Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Fyrir ári skrifuðum
við greinina „Innviðir,
norðurslóðir og Kína“
og greindum frá mikl-
um breytingum sem
eru að eiga sér stað í
alþjóðaviðskiptum
með margra trilljón
dala „nýju silkileið-
inni“, sem getur eins
útlagst sem „belti og
braut“ (e. Belt and
Road Initiative) en hugmyndin að
baki fjárfestingunum er að tengja
betur saman flutningaleiðir Evrópu
og Asíu. Þessi áætlun teygir sig þeg-
ar inn á norðurslóðir með fjárfest-
ingu Silk Road Fund í 27 milljarða
dala Yamal-jarðgasverkefninu í
Rússlandi. Þessar miklu breytingar
hafa bein áhrif á Ísland sem norð-
urslóðaríki, en lítil umræða er um
málið hér. Ísland getur stimplað sig
inn í þessa áætlun núna og tryggt
þannig veru sína í flutninganeti
heimsins.
Síðan við birtum greinina fyrir ári
hafa norðurslóðir verið kynntar sem
opinber hluti af „nýju silkileiðinni“,
nú seinast með formlegri útgáfu
hvítbókar um norðurslóðastefnu
Kína sem kynnt var af upplýsinga-
skrifstofu ríkisráðs Kína (e. State
Council Information Office) í janúar
síðastliðnum, þar sem hugmyndin að
„heimskautasilkileiðinni“ (e. Polar
Silk Road) var sett fram sem alþjóð-
legt samstarfsverkefni, en hálfu ári
áður, í júní 2017, hafði þróunar- og
umbótanefnd Kína (e. National
Development and Reform Commiss-
ion) og hafmálastofnun Kína (e.
State Oceanic Administration) gefið
út stefnumótunina Sýn að sjávar-
samstarfi undir „belti og braut“ (e.
Vision for Maritime Cooperation
under the Belt and Road Initiative)
og ríkisráð Kína tiltók Norður-
Íshafið sem eina af þremur megin-
siglingaleiðum „nýju silkileiðar-
innar“. Hinar tvær siglingaleiðirnar
tengja ýmist Kína og Evrópu með
verslunarleið í gegnum Súezskurð
og Kína við Ameríku í Kyrrahafinu –
auk þess að þjóna verslun innan As-
íu. Í því felast skýr skilaboð þegar
Norður-Íshafsleiðin er sett í sama
flokk og tvær af helstu verslunar-
leiðum heimshagkerfisins, en árið
2016 voru fluttar 7,2 milljónir tonna
af farmi á norðausturleiðinni á
Norður-Íshafi í samanburði við 819
milljónir tonna í gegnum Súezskurð
og 205 milljónir tonna í gegnum
Panamaskurð. Það er því ljóst að
enn er langt á milli, en flutningar
innan norðurslóða aukast sérstak-
lega.
Viðskipti aukast
á norðurslóðum
Í framhaldi af útgáfu norðurslóða-
stefnu Kína hélt skipafélagið China
COSCO Shipping sinn fyrsta alþjóð-
lega fund utan Kína, í Osló, um
Norður-Íshafssiglingar. Á fundinum
útlistaði COSCO fimm ára reynslu
sína út frá 14 verslunarleiðöngrum
um Norður-Íshafið og greindi frá
byggingu þriggja nýrra skipa sem
þjóna fyrsta leiðarkerfi alþjóðlegs
skipafélags í gegnum Norður-
Íshafið.
Síðastliðið sumar sigldi jafnframt
kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn
20.000 sjómílna leiðangur frá Kína í
gegnum miðleiðina (utan efnahags-
lögsögu Rússlands) og í gegnum
norðvesturleiðina við Kanada-
strendur og varð með því fyrsta
skipið til að sigla í gegnum allar
þrjár siglingaleiðir Norður-
Íshafsins, en hann hafði áður siglt
fyrstur kínverskra skipa í gegnum
norðausturleiðina árið 2012 þegar
Ísland var áfangastaður þess. Það er
því ljóst að Kínverjar hafa tekið for-
ystu í Norður-Íshafssiglinum og
fram úr norðurskautsríkjunum sjálf-
um. Talsverður vöxtur hefur verið á
skipaumferð í rússnesku norður-
slóðahöfnunum eða um 40% frá 2016
til 2017, en mestur var hann í Sa-
bettahöfn sem þjónar Yamal-
jarðgasverkefninu, eða 298%, og
ákveðið hefur verið að ráðast í nýtt
stórt jarðgasverkefni á nálægu
svæði með Arctic LNG 2-verkefninu
sem á að hafa framleiðslugetu upp á
18 milljónir tonna af jarðgasi ofan á
16,5 milljóna tonna framleiðslugetu
Yamal LNG af jarðgasi og mun að
einhverju leyti innihalda sömu fjár-
festa og Yamal-jarðgasverkefnið,
þar á meðal kínverska olíufélagið
CNPC. Notkun jarðgass hefur auk-
ist mjög í Kína, en árið 2017 stóð
notkunin í 250 milljörðum rúmmetra
og jókst um 19% frá 2016, m.a. í ljósi
þess að jarðgas er staðgönguvara
fyrir kol við upphitun heimila og
minnkar mengun stórkostlega.
