Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
✝ HalldóraMaggý Hart-
mannsdóttir fædd-
ist í Ólafsfirði 4.
mars 1931. Hún
lést í Reykjavík 21.
mars 2018.
Foreldrar Hall-
dóru voru hjónin
María Anna Magn-
úsdóttir húsmóðir,
f. 17.11. 1909, d.
5.4. 1999, og Hart-
mann Pálsson sundkennari og
síldarmatsmaður, f. 5.1. 1908,
d. 5.7. 1983. Systkini Halldóru
eru Kristín María, f. 3.12. 1929,
Ásta Margrét, f. 23.4. 1933, d.
24.12. 2007, Guðrún Elín, f.
10.12. 1935, Adda Sigurlína, f.
13.1. 1937, d. 2.1. 2008, Erna
Sigurbjörg, f. 6.7. 1939, Ásdís,
f. 9.1. 1945, og Haukur, f. 5.5.
1946, d. 16.5. 1946.
Árið 1954 giftist Halldóra
Gunnlaugi Sigursveinssyni sjó-
manni frá Ólafsfirði, f. 22.12.
búð með Sigurði Sveinssyni,
þeirra sonur er Ýmir Andri,
fyrir átti hún soninn Svan Þór
Heiðarsson. b) Sigursveinn
Árni Friðriksson. 3). Harpa
María, f. 11.12. 1961, börn
hennar eru: a) Aron Freyr
Leifsson, í sambúð með Eddu
Doris, þeirra synir eru Hafþór
Adam og Einar Kristinn. b)
María Ýr Leifsdóttir.
Halldóra fór í húsmæðra-
skólann á Laugalandi og seinna
meir sótti hún ýmis námskeið.
Árið 1967 bjargaðist Gunnlaug-
ur úr sjávarháska ásamt allri
skipsáhöfninni á Stíganda ÓF
25, en rúmum tveimur mán-
uðum síðar fórst hann í bílslysi.
Fimm árum eftir fráfall Gunn-
laugs flutti hún til Reykjavíkur
með dætur sínar og bjó þar alla
tíð. Eftir að Halldóra flutti suð-
ur vann hún meðal annars á
saumastofu og á hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða þar til hún
lauk sínum starfsferli, þá 67
ára gömul. Halldóra bjó á heim-
ili sínu þar til seint á síðasta
ári, þegar hún mjaðmabrotnaði
og náði sér ekki eftir það.
Útför Halldóru fór fram 6.
apríl 2018 í kyrrþey, að ósk
hinnar látnu.
1929, d. 22.11.
1967. Foreldrar
hans voru Gunn-
hildur Gunnlaugs-
dóttir húsmóðir, f.
10.5. 1902, d. 16.7.
1972, og Sigur-
sveinn Árnason
sjómaður, f. 8.8.
1903, d. 13.10.
1980.
Dætur Halldóru
og Gunnlaugs eru:
1) Gunnhildur, f. 20.1. 1954,
börn hennar eru: a) Pedro
Gunnlaugur Garcia, í sambúð
með Drífu Guðmundsdóttur,
þeirra sonur er Rafael Dýri. b)
Henrik Geir Garcia, í sambúð
með Andreu Katrínu
Guðmundsdóttur, þeirra dætur
eru Ísabella Guðrún og Sunn-
eva Ósk. 2). Bryndís, f. 17.8.
1958, eiginmaður hennar er
Friðrik Svanur Kárason, f. 6.5.
1959, börn þeirra eru: a) Kol-
brún Tara Friðriksdóttir í sam-
Með miklum söknuði kveðj-
um við mömmu, klettinn í lífi
okkar.
Ung hitti hún Gulla sinn og
þau gengu í hjónaband á gaml-
ársdag 1954. Árið 1967 voru þau
að koma sér upp nýju húsi, dæt-
urnar voru orðnar þrjár og
framtíðin blasti við þeim. Engan
gat grunað að það ár yrði pabbi
tekinn frá okkur. Í ágúst sama
ár bjargaðist pabbi ásamt allri
skipshöfn Stíganda ÓF 25 úr
sjávarháska. Það var glatt á
hjalla í Ólafsfirði þegar áhöfnin
kom heilu og höldnu til hafnar.
