Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Hér er birtur hluti úr 1. kafla bók- arinnar, Kynningu. Nýting jarðhita Saga nýtingar jarðhita á Íslandi er sérstæð fyrir margra hluta sakir. Þessi nýting hefur haft mikil áhrif á búsetu og byggðarþróun í landinu frá því fyrir miðja síð- ustu öld. Margir þéttbýliskjarnar hafa risið á jarð- hitasvæðum. Hveragerði er vafalítið besta dæmið. Þá var mörgum skólum í dreifbýli valinn staður á jarðhita- stöðum. Þjóðin hefur gert sér góða grein fyrir gildi jarðhitanotkunar og margir séð sér atvinnutækifæri á jarðhitastöðum. Lengi vel einkenndist nýting jarð- hita á Íslandi af beinni notkun varmans, þ.e. til húshitunar, fyrir gróðurhús, sundlaugar og ýmsan iðn- að. Nýting jarðgufu til raforkufram- leiðslu fór hægt af stað en skömmu fyrir síðustu aldamót (1997) varð mikill vaxtarkippur þegar aflgeta jarðgufustöðva óx nálægt sjöfalt, eða úr 80 megavöttum (MW) í 573 MW á 12 árum. Erlendis hefur þróun í nýt- ingu jarðvarma verið öfugt farið. Lengi vel var megináherslan þar á notkun jarðgufu til raforkufram- leiðslu og hefur hún aukist stöðugt síðustu 4–5 áratugina, um 250–300 MW á ári. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur bein notkun jarð- varma hins vegar aukist verulega á heimsvísu. Notkun varmadælna hef- ur aukist gífurlega á síðustu þremur áratugum en varmadælutæknin gerir kleift að „dæla“ varma úr kaldara umhverfi yfir í heitara, til dæmis úr jarðvegi eða köldu grunnvatni yfir í hús til upphitunar þeirra. Um leið kólnar jarðvegurinn eða grunnvatnið. Ekki verður annað séð en að slík nýt- ing sé stundum talin til jarðhitanýt- ingar, en það er rangt. Sú varmaorka sem tekin er úr jarðvegi eða köldu grunnvatni með kælingu er ættuð frá sólinni. Í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem Íslendingar hafa mest samskipti við er lítinn eða engan jarð- hita að finna. Af þeim sökum urðu Ís- lendingar sjálfir að byggja upp þekk- ingu á þessari auðlind, aðallega innan Jarðhitadeildar raforkumálastjóra (1956–1967) og Orkustofnunar hinnar eldri (1967–2003). Á hinn bóginn grundvallast jarðboranir og hönnun hitaveitna og jarðgufuvirkjana að verulegu leyti á innfluttri þekkingu. Orkuverin í Svartsengi og á Nesja- völlum eru þó einstök á heimsvísu vegna fjölnýtingar á orkulindinni og byggist sérstaða þeirra á hönnun ís- lenskra verkfræðinga. Nýting háhita er ekki eins vistvæn og nýting lág- hita. Því veldur aðallega mun meira jarðrask og sjónmengun á háhita- svæðum þegar virkja skal jarðgufu til raforkuframleiðslu, og hár styrkur ýmissa óæskilegra efna í vatni og gufu. Eftir sem áður er framleiðsla raforku með jarðgufu mun vistvænni en framleiðsla raforku með brennslu jarðefnaeldsneytis. Háhitalindin get- ur þó tæplega talist græn orkulind. Það er lághitinn hins vegar. Auk þess er lághitinn hér á landi oftast nýttur í smáum stíl á hverju svæði og því fremur í anda sjálfbærrar þróunar en umfangsmikil nýting jarðgufu til raf- orkuframleiðslu á háhitasvæðum. Mikil hugarfarsbreyting hefur orð- ið á Íslandi og raunar miklu víðar á Vesturlöndum á síðustu áratugum, að mati sumra sem nú eru fullorðnir. Ábyrgðartilfinning hefur verið á undanhaldi, sölumennska er stundum óprúttin og hefur komið óorði á við- skipti og svo þykir nú sjálfsagt að hver reyni að skara eld að sinni köku eftir bestu getu og skiptir þá ekki máli hvort farið er út fyrir ramma þess sem telst vera ásættanlegt sið- gæði. Hagnýt og skynsamleg nýting jarðhita hefur stundum liðið fyrir þetta. Fyrir rúmum fjörutíu árum voru