Rússland er í dag stærsti jarðgas-
framleiðandi í heimi, en 80% gas-
linda Rússlands eru á Yamal-Nents-
svæðinu og telur svæðið 16% af
heimsframleiðslu. Ljóst er að sam-
eiginlegir hagsmunir Kína og Rúss-
lands ráða því för bæði hvað varðar
auðlindanýtingu og tengda skipa-
flutninga á norðurslóðum.
Mikilvægi viðskipta
Árið 2012 varð Ísland fyrsta ríkið
til að undirrita rammasamning við
kínversk stjórnvöld um samstarf á
norðurslóðum og árið 2013 fyrsta
Evrópuríkið, og eina N-Atlantshafs-
ríkið og norðurskautsríkið, til að
gera slíkan samning. Samkvæmt
ræðu sendiherra Kína á Íslandi í
febrúar kemur fram að með undir-
ritun fyrirliggjandi viljayfirlýsingar
um samstarf ríkjanna innan ramma
„beltis og brautar“ verði greiðari
leið til praktísks samstarfs á milli Ís-
lands og Kína á sviðum s.s. versl-
unar með landbúnaðar- og sjávar-
afurðir, innviðauppbyggingar
tengdrar flugsamgöngum og sam-
skiptatækni, endurnýjanlegrar
orku, norðurslóðamála, ferðaþjón-
ustu og menntunar.
Ljóst er að miklir hagsmunir eru í
húfi, en Finnar hafa tekið frum-
kvæði af Norðurlandaþjóðunum að
samstarfi við Kína innan ramma
„beltis og brautar“ vegna mikilla
viðskiptahagsmuna og mögulegrar
fjárfestingar í stórum járnbrauta-
innviðum sem myndu tengja Finn-
land við bæði Kirkenes í Noregi,
sem hefur hafnaraðgengi að Norður-
Íshafi, og Tallinn í Eistlandi, sem er
núverandi endapunktur „beltis og
brautar“ á Evrasíu, og verða mið-
stöð Norðurlandanna gagnvart
verslun austur til Kína, norður til
Norður-Íshafsins og suður til Evr-
ópu. Það er mikilvægt að við á Ís-
landi þekkjum til þessara miklu
breytinga sem eru að eiga sér stað
alþjóðlega og vinnum bæði til aust-
urs og vesturs, jafnframt því að
styrkja eigin norðurslóðastefnu sem
byggist á þingsályktun frá árinu
2011 m.a. með tilliti til viðskipta-
hagsmuna. Viðskipti drífa verð-
mætasköpun sem gerir samfélögum
kleift að dafna, en þær viðskipta-
þvinganir sem hafa aukist undan-
farið á milli stærri ríkja setja lífskjör
margra í hættu. Því til varnaðar er
ágætt að hafa í huga orð Jacks Ma,
stofnanda Alibaba: „Þegar verslun
hættir þá hefst stríð.“
Ári seinna: Innviðir,
norðurslóðir og Kína
Eftir Heiðar Guð-
jónsson og Egil Þór
Níelsson
» Það er því ljóst að
Kínverjar hafa tekið
forystu í Norður-Íshafs-
siglinum og fram úr
norðurskautsríkjunum
sjálfum.
Heiðar
Guðjónsson
Heiðar Guðjónsson er stjórnar-
formaður Norðurslóða-viðskipta-
ráðs og Sýnar. Egill Þór Níelsson
er framkvæmdastjóri Kínversk-
norrænu norðurslóðamiðstöðv-
arinnar og gistifræðimaður við
Heimskautastofnun Kína og Al-
þjóðamálastofnun Sjanghæ.
