Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 81

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Adam er önnur mynd leik-stjórans Maríu Sólrúnar.Hún er menntaður leik-stjóri sem hefur um langa hríð einblínt á handritaskrif og -ráð- gjöf en sest nú aftur í leikstjórastól- inn. María hefur lengi dvalið í Þýskalandi og myndin gerist þar í landi og er á þýsku. Myndin fjallar um Adam, ungan heyrnarlausan mann sem býr í Berl- ín. Móðir hans, sem var tilrauna- kenndur tónlistarmaður, er vistuð á heimili fyrir geðsjúka og Adam býr því einn. Amma Adams var einnig veik á geði og móðir hans óttaðist að það gæti farið eins fyrir henni. Hún tók því loforð af Adam að ef hún væri lögð inn og yrði ósjálfbjarga myndi hann hjálpa henni að deyja. Dag einn kemur starfsmaður frá félagsyfirvöldum heim til Adams og tilkynnir honum að móðir hans sé heilabiluð vegna ofneyslu áfengis og fíkniefna. Sjúkdómurinn er ólækn- andi og hún mun því dvelja varan- lega inni á stofnun. Félagsráðgjafinn segir Adam að vegna þessa muni hann missa íbúðina innan þriggja mánaða og þurfi að bjarga sér sjálf- ur. Adam fer í kjölfarið að íhuga af al- vöru hvort hann eigi að láta verða af líknardrápinu. Meðan á þessu stend- ur er fer hann reglulega á stefnumót með óléttri konu sem hann kynntist á Tinder og ástin tekur að blómstra. Myndræn hlið Adams er áhuga- verð. Gömlum heimamyndböndum er blandað saman við myndefnið til þess að sýna liðna tíma, þegar Adam var lítill drengur og móðir hans söng og dansaði í eldhúsinu. Þar að auki birtast reglulega draumkennd brot úr náttúrulífsþáttum um sjávardýr. Þessi neðansjávarmyndskeið virka eins og myndlíking fyrir heyrnar- skerðingu Adams og kallast líka skemmtilega á við tíðar sundferðir hans. Í kvikmyndatöku er mikið um nærmyndir og handheldar tökur með mikilli hreyfingu. Þessi hrái stíll er svo ýktur enn frekar með því að notast við tíðar stökkklippingar. Þetta er sniðug leið til þess að fara þar sem myndin er sjálfstæð fram- leiðsla, gerð fyrir lítið fjármagn, og líklega ekki völ á dýrum tökubúnaði. Þarna nær kvikmyndagerðarfólkið að láta takmarkaða möguleika í kvikmyndatöku vinna sér í hag. Magnús Maríuson, sonur leik- stjórans, leikur titilhlutverkið. Hann er nýútskrifaður leikari og sýnir hér prýðilega frammistöðu og ljóst að hann á framtíðina fyrir sér. Það er margt spennandi á seyði í myndinni, t.d. hvað varðar tökustíl, tónlist og leik. Söguþráðurinn er engu að síður nokkuð gallaður og því er myndin ekki nógu kraftmikil á heildina litið. Líkt og fram kom liggja hér undir gríðarstór vanda- mál, eins og hvernig Adam á að geta séð fyrir sér einn og óstuddur, auk þess sem myndin tæklar einhverja stærstu siðferðislegu spurningu sem fyrirfinnst: hvort og hvenær það sé er réttlætanlegt að fremja líknar- dráp. Þetta er á köflum fullmikið, það er ekki einblínt með nógu mark- vissum hætti á hvert mál fyrir sig og því eru úrlausnir stundum nokkuð losaralegar. Endrum og sinnum er myndin líka ekki í takt við sitt innra samhengi, það er til dæmis ekki sannfærandi hvað Adam er furðulega afslappaður þegar honum er tilkynnt að það eigi að vísa honum úr íbúðinni sinni. Maður gæti gert sér í hugarlund að það sé vegna þess að Adam skilji ekki fyllilega hversu alvarleg staða hans er en það getur varla verið þar sem það er gert ljóst að hann er alls ekki vitlaus, þvert á móti er hann reglulega klár og úrræðagóður. Það er ýmislegt í Adam sem lofar góðu og hún er dæmi um mynd sem virkar sem „showcase“-mynd, þarna er augljóslega hæfileikafólk að störf- um þótt myndin sjálf sé alls ekki hnökralaus. En það er næsta víst að hún mun opna dyr fyrir þá sem eiga hlut að máli og ég trúi ekki öðru en að framtíðin sé björt, sérstaklega hjá mæðginunum Maríu og Magn- úsi. Ekki lengi í paradís Prýðisleikur Magnús Maríuson, sonur leikstjórans, leikur titilhlutverkið í Adam og sýnir prýðilega frammistöðu. Bíó Paradís Adam bbbnn Leikstjórn: María Sólrún. Kvikmynda- taka: Joanna Piechotta. Klipping: Valer- ie Anex. Tónlist: Magnea. Aðalhlutverk: Magnús Maríuson, Eszter Tompa, Flo- riane Daniel, Hans Brückner. 