Aðeins tveimur mánuðum síðar
lést hann í bílslysi á leiðinni frá
Reykjavík til Ólafsfjarðar, að-
eins 37 ára gamall. Þung voru
sporin fyrir mömmu þegar hún
kallaði á okkur systur til að
segja að nú yrði hún að vera
bæði mamma okkar og pabbi.
Þá stóð hún ein uppi með okk-
ur, Gunnhildi 13 ára, Bryndísi 9
ára og Hörpu Maríu 5 ára. For-
eldrar hennar María og Hart-
mann og tengdaforeldrar henn-
ar Gunnhildur og Sigursveinn
veittu henni ómældan stuðning í
sorginni, ásamt systrum henn-
ar. Til gamans má geta þess að
þær systur þóttu svo glæsilegar
að þær voru kallaðar sjöstirnið.
Árið 1972 fluttum við mæðgur
til Reykjavíkur. Hún var fróð-
leiksfús, vel lesin og sótti ýmis
námskeið. Þegar hún fór í hátt-
inn fór hún ævinlega með bók
inn, krossgátu eða aðra hugar-
leikfimi. Mamma vildi aldrei að
við hefðum áhyggjur af henni
þegar hún fór eitthvað út, því
setti hún alltaf miða á komm-
óðuna um það hvert hún fór og
hvenær hún kæmi aftur. Við
hlógum oft að þessu, en þetta
litla atriði lýsir umhyggjusemi
hennar
Hún hafði gaman af því að
ferðast og eins þegar einhver
afkomandi hennar fór til út-
landa, dró hún upp landabréfa-
bókina til að vera með það á
hreinu hvar í heiminum viðkom-
andi væri staddur. Mamma var
mjög listræn líkt og hennar
móðurfólk. Hún var endalaust
að sauma á okkur föt og prjóna
og uppáhalds dúkkurnar okkar
fengu líka eins. Hún var vand-
virk og hafði einstaklega fallega
rithönd svo talað var um.
Þar sem er hjartapláss þar er
húspláss, en þau orð eiga vel við
Álftamýrina sem var miðpunkt-
ur í lífi okkar. Vinkonur okkar
voru alltaf velkomnar og skipti
þá engu máli hvort um heim-
sókn var að ræða eða nætur-
gistingu. Mamma vann mikið og
sá til þess að okkur skorti aldrei
neitt og aldrei heyrðum við
hana kvarta. Hún sagði aldrei
neitt slæmt um nokkra mann-
eskju og talaði hún vel um þá
sem höfðu á einhvern hátt að-
stoðað hana í lífinu og þá sér-
staklega eftir að pabbi lést. Já,
heimurinn væri svo sannarlega
betri ef það væru fleiri eins og
hún. Eftir að barnabörnin,
augasteinar hennar, bættust í
hópinn var sama upp á ten-
ingnum. Hún átti skúffur fullar
af sögum og teikningum sem
þau gáfu henni. Það var oft
glatt á hjalla þegar fjölskyldan
hennar kom saman í Álftamýr-
inni. Þá var stofuborðið oft
dregið til hliðar og farið í ýmsa
leiki. Þegar hún lauk sínum
starfsferli árið 1998, gat hún
varið meiri tíma með fjölskyld-
unni. Og nú eru langömmubörn-
in orðin sex talsins. Á 87 ára af-
mæli hennar, örfáum dögum
áður en hún lést, áttum við öll
yndislega stund með mömmu.
Mamma var glæsileg kona og
bar sig vel, með sitt svarta hár
fram á síðasta dag. Við erum
þakklátar fyrir hve lengi við
fengum að njóta samvista við
hana. Nú er tómlegt í Álftamýr-
inni.
Við vitum að pabbi hefur tek-
ið vel á móti henni þegar hann
hitti hana loksins eftir 51 árs
aðskilnað.
