Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 43
Allir þurfa þak yfir
höfuðið og fjárfesting í
húsnæði er gjarnan
stærsta og mikilvæg-
asta fjárfesting hverr-
ar fjölskyldu. Myndast
hefur gjá milli fram-
boðs og eftirspurnar
sem hefur m.a. leitt til
þess að Íslendingar
eyða nú mun hærra
hlutfalli ráðstöf-
unartekna en áður í húsnæði og
verulega er vegið að húsnæðisöryggi
ungs fólks.
Þetta eru áskoranirnar sem Ís-
land stendur frammi fyrir og þarf að
bæta úr. Ríkið þarf að sýna forræði í
þessum málum. Fyrsta skrefið í
þeirri vinnu hlýtur að vera stofnun
innviðaráðuneytis, ráðuneytis hús-
næðis-, samgöngu- og sveitarstjórn-
armála.
Óstöðugt og óskil-
virkt starfsumhverfi
Sveiflur í mann-
virkjagerð eru miklar
hvort heldur sem litið
er til veltu í greininni
eða fjölda starfa.
Mannvirkjagerð sveifl-
ast meira en gengur og
gerist í hagkerfinu hér
á landi. Í alþjóðlegu
samhengi eru sveifl-
urnar einnig meiri hér
en annars staðar. Þessi
óstöðugleiki er óhagkvæmur fyrir
samfélagið í heild sinni.
Yfirsýn skortir í þessum mik-
ilvæga málaflokki. Húsnæðismál og
mannvirkjagerð eru nú á forræði
fjögurra ráðuneyta þar sem umgjörð
markaðarins er sett. Ráðuneytin
fjögur gegna því mikilvæga hlutverki
að tryggja húsnæðisöryggi enda seg-
ir réttilega á vef stjórnarráðsins að
öruggt húsnæði sé mikilvæg for-
senda fyrir velferð hverrar fjöl-
skyldu.
Íbúðalánasjóður annast stjórn og
framkvæmd húsnæðismála fyrir
hönd ráðherra og stofnanir á borð við
Mannvirkjastofnun og Skipulags-
stofnun koma einnig að málaflokkn-
um.
Sveitarstjórnir landsins bera
ábyrgð á að leysa húsnæðisþörf fólks
í viðkomandi sveitarfélagi, fara með
skipulagsvald, leyfisveitingar og síð-
ast en ekki síst gera húsnæðisáætl-
anir.
Núverandi fyrirkomulag er óskil-
virkt, lengir boðleiðir og tefur
ákvarðanatöku. Það leiðir til auka-
kostnaðar við byggingu húsnæðis.
Rétt húsnæði á réttum stað
Sveitarfélögum er þá ekki skylt að
gera húsnæðisáætlanir og engin
samræmd sýn eða staðlar eru um
gerð þeirra. Sýnin er fögur en
flækjustigið mikið og málaflokkurinn
einkennist af ómarkvissri áætl-
anagerð. Án heildarsýnar og sam-
ræmdra vinnubragða er ómögulegt
að gera áreiðanlegar áætlanir um
þörfina. Sveitarfélög geta hægt á
húsnæðisuppbyggingu og þannig
velt byrðinni yfir á önnur sveit-
arfélög. Að sama skapi geta sveit-
arfélög ákveðið að ráðast í stórfellda
uppbyggingu húsnæðis, langt um-
fram þörf. Þetta fyrirkomulag eykur
sveiflur og þar með samfélagslegan
kostnað.
Tekið á málum
Í ýmsum ríkjum heims er skortur
á íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Bret-
landi og í Kanada hafa tekið á málum
á markvissan hátt þar sem rík-
isvaldið hefur tekið forræði í málinu.
Í hvítbók breskra stjórnvalda, sem
kom út í byrjun árs 2017, voru áform
stjórnvalda kynnt. Sveitarfélögum er
gert skylt að gera staðlaðar skipu-
lagsáætlanir og velt er fram ýmsum
leiðum til að tryggja að framleiðni í
byggingariðnaði aukist, að heimili
séu byggð hratt og hvatt er til ný-
sköpunar. Haft er víðtækt samráð
við sveitarfélögin um leiðir til lausna.
Í Danmörku eru húsnæðis- og
byggingamál innan sama ráðuneytis
til þess að auka skilvirkni.
Hér á landi þarf ríkið að taka for-
ræði í málinu og stofna innviðaráðu-
neyti með því að koma húsnæðis- og
skipulagsmálum inn í samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið. Með auk-
inni samvinnu, einfaldara og skilvirk-
ara kerfi og auknu gagnsæi á hús-
næðismarkaðnum eykst stöðugleiki
og skilvirkni sem skilar sér í hag-
kvæmara húsnæði, öllum til heilla.
