Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA hefði rætt við leiðtoga einræðisstjórnar Norður-Kóreu, Kim Jong-un, í leyni- legri heimsókn til landsins. Mark- miðið með viðræðunum var að undir- búa væntanlegan fund Kims og Trumps sem verður líklega haldinn í byrjun júní eða í lok maí. Trump kvaðst einnig hafa lagt blessun sína yfir fyrirhugaðar viðræður leiðtoga Kóreuríkjanna um friðarsamning. Forsetinn sagði að „frábært tæki- færi“ hefði gefist til að binda form- lega enda á Kóreustríðið sem geisaði á árunum 1950 til 1953 og lauk með vopnahléssamningi sem embættis- menn Sameinuðu þjóðanna, Kína og Norður-Kóreu undirrituðu. Kóreu- ríkin hafa þó ekki undirritað friðar- samning sem bindur formlega enda á stríðið. Fengu blessun Trumps Ráðgert er að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, ræði við Kim Jong-un í næstu viku. Þetta verður þriðji leiðtogafundur Kóreuríkjanna tveggja frá því að vopnahléssamn- ingurinn var undirritaður fyrir 65 árum. Samið hefur verið um að sjón- varpað verði í beinni útsendingu frá upphafi fundarins þegar leiðtogarnir heilsast. Suðurkóreskir embættismenn segjast vera að leita leiða til að tryggja friðarsamning milli Kóreu- ríkjanna. „Við stefnum að því að nú- gildandi vopnahléssamkomulagi verði breytt í friðarsamning,“ hafði fréttaveitan AFP eftir embættis- manni í Bláa húsinu, bústað og skrif- stofu forseta Suður-Kóreu. „Fólk áttar sig ekki á að Kóreu- stríðinu er ekki enn lokið … og þeir eru að ræða um að binda enda á stríðið,“ sagði Trump og bætti við að hann hefði lagt blessun sína yfir við- ræður um friðarsamning. „Góð tengsl mynduðust“ Embættismenn í Hvíta húsinu í Washington sögðu að Trump hefði ekki rætt við Kim Jong-un í síma. Dagblaðið The Washington Post skýrði fyrst fjölmiðla frá því að Mike Pompeo, forstjóri CIA, hefði rætt við Kim Jong-un í leynilegri heim- sókn til Norður-Kóreu. Trump stað- festi það í tísti á Twitter í gær. „Fundurinn gekk mjög vel og góð tengsl mynduðust,“ sagði hann. „Kjarnorkuafvopnun er af hinu góða fyrir heimsbyggðina, en líka fyrir Norður-Kóreu!“ Pompeo er sagður hafa farið til Norður-Kóreu fyrstu helgina í apríl, rúmum tveimur vikum eftir að Trump tilnefndi hann utanríkis- ráðherra í stað Rex Tillerson sem forsetinn vék úr embætti. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefninguna á næstu vik- um. Pompeo er hæst setti bandaríski embættismaðurinn sem hefur farið í heimsókn til Norður-Kóreu í tæpa tvo áratugi, eða frá því að Madeleine Albright, þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fór þangað til að ræða við Kim Jong-il, föður nú- verandi leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismenn í Washington segja að bandarísk stjórnvöld hafi rætt fyrirhugaðan leiðtogafund fyrir milligöngu leyniþjónustunnar. Ráða- mennirnir í Norður-Kóreu hafi sagt bandarískum embættismönnum eft- ir heimsókn Pompeo að Kim vildi ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreu- skaganum á leiðtogafundinum. Fimm mögulegir fundarstaðir Trump kvaðst búast við því að fundurinn yrði haldinn í byrjun júní eða fyrr ef undirbúningurinn gengi vel. Hann sagði að fulltrúar land- anna tveggja væru að ræða fimm mögulega fundarstaði og ekki væri gert ráð fyrir því að leiðtogafundur- inn yrði haldinn í Bandaríkjunum. Að sögn AFP er m.a. rætt um að fundurinn verði í Kína, öðru Kóreu- ríkjanna eða í þorpinu Panmunjom á herlausa landamærabeltinu þar sem vopnahléssamningurinn var undir- ritaður árið 1953. Leiðtogafundur Kóreuríkjanna á að fara fram þar á föstudaginn í næstu viku. Frétta- skýrendur hafa einnig leitt getum að því að fundurinn verði haldinn ein- hvers staðar í öðru Asíuríki, í Evr- ópu eða um borð í skipi á alþjóðlegu hafsvæði, að sögn fréttavefjar BBC. Verði af leiðtogafundinum verður þetta í fyrsta skipti sem sitjandi for- seti Bandaríkjanna ræðir við leið- toga Norður-Kóreu. Blekking til að losna við refsiaðgerðir? Trump ræddi undirbúning leið- togafundarins