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma.
Meira: mbl.is/minningar
Gunnhildur, Bryndís
og Harpa María.
Elsku amma, nú eru komin
kaflaskil í lífið þar sem þú ert
ekki lengur meðal okkar. Þú er
komin til afa, afa sem við hefð-
um svo mikið viljað hitta og
kynnast. Við trúum því að þið
séuð saman og horfið á okkur,
barnabörnin ykkar og barna-
barnabörnin. Það var alltaf svo
notaleg tilhugsun að hafa þig
amma í næstu götu, manni
fannst maður alltaf hafa þetta
öryggisnet að þú værir í ná-
grenninu. Það höfðu ekki allir
þann lúxus að geta bara hlaupið
yfir til ömmu hvenær sem var.
En það höfðum við systkinin og
svo seinna meir barnabarnið
þitt, hann Svanur Þór. Hann
vissi það að alltaf gat hann farið
til langömmu. Hann hafði oft
orð á því hvað þú værir alltaf
góð, bara hreinlega best og vissi
hann að hjá þér fékk hann alltaf
köku. Það þótti honum ekki
slæmt. En vegna þess að þú
varst svo nálægt okkur og
vegna þess að við vorum alltaf
meira en velkomin á þitt heimili
vorum við alltaf náin. Eiginlega
bara öll fjölskyldan. Heima hjá
þér hittust alltaf allir og gerðu
sér glaðan dag. Við spiluðum,
borðuðum góðan mat og spjöll-
uðum. Sú hugsun að sú tíð sé
liðin er einhvern veginn svo
óraunveruleg. Að þú sért ekki á
hliðarlínunni að passa upp á að
allir hefðu það gott og væru
glaðir.
Þú varst alltaf svo góð við allt
og alla í kringum þig og fannst
okkur orðatiltækið „hún myndi
ekki gera flugu mein“ passa al-
gjörlega við þig. Þú hefur aldrei
gert flugu mein.
Elsku amma, við systkinin
munum sakna þín og hugsa til
þín og segja börnum okkar og
barnabörnum sögur af þér og
gæsku þinni. Enginn mun kom-
ast með tærnar þar sem þú
hafðir hælana í góðsemi. Það
munu allir þínir afkomendur fá
að vita.
Elsku amma, hvíldu í friði.
Þín barnabörn
Kolbrún Tara og
Sigursveinn Árni.
Elsku amma mín. Takk fyrir
allt. Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa til þín. Einstök
sál í alla staði. Ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur kennt og
hjálpað mér með í gegnum lífið.
Þú hafðir góða nærveru og mér
leið einstaklega vel í kringum
þig. Gott var að koma heim til
þín og spjalla um tilveruna. Þú
hafðir ávallt gaman af því að
heyra hvernig síðustu dagar
höfðu verið hjá mér. Þú varst
góður hlustandi og gafst góð
ráð sem munu nýtast mér út líf-
ið. Þegar ég kom heim til þín þá
vissi ég að ég væri á réttum
stað, hjá þér var best að vera.
Þú áttir fallegt og hlýlegt heim-
ili og skemmtilegt var að skoða
það sem þú áttir. Þegar ég var
lítil þá mátaði ég oft skartgrip-
ina þína og dansaði um stofuna
með allar slæðurnar sem þú átt-
ir og við skemmtum okkur kon-
unglega saman. Uppáhaldslitur-
inn þinn var fjólublár og þér
þótti ávallt vænt um að fá eitt-
hvað fjólublátt að gjöf. Ég fékk
að heyra frá ferðalögum þínum
erlendis og sjá ljósmyndir sem
þú tókst í gegnum árin sem ég
hafði gaman af og mun muna að
eilífu. Þú komst alltaf í heim-
sókn þegar ég var veik, með
nýtt leikfang sem þú hafðir
keypt á leiðinni og eitthvað gott
að borða, það þótti mér vænt
um. Ég hef ávallt litið upp til
þín í einu og öllu. Þú ert fyr-
irmyndin mín. Erfitt er að
kveðja svona góða konu. Takk
fyrir ómetanlegar minningar.