Eftir Sigurð
Hannesson »Hér á landi þarf
ríkið að taka forræði
í málinu og stofna
innviðaráðuneyti.
Sigurður Hannesson
Höfundur er framkvæmdastjóri SI.
Innviðaráðuneytið
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Hvammstangi Örn Gíslason (t.v.) var í gær að aðstoða Þröst Óskarsson,
skipstjóra á Mars HU-41, við að gera klárt fyrir grásleppuveiðarnar.
Eggert
Stjórnendur Land-
spítalans sem og marg-
ir aðrir hafa í hartnær
tíu ár haldið því fram að
uppbygging spítalans
við Hringbraut hafi allt-
af haft vinninginn í
staðarvalsgreiningum.
Þessu hefur verið hald-
ið að þingmönnum, ráð-
herrum og almenningi.
Staðreyndin er sú að
þetta er ekki rétt.
Á þessum röngu fullyrðingum virð-
ast stjórnmálamenn hafa byggt af-
stöðu sína.
Strax eftir aldamót, fyrir 18 árum,
var sérfræðingum falið það afmark-
aða verkefni, að meta við hvaða af
þrem núverandi sjúkrahúsum væri
heppilegast að byggja nýjan Land-
spítala til mjög langrar framtíðar.
Niðurstaða sérfræðinganna var ekki
einróma eins og haldið hefur verið
fram. Sumir vildu byggja við Hring-
braut og aðrir við Fossvog. Á sama
tíma komu sterk rök frá sérfræð-
ingum um að heppilegast væri að
byggja nýtt sjúkrahús frá grunni.
Undir það tók meðal annarra Lækna-
ráð Landspítalans sem í greinargerð
á árinu 2004 óskaði eftir því að stað-
arvalið yrði endurskoðað og taldi best
að byggja nýtt sjúkra-
hús frá grunni. Hjúkr-
unarráð Landspítalans
var á sömu skoðun og
vildi einnig að nýtt
sjúkrahús yrði byggt frá
grunni. Erlendu ráðgjaf-
arnir EMENTOR töldu
árið 2001 að best væri að
byggja við í Fossvogi ef
ekki væri vilji til að
byggja nýtt sjúkrahús
frá grunni sem væri
besti kosturinn.
Sá kostur að byggja
nýtt sjúkrahús frá grunni, hefur aldrei
verið skoðaður og greindur af heil-
brigðisyfirvöldum.
Á haustdögum 2009 komu fram vel
rökstuddar óskir um að staðarvals-
greining yrði gerð þar sem uppbygg-
ing við Hringbraut og Fossvog yrði
borin saman við byggingu nýs sjúkra-
húss frá grunni. Því var hafnað á
þeirri forsendu að það væri orðið of
seint.
Þegar nýtt aðalskipulag Reykjavík-
ur 2010-2030 var samþykkt árið 2013,
jukust kröfurnar um endurmat á stað-
setningu þjóðarsjúkrahússins. Þessar
kröfur komu fram m.a. vegna þess að
skipulagslegt umhverfi gjörbreyttist
og aðgengi að spítalanum við Hring-
braut fullnægði ekki lengur for-
sendum staðarvalsins. Grundvall-
arforsendur höfðu breyst.
En þeim óskum var hafnað með
þeim rökum að engar umferðarlegar
forsendur hefðu breyst frá gamla að-
alskipulaginu AR2001-2024. En ef
kortin eru skoðuð þá blasir við að
fern bifreiðagöng hafa verið felld úr
skipulaginu innan borgarmarkanna
sem öll stefndu í átt að spítalanum við
Hringbraut. Það eru Holtsgöng,
Öskjuhlíðargöng, göng undir Kópa-
vog úr Mjódd auk Miklubrautar í
stokk. Alls um 6,4 km á lengd. Þar
fyrir utan voru felld úr skipulagi 8
mislæg gatnamót og Reykjavík-
urflugvöllur þurrkaður út.
Þrátt fyrir þetta halda menn því
fram að ekkert hafi breyst varðandi
aðgengi að sjúkrahúsinu. Það stenst
ekki.
Það er skylda stjórnvalda áður en
lengra er haldið að axla ábyrgð og láta
fara fram greiningu á hvort betra og
hagkvæmara sé að halda uppbyggingu
við Hringbraut áfram eða byggja nýj-
an spítala á nýjum stað. Öðruvísi næst
ekki nauðsynleg sátt og sannfæring
með þjóðinni um þetta mikilvæga mál.