harðar deilur um hvernig staðið var að verki við byggingu jarðgufu- stöðvar á Kröflusvæði. Að mati höf- undar var sú framkvæmdagleði sem einkenndi byggingu raforkuvera á háhitasvæðum á fyrstu árum þess- arar aldar ekki byggð sem skyldi á varkárni og skynsemi. Betra hefði verið að virkja í smærri áföngum yfir nokkuð langt tímabil og afla með því öruggari upplýsinga um afkastagetu svæðanna til langtíma litið. Ástæða er til að nefna þetta hér af því að það eru til svo mörg dæmi um það að þeg- ar maðurinn hyggst nýta náttúru- auðlindir sér til hagsbóta uppfyllir ávinningurinn ekki væntingar og snýst stundum upp í andhverfu sína vegna ófullnægjandi skilnings á því hvernig náttúran bregst við þeirri truflun sem auðlindanýting veldur. Skilningur mannsins á náttúrunni er ófullkominn og þess vegna er alltaf ástæða til að fara varlega. Maðurinn má ekki líta svo á að hann sé yfir eðli náttúrunnar hafinn, því að það er jörðin sem ákveður hver hin endan- lega niðurstaða verður af nýtingu náttúruauðlinda. Varmi í jörðu Í upphafi var jörðin mjög heit og geymdi því mikla varmaorku. Enn er mikið eftir af þessum upprunalega varma. Auk hans myndast stöðugt varmi í jörðinni vegna niðurbrots geislavirkra efna. Þessir tveir varma- gjafar skila svipuðu varmastreymi út um yfirborð jarðar og tapast það að lokum út í geiminn. Varmastreymið er lítið á hvern ferkílómetra lands og skiptir mannkyn engu máli. Undir meginlöndunum er það 60–70 kílóvött á ferkílómetra en um það bil helmingi meira undir Íslandi eins og við er að búast á eldgosasvæði. Varmastreym- ið á hvern ferkílómetra lands sam- svarar raforkunotkun 50–100 hrað- suðukatla og það dygði til að hita upp tíu lítil einbýlishús á Íslandi. Varmastreymið út um yfirborð jarðar er lítið á hvern ferkílómetra. Hins vegar geymir jörðin gífurlega varmaorku. Tækninni hefur þó ekki enn fleygt nægilega fram til að gera kleift að nýta þennan varma að neinu ráði. Nýting varmaorku jarðar er að- eins tæknilega möguleg og hagkvæm þar sem tilteknar jarðfræðilegar að- stæður eru fyrir hendi, nefnilega þar sem jarðhitakerfi hafa myndast á borð við þau sem þekkjast á Íslandi. Engin von er til þess að hinn almenni varmastraumur sem flæðir upp í gegnum jarðskorpuna með varma- leiðingu verði nokkurn tíma nýti- legur. Til þess er hann alltof lítill á flatareiningu lands. Þegar jarðhitasvæði er tekið til nýtingar er jafnan margfalt meiri varmaorka tekin úr því um borholur en nemur náttúrulegu varmatapi. Slíkri nýtingu má líkja við vatnsafls- virkjun þar sem mun meira vatn er látið renna úr uppistöðulóni virkj- unarinnar en í það rennur. Það sem þó skiptir meira máli en náttúrulegt varmatap er varmaflæði inn í rætur jarðhitakerfa. Það getur verið nokk- urt inn í sum kerfi, einkum ef þau eru ung, en ekkert í önnur. Aðalatriðið er að erfitt er að henda reiður á þessu flæði. Því er það góð nálgun og var- færin að líta á einstök jarðhitakerfi sem varmanámur, eins og Orkustofn- un og Jarðfræðistofnun Bandaríkj- anna raunar gera. Öllum þeim sem þekkja vel til jarðfræði og varma- fræði ætti að vera þetta fullljóst. Það er mikilvægt að jarðvísindamenn með sérþekkingu á jarðhitanum láti frá sér fara skýr skilaboð um þetta atriði, bæði til ráðamanna og almenn- ings, því það hlýtur að skipta sköpum fyrir viðhorf manna til þess hvernig jarðhitinn skuli nýttur og hvers kon- ar stefnu Íslendingar móta sér um sjálfbæra þróun, a.m.k. þegar jarð- hitinn er annars vegar. Þótt endur- nýjanleiki jarðhitalindarinnar sé hverfandi eða enginn segir það