Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 49

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 kl. 9.00 árdegis verða hlutabréf í Ísfélagi Vestmannaeyja hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins þar að lútandi. Frá þeim tíma ógildast enn fremur hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögumnr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa og reglugerð settri á grundvelli þeirra. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Ísfélags Vestmannaeyja hf. tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hérmeð er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Ísfélags Vestmannaeyja hf., að staðreyna skráningunameð fyrirspurn til Örvars Guðna Arnarsonar (orvar@isfelag.is) á skrifstofu Ísfélagsins að Tangagötu 1, 900Vestmannaeyjum eða í síma 488 1100. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, eigi síðar en 27. júlí 2018. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun semgert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. umsjónmeð eignarhlut sínum í félaginu. Reikningsstofnunmun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthafarmunu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Vestmannaeyjum, 19. apríl 2018 Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfavoru 53 bátar að veiðum. Nú hefurvertíðin verið að lengjast – mennvoru að fara á vertíð kannski í maímánuði og voru svo búnir í júlí, nú hefja þeir veiðarnar 15. mars og eru svo að fram eftir hausti. Þá eru menn allflestir komnir með tvö troll og með öfl- ugri skip við veiðarnar.“ Kynntu útgerðinni stöðuna Á sama tíma og bátum hefur fækkað og afköst hafa aukist hef- ur dregið úr aflanum. „Aflaráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar á síðasta fiskveiðiári hljóðaði upp á 1.150 tonn, en það eru ekki mörg ár síðan við vorum að ráðleggja veiðar á yfir tvö þús- und tonnum. Í þessu ljósi má sjá að aflinn fer minnkandi.“ Spurður hvar þessi þróun endi; hvort hún endi jafnvel í hreinu banni við humarveiðum í einhvern tíma, segir Jónas að það hljóti að vera, að öllu óbreyttu. „Ef við fáum ekki meiri nýliðun þá erum við að veiða magn sem er hreinlega ekki til. Án þess að vera að reyna að mála einhvern skratta á vegginn þá er þetta staðan í dag.“ Staðan sem Jónas gerir að um- talsefni var kynnt útgerðinni í desember síðastliðnum. „Þeir vita alveg af þessum möguleika, þó að enginn sé auðvit- að spenntur fyrir að fá ekki að veiða neitt. Engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta, en einhver úrræði verðum við að skoða. Það segir sig sjálft að ráðlagður afli verður sífellt minni ef fram heldur sem horfir.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Humar í vinnslu Á sama tíma og bátum á veiðum hefur fækkað og afköst hafa aukist hefur dregið úr aflanum. Hér eru norðurmörk hrygning- arsvæðis leturhumarsins, en teg- undin er útbreidd frá Miðjarð- arhafi og ströndum Marokkó allt norður í Norðursjó og til svæð- isins suður af Íslandi. Athygli vísindamanna hefur vakið, að hér við land virðist hún einna stærst. „Okkar humar hefur alltaf verið stór, miðað við önnur svæði,“ segir Jónas. Yfirleitt er stærð humars mæld út frá skjaldarlengd hans, en það er frá augum og aftur að skildinum sem þekur bol dýrsins. Til útskýringar þá er fjörutíu millimetra humar, mældur í skjaldarlengd, í kringum 23 sentimetra langur þegar á heild- ina er litið. „Í dag erum við með hlutfalls- lega fleiri humra sem eru yfir sjötíu millimetrar að skjald- arlengd, heldur en undir fjörutíu millimetra. Til samanburðar má líta til Írlands, en þar sést varla humar yfir fjörutíu millimetrum, en þar er meðalstærð humars í kringum 25 millimetrar. Hér á landi myndi enginn láta bjóða sér að láta þannig humar á grill- ið,“ segir Jónas í léttum tón. Íslenski hum- arinn óvenjustór Jónas nefnir að erfitt sé að meta það magn sem landað sé framhjá, eins og það er gjarn- an kallað, þegar menn taka hluta aflans í land og nýta sjálfir eða selja. Bendir hann á að vitað sé af líflegum mark- aði með humar. Enn fremur sé sjaldan eða aldrei greint frá því að humar hafi fengist sem meðafli við botnvörpuveiðar. Hins vegar, þegar Hafrannsóknastofnun standi fyrir botnvörpuralli, fylgi alltaf smá humar með hverju sinni. Landað framhjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.