72 mín. Ís- land og Þýskaland, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Jazzhátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur til og með 21. apríl. Há- tíðin er nú haldin í þrettánda sinn og er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en list- rænn stjórnandi hátíðarinnar hefur frá upphafi verið Sigurður Flosa- son tónlistarmaður. Líkt og á fyrri hátíðum kemur fram fjölbreyttur hópur íslenskra djasstónlistarmanna á hátíðinni í ár og af ólíkum kynslóðum og verður boðið upp á ólík stílbrigði djass- tónlistar við allra hæfi, eins og seg- ir í tilkynningu. Í kvöld kl. 20.30 kemur ASA-tríó fram í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, ásamt saxófónleik- aranum Jóel Pálssyni og annað kvöld verður blásið til Latíndjass- veislu á sama stað. Á laugardaginn verður djassað fram á kvöld en fyrstu tónleikarnir hefjast kl. 14 í félagsmiðstöðinni Jónshúsi í Sjá- landi þar sem fram kemur söng- konan Ragnheiður Gröndal og flyt- ur, ásamt valinkunnum hljóðfæra- leikurum, vel valda djassstandarda. Kl. 16 verða ungmennatónleikar í Kirkjuhvoli, þar koma fram fimm hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar og hátíðinni lýkur svo með tónleikum trompetleikarans Ara Braga Kárasonar og hljóm- sveitar. Söngkonan Ragnheiður Gröndal. Ólík stílbrigði djasstónlistar Þegar Sara Danius tilkynnti fyrir viku að hún myndi hætta störfum sem ritari Sænsku akademíunnar (SA) og jafnframt draga sig út úr störfum SA klæddist hún eins og oft áður blússu með áföstum borða sem hægt er að hnýta í slaufu. Fljótlega fóru að berast inn á samfélagsmiðl- ana myndir undir myllumerkinu #knytblusen af þekktu fólki í sam- bærilegum klæðnaði sem vildi sýna Danius samstöðu, en meðal þeirra var Alice Bah Kuhnke, mennta- málaráðherra Svíþjóðar. Afbrota- fræðingurinn Nina Rung hefur í samvinnu við fleiri skipulagt mót- mælastöðu fyrir framan Börshuset í Stokkhólmi í dag, þar sem SA fundar vikulega, og hafa þúsundir boðað komu sína og hyggjast klæðast blússu í anda Danius. Samkvæmt frétt Sænska útvarps- ins hafa verið boðaðar sam- bærilegar mót- mælastöður í Gautaborg, Malmö og víðar. „Þetta snýst um að sýna að konur hafi rödd og völd. Rödd sem við getum notað og herrarnir í SA og aðrir karlar hafa ekki skilið enn, þrátt fyrir metoo-byltinguna,“ seg- ir Rung. Sýna Söru Danius samstöðu í verki Sara Danius Tónlistarsystkinin Bara Heiða og Danimal halda útgáfutónleika á Húrra á morgun vegna breiðskífu sinnar Danimal – Says Hi. Bara Heiða – So Do I sem kom út nýver- ið. Lög Danimal hljóma á fyrri helmingi plötunnar og lög Bara Heiðu á þeim seinni. Bara Heiða, réttu nafni Heiða Dóra Jónsdóttir, hefur átt lög reglulega á vinsældalistum út- varpsstöðva og Danimal, þ.e. Daní- el Jón Jónsson, stofnaði hljómsveit- ina Hide Your Kids og hefur komið fram með henni auk þess að gefa út smáskífur og tónlistarmyndbönd. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og fer miðasala fram á tix.is og við inn- ganginn. Tónlistarsystkin Daníel Jón og Heiða Dóra eða Danimal og Bara Heiða. Bara Heiða og Danimal halda útgáfutónleika ICQC 2018-20 ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir mánudaginn 23. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 27. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.