Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Andri Steinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæ- fellsbæjar, segir bátana hafa sótt í steinbítsveiðarnar eftir að þorsk- veiðin fór í hrygningarstopp. Þó hafi nokkrir bátar hafið veiðarnar fyrr, vegna dræmrar veiði á þorski. Alfons Finnsson skrifar frá Ólafsvík Margir þeirra línubáta sem gerðir eru út frá Snæfellsbæ hafa und- anfarið róið undir Látrabjarg eftir steinbít og mokfiskað þar. Í samtali við fréttaritara segir hann að ekki sé hátt verð á stein- bítnum, en því veldur mikið framboð á litlum markaði. „Við höfum verið að selja steinbít- inn slægðan á níutíu til hundrað krónur, en hann er allur slægður í landi hjá okkur,“ segir Andri og bætir við að sjómenn borgi 14 krón- ur fyrir slæginguna af hverju kílói, sem fari af verðinu til þeirra. Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hef- ur alls tekið á móti 486 tonnum af steinbít frá 1. mars, mest frá Kristni SH, sem landað hefur 228 tonnum, og Tryggva Eðvarðs SH, sem komið hefur með 151 tonn af steinbít að landi. Mjög drjúgur tími fer í veiðar hjá línubátunum, enda langt sótt, og dugar varla sólarhringurinn til. Mokfiska steinbít undir Látrabjargi Hröð handtök um borð Andrzej Kowalczyk setur steinbítinn í lestina. Mokstur Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á Guðbjarti SH, mokar steinbítnum upp í bátinn. Drjúgur tími fer í veiðar. Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sýning á vörum ungra frum- kvöðla, sem taka þátt í nýsköp- unarkeppni, sem félagið JA frum- kvöðlar stendur fyrir í framhaldsskólum, er nú hafin í húsi Sjávarklasans á Grandagarði. Sýndar eru þær vörur í keppn- inni sem tengjast sjávarútvegi og hafinu á einhvern hátt, en alls eiga ellefu hópar framhalds- skólanema vörur á sýningunni. Kennir þar ýmissa grasa en áhersla flestra verkefnanna er á umhverfisvernd eða fullnýtingu afurða. Í keppninni fá ungmennin að spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja og eru allir frumkvöðlarnir á aldrinum 16-20 ára. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Sjávarklasanum er sýn- ingin öllum opin alla virka daga á milli kl. 9 og 16, og stendur hún yfir til 1. maí. Leggja áherslu á um- hverfisvernd og fullnýtingu Sjávarklasinn Vörusýningin stendur yfir í húsinu til 1. maí næstkomandi. Fyrsta uppboð veiðiréttinda í Fær- eyjum í ár verður haldið fimmtu- daginn 26. apríl. Verða þá 25.000 tonna aflaheimildir í kolmunna boðnar upp í opnu uppboði, að því er fram kemur í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneyti Færeyja hefur sent frá sér. Sú breyting er gerð frá síðasta ári, að þrjár gerðir af réttindum verða boðnar upp, eða réttindi til eins árs, þriggja ára og átta ára. Alls verða í ár boðin upp rúm- lega hundrað þúsund tonn af afla- marki, eða 4.769 tonn af botnfiski, 89.169 tonn af kolmunna, 10.916 tonn af makríl og loks 12.490 tonn af síld. Botnfiskurinn samanstendur að mestu af þorski, en inniheldur einnig ýsu og aðrar fisktegundir. sh@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þórshöfn Þrjár gerðir réttinda verða boðnar upp í Færeyjum í ár. Bjóða upp rúmlega hundrað þúsund tonn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.