Egill Þór
Níelsson
Ég sé ekki fram á
annað en að frumvarp
það sem rifist hefur
verið um á Alþingi
núna um lækkun
kosningaaldurs í 16
ár sé eitt það vitlaus-
asta sem fram hefur
komið lengi. Það
hljóta að vera misvit-
lausir þingmenn sem
leggja fram frumvarp
um að börn fái að
kjósa til sveitarstjórna og líka þeir
aðrir sem styðja það. Að mínum
dómi eru það stjórnmálaflokkarnir
sem skíthræddir eru um fylgi sitt í
komandi sveitarstjórnarkosningum
sem þess vegna eru að níðast á
börnum að talið séu um níu þúsund
talsins í vor, að þau óþroskuð og
ólögráða komi þeim til bjargar.
Þarna er um að ræða
t.d. Viðreisn og Pírata,
sem eru að tapa miklu
fylgi, og að auki Sam-
fylkingu og VG, sem
bjóða jafnvel fram í
samkrulli við aðra
flokka, svokölluð
hræðslubandalög. Allir
muna þeir eftir því
hvernig fór fyrir Bjartri
framtíð. Það er illa gert
að vera að neyða þess-
um gjörningi upp á
börnin því t.d. meiri-
hluti þeirra sem talað
var við hjá bæði RÚV og Stöð 2 var
alls ekkert hrifinn af þessu uppá-
tæki og taldi sig jafnvel ekki hafa
nægilegan þroska til að kjósa 16
ára. En einmitt á þeim aldri hafa
þau ekki kjörgengi og eru þar af
leiðandi ekki sjálfráða á margan
hátt, svo sem til kaupa á áfengi og
tóbaki, mega ekki taka bílpróf, ekki
fara inn á skemmtistaði og er ekki
trúað fyrir því að ganga í hjóna-
band. Allar stórar ákvarðanir í sam-
bandi við fjármál verða foreldrarnir
að samþykkja og skrifa undir. Hvað
ef þessi blessuð börn væru kosin í
bæjarstjórn, þá gætu þau að sjálf-
sögðu ekki skuldbundið eitt né neitt.
Ég var töluvert undrandi þegar ég
sá að sú mikla skynsemismanneskja
og menntamálaráðherra Lilja Dögg
Alfreðsdóttir lagði þessu frumvarpi
lið, en trúlega hefur hún ekki hlust-
að á svör barnanna í fyrrgreindum
þáttum á sjónvarpsstöðvunum.
Þorsteinn Víglundsson úr einum
tapflokkunum hefur farið mikinn
ásamt fleiri töpurum og margspurt
hvort andstæðingar frumvarpsins
treysti ekki börnum en um það
snýst málið alls ekki. Málið snýst
einfaldlega um hvort Viðreisn og
Píratar þurrkist ekki alveg út úr ís-
lenskri pólitík ásamt jafnvel fleirum
og fari fyrir þeim eins og Bjartri
framtíð, sem í örvæntingu eins og
Viðreisn þiggur að sænga hjá hverj-
um sem er. Ég sjálfur hef mikla trú
á íslenskum ungmennum og ekki
síður blessuðum börnunum og þess
vegna vil ég ekki taka þátt í þessum
ljóta leik, sem virðist til þess eins
gerður að bjarga sökkvandi skipum
í íslenskri pólitík.
Furðulegt og óskamm-
feilið frumvarp
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur
Hallgríms
» Það er lítilsvirðing
við óþroskuð og
ólögráða börn að ætla
þeim að taka ábyrgð á
því sem þau hafa ekki
þroska til.
Höfundur er eldri borgari.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Ársfundur
Byggðastofnunar 2018
verður haldinnmiðvikudaginn 25. apríl
kl. 13.00 á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.
Dagskrá
13.00 Setning fundarins. Illugi Gunnarsson,
formaður stjórnar Byggðastofnunar.
13.05 Ávarp ráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra.
13.15 Ávarp formanns stjórnar Byggðastofnunar.
Illugi Gunnarsson.
13.30 Starfsemi Byggðastofnunar.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri.
13.45 Afhending Landstólpans,
samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar.
14.00 Byggðaáætlun 2018-2024.
Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í
samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
14.30 Hvert sækja íbúar landsbyggðanna þjónustu?
Sigríður Elín Þórðardóttir, sérfræðingur
á Byggðastofnun.
15.00 Rannsókn á orsökumbúferlaflutninga.
Þóroddur Bjarnason, prófessor
við Háskólann á Akureyri.
15.30 Veiting styrkja úr Byggðarannsóknasjóði.
Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar
Byggðastofnunar.
Allir velkomnir