sinn, steiktan fisk, grænmeti og kart- öflur, þegar blaðamann og ljós- myndara Morgunblaðsins bar þar að garði um daginn. Þau Bergrún Embla Hlynsdóttir 5 ára, Arndís Una Guðnadóttir 4 ára, Viktor Nó- el Sveinsson 5 ára og Þórbergur Eriksson 6 ára, nemendur á Sól- borg, gáfu sér tíma til að setjast niður og ræða komandi sveit- arstjórnarkosningar og voru spurð um hvað þau myndu gera ef þau fengju tækifæri til að stjórna Sandgerðisbæ í einn dag eða svo. „Ef ég myndi stjórna bænum myndi ég kaupa sandkassa með engu loki,“ stakk Bergrún upp á. „En kisur gætu kúkað í hann, kannski þarf að kaupa lok á hann,“ bætti hún við eftir nánari umhugsun. „Ég myndi stoppa um- ferðina,“ sagði Arndís. „Svo myndi ég borga peninga.“ Blaðamaður tók undir með Arndísi að það væri vissulega mikilvægt, bæði fyrir fólk og sveitarfélög, að borga skuldir sínar. Bergrún samsinnti því og sagði frá því að frænka hennar hefði eitt sinn verið stödd í verslun þar sem hún varð vitni að þjófnaði. „Hún sá fólk taka mat og fara út úr búðinni og borga ekki fyrir hann. Þau voru að stela!“ sagði Bergrún og viðstaddir tóku andköf af hneykslan. „Ef ég fengi alla peningana myndi ég vilja passa þá,“ sagði Viktor. Þórbergur var ekki í vafa um hvernig fjár- munum sveitarfélagsins væri best varið. „Ég myndi kaupa dróna. Hann gæti horft á alla í bænum.“ Bæjarstjóri má ekki skamma Börnin voru því næst spurð um hvort þau vissu hvað kosn- ingar snerust um. Lítið varð um svör, en allir þekktu einhvern sem hafði kosið. „Ég held að mamma mín og pabbi myndu segja að það ætti að kjósa mig,“ sagði Bergrún. Myndirðu vilja stjórna bænum? spurði blaðamaður. „Já,“ var svar- Enginn myndi keyra, bara hlaupa  Krakkarnir á Sólborg hafa sterkar skoðanir á hvernig góður bær á að vera Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.