Ég sakna þín alla daga, elsku
amma.
María Ýr Leifsdóttir
Elsku Halldóra okkar, það er
óraunverulegt að sitja hér og
skrifa minningarorð um þig, að
mörgu leyti finnst okkur eins og
þú sért hér enn. Þegar við Ein-
ar hittum þig fyrst höfðum við
heyrt margar sögur af þér og
skein það í gegnum allar sög-
urnar hversu góð og yndisleg
kona þú varst, um það eru allir
sammála sem þekktu þig. Þú
bauðst okkur strax velkomin inn
í fjölskylduna og náðir strax inn
í hjarta okkar með þinni ein-
stöku hlýju og góðu nærveru.
Þú gerðir aldrei upp á milli og
leit Einar á þig sem ömmu og
talaði ávallt um hversu góð og
falleg þú værir, líkt og engill.
Það var augljóst að það sem
skipti þig öllu máli var fjöl-
skyldan, börnin, barnabörnin
þín sem þér fannst svo einstök
og samverustundirnar. Þú hafð-
ir svo gaman af því að rifja upp
gamla tíma með börnunum og
barnabörnunum þínum, sýna
okkur ljósmyndir og leyfa okkur
að skyggnast aftur til fortíðar
sem var þér svo dýrmæt. Þú ert
rík af barnabörnum og barna-
barnabörnum og eru þau sér-
staklega lánsöm að hafa átt þig
að. Þú varst og ert frábær fyr-
irmynd, þér var umhugað um
alla og sást til þess að engan
skorti neitt. Þú hafðir endalaus-
an tíma og þolinmæði fyrir þau.
Ég vildi að samferð okkar í líf-
inu hefði orðið lengri og að Ein-
ar og Hafþór litli hefðu fengið
að kynnast þér betur. Við Aron
munum ætíð vera dugleg að
halda minningunni um þig lif-
andi og skoða myndir.
Ef allir væru eins góðir og þú
væri heimurinn betri staður, á
því er enginn vafi. Ég enda
þetta á bæn frá Einari og Haf-
þóri því þótt þú sért farin þá
mun þín verndarhönd ætíð vaka
yfir litlu ömmubörnunum þín-
um.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prests-
hólum)
Hvíl í friði elsku amma Hall-
dóra engill. Við elskum þig.
Edda Doris, Einar Kristinn
og Hafþór Adam.
Elsku amma mín Halldóra.
Það er með miklu þakklæti sem
ég kveð þig. Þakklæti fyrir allt
það góða sem þú kenndir mér.
Það er erfitt að koma því í orð
hversu gott það var að eiga þig
að en það sem ég geymi í hjart-
anu eru óteljandi góðar stundir
og væntumþykja. Ég hlakka til
að segja börnunum mínum frá
þér og á sama tíma rifja upp all-
ar góðu minningarnar sem ég
mun alltaf geyma. Ég mun
segja þeim frá því hvernig þú
tókst ávallt á móti mér með
opnum örmum og ég mun líka
segja þeim að heimili þitt hafi
alltaf verið hjarta fjölskyldunn-
ar þar sem allir komu saman til
að gleðjast og til þess að líða
vel. Þegar öllu er þó á botninn
hvolft varst þú í raun hjarta
fjölskyldunnar. Það síðasta sem
þú sagðir við mig var hvað það
væri gott að fá koss á kinnina
eftir að ég kom að heimsækja
þig. Ég sá til þess að sá koss
yrði ekki sá síðasti þó svo að
orðin yrðu ekki fleiri. Takk fyrir
að vera til staðar fyrir mig.
Takk fyrir allt.
Aron Freyr.