Ég er sannfærður um að nýr spítali
á nýjum stað sé skynsamlegur kostur.
Hann mun verða betri, ódýrari og
öruggari en bútasaumurinn við Hring-
braut. Hann mun losa sjúklinga undan
miklum óþægindum á byggingartím-
anum og þeim tíma sem tekur að end-
urnýja gömlu húsin. Hann mun verða
aðgengilegri fyrir sjúklinga og að-
standendur og verða eftirsóttari
vinnustaður fyrir lækna og hjúkr-
unarfólk en gamli staðurinn við Hring-
braut getur nokkurntíma orðið.
Eftir Hilmar Þór
Björnsson » Sá kostur að byggja
nýtt sjúkrahús frá
grunni hefur aldrei
verið skoðaður og
greindur af heil-
brigðisyfirvöldum.
Hilmar Þór Björnsson
Höfundur er arkitekt.
Nýtt sjúkrahús frá grunni?
Svæðið við Keldur er ekki aðeins landfræðilega nálægt miðju höfuðborg-
arsvæðisins heldur liggja einnig allar helstu stofnbrautir þarna um.
Að væta skóinn sinn
Hátt húsnæðisverð
er engin tilviljun.
Reykjavík missti af
lestinni á síðustu átta
árum og skipulagði allt
of fáar byggingarlóðir.
Húsnæðisverð hefur
snarhækkað og margir
flytja annað. Reykja-
vík selur bygging-
arrétt á mjög háu verði og innleysir
þannig skammtímahagnað. En þess-
ar tekjur eru skammgóður vermir
því þær koma bara einu sinni. Rétt
eins og ylurinn á fætinum þegar
reynt er að hita sér með því að
„væta“ skóinn sinn. Hann dugar
skammt. Margir útsvarsgreiðendur
kjósa að flytja burt og til lengri tíma
tapar borgin traustum tekjustofnum
með því að búa til húsnæðisskort.
Skammsýni í húsnæðismálum borg-
arinnar hefur sundrað fjölskyldum,
hækkað leiguverð og hækkað verð-
tryggð lán. Það er ábyrgðarhluti
fyrir langstærsta sveitarfélagið að
sinna ekki því að
skipuleggja lóðir fyrir
þarfir markaðarins.
Niðurstaðan er sú að
talsvert framboð er af
dýrum og stórum íbúð-
um en lítið sem ekkert
til af smærri einingum
og hagstæðu húsnæði
sem fólk vill helst.
Breytum þessu
núna
Þessu viljum við
breyta og skipuleggja
strax í sumar hagstæða og spenn-
andi búsetukosti eins og við Keldur
og Örfirisey. Ekki síður mikilvægt
er að klára hverfin eins og Úlfars-
árdal og Norðlingaholt. Jafnframt
að endurnýja Árbæ, Breiðholt og
Grafarvog sem þurfa meira sjálf-
stæði. Gera Mjóddina öflugan þjón-
ustukjarna enda er hún á pari við
Kringlusvæðið og Smárann að
stærð. Nýta Keldnalandið fyrir
þjónustu og sem mögulegt kjörlendi
fyrir uppbyggingu sjúkrahúss.
Hættum að okra á íbúum og bjóðum
eðlilegt framboð á lóðum fyrir allar
tegundir búsetu. Okkar markmið er
Eftir Eyþór
Arnalds » Skammsýni í
húsnæðismálum
borgarinnar hefur
sundrað fjölskyldum,
hækkað leiguverð og
hækkað verðtryggð lán.
Eyþór Arnalds
Höfundur er borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins.
Rjúfum kyrrstöðuna
að 2.000 íbúðir rísi á ári. Skipu-
leggja atvinnulóðir í austurhluta
borgarinnar og styrkja spennandi
borgarbyggð í vesturhluta hennar.
Taka þannig um leið á skipulags-
vandanum og samgöngumálum. Nú-
verandi stefna hefur getið af sér
dýrt húsnæði og þyngri samgöngur.
Gefum þeim frí sem ekki hafa valdið
verkefninu í borginni. Breytum um
stefnu og skiptum um áhöfn. Við
höfum lagt fram skýrar lausnir á
augljósum vanda borgarinnar. Í
stað þess að afneita vandanum
leggjum við fram leiðir til að leysa
vandann. Stöndum saman í því að
leiða Reykjavík inn í nýtt framfara-
skeið.