á blaðamannafundi í bústað sínum á Flórída með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Abe sagði að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Japan væru „mjög einhuga“ í Norður-Kóreumálinu. Hann bætti við að Japanar hefðu orðið varir við „mikla breytingu á framgöngu Norður-Kóreumanna“ frá því að Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Suður-Kóreu og sagði að Trump hefði knúið þá breytingu fram með því að beita Norður-Kóreumenn „hámarksþrýstingi“. „Afstaða þín gerði það mögulegt að þessi breyt- ing varð,“ sagði Abe við Trump. Stjórnmálaskýrendur í Suður- Kóreu telja þó að mjög erfitt verði að ná fram samningi um frið og kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Einn þeirra, Yoo Dong-ryul, segir friðarumleitanir Norður-Kóreu- manna vera brellu til að losna við refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. „Norður-Kóreustjórn hefur aldrei staðið við neina samninga sem hún hefur undirritað,“ segir hann. Gullið tækifæri eða blekking?  Trump segir „frábært tækifæri“ hafa gefist til að ná fram friðarsamningi milli Kóreuríkjanna  Talið er að Norður-Kóreumenn setji skilyrði fyrir kjarnorkuafvopnun  Hafa ekki virt samninga Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu September 2010 Desember 2011 Desember 2012 Febrúar 2017Desember 2013 Júlí 2017 September 2017 Febrúar 2018 26. mars 20188. mars 2018 Mikilvægir atburðir í leiðtogatíð einræðisherrans Kim fór til Peking og ræddi við kínverska ráðamenn í fyrstu utanlandsferð sinni eftir að hann varð leiðtogi N-Kóreu Forseti Kína, Xi Jinping (t.h.), heilsar Kim Jong-un á mynd sem var birt 28. mars 2018 Kim tók við völdunum eftir að faðir hans, Kim Jong-il, lést. Nýi leiðtoginn var þá nálægt þrítugu Kim Jong-un með félögum sínum í miðstjórn einræðisflokksins á mynd sem birt var 30. september 2010 Eldflaug skotið á loft í tilraunaskyni í Norður-Kóreu 12 desember 2012 Kim Jong-nam í Macau, 4. júní 2010 Kim Jong-un, 24. des. 2011 Mynd á sjónvarpsskjá af Jang Song-thaek, 13. desember 2013 Mynd af eldflaugar- skotum 4. júlí og 28. júlí N-Kóreumenn skutu langdrægum flaugum í tilraunaskyni Ljósmyndir: AFP Photo/KCNA og KNS/Saul Loeb/ Woohae Cho/Planet/Joongang Ilbo Files/CCTV Kim gerður að fjögurra stjarna hers- höfðingja og forystumanni í flokknum Ríkisfjölmiðlar landsins birtu í fyrsta skipti myndir af honum á fullorðinsaldri Kim fyrirskipaði að langdrægri eldflaug yrði skotið á loft Árið eftir fyrirskipaði hann þriðju kjarnorkutilraun N-Kóreu Hálfbróðir einræðisherrans, Kim Jong-nam, myrtur með bönnuðu taugaeitri, VX, í Kuala Lumpur Eiginmaður föðursystur Kims, Jang Song-thaek, tekinn af lífi eftir að hafa verið dæmdur fyrir landráð og spillingu N-Kóreumenn sprengja kjarnorkusprengju í sjötta sinn, þá öflugustu til þessa Kim sendi systur sína, KimYo-jong, til að fylgjast með Vetrarólympíu- leikunum í Suður-Kóreu Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, heilsar KimYo-jong, 10. febrúar 2018 Stjórnvöld í Suður-Kóreu tilkynntu að Kim hefði boðist til að eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump Kim Jong-un og Donald Trump forseti PJONGYANG SEOUL SUÐUR- KÓREA Miguel Díaz- Canel, varafor- seti Kúbu, verður einn í framboði þegar þing lands- ins kýs eftirmann Raúls Castro í embætti forseta í dag, að sögn þingmanna í gær. Talið var nánast öruggt að Díaz- Canel næði kjöri. Búist er við að Raúl Castro verði mjög áhrifamikill þótt hann láti af embættinu og nær 60 ára valdatíma Castro-bræðranna ljúki þar með formlega. Raúl tók við völdunum af bróður sínum, Fi- del, vegna veikinda hans árið 2006. Díaz-Canel fæddist í apríl 1960, rúmu ári eftir að kommúnistar und- ir forystu Fidels komust til valda. Hann varð varaforseti árið 2013 og hefur verið hægri hönd Raúls. KÚBA Díaz-Canel á að taka við af Raúl Castro lækka upphitunarkostnað Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Varmadælur Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.