Það er óraunveruleg tilfinn-
ing að kveðja ömmu Halldóru,
hvort sem er með grein eins og
þessari, á hjúkrunarheimilinu,
við kistulagninguna eða sjálfa
jarðarförina. Hún hefur verið
bæði miðjan og hjartað í móð-
urfjölskyldu minni frá því ég
man eftir mér og í raun mik-
ilvæg fyrirmynd allt frá upp-
hafi. Mér dettur fátt stöðugra,
góðviljaðra og rólyndara í hug
en amma mín í minningu æsk-
unnar, þrátt fyrir að ævi hennar
geymi bæði erfiðan og ósann-
gjarnan atburð, fráfall afa. Ég
hef skilið það æ betur síðustu ár
hversu sterk kona hún var. Allt-
af átti hún góð ráð og hlýju að
gefa. Óhætt er að segja að af-
komendurnir voru í fyrsta sæti
og ómetanlegt er að hún fékk að
upplifa að verða langamma og
sjá barnabarnabörnunum fjölga
ört síðustu æviárin. Ekkert
gladdi hana meira en þau. Það
var líka mjög ánægjulegt að
geta átt með henni stund síðast-
liðinn jóladag, þar sem við af-
komendurnir komumst nær allir
til hennar á Landakotsspítala,
þegar ljóst var að endalokin
voru nærri. En eins þótt lífs-
saga hennar sé á enda mun hún
lifa með okkur alla tíð. Það er í
raun ekki hægt að kveðja eitt-
hvað sem maður geymir alltaf
með sér. Takk fyrir allt, elsku
amma mín. Hvíl í eilífum friði.
Henrik Geir Garcia
barnabarn og fjölskylda.
Daginn áður en hún fór reik-
aði ég um Hrafnistu. Ég hafði
aldrei komið þangað áður. Hún
var bara búin að vera þar örfáa
daga. Mér til undrunar sá ég
kafarabúning sem stóð fyrir ein-
hverra hluta sakir rétt hjá kaffi-
teríunni. Stóð efst í tröppum, og
horfði í fjarskann eins og hann
leitaði að einhverju. Þetta var
risavaxinn og nokkuð forn bún-
ingur, sem hlaut að vega hálft
tonn. Hann stóð á steinhnull-
ungi, og á steininum var mikið
skarð, sorfið í bergið.
Á áletrun fyrir neðan stóð:
„Þessi steinn er rifinn úr sjáv-
arklöppinni að Gufuskálum á
Snæfellsnesi 1950. Með djúpu
kjölfarinu sem sorfið er í hann
ber hann vott um strit og svita
horfinna manna.“
Og ég velti því fyrir mér:
Hvert er þitt mark, amma, á til-
verunni? Hvað er eftir, hvaða
mark skilur manneskja eftir sig
þegar hún er farin?
Minningar.
Útvarpið heima hjá þér, þeg-
ar ég var barn. Á morgnana
þegar við borðuðum morgun-
mat. Einu sinni hlustuðum við á
Strawberry Fields Forever. Því
lauk og þú sagðir: Þetta var
næstfallegasta lag Bítlanna.
Mér datt ekki í hug, sem barni,
að spyrja þig hvert það falleg-
asta væri. Þú sagðir ekki oft
hvað þér fannst. Ég hefði átt að
spyrja oftar. Innra með þér var
rík veröld, sem ég held að ég
hafi aldrei kynnst almennilega.
Við barnabörn hennar, við
höfum misst sólina í sólkerfinu.
Dæturnar þrjár, barnabörnin
sex. Við hittumst alltaf hjá
henni. Það var fasti í tilverunni
um hátíðirnar. Áttum samveru-
stundir, glöddumst, borðuðum
saman. Þá var glatt á hjalla.
Daginn sem þú kvaddir,
amma, var vorjafndægur. Og þú
varðst vitni að vori í fjölskyld-
unni, í lokin, síðustu tvö árin,
þegar þú eignaðist fimm barna-
barnabörn á tveimur árum. Þú
náðir þeim öllum, fékkst að
halda á þeim öllum. Til viðbótar
við Svan Þór bættust við Ísa-
bella, Ýmir, Hafþór, Rafael og
Sunneva. Þú átt eitthvað í þeim
öllum.
