Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 76

Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 ÍKvöldsögum fyrir uppreisnar-gjarnar stelpur eru sagðarstuttar sögur af konum semhafa á einn eða annan hátt unnið afrek sem þær hafa öðlast heimsfrægð fyrir. Sumar eru látnar, aðrar eru bráð- ungar og eru þær úr ólíkum áttum; skáld, íþrótta- menn, ofurfyrir- sætur, stjórn- málamenn, aðgerðarsinnar, drottningar, kokkar og áfram má telja. Heil opna er tileinkuð umfjöllun um hverja konu, þar sem líf hennar er sett fram í formi klassískrar kvöld- sögu sem nær oftast hefst á „Einu sinni var …“ Þar að auki er konan sjálf dregin upp í myndskreytingu sem tugir listakvenna víðs vegar að úr heiminum sinntu. Það var ekki fyrr en í lok lesturs á Kvöldsögum fyrir uppreisnar- gjarnar stelpur sem ég fletti fremst og las loks formálann. Höfundar fara þar yfir þann tilgang sem býr að baki bókinni og leiðarstef hennar sem er ætlað að tala til ungra stelpna; Að kvenna bíði hindranir en það sé hægt að sigrast á þeim, fjar- lægja þær og halda áfram, eins og þessar konur gerðu. Mér fannst merkilegt að lesa þetta yfirlýsta markmið því svo auð- velt hefði verið að textinn liði fyrir bergmálandi boðskap og stólræður. Þess í stað fljóta sögurnar áfram í skemmtilegri og lifandi frásögn þar sem skemmtunin er framar fræðslu, þótt hið síðarnefnda skili sér vissu- lega, enda er fátt sem fræðir jafnvel og þegar það er gaman. Sem fullorðin manneskja hafði ég ákaflega gaman af bókinni og lærði mikið. Ekki skemma einstakar myndskreytingar, hver og ein eins og listaverk sem endurspeglar hvað konur og menningarheimar eru ólík; allar og allir með sinn sérstæða sjarma. Myndirnar vildi maður margar hafa uppi á vegg en ég fór aðra yfirferð yfir bókina, sú seinni var bara til að njóta myndanna. Í sögu hópfjármögnunar hefur engin frumsamin bók safnað jafn miklu fé og Kvöldsögur fyrir upp- reisnargjarnan stelpur. Ástæðurnar fyrir þessum mikla meðbyr eru margvíslegar, eins og höfundar fara yfir í formála. Foreldrar sem vilja hvetja dætur sínar til dáða, kynna sonum sínum sjónarhorn kvenna á heiminn, fólk sem vill varpa ljósi á hve heimurinn er fjölbreyttur. Síðast en ekki síst þarf að þrykkja nöfn margra þessara kvenna betur á blað, enda oft frekar verið reynt að afmá nöfn þeirra en grafa í gull. Það er gert með framúrskarandi hætti hér. Höfundarnir Favilli er blaðamaður og Cavallo er rithöfundur og leikstjóri. Listrænar kvöld- sögur fyrir alla Kvennasaga Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur bbbbm Ritstjórn og listræn stjórnun: Elena Fa- villi og Francesca Cavallo. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. Mál og menning, 2017. Innb., 211 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikfélagið Hugleikur frumsýnir annað kvöld nýtt leikrit, Hráskinnu, eftir þau Ármann Guðmundsson, Ástu Gísladóttur, Sigríði Báru Steinþórsdóttur og Þorgeir Tryggvason en leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Í því „fara saman íslensk fortíð, rómantík og gal- gopalegur húm- or“, eins og segir í tilkynningu frá leikfélaginu, og barátta góðs og ills er eitt af meginþemum verksins. Og líkt og í mörgum fyrri verkum Hugleiks bresta per- sónur í söng hvað eftir annað og var tónlistin ýmist samin í hópvinnu leikhópsins eða af einstökum aðkomendum sýningarinnar. Þor- geir Tryggvason og Loftur S. Lofts- son voru þar afkastamestir og flesta söngtexta samdi Sævar Sig- urgeirsson en þau Þorgeir og Ásta komu einnig að söngtextagerðinni. Hráskinnaleikur Eins og nafn verksins gefur til kynna kemur bók við sögu í því og segir Ármann að titillinn sé orða- leikur sem vísi bæði í gamlar galdrabækur og hið gamla og góða orð hráskinnaleik, þ.e. óvægnar deilur eða vinnubrögð sem lýsa óheilindum. „Hugleikur hefur til- hneigingu til orðaleikja,“ segir Ár- mann kíminn og er spurður að því hvort mikið sé um hráskinnaleik í verkinu. „Já, það er mikil barátta milli góðs og ills og milli manna og drauga og þeir eru ekkert endilega góðir sem maður heldur að séu það. Hlutverkunum er svolítið snúið við miðað við hefðbundin verk,“ svarar Ármann. Hann er beðinn um að segja bet- ur frá verkinu. Um hvað fjallar það? „Þetta gerist á biskupssetri, á Skál- um, árið 1600 eða þar um bil. Bisk- upshjónin eru frekar óviðfelldin og þá sérstaklega frúin, hún hefur há- leit markmið fyrir sig og sína. Biskupinn er farinn að kalka svolítið þannig að hún stjórnar öllu með harðri hendi og hefur nýverið fengið til sín galdrakerlingu sem er að hjálpa henni að ná markmiðum sín- um sem eru m.a. að ná þessari bók, Hráskinnu, af nágranna hennar,“ segir Ármann. Þeim tekst að æra nágrannann, sem hleypur fyrir björg. En þá kemur upp nýr vandi því biskupsfrúin og galdrakerlingin geta ekki lesið bókina og eru að reyna að leysa þann vanda í byrjun verks. „Það sem þær vita ekki er að vinnukona á bænum á í ástarsam- bandi við son nágrannans og hann er mjög einarður upplýsingaaldar- maður og trúir ekki á neitt nema vísindi,“ heldur Ármann áfram og bætir við að fólk týni svo tölunni eft- ir því sem líði á verkið. Gekk ljómandi vel Sem fyrr segir eru höfundar verksins fjórir og Ármann er spurð- ur að því hvort það flæki ekki skrif- in. „Nei, það þarf nú ekki að vera,“ svarar hann, „það gekk alla vega ljómandi vel. Við skiptum með okk- ur verkum og hittumst svo bara og fórum yfir það sem var búið að gera og snyrtum það til. Það getur vafa- laust verið flókið en reyndist ekki vera það í þetta skiptið.“ Sýningar á Hráskinnu fara fram í húsnæði Hugleiks að Langholtsvegi 109-111 og er gengið inn bakatil. Frumsýningin er á morgun kl. 20 og næstu sýningar 22. apríl kl. 15, 26. og 28. apríl kl. 20 og svo 1. og 3. maí kl. 20. Miðasala fer fram á staðnum en einnig má panta miða á vef Hug- leiks, hugleikur.is eða með tölvu- pósti á hugleikur@hugleikur.is. Galdrar og galgopaháttur  Hugleikur frumsýnir nýtt verk, Hráskinnu  Biskupsfrú kemst yfir galdrabók með aðstoð galdrakerlingar en getur ekki lesið hana  Barátta milli góðs og ills og milli drauga og manna Ármann Guðmundsson Hráskinnaleikur Frá æfingu á verkinu Hráskinnu sem leikhópurinn Hugleikur frumsýnir annað kvöld. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Hressandi morgunganga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.