ekk- ert til um það hversu stór varma- náma einstök jarðhitakerfi eru. Steindaauðlindir og jarðefnaeldsneyti Almenningur virðist ekki gera sér nægjanlega grein fyrir mikilvægi auðlinda í jörðu, ekki aðeins á Íslandi heldur um víða veröld, hvar þær er að finna, til hvers þær eru nýttar og að þær eru langflestar endanlegar, að ekki sé talað um hið flókna kerfi vinnslu og viðskipta með hráefnið úr þessum auðlindum, notkun þess og loks förgun eða endurvinnslu. Auð- lindir í jörðu, svo sem málmar, eru ómissandi fyrir efnahagslega hag- sæld í iðnvæddum ríkjum veraldar ásamt hæfi til að nýta þær. Margir þættir tengjast hæfinu, svo sem þekkingarstig, stjórnskipan ríkja, stöðugleiki og grunnrannsóknir. Og ekki má gleyma því að stærð hag- kerfa og mannfjöldi ríkja hafa mikil áhrif á hæfið. Sumar steindaauðlindir í jörðu endast ef til vill ekki lengur en í um það bil eina öld, til dæmis kopar, en aðrar talsvert lengur, svo sem járn (undirstaða nær alls iðnaðar), og enn aðrar í nokkrar aldir, til dæmis fosfat sem mest er notað sem áburður fyrir landbúnað. Spár sem verða að teljast áreiðanlegar benda til þess að vinnsla um helmings nytjaefna í jörðu nái há- marki um miðja þessa öld, þ.e. eftir rúm 30 ár, og eftir það minnki vinnsl- an vegna þess að minna finnst af nýj- um námum en nemur vinnslu. Þeir sem nú eru í framhaldsskólum verða um fimmtugt um miðja öldina. Önnur efni finnast væntanlega í stað sumra núverandi nytjaefna, en fyrir mikil- vægasta málminn, járn, gildir þó að ekki er vitað um neitt efni sem getur komið í staðinn og eins er um tilbúinn áburð, fosfat og kalíum sem er ómiss- andi í landbúnaði. Meðvitundin um endanleika þessara auðlinda er ein þeirra stoða sem mynda grundvöll að viðhorfinu um sjálfbæra þróun. Eina leiðin til að útvega nægilegt járn til nýrra hluta til langtíma litið er endur- vinnsla. Kol og jarðolía endast væntanlega skemur en flestar steindaauðlindir, en jarðgas talsvert lengur. Vinnsla jarðolíu er þegar farin að dragast saman vegna þess að minna finnst af nýjum olíulindum en nemur vinnslu úr þekktum olíulindum. Vinnsla kola hefur náð hámarki og dregst saman af sömu ástæðu en einnig vegna þess að jarðgasnotkun til raforkufram- leiðslu hefur aukist verulega á síð- ustu árum á kostnað kola. Mikið magn olíuefnis er þekkt í jarðlögum (tjörusandur, olíuleir) sem tæknilega er mögulegt að nýta þótt það sé til- tölulega dýrt og mjög óvistvænt. Vegna mengunar andrúmslofts, hnattrænnar hlýnunar og súrnunar sjávar er þó hæpið að vinnsla jarð- efnaeldsneytis vaxi mikið í næstu framtíð enda öll áhersla lögð á það meðal mjög margra ríkja að auka nýtingu endurnýjanlegra orkulinda til þess að draga úr brennslu jarð- efnaeldsneytis. Auðlind í jörðu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Háhiti Í bók Stefáns Arnórssonar, Jarðhiti og jarðarauðlindir, kemur fram að betra sé að virkja í smærri áföngum yfir nokkuð langt tímabil og afla með því öruggari upplýsinga um afkastagetu svæða til langtíma litið. Í bókinni Jarðhiti og jarðarauðlindir fjallar Stefán Arn- órsson jarðfræðingur um eina mikilvægustu auðlind Ís- lendinga, orkuna í jarðhitasvæðunum. Hann beinir sjónum að íslenskum aðstæðum, en leggur áherslu á eðli jarðhita- auðlindarinnar á hnattræna vísu. Bókin var gefin út í til- efni af 75 ára afmæli Stefáns. Weycor AR65e þyngd 5150kg vél: Deuzt (vatnskæld) 54KW (73hö) Hanix H27DR þyngd 2825kg vél: Kubota 14,4KW (19hö) Vinnuþjarkar Þýsk og japönsk gæðavara Við græjum það Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.