Heyrnin er það síðasta sem
fer, sagði mamma við mig þegar
ég kom inn á herbergið. Amma
hafði þá látist klukkutíma fyrr,
en við héldum áfram að tala við
hana, óska henni góðrar ferðar.
Þær voru henni við hlið, dæt-
urnar þrjár, héldu í hönd henn-
ar, struku henni um ennið. „Ég
bið að heilsa pabba,“ sagði
Bryndís. „Þú varst alltaf best,
best í lífinu,“ sagði Harpa. Og
mamma mín, Gunnhildur,
breiddi sængina betur yfir hana
því glugginn var opinn, af vana,
svo henni yrði ekki kalt.
Heyrnin er það síðasta sem
fer. Ég veit ekki hvort þú
heyrðir, amma, en ég vil að þið
sem lesið vitið hversu ljúfsárar
lokastundirnar voru, átakanleg-
ar – það er fátt erfiðara en að
sjá mömmu sína missa mömmu
sína – en það var fegurð líka, og
sómi, í því hvernig þær systur,
dætur hennar, kvöddu hana.
Hún fór umvafin hlýju og ást.
Eftir að hún var farin sá ég
aftur kafarabúninginn sem
stendur fyrir einhverra hluta
sakir rétt hjá kaffiteríunni á
Hrafnistu. Stendur efst í tröpp-
um, og horfir í fjarskann eins og
hann leiti að einhverju. Í stein-
inn fyrir neðan hefur verið sorf-
ið mikið skarð.
„Með djúpu kjölfarinu sem
sorfið er í steininn ber hann
vott um strit og svita horfinna
manna.“ Hvert er þitt mark,
amma, á tilverunni?
Ég vil ímynda mér að það
séum við, að það sem er gott í
okkur sé frá þér komið. Því það
var það sem þú varst. Þú varst
góð. Það eina sem skiptir máli í
tilverunni; að vera góður við
aðra. Þessi steinn í tilverunni
sem við stöndum á, í hann hefur
verið sorfið mikið skarð.
Við minnumst þín með sökn-
uði, amma, og þakklæti.
Pedro Gunnlaugur Garcia.
Halldóra Maggý
Hartmannsdóttir
Hún fæddist ekki
til auðs og metorða
konan, sem nú hefur
lagt sín brúnu augu
aftur í hinsta sinn. Hún valdi sér
að förunautum um lífsins veg
dugnað, samviskusemi og heiðar-
leika.
Hún erfði góðar gáfur og vel-
vilja til manna jafnt og dýra.
Kornung varð hún móðir og
sinnti eiginmanni, börnum og
heimili og vékst ekki undan
ábyrgð. Hvort hugur hennar
geymdi vonir og óuppfylltar þrár
fáum við aldrei að vita, því var
ekki flíkað.
Hún var móðir okkar og vildi
okkur allt það besta og gekk
nærri sjálfri sér okkar vegna, ef
því var að skipta.
Minningarnar hafa lit og ang-
an, þar er hlátur og einnig grátur,
Sigríður Margrét
Eiríksdóttir
✝ Sigríður Mar-grét Eiríks-
dóttir fæddist 11.
febrúar 1929. Hún
lést 4. mars 2018.
Útför hennar fór
fram í kyrrþey 16.
mars 2018.
gleði og tregi hönd í
hönd. Að loknu
drjúgu dagsverki er
komið að verkalok-
um. Mamma er lögð
af stað „um engi og
tún og ásinn heima“.
Það er hlý sunnan-
gola og sól á vanga
og hún gengur rösk-
lega. Við horfum á
eftir henni með
þakklæti, virðingu,
söknuði og ást.
Milt var sunnan
við moldarbarðið
og melinn gráa.
Þar fagna mér ennþá
fífillinn guli
og fjólan bláa.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini,
sem aldrei svíkja.
(Davíð Stefánsson)
Dæturnar,
Margrét, Svanhildur
og Ragnheiður.